Þjóðviljinn - 14.08.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 14.08.1976, Qupperneq 3
Laugardagur 14. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Libanon: Yfir 2000 féllu í Tel Al-zaatar Beirut 3/8 reuter ntb — Nályktin lá yfir flótta- mannabúðunum Tel Al-zaatar i dag þegar ræningjar fóru á stjá i leit að verðmætum í búðunum sem hægri- menn náðu á sitt vald i gær. Tveir palestinskir læknar sem störfuöu i búöunum sökuöu hægrimenn um aö hafa drepið 60 hjúkrunarkonur eftir aö læknaliö- iö yfirgaf búöirnar i gær. ForystumaöurRauða krossins i Libanon, Jean Hoefliger, sagöi i dag að sex þUsund manns heföu yfirgefið bUöirnar eftir aö þær féllu. Þegar fólkið streymdi i gegnum viglinu hægrimanna voru flestir karlmennirnir hand- teknir. Sumum var skilaö aftur i hendur fulltrUa Arababandalags- ins en nokkrum var haldiö áfram. Leiötogi einnar stærstu fylking- ar hægrimanna, Dany Chamoun, sagðist i dag giska á aö yfir tvö þUsund manns heföu fallið I bUð- unum meöan á umsátrinu stóö. Af hans eigin liði féllu 83 o g 215 særö- ust aö hans sögn. Hann taldi aö i búöunum heföu veriö rúmlega 1.200 vopnaöir menn auk 25 sýrlenskra hermanna og nokk- urra sovéskra tæknimanna sem hefðu hjálpaö þeim til að smiöa ný vopn. Chamoun sagði að striöið i Libanon hefði nú breyst i baráttu milli heimskommUnismans sem beitti palestlnumönnum fyrir sig og hægrimanna. Þvi til stuönings sagöi hannað 400alsirmenn heföu komiö til hafnarborgarinnar Sidon i dag og að vinstriöflin fengju 450 tonn af vopnum i viku hverri. > Leiðtogi vinstriaflanna, Kamal Junblatt, sagði á blaöamanna- fundi i dag aö vinstriöflin heföu fengiö þrjár miljónir dollara i aö- stoð frá trak. Vinstrimenn hafa haldiö þvi fram að málaliðar berjist með hægriöflunum. Chamoun neitaöi þessu i dag. Einn af leiötogum falangista Bashir Gemayel, hélt þvi fram aö hægrimenn heföu orðið að hertaka Tel Al-zaatar þvi búöirnar heföu verið orðnar aö bækistöðvum alþjóölegra hryöju- verka og einskonar riki i rikinu sem stjórnvöld i Libanon gætu ekki haft stjórn á. Breska stjórnin lagði nýlega fram tillögu um umiangsiuiKiiiu sparnað i rikisrekstrinum. Samstaöa náöist um þær i rikisstjórn- inni en breski teiknarinn JAK hefur sinar grunsemdir um það hvernig hún var til komin. Caliaghan: — Þeir sem eru samþykk- ir sparnaðartillögunum rétti upp hægri hönd. Berlinarmúrinn 15 ára V-þjóðverjum snúið við á landamærunum Berlin 13/8 reuter — Berllnar- múrinn átti 15 ára afmæli i dag og af þvi tilefni skipulögöu æsku- lýðssamtök kristilegra demókrata i Vestur-Þýskaiandi rútuferðir tii Berlinar þar sem til stóð að mótmæla tilveru múrsins. Ekkert varö þó úr þeim mót- mælum þvi austur-þýskir landa- mæraverðir stöövuðu rúturnar áöur en þær komust til Berltaar. Kváöust þeir hafa snúið 10 rútum viö á landamærunum en hinum var snúiö við innan viö landa- mærin. Alls voru rúturnar 17 og i þeim um 1.200 manns. Stjórnvöld i þýska alþýöulýð- veldinu mótmæltu þessari ferö fyrr i vikunni. Fréttastofa lands- ins, ADN.sagöi i dag aö rútunum herói verið snúið til baka vegna grunsemda um að farþegar þeirra ætluðu að „misnota veg- inn (milli Vestur-Þýskalands og Vestur-Berlinar) i ögrunar skyni við þýska alþýöulyðveldið.” Flokkur kristilegra demókrata gaf út yfirlýsingu um aö hindrun á ferð bilanna væri brot á samn- ingum þýsku rikjanna um frjálsa umferð til og frá Vestur-Berlin. 1 Bestur-Berlin var afmæli múrsins minnst á ýmsan hátt. Stjórnmálamenn lögöu blóm- sveiga á leiði þeirra sem falliö hafa við tilraunir til aö komast yfir múrinn og óvenjumargir voru á ferli við múrinn. Austan við múrinn gekk lifiö sinn vanagang aö ööru leyti en þvi aö samtök sem nefnast „baráttu hópar” og tóku þátt i aö reisa múrinn efndu til göngu á Karl Marx AUee til að minnast bygg- ingar hins „andfasiska varnar- múrs ' Blöö birtu heUusiðurnar af myndum af landamæravöröum sem falliö hafa viö mUrinn. Af opinberri hálfu var ekki minnst á afmæli múrsins f þýska alþýðu- lýðveldinu. Eiturborgin Seveso F ósturey ðingar hafnar Milanó 13/8 reuter — Læknar á sjúkrahúsum i Milanó fram- kvæmdu i dag fyrstu þrjár fóstur- eyðingarnar á konum frá Seveso þar sem eiturský hefur legiö yfir borginni á annan mánuð. Þrettánda gengisfellingin Montevideo 13/8 reuter — Stjórnin i Uruguay felldi i dag gengi pesóans um rúmlega 2%. Þetta er þrettánda gengisfelling hans þaö sem af er þessu ári. Samtals er vitað um 113 konur frá borginni sem eru á fyrstu þrem mánuðum meögöngutíma. Fyrstu fósturejíiingarnar voru framkvæmdar á Mangigalli spit- alanum iMilanóogþrjár konur til viöbótar hafa fengið vilyrði fyrir eyöingu. Er búist viö aö þær veröi teknar til meöferöar einhvern næstu daga. Fóstureyðing er saknæm sam- kvæmt itölskum lögum en rflús- stjórnin hefur heimilaö undan- tekningu i þessu tilviki og vitnar til úrskuröar hæstaréttar Itallu fra þvl i fyrra um aö leyfa megi fóstureyðingu ef heilsu móðurinn- ar er ógnaö. Kaþólska kirkjan hefur beitt sér hart gegn fóstureyðingunum og kallar þær „ómannlegar fórn- ir”. Er gefið i sÍQín að þær séu i ætt viö tilraunir til kynbóta sem þýskir nasistar fengust við á striösárunum. Málgagn páfa- stóls, Osservatore Romano, it- rekaöi I dag fyrri röksemdir um aö engin sönnun væri fyrir þvi aö fóstrin heföu orðiö fyrir áhrifum af eitrinu. Prestar i nágrenni Seveso hafa dreift flugmiöum gegn fóstureyöingum. Kona ein i Seveso svaraöi kirkj- unni á þennan hátt i dag: — Prestunum má vera sama, þeir ganga ekki með börn. Ég er kaþólsk en samt ætla ég að gang- ast undir fóstureyðingu. Erlendar fréttir í stuttu máli Bretar mótmœla síldarkvóta London 13/8 reuter — Breska stjórnin skýrði frá þvi i dag að hún sætti sig ekki lengur viö aflakvóta þann sem bretum var skammtaður þegar sild- veiðum i Norðursjó var skipt milli þjóða fyrir árið 1976. Samkvæmt úrskurði Noraustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar var bretum Utdeilt 9.700 tonnum af sild úr Norðursjó á þessu ári. Breska stjórnin sætti sig við þetta þar til norðmenn mót- mæltusinum kvóta um miðjan júli. Norðmenn kváöust óánægöir meö sinn skerf af heildaraflanum en hann átti að vera 23.900 lestir. Kváðust þeir ætla að veiða 27.600 lestir. Eftir þaö lýstu bretar þvi yfir að þeir myndu ekki viröa kvótann og er sagt aö aflinn sé nú þegar orðinn meiri en 9.700 lestir. Breskir embættismenn segja að mikill fjöldi erlendra skipa stundi nú sildveiöar i Norðursjó alveg upp að 12 milna lögsögu Bretlands. Castro fimmtugur — eða hvað? Havana 13/8 reuter — Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu fekk i dag fjölda heillaóska að úr heiminum i tilefni af fimmtugsafmæli sinu. Nokkur ágreiningur rikir um aldur Castros þvi sumir halda þvi fram að hann verði ekki fimmtugur fyrr en að ári. Kúbönsk blöð hafa ekkert talað um afmæli leiötogans og engin ævisaga hefur komiö út. Fréttamaður Reuter i Havana hefur það eftir út- lendum ævisagnaritara að Castro hafi látið skrá fæðingardag sinn ári fyrr en rétt er til að komast fyrr i gagnfræðaskóla. Kremlverjar draga hins vegar ekki i efa að Castro verði fimmtugur i dag og i til- efni af þvi var hann sæmdur Leninorðunni fyrir þátt hans i aö efla samskipti Kúbu og Sovétrikjanna. Sex farast i bilslysi i Noregi Bergen 13/8 reuter ntb — Sex farþegar létust og 40 slösuöust þegar rúta full af ferða- mönnum ók út af fjallavegi nærri Kinsaravik I Vestur- Noregi og féll 50 metra niður i fjöru i dag. Bfllinn sem var i leigu hjá danskri ferðaskrifstofu fór frá ósló i gær til Vesturlandsins þar sem skoöa átti firðina. 1 honum voru 30 danir, 10 norðmenn, þrir spánverjar, tveir þjóðverjar og einn bandarikjamaður. Tvær þyrlur og sex sjúkra- bílar komu á slysstað og fluttu hina særðu á sjúkrahús. Læknr sögðu að 20 af far- þegunum væru alvarlega slasaðir. Ráðstefna hlutlausra rikja Colombo 13/8 reuter — Þrem rikjum — Rúmeniu, Portugal og Filippseyjum — sem öll eiga aðild að hernaðarbanda- lögum var i dag leyft að sitja ráðstefnu rikja utan hernaðarbandalaga sem nú stendur yfir i Colombo á Sri Lanka en aðeins sem gestir. Miklar umræður uröu um það hvort leyfa bæri þessum rikjum að sitja ráöstefnuna. Portúgalir eru aðilar að Nató, filippseyingar að Seato og rúmenar að Varsjárbanda- laginu. Fjögur önnur riki sitja ráö- stefnuna sem gestir en þau eru Sviss, Sviþjóð, Finnland og Austurriki sem öll standa utan hernaðarbandalaga. Gestir hafa ekki málfrelsi á ráðstefn- unni. Verkfallsboðun i Kanada Ottawa 13/8 reuter — Verka- lýðssamband Kanada (CLC) hefur boðað til allsherjarverk- falls i einn dag 14. október nk. til að mótmæla stefnu stjórn- valda i verðlags- og kaup- gjaldsmálum. Fyrir einu ári kom stjórn Pierre Trudeau á hömlum á hækkunum verðlags og kaup- gjalds en samkvæmt þeim mega laun ekki hækka um meira en 10% á ári. Félagar i verkalýðs- sambandinu eru uþb 2,3 miljónir talsins. Fjölmenn jarðarför i Belfast Bclfast 13/8 reuter ntb — Þúsundir kaþólikka fylgdu i dag til grafar börnunum þremur sem létust er bíll með liðsmönnum Irska lýðveldis- hersins valt og lenti á þeim og móður þeirra sl. þriðjudag. Atburður þessi hefur oröið til þess að fylla konur kaþólsku hverfanna reiði i garð IRA og hafa þær efnt til mótmælaaðgerða og krafist þess aö IRA hætti að nota stræti norður-irskra borga sem vigvelli. Konurnar hafa hvað eftir annað hrakiö byssu- menn Ur IRA af götunum og einu sinni komu þær i veg fyrir að þeir rændu strætis- vagni og brenndu hann en slikar aðgerðir hafa verið mjög tiöar aö undanförnu. Konurnar stukku upp i bilinn og hrópuðu: — Ef þið ætlið að kveikja i i þessum bil verðið þið að brenna okkur með. Lýðveldisherinn gaf út yfir- lýsingu i dag þar sem lát barn- anna er harmað. Er sökinni varpað á breska herinn sem skaut bilstjórann til bana við stýrið. Monsúnflóð i Pakistan Lahore 13/8 reuter — Miklir vatnavextir sem stafa af monsúnrigningum hafa haft áhrif á lif liðiega fjögurra miljón manna i Pakistan undanfarna daga. Nokkur hundruð manns hafa farist af völdum flóð- anna, 55 þúsund hús hafa eyði- lagst og 40 þúsund til viðbótar skemmst. Flóðin voru framan af mest i Punjab héraði en þar hefur ástandið skánað undan- farna daga. Þar á móti kemur að fljótið Indus veldur nú miklum usia i Sind héraði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.