Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sannndagur 3. október 1976 Auglýsing um störf við Norræna f já rf esti nga rba n ka n n Norræni fjárfestingarbankinn i Helsing- fors auglýsir hér með eftirtalin störf til umsóknar. Starf forstöðumanns útlánastarfsemi. Starf lögfræðings bankans. Starf hagfræðings (utredningsekonom). Umsóknir um störfin sendist Nordiska in- vesteringsbanken, Mannerheimvegen 16a, 00100 Helsingfors 10. Nánari upplýsingar um störfin veita Bert Lindström, bankastjóri, Peter Laurson, ritari bankaráðs, og fulltrúar Islands i bankaráðinu, Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri, og Jón Sigurðsson, hagrann- sóknarstjóri. Norræni fjárfestingarbankinn. STYRKIR til íslenskra vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa í Sambandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðiö I Reykjavik hefuf tjáB Isienskum stjórnvöldum aB boðnir séu fram nokkrir styrkir handa islenskum visindamönnum til námsdvalar og rannsókna- starfa I SambandslýBveldinu Þýskalandi um allt aB þriggja mánaða skeið á árinu 1977. Styrkirnir nema 1.000.- þýskum mörkum á mánuBi hiB lægsta, auk þess sem til greina kemur aB greiddur verBi ferBakostnaður aB nokkru. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráðu- neytinu. MenntamálaráBuneytið, 29. september 1976. Styrkir til háskóla- náms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóBi fram í löndum sem aðild eiga aö Evrópuráðinu fjóra styrki til háskóla- náms I Noregi háskólaáriö 1977-78. — Ekki er vitaö fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut Is- lendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir til nlu mánaða náms- dvalar. StyrkfjárhæBin er 2.200.- n.kr. á mánuBi, auk allt að 1.500.- n.kr. til nauBsynlegs feröakostnaðar innan Noregs. Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á norsku eða ensku og hafa lokið háskólaprófi áöur en styrktlmabil hefst. Æskilegt er aö umsækjendur séu eigi eldri en 40 ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Utenriksdepartementet Kontoret for kulterelt samkvem med utlandet Stipendieseksjonen N-Oslo-Dep., Norge. fyrir 1. april 1977 og lætur sú stofnun I té frekari upp- lýsingar. Menntamálaráöuneytið, 29. september 1976. Styrkir til háskóla- náms í Sambands- lýöveldinu Þýskalandi Þýska sendiráöið I Reykjavik hefur tilkynnt islenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram þrir styrkir handa Is- lenskum námsmönnum tii háskólanáms I Sambandslýð- veldinu Þýskalandi háskólaárið 1977-78. Styrkirnir nema 650 þýzkum mörkum á mánuði hið lægsta auk 100 marka á námsmisseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá ferðakostnað greiddan að nokkru. Styrktimabilið er 10 mánuðir frá 1. október 1977 að telja en framienging kemur til greina aö fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa bor ist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 15. nóvember nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 29. september 1976. Ásgeir Höskuldsson sextugur A morgun 4. okt. er Asgeir Höskuldsson póstvarðstjóri 60 ára. Og það má með sanni segja, að tíminn liöur án þess að maður verði hans var. Að minnstakosti finnst mér Asgeir, I sjón og raun vera jafn ungur og fyrir 25 árum þegar ég kynntist honum fyrst. — Og hann hefur lika borið árin betur en margur annar I póst- manna stétt, þó ekki sé lengra farið. Asgeir Höskuldsson, er f. 4 okt. 1916 að Hallsstöðum I Nauteyr- arhreppi I N-Isafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Höskuldur Jónsson, bóndi þar — og Petra Guömundsdóttir ljósmóðir. — Asgeir var á Hallsstöðum til sjö ára aldurs eða þar til hann flutti að Tungu I sömu sveit, með foreldrum sinum árið 1923. — Það, — er ekkert efamál.að I tsafjarðarsýslu, I sveit og við sjó, hafa fæöst og dafnað margir hraustustu stofnar alþýðu þessa lands. Svo ekki sé talað um sjósóknara og þurrabúðarmenn, sem sannarlega fengu að kenna á .fátæktinni en létu hana ekki smækka sig... Og Asgeir Höskuldsson er einn þeirra manna, sem haslaði . sér völl I hópi vaskra drengja vestur þar, og hefur ætlð gert, að ég best veit. Hann hefur ætið staðiö þar sem baráttan hefur veriðhörðust fyrir hinn fátæka og smáa — fyrir bættum kjörum og réttlæti. Og nú. — Einmitt nú — ætla ég að minnast I örfáum orðum þess helsta, sem ég veit úr 60 ára lífs- baráttu Asgeirs, einkum þó félagsmálin, sem voru honum eldskfrn. Asgeir var aðeins 16 ára að aldri er hann var kjörinn I stjórn U.M.F. Huld — og þar mun hinn ungi piltur hafa fengið slna fyrstu reynslu á félagsmálasviðinu. Hann lét þá þegar fræðslumál til sin taka, sem og var I anda þeirra samtaka. Eitt er vist að Asgeir leitaði sér nokkurrar menntunar þó litill væri fjárhagur hans og annarra á dögum „kreppunnar” miklu, eins og hún hefur verið kölluð og- það með réttu. En Asgeir var stórhuga I.þvl, sem öðru og stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri árin 1933 — 36. Og vissulega hefur skólamálið styrkt hann og hert I hans lifsbaráttu. Arið 1936 að námiloknu kom hann heim og tók til við fyrri störf I sveitinni. Og fljótt varð Asgeir einn af framá- mönnum þar, þvl árið 1938, var hann kjörinn I hreppsnefnd Nauteyrarhrepps og nóg voru verkefni fyrir menn, sem lentu I sveitarstjórn á þeim árum — kannski ekki minna þá en nú, þó kapitaliö sé meira. — Arið 1941 giftist Asgeir, Ingu Markúsdóttur ættaðri úr Sléttu- hrepp hinni ágætustu konu, sem stóö viöhlið hans I bliðu og striöu. Þau bjuggu I Tungu I nokkur ár, slðan veittu þau forstöðu stóru — <H>"‘ PÚSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA 3foljauncs lcifsson laugaUcgi 30 é>imí 19 209 Pípulagnir Nylagnir, breytingar hiídveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) búi I Borgarfirði en komu siðan til Reykjavlkur 1944. Þess skal getið, að þau hjónin misstu þrjú börn öll kornung svo ekki fóru þau varhluta af sorg- inni. En þau báru hana svo vel að fátítt mun. En áður en lengra er haldið vil ég geta þess, að Inga Markúsdóttir lést 8 ágúst sl. og vil ég lýsa samúð minni með Asgeiri og sonunum tveim, sem eftir lifa. Asgeir gekk I póstþjónustuna 1945, og hefur unnið þar siðan. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félag sitt P.F.I. — I stjórn þess — þar af formaður I tvö ár. Hann var m.a. aðalhvatamaður þess að P.F.I. kom sér upp orlofshúsum að Hreðavatni. Og tvö þeirra risu I stjórnartlð hans. Hér hefur verið stiklað á stóru I lifsgötu Asgeirs, enda vist ekki til annars ætlast I stuttri afmælis- grein. En eitt skal sagt hér, að það hefur aldrei verið nein logn- molla I kringum Asgeir Höskulds- son. Hann hefur ætið staðið eða falliðmeðsinum málstaðsem og I Póstmannafélaginu. Og þaö svo, að margir mættu taka "hann til fyrirmyndar. AB lokum óska ég Asgeiri til hamingju með daginn, með þeirri ósk, að enn megi hann um sinn takast á við félagsmálastorminn fremur en lognkyrruna. GIsli T. Guðmundsson. Símaskráin 1977 Símnotendur í Reykjavík, Sel tjarnarnesi, Kópavogi, Garöa- og Bessastaöahreppi og Hafnarfiröi Vegna útgáfu nýrrar simaskrár er nauð- synlegt að senda skriflega breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 1. nóv. n.k. til Sbrif- stofu simaskrárinnar, Landssimahúsinu við Austurvöll. Nauðsynlegt er að viðkomandi rétthafi simanúmers tilkynni skriflega um breytingar, ef einhverjar eru. Athugið að skrifa greinilega. AthygJi skal nánar vakin á auglýsingu um breytingar i simaskrána á baksiðu kápu simaskrár 1976, innanverðri. Atvinnu- og viðskiptaskráin verður prentuð i gulum lit og geta simnotendur birt smáauglýsingar þar, sem eru ódyrari en auglýsingar i nafnaská, enda tak- markaður fjöldi auglýsinga sem hægt er að birta i nafnaskránni. Nánari upplýsingar i simum 22356 og 26000 og á skrifstofu simaskrárinnar. Ritstjóri simaskrárinnar Sendlar óskast Fyrir hádegi eða allan daginn. Verzlun O. Ellingsen hf., Ánanaustum, sími 28855. ÚTBOÐ Tilboð óskast I að grafa út og byggja sökkla og botnplötu með lögnum fyrir Borgarleikhús I Kringlumýri. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 15. október n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUi'ASTOFNUN REYKJáVÍKURBO.íGA? Fríkirkju Sím: 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.