Þjóðviljinn - 14.08.1976, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.08.1976, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJCMN Laugardagur 14. ágúst 1976 DJOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsbiaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ORÐ OG ATHAFNIR Nú hafa öll dagblöðin — einnig Timinn — tekið undir þá kröfu Alþýðubandalags- ins og Þjóðviljans að breytt verði skatta- reglum frá þvi sem nú er. Er þetta einkar athyglisvert þegar þess er gætt að tals- menn annarra stjórnmálaflokka virtust ýmist mjög áhugalitlir eða andstæðir þeim kröfum sem Alþýðubandalagið setti fram á alþingi i vetur i frumvarpi Ragn- ars Arnalds um breytingar á skattalögun- um. En þrátt fyrir jákvæða afstöðu blað- anna er engu að siður ástæða til þess að gera ráð fyrir hinu versta, semsé þvi að litil heilindi fylgi orðunum. Sú hefur reynslan jafnan verið i skattamálunum. Ástæða þess er aftur sú að innan ihalds- flokkanna eru sterk öfl sem hafa hags- muni af þvi að hafa skattakerfið óbreytt, skattsvikapeningar flokksgæðinganna eru ÓTTIN MIKLI kærkomnir i kosninga- og flokkssjóði og húsbyggingar ihaldsflokkanna. Þess vegna er þar á bæ takmarkaður pólitiskur vilji fyrir breytingum á skattakerfinu. Hér er um alvarlegan áburð að ræða en engu að siður ákaflega mikilvægar stað- reyndir. Það er til að mynda athyglisvert i þessu sambandi að skoða formenn hús- byggingasjóða stjórnarflokkanna. I þetta hlutverk eru valdir harðsnúnir fjármála- menn i báðum tilvikunum. Sérfræðingur Framsóknarflokksins i fjármálum og for- maður húsbyggingasjóðs Framsóknar- flokksins er þekktur lögfræðingur hér i borg. Hann borgar engan tekjuskatt og skv. útsvarinu hefur hann ekki talið fram nema um 700 þúsund króna tekjur á sl. ári. Formaður húsbyggingasjóðs Sjálfstæðis- flokksins greiðir liklega heldur vænni skatta til samneyslunnar, en hann hefur beitt sér fyrir þvi að safna fé til Sjálfstæð- ishússins meðal annars hjá hinum marg- nefndu skattlausu fyrirtækjum. Það var til dæmis ákaflega athyglisvert að fyrir- tækið Ármannsfell, sem fékk lóðina dýru, greiddi miljón i byggingu Sjálfstæðishúss- ins á sama tima og fyrirtækið hafði mjög litlar tekjur samkvæmt skattskránni. Þessi dæmi sýna að innan stjórnarflokk- anna eru sterk öfl sem hafa hagsmuni af núverandi skattsvikakerfi og þessi dæmi sýna að það eru þessi sömu öfl, sem hafa fengið það hlutverk að hafa forustu i fjár- málum ihaldsflokkanna. Þetta er ákaf- lega alvarleg staðreynd, sem sýnir að það er full ástæða til þess að óttast það að tak- mörkuð heilindi búi að baki yfirlýsingum ihaldsblaðanna siðustu daga um nauðsyn þess að breyta skattakerfinu. — s. Það er greinilegt á málgögnum ihalds- flokkanna undanfarna daga að sá flokkur- inn sem þau óttast mest er Alþýðubanda- lagið. Daglega birtast froðufellandi árásir á Þjóðviljann og Alþýðubandalagið i þess- um blöðum og iðulega endurbirta þau leir- inn hvort eftir öðru til þess að ekkert fari nú framhjá lesendunum. Þessi ótti stjórn- arflokkanna er ekki ástæðulaus; Alþýðu- bandalagið er eini stjórnmálaflokkurinn i landinu sem er i verulegri sókn. Allt frá siðustu kosningum hafa æ fleiri áttað sig á þvi loddarahlutverki sem forusta Fram- sóknarflokksins lék i siðustu alþingiskosn- ingum, og þessir kjósendur munu ekki framar veita Framsóknarflokknum stuðning. Það er einörð afstaða Alþýðubandalags- ins i landhelgismálinu og i kjaramálum sem hefur afhjúpað stjórnarflokkana hvað eftir annað þannig að þúsundir launa- manna og bænda um allt land eru nú að yf- irgefa þessa flokka, en ganga til liðs við Alþýðubandalagið. Af þessu stafar óttinn i stjórnarherbúðunum — þess vegna birta málgagn þeirra daglega árásir á Þjóðvilj- ann og Alþýðubandalagi^ íhaldið óttast vaxandi skilning og styrk islenskrar al- þýðu: skilningur og þekking er versti ó- vinur ihaldsaflanna, fáfræðin þeirra ör- uggasti bandamaður. - — s. t þjóölifi okkar er alls konar spilling á afbrigöum slfkum ég hef ekki tölu. Þó vekur I sái minni helkaldan hrylling þá hampaö er „kvennaskinnsjökkum” til sölu. Og „kvenleöurstigvél” og „kvengötuskórnir” menn kannast viö hvllikt úr fjölmiölastáti. Já, satt er aö kvenþjóöin færir oft fórnir en fyrr má nú vera en húöina láti! Mér ægir sú hugsun ef segöi mér sonur: „Svona er leöriö af konunni minni”! Nei, viö skulum hætta aö húöfietta konur og hrúga upp vörum úr kvenfólksins skinni. 7748-6755” Alþýðusambandsþing Sérfrœðingar og stjórnmálamenn 1 fróðlegu viðtali i nýút- kominni Frjálsri verslun segir Jón Sigurösson, forstjóri Þjóö- hagsstofnunar, m.a. að þaö sé „hvorki von né vit til þess aö rekstur alls okkar stóra fiski- flota geti veriö aröbær viö rikjandi ástand fiskistofnanna viö landið.” Þá er hann spurður aö þvi hvort hagfræðingar taki meira mark I efnahagsspám sinum á fiskifræðingum eöa stjórnmálamönnum? ,,— Ég held aö þessi skoð- anamunur, sem þú nefnir milli sérfræöinga og stjórn- málamanna um ástand fisk- stofna, hafi verið stórlega ýktur i fjölmiölum, og sé reyndar aö verulegu leyti tilbúningur þeirra. Hér er ekki um að ræöa hvor sé betri Brúnn eða Rauður. Auövitað verðum við aö byggja stefnunna i fiskveiðimálum á áliti fiskifræðinga. Akvöröun um friðum og nýtingu fisk- stofnanna við landið er hins vegar ekki eingöngu liffræðílegt Jón Sigurösson. spursmál. Við verðum að vega og meta efnahagslegan ávinning og kostnað, sem fylgir hugsanlegum friðunaraðgerð- um. Þannig koma efnahagslegu sjónarmiðin inn i myndina. Endanlegar ákvarðanir hljóta hins vegar að vera stjórnmála- legs eðlis, en þar koma eflaust enn fleiri atriði til greina, ekki sist hvaða áhættu menn vilja taka i þessu efni. Ég tel afar mikilvægt að góð samvinna sé milli fiskifræðinga og hagfræðinga og reyndar sér- fræðinga á fleiri sviðum til þess aö meta skynsamlega þær leið- ir, sem um er að velja i fisk- veiðimálum á næstu árum. Slikt samstarf fer nú fram — og hefur rendar gert i nokkur ár milli Hafrannsóknarstofnunar og Þjóðhagsstofnunar. Arlegum skýrslum okkar um þjóðarbú- skapinn hafa siðustu ár fylgt á- lit sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunnar á aflahorfum komandi ára. Vita- skuld er nú sérstaklega brýn þörf á samvinnu af þessu tagi.” Margt er skinnið 1 bréfi til dags á Akureyri kvartar 7748-6755 yfir sérstök- um auglýsingamáta, sem áreiðanlega brýtur i bága viö nýju jafnréttislögin og aug- lýsingaákvæði þeirra. Visur fylgja með: „í auglýsingum blaða hef ég iöulega hnotið um orö sem ég undrast mjög, og það á jafnt við um Dag sem önnur blöð. Oft hef ég t.d. séö þar auglýst „kven- götuskó”. Sem gamall sveita- maður kannast ég mæta vel við fjárgötur, sem hvarvetna liggja um beitilönd sauðfjár, en „kvengötur” þekki ég ekki og hefði gaman af aö hljóta vit- neskju um hvar þær fyrirfinn- ast, og hvers vegna menn þurfa sérstaka skó, til þess aö ganga þær götur. Miklum mun alvarlegra mál er þó þegar auglýstar eru vörur eins og „kvenleðurstfgvél” og „kvenskinnjakkar”. Ég hygg að það sé ævaforn slður að kenna skinn við þá skepnu, sem það er tekið af. Til dæmís er talað um lambskinn kálfsskinn, tófu- skinn, minkaskinn, sauöskinn, kýrleður, svlnsleður, hrosshúö- ir, geitarskinn og þannig mætti lengur telja. Getur það verið, að kvenfólk sé flegið og skinn þess notað I ýmiskonar vörur? Og getur það veriö, að sllkt athæii se logiegt ' Mér finnst engu máli skipta hvort hér er um að ræða innlent eða erlent leður og skinn. Víst er húð kvenna falleg að sjá, en ekki hefði ég nú geö I mér til að ganga I fötum sem gerö væru úr sllku efni og svo mun fleirum fariö. Ég treysti þér til að fá þetta mál upplýst. 1 forystugrein slöasta tölu- blaðs Austurlands, málgagns Alþýðubandalagsins á Austur- landi, er fjallað um væntanlegt Alþýðusambandsþing. Þar seg- ir: „A komandi hausti veröur haldið þing Alþýðusambands Is- lands. A því þingi verður mótuö stefna samtakanna næstu árin og skiptir miklu fyrir alla al- þýðu hvernig til tekst um þá stefnumótun og þá ekki siður hitt af hve miklum þunga þeirri stefnu verður fram fylgt. Það hefur komiö svo berlega I ljós að undanförnu, að engum heilskyggnum manni ætti aö dyljast, að án sterkra pólitiskra áhrifa, er verklýðshreyfingin ekki fær um að halda hlut sín- um. Þegar ihaldsstjórn er við völd, er verkalýðurinn jöfnum höndum sviptur hverri kjara- bót, sem honum tekst aö knýja fram. Til þess er beitt gegndarlausum verðhækkun- um,gengisfellingum og öðrum i- haldsúrræðum. Veikleiki verklýðshreyfingar- innar stafar ekki sist af þvl, að þar hafa komist til verulegra áhrifa menn, sem eru hand- bendi atvinnurekendavaldsins og ganga erinda þess I einu og öllu. Stór og áhrifamikil samtök innan Alþýðusambandsins eru i höndum Ihaldsmanna og lúta pólitiskri forystu Sjálfstæðis- flokksins. Og I sjálfri stjórn A.S.I. eru menn sem eru áhrifa- menn i Sjálfstæðisflokknum. Við kosningar þær til Alþýðu- sambandsþings sem nú fara i hönd, verða vinstri menn aö vinna markvisst að þvi að eyða áhrifum Ihaldsins innan heildarsamtakanna. Þvi aöeins að það verði gert getur Alþýðu- sambandið komið fram af þeirri festu, sem með þarf gagnvart rlkisvaldi afturhaldsins og atvinnurekendavaldsins.’ — ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.