Þjóðviljinn - 14.09.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.09.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Þegar hægri menn hittast við hátiðleg tækifæri og taka að hæla sjálfum sér vill það oft brenna við að þeim verði tiðrætt um hina traustu fjármálastjórn og öryggi i gjaldeyrismálum sem einkenna eiga valdaferil þeirra. tslenskum lesendum er á stundum boðin þessi speki i málgögnum hægri aflanna. i siðustu þingkosningum sungu hinir svokölluðu sjálfstæðis- menn mjög um hina ábyrgu efnahagsstjórn sem koma myndi i kjölfar kosningasigurs þeirra. Og það var ekki ör- grannt að sérfræðikóngarnir i Seðlabankanum, fjármálaráðu- neytinu og stofnuninni sem kennir sig við þjóðarhag hlökk- uðu obbolitið til að fá nú i valda- stólana gamla vini frá við- reisnartimanum. Þá skyldi nú vinstri mönnum og verkalýð, sósialistum og öðrum liðsafnaði almennings sýnt i eitt skipti fyrir öll hvernig taka ætti til hendinni i peningamálum og gjaldeyrissjóðum þjóðarinnar. Þegar kosnmgarnar voru gengnar um garð og fram- sóknarformaðurinn úr Pljót- unum var búinn aö mynda stjórnina fyrir heildsalann úr höfuðborginni drógu allir finu herrarnir i fjármálaheiminum andann léttara. í helgidómi Seðlabankans, harðviðarsölum viðskiptabankanna, kontórum stórkaupmannanna, hvita húsi Sambandsins, leyndarsölum fjármálaráðuneytisins og kaffi- stofu Þjóðhagsstofnunarinnar rikti kátina mikil og fögnuður. Nú voru allir góðu strákarnir komnir i sama kór. Ráðherrar ihalds og fram- sóknar, heildsalar og SÍSfor- kólfar, bankabroddar og al- vöruþrungnir efnahagssérfræð- ingar tóku höndum saman og hrópuðu húrra fyrir þessum timamötum. Fulltrúar verkalýðsins voru farnír úr ráðuneytunum og alþýðusam- tökin orðin utangarðs. Nú yrði hægt að hefja þá einu og sönnu efnahagspólitik sem hæfir hinum finu herrum fjármagns- ins. En margt fér öðru visi en ætlað er. Hinir háttsettu valdsmenn hafa birst almenningi sem ráf- andi hjörð. Þeir hafa glatað öllum tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar, fórnað sjálfstæðri stefnumörkun á alþjóðavett- vangi fyrir siauknar lántökur hjá útlendum fjármálastofn- unum og hleypt yfir lifskjör al- mennings einstöku verðbólgu- báli sem brennt hefur upp alla sigra alþýðusamtakanna frá fyrri árum. Jafnframt hafa þessir valdsmenn skapað fá- mennri eignastétt með versl- unarauðvaldið i broddi fylk- ingar æ stórfenglegri tækifæri til að sölsa undir sig sifellt stærri hluta þjóðarverðmæt- anna. Þegar finheitunum og hinu sérfræðilega dulmáli er svipt burtu blasir við einfaldur ömur- leikinn i efnahagsstjórn þessa samansúrraða valdahóps ihalds og framsóknar og hve blygð- unarlaust þessir herrar hafa tekið höndum saman um að fórna hagsmunum þjöðarinnar i þágu skammvinnar gróðaað- stöðu auðaflanna. Svo langt er jafnvel gengið að efnahagslegu sjálfstæði hins unga lýðveldis er teflt fram á ystu nöf. Dómsorðið 1 hverjum mánuði birtist litið kver sem flytur á hæverskan hátt dómsorðið um stjórnar- hætti rikisstjórnar viðskipta- jöfranna. A titilsiðu er hið hlut- lausa heiti: Hagtölur mánaðar- ins. Og skjaldarmerki Seðla- bankans er þrykkt að auki sem sérstakur gæðastimpill. Sé þetta litla kver greint i sundur og merking hinna fjölmörgu Lítið kver um stóran sannleik HAGTÖLUR MÁNAÐARINS Júlí 1976 talnadálka færð i mælt mál flyt- ur það auðskilinn en ógnþrung- inn boðskap um hve grátt örlög þjóðarinnar eru leikin i höndum þessara afla. Otgefandi ritlingsins, for- stjóri Seðlabankans og sér- stakur sendifulltrúi hinnar is- lensku eignastéttar hjá út- lendum lánadrottnum og auð- hringjasamsteypum, gætir þess auðvitað vandlega að skýringar fylgi ekki með talnarununum. Hinir fjölmörgu dálkar skulu helst birtast almenningi sem galdraverk — nútima töfraþula fáeinna útvaldra i hópi hinna lærðu. Einföld túlkun á veruleik- anum að baki talnaraðanna leiðir hins vegar i ljós mikinn en dapurlegan sannleika. t hverjum mánuði sýna Hagtöl- urnarhagsmunaandstæðurnar i islensku þjóðfélagi: i þágu hverra er stórnað og hverjum er fórnað. Þær sýna hvernig rikis- stjórn auðaflanna leitar i æ rik- ari mæli á vit lagsbræðra sinna i hinum erlenda fjármálaheimi, eykur skuldabyrði þjóðarinnar ár frá ári og hefur i reynd veð- sett efnahagslegt sjálfstæði is- lensku þjóðarinnar. Margföld aukn- ing á erlendum skuldum Fátt er fámennri þjóð mikil- vægara, ætli hún að varðveita sjálfstæði sitt, en að forðast að binda sér bagga erlendra skulda. Slikt boðorð er einkum mikilvægt þegar aðalgjald- eyrisöflunin byggist á jafn- sveiflukenndum atvinnuvegi og sjávarútvegi og fiskiðnaði. Þegar byrði erlendra skulda er orðin verulega há geta afla- brestur og skyndilegt verðfall á mörkuðum riðið greiðslugetu þjóðarinnar að fullu. Hún yrði þá að ofurselja sig erlendum lánadrottnum eða hreinlega lýsa sig gjaldþrota eins og dæmi eru til um i veraldarsögu siðari tima. Hinar reglubundnu frásagnir i Ilagtölum mánaðarinsaf siauk- inni erlendri skuldasöfnun eru orðnar eins konar hljómur i timavirki efnahagslegrar tor- timingarsprengju islenska lýð- veldisins. Þær sýna glöggt i hvers konar helfjötra hin samansúrraða valdaklika verslunarauðvaldsins og skammsýnna fjarmálasér- fræðinga hefur reyrt þjóðina. Langtima erlt'ndar skuldir is- lendinga hafa vaxið þannig á aðeins hálfum áratug: Ár Miljarðarkr. Eri. lán 1970 ................... 11.1 1971 ....................14.4 1972 ................... 17.2 1973 ....................20.9 1974 ....................41.4 1975 ....................73.0 Þessar tölur sýna á ofur ein- faldan hátt kjarna þeirra breyt- inga sem núverand; rikisstjórn hefur haft i för með sér. Á að- eins tveimur árum hefur "hún nær fjórfaldað hinn erlenda skuldabagga lýðveldisins. Hún hefur rekið þjóðarbúið á vixil- lánum frá útlendum peninga- musterum. Hún hefur steypt is- lendingum úti mesta skuldafen sem þekkst hefur frá stofnun lýðveldisins. Hlutfallsleg aukn- ing frá ári til árs varpar enn skýrara ljósi á feril þessara finu herra: Ár Hlutfallsl. aukning 1971 .................30.1.% 1972 ................. 19.4% 1973 ..................21.3% 1974 ..................98.0% 1975 ................. 76.2% Þessar tölur syna ljóslega i hnotskurn mur.inn á ábyrgri efnahagsstefnu þeirrar stjórnar sem verkalýðsöfiin áttu aðild að og þeirri glæfrapólitik sem nú er rekin i þágu heildsalavaldsins. A valdatima siðustu rikisstjórn- ar stóð aukningarhlutfallið i stað i tvö ár og minnkaði til muna frá siðasta ári viðreisnar- innar. Þegar hægrabandalagið hafði tekiö við forsjá þjóðarbús- ins 4-5-faldaðist svo aukningar- hlutfallið. Arið 1974 skilaði nær 100% aukning og árið 1975 rúm- lega 75% aukningu. Á stjórnar- tima verkalýðsaflanna var hlut- fallið hins vegar um eða undir 20%. Staðreyndirnar sýna þvi ótvi- rætt að það eru stjórnmálaöfl alþýðunnar sem reynast örugg- ustu forráðaaðilar gjaldeyris- mála þjóðarinnar. Hátiðaræður hægri manna um hina ábyrgu fjármálastjórn eru i ljósi stað- reyndanna afhjúpaðar sem ir.n- antómtfleipur. Saga siðustu ára sannar að einungis áhrif verka- lýðsaflanna og flokka alþýðunn- ar á stjórn landsins getur tryggt að efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar verði ekki stefnt i hættu. Skuldasúpa ríkisins Þessi munur á framiagi verkalýðsaflanna annars vegar og heildsaiavaldsins hins vegar til traustrar fjármálastjórnar kemur enn skýrar i ljós ef skuldasöfnun opinberra aðila er athuguð sérstaklega, en þar eiga rikissjóður, rikisstofnanir og rikisfyrirtæki stærstan hlut. Opinber erlend lán hafa á und- anförnum árum numið eftirfar- andi upphæðum: Ár Miljarðar króna 1970 ................... 6.6 1971 ................... 8.0 1972 .................. 10.3 1973 .................. 12.3 1974 ...................23.2 1975 ...................41.9 Athugun á hlutfallslegri aukn- ingu frá ári til árs leiðir i ljós að á valdatima rikisstjórnarinnar sem verkalýðsöflin áttu aðild að var aukningunni ávallt haldið innan 20-30% markanna og á siðasta heila valdaári þeirrar rikisstjórnar minnkaði aukn- ingin niður i 20%. A ferli núver- andi stjórnarherra hefur hún hins vegar ætið verið 80-90%. Ár Illutfallsl aukning 1971 20.8% 1972 28.8% 1973 20.0% 1974 87.8% 1975 80.7% Hinar einföldu tölur um er- lenda skuldasöfnun i tið þessa bandalags verslunarauðvalds- ins sýna betur en nokkuð annað hve óheillavænleg straumhvörf hafa orðið siðan verkalýðsöflin misstu tökin á stjórn islenska rikisins. Og áfram tifar tímasprengjan Hin erlenda skuidasöfnun, sem er eins konar tortimingar- sprengja fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, hefur haldið áfram að vaxa á þessu ári. Hinn mánaðarlegi viðvör- unarhljómur i Hagtölunum verður æ hvellari. 1 júnimánuði á þessu ári voru erlendar skuld- ir 20 miljörðum meiri en á sama tima á siðasta ári og erlend skuldaaukning rikisins sjálfs nam 14 miljörðumá þessum tólf mánuðum. Herrarnir sem nú eru svokallaðir stjórnendur þessa lands hafa með öðrum orðum á siðustu tólf mánuðum aukið skuidir rikisins mun meira en sem nemur heildar- upphæð allra eriendra skulda rikisins árið 1973. Hið þjóðhættulega atferli vaidhafanna i gjaldeyrismáium hefur ekki aðeins aukið greiðslubyrði lýðveldisins gagn- vart erlendum lánadrottnum um 50% á tveimur árum, heldur hefur hún i reynd veðsett efna- hagslegt sjálfstæði islendinga. Meðan áfram er haldið á braut vaxandi skuldasöfnunar eru jafnt og þétt aukin itök banda- riskra, bi eskra og vesturþýskra fjármálajöfra ; islensku efna- hagslifi. I krafii veldis lána- drottnanna er nú knúið á um að opna Island enn frekar fyrir er- lendum auðhringum. Lána- drottnarnir benda á hinar miklu skuldir og bræða hugi ráðherr- anna með voninni um meiri gjaldeyri vegna starfsemi auð- hringanna. Þannig hafa ófarir heildsalavaldsins i stjórn efna- hagsmálanna ieitt islensku þjóðina i vitahring skuldasöfn- unar og ásóknar erlendra auð- hringa. Meðan tortimingarsprengja hins efnahagslega sjálfstæðis tifar áfram með auknum hraða biður hluti eignastéttarinnar eftirvæntingarfuilur eftir meiri lánum og stórfelldari umsvifum auðhringanna. Það vill nefni- lega stundum gleymast að heildsalavaldið hefur haft bein- harðar gróðaprósentur af allri skuldasúpunni. Áframhaldandi innflutningur i krafti erlendra lána hefur skapað verslunar- auðvaldinu enn eitt hagsældar- árið. Hvað varðar heildsala- kóngana um erlendar skuldir lýðveldisins og efnahagslegt sjálfstæði ef þeir geta áfram halað inn sinn hluta? Það er annars mikil synd að Seðlabankinn skuli ekki bæta litilli töflu um umboðslauna- gróðann i kverið um hinar mánaðarlegu hagtölur. En kannski er hagnaður heildsal- anna á óstjórn þjóðarbúsins hinn óttalegi leyndardómur höfðingjanna i Austurstræti? —A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.