Þjóðviljinn - 03.10.1976, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. október 1976
fræöi
Matvæla-
f#l hnifs og skeidar
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
í Háskóla
íslands
Nú er loks komið að því,
að kennsla hef jist hér í Há-
skólanum í matvælafræði
og matvælaverkfræði þar
sem þessar greinar verða
kenndar með það fyrir
augum að útskrifa fólk
eftir um f jögur ár. Er það
raunar furðulegt, að við
skulum ekki fyrr hafa
tekið að sérmennta fólk í
þessum greinum hérlendis,
og koma þó um 40% út-
flutningstekna okkar frá
matvælum. Auk þess hef ur
almenningsfræðsla í þess-
um efnum verið algerlega
vanrækt. Ljóst er þó, að
þessi kennsla á enn nokkuð
undir f járveitingavaldinu,
þótt ekki geti leikið neinn
vafi á, að hér er um að
ræða eitt „hagnýtasta"
nám fyrir þjóðina, sem til
er. AAeð tilkomu grunn-
skólalaganna er m.a. ráð
fyrir því gert, að allir nem-
endur læri næringar-,
framleiðslu- og
matreiðsluf ræði, auk
neytendahagfræði og
hreinlætisfræði. Er því
Ijóst, að mikið vantar af
sérmenntuðu fólki til
kennslu, bæði í æðri skóla
og einnig í grunnskóla.
Vafalitiö er mikilvægi þess-
arar kennslu mest fyrir innlend-
an matvælaiðnaö, en hann er
enn litt þróaöur. En auk þess aö
vera lyftistöng fyrir slikan iön-
aö felur hún i sér verðmæti, sem
ekki veröa metin i peningum
eingöngu, en snerta heilsufar,
mataræöi og hreinlæti bæöi hjá
einstaklingum og fyrirtækjum.
Þau áhrif, sem fólk með þekk-
ingu i matvælafræði getur haft á
t.d. mataræði landsmanna, sem
eins og kunnugt er er ekki alltaf
uppá það besta, veröa vart
mæld i peningum.
Viö ræddum viö dr. Jón Óttar
Ragnarsson, matvælaefnafræð-
ing, en hann hefur tekið þátt i
undirbúngi kennslunnar i mat-
vælafræði og matvælaverkfræði
ásamt þeim dr. Jónasi Bjarna-
syni, dósent og Guöna Alfreðs-
syni, dósent. Dr. Jón Óttar
sagði, að Háskólanum hefði
lengi veriö legið á hálsi fyrir að
leggja of mikla áherslu á
greinar, sem ekki væru ,,hag-
nýtar’’ Þessi kennsla i mat-
vælafræöi og matvælaverkfræöi
væri liöur i þeirri viöleitni
háskólans að opna fleiri slikar
,, hagnýtar” leiðir fyrir nem-
endur. Hafi háskólinn nú gengiö
frá þessu máli fyrir sitt leyti og
væri það þvi undir fjárveitinga-
valdinu komið hversu til tækist,
þvi enn væri sú hlið málsins að
mestu óleyst. Væri þó rétt að
benda á, aö ekki væri um stórar
fjárupphæðir að ræða, þar sem
nokkur kennsla i þessum grein-
um hefði átt sér stað fáein
undanfarin ár við Verkfræði- og
raunvisindadeild. Jafnframt
væri til allmikið af nauðsynleg-
um tækjum. Kennslan verður i
nánu sambandi við rannsóknar-
stofnanir atvinnuveganna og
starfa flestir væntanlegra
kennara innan þessara rann-
sóknarstofnana.
Dr. Jón Óttar benti á, að
islendingar búa frá fornu fari
yfir allmikilli matvælaþekk-
ingu. Af illri nauðsyn lærði þjóö-
in að nýta matvæli, finna upp
geymsluaðferðir og að matreiða
fæðuna þrátt fyrir erfið ytri
skilyrði framboðs, veðráttu o.fl.
Nú væri þaö meira en timabært
að endurnýja þessa kunnáttu og
koma henni á vísindalegan
grunn.
1 greinargerð, sem lögð hefur
veriðfram i Verkfræði- og raun-
visindadeild er bent á, að veru-
legar breytingareigi sér nú stað
i mataræði viða um lönd. Mat-
vælavinnslan er i vaxandi mæli
að færast æ meir úr höndum
húsmæðra yfir i stórvirkar
verksmiðjur. Þessi þróun getur
orðið stórlega varasöm þar sem
slik matvæli innihalda venju-
lega aðeins hluta nauðsynlegra
næringarefna. Oft innihalda
þessi matvæli lika ýmis við-
bótarefni, sem matvælafram-
leiðandinn bætir i til þess að
auka geymsluþol eða auövelda
vinnsluna. Meðferð slikra efna
verður hins vegar að byggjast á
mikilli þekkingu innan fyrir-
tækjanna þar eð misnotkun ým-
issa efna af þessu tagi getur
verið stórvarasöm. Erlendis er
reynt að mæta þessum vanda
með ýtarlegum vörumerkingum
og almenningsfræðslu. Hér á
landi rikir hins vegar mikill
þekkingarskortur bæði meöal
framleiðenda og neytenda.
Verður þess enn langt að biða,
að unnt verði að koma á fót
nægilega öruggu eftirliti með
matvælunum, svo og góðri
leiðbeiningarþjónustu viö neyt-
endur varðandi meðferð og val
matvæla. Er kennslan I mat-
vælafræðum við Háskólann þýð-
ingarmikið spor á þeirri braut.
í ofannefndri greinargerð er
jafnframt fjallað um þá þróun,
að vaxandi fjöldi fólks I kaup-
stöðum og á höfuðborgarsvæð-
inu neytir reglulega máltiða i
stórum mötuneytum. Þessi þró-
un stóreykur hættuna á matar-
eitrunum og sýkingu af völdum
skemmdra matvæla. Nægir að
nefna þau matareitrunartilfelli,
sem komiö hafa upp á fác-inum
undanförnum árum og náðu til
allstórra hópa af fólki. Hins
vegar fréttist yfirleitt ekki um
nema litiö brot af þeim matar-
eitrunum og sýkingum, sem
raunverulega eiga sér stað. Ný-
leg athugun á kennslu I mat-
vælaörverufræði og öðrum mat-
Siaukiö matvælaframboð krefst aukinnar þekkingar á innihaldi matvælanna.
Þekking á matvælum, innihaldi þeirra og framreiðsiu veröur æ brýnni. Þessi mynd er tekin I mötuneyti
Borgarspitalans, þar sem veriðer aðútbúa sérfæði fyrir sjúklinga.
Rætt^viö dr.
Jón Óttar
Ragnars-
son,
matvæla-
verkfræðing
vælafræðigreinum I iðnskólum
fyrir þær stéttir, sem bera
ábyrgð á matvælaframleiðslu
og framleiðslu þeirra, bendir til
þess að þar sé mikilla úrbóta
þörf.
Aö lokum eru markmið með
kennslunni samkvæmt greinar-
gerðinni eftirfarandi:
(a) Að beina námsfólki að
framleiðslustörfum og út-
flutningsiönaöi.
(b) Að auka sérþekkingu i
matvælaiðnaði, svo og gæði,
fjölbreytni og erlenda markaðs-
möguleika fyrir islenskar fram-
ieiðsluvörur úr matvælaiðnaði.
(c) Að hækka vinnslustig
sjávarafla og landbúnaðar-
afurða og efla Htt þróaðar
greinar svo sem niðursuðu-
iðnað.
(d) Að efla innlent eftirlit með
matvælum, bæði efna-, gerla- og
annað eftirlit.
(e) Að torvelda vörusvik.
Undirbúningur að kennslu i
matvælafræði og matvælaverk-
fræði hófst fyrir alvöru skömmu
fyrir áramót 1972, þegar
menntamálaráðuneytið skipaði
nefnd til þess að gera tillögur
uiri menntun á háskólastigi fyrir
starfsfólk i matvælaiðnaði. t
nefndinni voru, auk dr. Jóns
Óttars, þeir dr. Guðni Alfreðs-
son, dósent, dr. Björn Dag-
bjartsson, matvælaverkfræð-
ingur, Guðrún Hallgrimsdóttir,
matvælafræðingur, Pétur
Sigurðsson mjólkurfræðingur
og Sigurður B Haraldsson,
skólastjóri Fiskvinnsluskólans,
en hann var jafnframt formaður
nefndarinnar. t nefndarálitinu,
sem lagt var fram I april 1974
kemur m.a. fram, að matvæla-
iðnaður væri veigamikill og
vaxandi þáttur í islensku
atvinnulifi og að orðið væri
meira en timabært aö taka upp
kennslu i matvælafræðum við
Verkfræöi- og raunvisindadeild
Háskóla tslands. Nefndin gerði
ýtarlegar tillögur um hvernig
mætti koma þessu námi sem
best fyrir og hvernig það gæti
tengst við það nám, sem fyrir er
i háskólanum. Voru þessar til-
lögur m.a. byggðar á
samanburði við sambærilegt
nám I grannlöndunum.
Það var niðurstaða nefndar-
innar, aö heppilegast væri að
haga kennslunni þannig að hún
leiði til B.S.-náms eftir fjögur ár
i eftirtöldum greinum: I mat-
vælafræði, en kennsla i þeirri
grein verður miðuð við hagnýtt
nám fyrst og fremst svo og mat
vælaverkfræði, sem verður
tæknilegri og fræðilegri og er
m.a. hugsuð fyrir þá, sem
hyggja á framhaldsnám.
Að öllu samanlögðu er ljóst
hversu afarbrýnt það er fyrir
þjóðarhag og heilsu lands-
manna að við menntum sjálf
það fólk, sem kemur til meö að
starfa við framleiðslu matvæla
hér á landi.
Viö munum siöar fjalla meira
um þessi mál og m.a. segja frá
reglugerðum, sem settar hafa
verið um vörumerkingu og um
íblöndunarefni. Einnig munum
við greina frá þvi helsta mark-
verða, sem fram kom á ráð-
stefnu um matvælaeftirlit, sem
haldin var I nóvember 1974, en
erindi ráðstefnunnar hafa ný-
lega verið gefin út i timariti
Verkfræðingafélags Islands..