Þjóðviljinn - 14.08.1976, Side 16

Þjóðviljinn - 14.08.1976, Side 16
DJOBVIUINN Laugardagur 14. ágúst 1976 Fimleikaflokkar frá Ollerup hafa fariö vi a og sýndu m.a. f Japan fyrirskömmu viö mikia hrifningu Vestmannaeyjar: Danskir gestir við vígslu íþrótta- hússins t sambandi viö vigslu Iþrótta- hússins i Vestmannaeyjum 12. september nk. sendir Ollerup- skólinn þangaö fimleikaflokka skólans, sem feröuöusttil Japan á sl. ári og vöktu þar mikla athygli. Auk þátttöku i vigslu Iþrótta- hússins I Eyjum munu flokkarnir sýna I Reykjavik og á Akureyri. Hinn kunni íþróttafrömuöur Niels Bukh stofnaöi iþróttaskólann i Ollerup 1920. Viö Olympluleikana I Stokk- hólmi 1912 stjórnaöi N. Bukh dönskum alþýöufimleikum en á sinn hátt, sem siöar var við hann kenndur. Þennan hátt kynnti hann meö flokkum sinum á þrem Olympiu- leikum, tveim heimssýningum og með feröum um allar heimsálfur. Hingað út hafa flokkar skólans komið tvivegis og voru sýningar þeirra fjölsóttar. Skólastjóri skólans er nú og hefur verið frá andláti N. Bukh 1950 Arne Mrotensen. Formaður skólanefndar er annar forstjóri byggingarfyrirtækisins Klemm- ensen og Nielsen A/S, Johannes Nielsen, sem reisir iþróttahúsiö á Heimaey. Hann og skólastjórinn hafa verið frumkvöölar þessarar Islandsferöar og þaö er ætlun þeirra aðágóöi sýninganna veröi varið til tækjakaupa i iþróttahús Vestmannaeyinga. Er ekki aö efa að marga fýsir aö sjá fimleika hinna ágætu flokka Ollerup- skólans, sem gistu Japan 1975 og gátu sér frábæran orðstl. Frœðslu- hópar og fyrirlestrar: Okkur finnst þaö kraftaverki likast aö tekist hefur aö reka Listasafn tslands fyrir þá fjár- upphæö sem þvi er ætluö, sagöi Karla Kirsjánsdóttir fulltrúi hjá Listasafninu á fundi meö frétta- mönnum i gær. — Viö fáum 200 þúsund krónur á mánuöi fyrir utan launakostnaö, og þessum peningum þarf aö greiöa aiian sima- og póstkostnaö, prenta sýningarskrár, kosta viöhald og Úr sölum listasafnsins. Merkar nýjungar í starfi Listasafns setja upp myndir o.þ.h. Það gefur þvl auga ieiö aö þaö þarf býsna mikla hagsýni til aö reka safnið þannig aö endar náist saman. A fundinum I gær kom i ljós, að fjárveiting til listaverka- kaupa er 4.750 þús. krónur og hækkaði úr 1200 þús. I fyrra. Þegar hafa verið keyptar 18 myndir fyrir um helming þess- arar upphæðar, og er þar um að ræða myndir eftir innlenda og erlenda iistamenn. Nýjungar í starfinu A fundinum voru kynntar nýjungar I starfi safnsins, sem er fyrirlestrahald, fræðsluhópar um listsögu og kvikmynda- sýningar um myndlist. Fyrirhugaðir eru þrir fyrir- lestrar listsögulegs efnis. Hinn fyrsti þeirra verður I næsta mánuði og fjallar þá Hrafn- hildur Schram um Ninu Tryggvadóttur, I október mun Ólafur Kvaran flytja fyrirlestur um Septemberhópinn 1947-1952 og I nóvember flytur Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrirlestur um islensku teiknibókina I Arnasafni. Þessir fyrirlestrar eru allir prófritgerðir fyrirles- aranna I listfræði. Sagði Ólafur Kvaran á fréttamanna- fundinum, að ætlunin væri að siikir fyrirlestrar væru rann- sóknarfyrirlestrar, þannig að þarna gæfist listfræðingum nýr vettvangur fyrir rannsóknir sinar, en á sllku væri einmitt mikil þörf. Fimm fræðsluhópar I listsögu verða fram til áramóta.Kom fram á fundinum að tilrauna- hópar hefðu verið settir af stað I april siðastliðnum og hefðu þá vel yfir 100 manns sótt um að komast i þá. Hins vegar hefði ekki verið hægt að taka nema 50 i hópana þá, en vegna þessarar miklu aðsóknar hefði vrið ákveðið að halda áfram á þesari braut. Fræðsluhóparnir verða sem hér segir: Myndlist á 20. öld. 2 hópar. Umsjón ÓlafurKvaran. 15. sept. til 15. okt. Islensk myndlist á 20. öld. Umsjón Ólafur Kvaran. 15. okt. til 15. nóv. Húsagerðarlist á 20. öld. Umsjón Hrafn Hallgrimsson. 15. okt. til 15. nóv. Höggmyndalist á 20. öld. Umsjón Júliana Gottskálks- dóttir. 15. nóv. til 15. des. Ný viðhorf i myndlist frá ca. l960.Umsjón Ólafur Kvaran. 15. nóv. til 15. des. Þessir fræðsluhópar eru opnir öllum og er ætlunin að þeir hittist fjórum sinnum, tvo tima i hvert sinn. 1 hverjum hóp verða 15-20 manns og verður þátttöku- gjald 800 krónur. Athygli skal vakin á þvi, að þátttöku i fræðsluhópana þarf að tilkynna til Listasafns Islands fyrir 1. september nk. Kvikmyndasýningar um erlenda myndlist verða haldnar tvisvar i mánuði. Þær hefjast i september og verða nánar auglýstar 'þegar að þeim kemur. Þegar hafa verið tryggðar myndir frá Banda- rikjunum og Kina, auk þess sem liklegt er að einnig verði myndir frá a.m.k. Noregi og Þýskalandi. Þessar myndir eru fengnar i gegnum sendiráð viðkomandi landa. Góð aðsókn Selma Jónsdóttir forstöðu- maður Listasafns rikisins sagði á fundinum, að aðsókn að þvi hefði verið óvenjulega góð á þessu ári. Alls hafa komið þar um 25.000 gestir það sem af er árinu, en til viðmiðunar má geta þess að allt árið i fyrra komu þar 30.000 manns. Fyrstu fimm mánuði ársins var safnið opið fjóra daga vikunnar kl. 13.30 til 16, en alla daga vikunnar á sama tima yfir súmarmánuðina. Selma sagðist gera ráð fyrir að um mánuður á ári tapaðist vegna undirbúningsvinnu við sýningar, niðurtöku mynda og sliks. Á fundinum kom einnig fram að fjórar einkasýningar hafa veriðhaldnar á árinu, fyrir utan sýningar á islenskum og erlend- um myndum i eigu þess. Þá er fyrirhuguð sýning á verkum Finns Jónssonar i haust. Auk þessa lánaði svo safniðfjölda mynda til sýninga utan safnsins. Flutt 1979 Aðspurð kvaðst Selma Jóns- dóttir vonast til að geta flutt sem allra fyrst i nýja húsnæðið i Herðubreið, eins og hún sagði, en það er upprunalegt nafn hússins að Frikirkjuvegi 7, sem safnið hefur nú eignast. Eftir er þó að smiða við húsnæðið og kvaðst hún gera ráð fyrir að unntyrði að flytja á árinu 1979.1 þvi húsi sem nú stendur á lóðinni sagði hún að yrðu tveir sýningarsalir, kaffistofa og skrifstofur, en i viðbótarhús- næðinu yrðu þær 2000 myndir sem safnið á nú, fyrir utan dánargjöf Gunnlaugs Schev- ings, sem telur hundruð mynda. hm Lést í bílslysi suður á Spáni Fjórir islendingar lentu I bil- slysi suöur á Spáni i fyrradag. Einn þeirra, Jón örvar Geirsson, læknir, iést, hinir þrir slösuöust aivarlega. Fjórmenningarnir voru á ferðalagi á Spáni i bilaleigubii og munu hafa lent undir palli vöru- bils i nálægð borgarinnar Valens- iu. Tveir islendinganna voru lagðir á sjúkrahús og er annar þeirra i lifshættu. Jón örvar hafði nýlokið kandidatsári sinu við iæknanám- ið. Hann var ókvæntur. Gefjun byggir °g byggir Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri standa um þessar mundir I verulegum byggingar- framkvæmdum. Er annars vegar um að ræða eittþúsund og fimm hundruð fermetra vinnuskála fyrir kembi- og spunavéiadeild Gefjunar en hins vegar byggingu 600 fermetra lagarhúsnæöis. Reiknað er með að hægt verði að setja niður vélar I stóra húsið ummiðjan september og fari allt skv. áætlun ætti vinna að geta hafist um eða upp úr áramótum. —gsp Fækkun í skólum í Reykjavík 15.500 nemendur eða þar um bil munu hefja skólagöngu i barna- og gagnfræðaskólum Reykjavik- ur þann 6. september. Er þetta um 450 nemendum færra en var i fyrra. Heitt við Kröflu Nýja borholan við Kröflu mun innihalda heitasta vatn, sem mælst hefur i borholu i heiminum öllum, en þar mun hitinn vera hvorki meira né minna en 341 Ekki mun vera unnt að láta holuna blása út, svo enn mun vatnið hitna, eða þar til útblástur gegn um holuna hefur farið fram. Falsaðir seðl- ar í umferð Rannsóknarlögreglan hefur varaö fólk viö föslkum seölum.sem kann aö vera reynt aö setja i umferö. Þann 11. þessa mánaöar voru vörur, sem keyptar voru i búö einni hér i borginni, greiddar meö peninga- seöli, sem var harla torkenni- legur. A framhliö hans stóö á ensku: „Japanska stjórnin heitir aö greiöa handhafa tiu doliara gegn framvvisun þessa seðils.” „(The Japanese Government promises to pay the bearer on demand Ten dollars mp.) Þetta er grænleitur seðiil og sá sem greiddi með honum sagði að hann væri andvirði tiu bandarikjadala og var hann tekinn á þvi gengi. Seðillinn er einskis virði og biður rannsókarlögreglan fólk um að láta sig vita.efþað verður vart viö slika seöla I umferð. Lögreglan hefur ástæöu til þess að ætla a peningafalsararnir muni reyna að leika leikinn á ný. I’flOHISÉS T0PAYTHE BEAHEfl 0NDEMAND

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.