Þjóðviljinn - 14.08.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.08.1976, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. ágúst 1976 29. nóvember nk. Miðstjórn Alþýðusam- bands islands hefur nú bréflega boðað til Alþýðu- sambandsþings, hins 33. í röðinni, þann 29. nóvember nk. Ráðgert er að þingið standi til 3. desember og í bréfi miðstjórnarinnar eru kynnt drög að dagskrá þess. Þar má sjá að ýmis merkismál verða til um- ræðu og ber þar sennilega hæst stef nuyf irlýsingu ASÍ, en um hana eiga að fara fram tvær umræður. Að sögn Björns Jónssonar for- seta Alþýöusambandsins verður þessi stefnuskrá send út til aðild- arfélaga sambandsins um næstu mánaðamót og er verið að leggja siöustu hönd á samningu hennar þessa dagana. Ekki vildi Björn tjá sig um stefnuskrána að öðru leyti. Af öðrum málum sem ugglaust koma til með að verða hitamál á þessu ASt-þingi má nefna umræð- ur um Vinnulöggjöfina. Þessi lög- gjöf hefur nú verið send verka- lýðsfélögum til umfjöllunar og verið stimpluð sem trúnaðarmál. Þó hafa nokkrir menn tjáð sig um innihald hennar og er það ein- róma álit þeirra sem við höfum rætt við, að þarna sé á ferðinni stórhættulegt frumvarp sem ekki megi undir neinum kringumstæð- um komast i gegnum alþingi; slikar hömlur séu þar settar á starfsemi verkalýðshreyfingar- innar. Það er þvi áreiðanlegt að umræður um þennan dagskrárlið veröa mjög snarpar á þinginu. Raunar hefðu eðlilegustu vinnubrögöin i þessu vinnulög- gjafarmáli verið þau að iáta fjalla um frumvarpiö á opnum fundum verkalýðsfélaganna, þannig að sem flestir félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar gætu kynnt sér innihald þess og sett fram óskir um lagfæringar áður entil kasta ASl-þings og alþingis kemur. En það verður vart úr þessu, enda slik vinnubrögö ugg- laust framandi félagsmálaráð- herrum af gráöu Gunnars Thoroddsen. Fimmtándi liöur útsendrar dagskrár fjallar um vinnuvernd- arlöggjöf. Þar er um aö ræða drög sem Hjálmar Vilhjálmsson tók saman að beiöni Hannibals Valdimarssonar og hefur siðan verið til umræðu á samræðufund- um ASl og VSl. Það hafa verið fjórmenningarnir Bolli Thorodd- sen og Hermann Guðmundsson frá ASl og Barði Friðriksson og Valtýr Hákonarson frá VSt sem fjallað hafa um þessi drög. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar var nokkur ágreiningur um ein- stök atriöi þessara draga milli þessara manna, eins og viö var að búast, en þeim atriðum mun hafa fækkað mjög eftir þvi sem fund- um fjölgaði. Þessi drög eru upp- haflega samin eftir norskum lög- um, eins og þau voru nýjust á þeim tima sem það var gert. Af öðrum efnisþáttum þingsins má nefna umræður um fræðslu- og menningarmál, sem er mjög brýnt efni, enda hlýtur reynslan af starfi Menningar- og fræöslu- sambands alþýðu að sýna mönn- um, að slík starfsemi er bráð- nauðsynleg verkalýðshreyfing- unni og gera verður mun meira fyrir þann þátt starfseminnar. Þá eru tvær umræður fyrirhugaöar um kjara-, atvinnu- og efnahags- mál og um lagabreytingar og skipulagsmál. Gert er ráð fyrir að þingfundir standi frá kl. 9.00 til 18.00 dag- lega, nema þingsetningardag, en þingið verður sett i Súlnasal Hótel Sögu 29. nóvember kl. 14. Þingslit verða svo samkvæmt dagskránni kl. 16.00 föstudaginn 3. desember. Útgáfustarfsemi verkalýðsfélaga Útgáfa verkalýðsfélaga á sjálfstæðum málgögnum hefur mjög færst i aukana hin siðustu ár, og er það sérlega ánægjuleg þróun I landi þar sem verkalýöshreyfingin á eins mikið undir högg að sækja i bar- áttunni við óvinveitt rikisvald og sú islenska. Hjá sumum fé- lögunum á slik útgáfustarfsemi sér áratugaianga sögu svo sem Hinu islenska prentarafélagi, en það hefur gefiö úr Prentarann i 53 ár. önnur félög hafa staðið skemur aö slfkri útgáfu, og hjá sumum er hún nýlega hafin. Mjög skiptir i tvö horn um efnisval i þessum blööum fé- laganna. Mikil áhersla er aö sjálfsögðu lögð á innanfélags- mál einstakra félaga, fræöslu- þætti ýmiss konar um starfiö.og hjá einstaka félagi bryddar á pólitiskri umræöu. En siöast- talda atriðið er raunar I talsvert miklum minnihluta ef litið er yfir þessi blöð. Skammast er að sjálfsögðu út i rýrnandi kaup- mátt launa og óvinsamlega at- vinnurekendur, en ekki er laust viö að manni finnist vanta raun- veruiega lifandi pólitiska um- ræðu, þ.e. að fariö sé pólitlskt ofan I rætur hlutanna, þeir kruföir og skýringa leitað á þvi hvers vegna ástandið sé eins og það er. Skýringa á þessu er ugglaust að leita i þeim útbreidda mis- skilningi að verkalýðspólitik og landsmálapólitlk séu tveir óskyldir hlutir. Þvi er nefnilega ekki að neita að ótrúlega margir félagar verkalýöshreyfingar- innar lita svo á, að fagleg bar- átta þeirra sé einangraö fyrir- bæri I þjóölifinu, sem komi landsstjórnmálum hreint ekkert við. Þetta kann að hljóma ótrú- lega i eyrum einhverra, en er þó staðreynd sem allir vita um, sem skipt hafa sér af verkalýðs- málum. En hvaö sem slikum vanga- veltum liður er þessi aukna út- gáfa verkalýösfélaganna ánægjulegur vottur um starf sem þarf aö hlú að. Þessi blöö eru samskiptagrundvöllur fé- lagsmanna, en það hefur ein- mitt boriö talsvert á þeim röddum, að stjómir félaganna séu farnar aö einangrast vegna of mikillar skrifstofuvinnu sem oröin er við rekstur þessara fé- laga. Félagablöðin eru einmitt vettvangur fyrir skoðanaskipti félagsmanna og um leið tæki til fræösluog menningarauka. Full ástæða er þvi til að hvetja fé- lagsmenn þeirra félaga sem gefa út sllk blöö að notfæra sér þau, — jafnframt þvi sem önnur verkalýösfélög ættu að halda út á þessa útgáfubraut. Viðbirtum meðþessum Hnum myndir af nokkrum þeirra blaöa sem gefin eru út af aöildarfélögum ASl og BSRB. —hm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.