Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN|Sunnudagur 3. október 1976
Bólusetning
gegn tann-
skemmdum
Tannskemmdir eru mikiö
vandamál I flestum löndum.
Tilraunir til aö styrkja glerung-
inn gegn þeim bakterium sem
tannskemmdum valda t.d. með
þvi aö blanda flúori I drykkjar-
vatn hafa ekki boriö verulegan
árangur.
í Marburg I Þýskalandi er nú
verið aö gera tilraunir sem lofa
góðu um aö hægt sé aöbólusetja
gegn tannskemmdum. Tilraunir
sem til þessa hafa verið geröar á
dýrum benda til þess, aö hægt sé
með slikri „bólusetningu” aö
virkja mótstöðu likamans gegn
vexti þeirra bakteria sem hættu-
legar eru tönnum. Ef til vill
veröur hægt aö taka mótefni þetta
I notkun eftir tvö ár.
Askriftarsími 175 05
Tollvörugeymsla
Suðurnesja
Hafnargötu 90, Kef lavík auglýsir: Viö höfum
til leigu geymslupláss í tollvörugeymslunni.
Uppl. i síma 92-3500 kl. 13-17 virka daga.
BLAÐBERAR
Vinsamlega komiö á afgreiðsluna og sækið
rukkunarheftin.
ÞJÓÐVILJINN
Dvalarheimili aldraðra
Ákveðið er að auglýsa eftir væntanlegum vist-
mönnum á dvalarheimilialdraðra í Garði sem
áætlað er að taki til starfa um mánaðamótini
okt. — nóv. 1976.
Umsækjendur sendi umsóknir ánar til viðkom-
andi sveitarfélaga fyrir 15. okt. n.k.
Keflavíkurbær, Njarðvíkurbær,
Hafnarhreppur, Miðneshreppur,
Vatnsleysustrandarhreppur,
Gerðahreppur.
Þökkum auösýnda samúð og vinarhug viö andiát og jarða-
för móður okkar
Guðrúnar Filippusdóttur
Reynimel 76
Guöbjörg Einarsdóttir
Jakobina Björg Einarsdóttir
Þórunn Einarsdóttir
5 miljónir
atvinnu
lausra í
EBE-
löndum
Fjöldi atvinnuleysingja I lönd-
um Efnahagsbandalagsins er nú
kominn yfir fimm miljónir aö þvi
er siðustu skýrslur herma.
Skýrslur herma aö atvinnuleys-
ingjar hafi verið 5.018.000 I ágúst
en 4.990.000 í júlimánuði. 1
Danmörku voru atvinnulausir
111.700 en tæplega hundrað
þúsund á miðju sumri.
Atvinnuástandið hefur ögn
batnað I Frakklandi og
Vestur-Þýskalandi, en versnað
allmikið I Bretlandi.
Atvinnuleysi er alvarlegast
meðal kvenna. í Danmörku er
fjórðungur atvinnuleysingja kon-
ur, I Italiu þriðjungur en meira en
helmingur I Frakklandi og
Vestur-Þýskalandi.
Hátíðnibylgjur
sauma föt
Hátiðnihljóðbylgjur eru til
margra hluta nytsamlegar. Þær
eru notaðar við sjúkdómsgrein-
ingar, lækningar, með þeim er
hægt að skera ýmis efni og þær
geta hafteftirlit með vörugæðum.
En nú hefur enn einn möguleikinn
bæst við: notkun hátlðnibylgja I
saumaskap. Vlsindamenn I
Moskvu hafa hannað saumavél
sem saumar án nálar og tvinna. 1
stað þess sauma hátiðnibylgjurn-
ar efnið saman.
Málning
gegn
sjávardýrum
Visindamenn hafa bent á
margar aðferðir til að koma I veg
fyrir að sjávardýr taki sér
bólfestu utan á skipum. Ein
þeirra er aðferð sem vlsinda-
menn I tJkralnu og Leningrad
fundu upp I sameiningu og hefur
hún gefist allvel. Hún er fólgin i
að mála skipin að utan með sér-
stakri málningu, sem heldur
þeim eiginleika I tvö þrjú ár að
bægja óæskilegum gróðri og dýr-
um frá skipinu. 1 málningunni er
efni sem hindrar þroska lifranna.
APN.
Geimurinn
Framhaldaf bls. 4
granna sinna um mörg ljósár.
Þeim mun fremur sem við vitum
að I geimnum er tiltöluiega litið
um náttúrulegar útfjólubláar
„uppsprettur”, en það þýðir þá
að náttúrulegar truflanir eru ekki
veruiegar Til athugunar hafa ver-
ið valdar þrjár stjörnur sem
stjörnufræðingar telja vera
þungamiðju reikistjörnukerfa.
Yfirmaður þessarar áætlunar
hefur tekið fram, að litlar vonir
séu til þess að leitin beri skjótan
árangur, en hann bætir þvi við að
illt gengi i upphafi skuli ekki
spilla áhuga manna á þessu
starfi. Ef að menn vildu ganga úr
skugga um það með sæmilegri
vissu, að „tilbúin” útfjólublá boð
væru ekki sýnileg þurfti aó
rannsaka stjörnuheiminn i um
það bil hundrað ár.
BLAÐBERAR
óskast i eftirtalin hverfi:
Reykjavik:
Meistaravelli Melahverfi
Bólstaðarhlíð Langahlíð
Kópavogur:
á Kársnesbraut 53 — 135
Vinsarnlegast haf ið sarnband við afgreiðsluna
— sírni 17500.
ÞJÓÐVILJINN
ÚTBOÐ
GUFUKETILL, BRENNARI o.fl.
Tilboð óskast i smiði og uppsetningu á 1670
MKcal/klst. gufukatli, ásamt brennara,
fæðivatnskerfi, stjórntækjum og reykháf
úr stáli.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Styrkir til náms
í Svíþjóö
Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlend-
um námsmönnum til að stunda nám I Svlþjóð námsárið
1977-78. Styrkir þessir eru boðnir fram I mörgum löndum
og eru einkum ætlaðir námsmönnum sem ekki eiga kost á
fjárhagsaðstoð frá heimalandi slnu og ekki hyggjast setj-
ast að I Svlþjóð að námi loknu. Styrkfjárhæðin er 1.555.-
sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til
greina kemur að styrkur verði veittur I alltað þrjú ár.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska insti-
tutet, Box 7072, S-103 82 Stockholm, Sverige, 1. desember
n.k. og lætur sú stofnun 1 té tilskilin umsóknareyðublöð.
Menntamálaráöuneytiö,
29. september 1976.
Miðstjórnarfundur
Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýðubandalagsins
föstudaginn 15. október 1976 og hefst kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Akvörðun um flokksráösfund. 2. Flokksstarfið.
3. Verkalýösmál. 4. Störf Alþingis. 5. önnur mál.
Ragnar Arnalds
Opinn kjördæmisráðsfundur hjá Aiþýðubanda-
laginu i Reykjaneskjördæmi.
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Reykjaneskjördæmi
verður haldinn þriðjudaginn 5 október I Góðtemplarahúsinu, Hafnar-
firði, og hefst kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Gils Guðmundsson, alþm.,
ræðirum málatilbúnað Alþýðubandalagsins á Alþingi Ihaust. 3. Finnur
Torfi Hjörleifsson ræðir um eflingu og útbreiðslu Þjóðviljans.
Kjördæmisráðsfundurinn er opinn öllum Alþýðubandalagsmönnum I
kjördæminu.
Stjórnin.