Þjóðviljinn - 03.10.1976, Síða 4

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. október 1976 DJÖÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann (Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 <5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HUGSJÓNABARÁTTA EÐA VALDAPÓKER Um borð stjórnarflokkanna hafa að undanförnu flogið hnútur sem hljóta að hafa vakið óhug allra heilbrigðra manna. Málgögn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt berum orðum, að þau f jársvika- og glæpa- mál, sem þjóðin hefur haft sárastar áhyggjur af siðasta árið, eigi rætur i næsta nágrenni framsóknarforustunnar. Timinn hefur svarað með þvi að sjálfstæðisflokks- forustan sé engu betri og nafngreint i þvi sambandi eitt af hinum fjölmörgu fyrir- tækjum forsætisráðherrans. Þessi við- brögð Timans hafa virst vera einskonar tilboð um samsæri þagnarinnar. Fyrir nokkrum áratugum hefðu við- brögð af þessu tagi verið óhugsandi i Timanum. Það var eitt megineinkenni þeirra manna sem stofnuðu samvinnu- hreyfinguna og siðar Framsóknarflokkinn að þeir gerðu strangar siðferðilegar kröf- ur og beindu þeim ekki sist til sjálfra sin. Þjóðfélagsviðhorf þessara manna voru æði ólik, en siðgæðiskörfurnar sámeinuðu þá og voru mesti styrkur þeirra i þjóð- félagsbaráttunni. Þetta einkenndi jafnt samvinnuhreyfinguna og Framsóknar- flokkinn allt fram að siðustu heimsstyrj- öld og hernáminu. En þá urðu örlagarik umskipti.Þegar Bandarikin hernámu fs- land öðru sinni eftir strið voru komnir til æðstu valda i samvinnuhreyfingunni menn sem höfðu áhuga á þvi einu að græða fé á niðurlægingu þjóðarinnar. Þeir gripu fé samvinnumanna og notuðu það til að stofna hermangsfélagið Regin. Þeir gripu fé samvinnumanna og notuðu það til að stofna annað hlutafélag, Oliufélagið, umboðsfélag bandariska auðhringsins Standard Oil, sem fékk öll oliu og bensin- viðskipti við hernámsliðið og kom upp birgðastöð i þágu þess i Hvalfirði. Þetta félag var svo aðgangshart i gróðaöflun sinni að það beitti á markvissan hátt svik- um og lögbrotum. Var Oliufélagið að lok- um dæmt i hæstarétti fyrir hverskyns misferli og gjaldeyrisþjófnað ásamt nokkrum æðstu ráðamönnum samvinnu- hreyfingarinnar. Þessi dómur varð óhemjulegt áfall fyrir samvinnuhreyfing- una og Framsóknarflokkinn, en þá var siðferðisþrekið brostið og allan kjark skorti til þess að hreinsa til. Þvi hefur þessi óþokkalega fjármálaiðja haldið áfram allt til þessa dags i hinum ótrúleg- ustu myndum. Fáir munu gleyma þvi að þegar bandariska leyniþjónustan hóf hér undirskriftasöfnun þá sem kennd var við ,,varið land”, fylltist skrifstofa ólafs Jó- hannessonar i stjórnarráðinu við Lækjar- torg einn daginn af spillingarleiðtogum Framsóknarflokksins. Þeir voru þangað komnir til að hóta ráðherrum Fram- sóknarflokksins öllu illu, ef þeir stæðu við drengskaparloforð sin um brottför hers- ins. Áhrifunum á framsóknarforustuna sjálfa hefur enginn lýst betur en Ólafur Jóhannesson formaður flokksins. Hann sagði i ræðu að afloknum siðustu kosning- um að stjórnmálaþátttaka flokksins væri eins og pókerspil, öllu máli skipti að láta engan sjá hvaða spil leiðtogarnir hefðu á hendi. Forustumennirnir sem stofnuðu samvinnuhreyfinguna og Framsóknar- flokkinn vildu gjarnan láta alla sjá hvað þeir höfðu á hendinni, þvi að það voru hug- sjónir og siðgæðiskröfur. Nú eru hug- sjónirnar horfnar og siðgæðið brostið en stjórnmálaþátttakan pókerspil. Þessi þróun er átakanleg fyrir alla þá sem þekkja og virða hina rismiklu sókn samvinnuhreyfingarinnar og Fram- sóknarflokksins fyrstu áratugina. Hún er átakanlegust fyrir kjósendur og fylgis- menn Framsóknarflokksins um allt land, þvi i hugum þeirra lifa hinar fornu hug- sjónir og siðgæðiskröfur. Það gerðist þeg- ar fyrir siðustu kosningar að ýmsir ris- mestu baráttumenn Framsóknarflokks- ins, ekki sist i hópi ungra manna, sögðu skilið við hann af þessum ástæðum. Sú þróun mun halda áfram og þarf að halda áfram. Framsóknarforustan verður að átta sig á þvi að hún glatar fylgi bestu stuðningsmanna flokksins ef hún heldur áfram að lita á kjósendur sina sem spil i póker, ef hún heldur áfram að bjóða spill- ingaröflum Sjálfstæðisflokksins upp á samsæri þagnarinnar þegar verstu upp- lausnareinkenni þjóðfélagsins ber á góma. Aðeins verulegt áfall i kosningum getur orðið til þess að leiðtogar Fram- sóknarflokksins átti sig á þvi að framund- an biður ófæran ein, ef þeir hrista ekki af sér spillingaröflin og hefja hugsjónabar- áttu i stað þess að stunda valdapóker. — m. Sitt af hverju úr vísindum: Geimurinn hleraður Ar og dagar eru liönir frá þvi sem snýst umhverfis jöröu i 750 byrjað var á þvi aö hlusta eftir út- km- hæö- Gervihnötturinn veröur varpsboöum frá vitsmunaverum aö vera i þessari hæð til aö foröast sem kynnu aö búa á öörum hnött- a& andrúmsloft jaröar veröi um, en tilraunir þessar hafa ekki skermur sem trufli hann, en boriö árangur til þessa. þaö gleypir mjög freklega isig út- Bandariska geimvisindastofn- fjölubláa geisla. unin NASA hefur nú byrjaö nýja Háþróuö siömenning, sem heföi áætlun um leit aðútvarpsboöum á ý^'r röða voldugum útfjólublá- útfjólubláa sviðinu. Athuganir um tasergeislum gæti sent boð til þessar eru geröar frá gervihnetti Framhald á bls. 22 JAPANSKUR ÞYRLUBÍLL Þyrlubíl má nefna farkost einn sem nýlega kom fram á sýningu óvenjulegra farartækja, sem japanska fyrirtækið Honda efnir til á ári hverju. Vindur knýr bil þennan áfram. Snúningur „myllu” þeirrar sem komið er fyrir uppi á bilnum er svo leiddur i hjól farkostsins. Hraöi þessa farkosts er afar lit- ill, hann fer ekki meö nema tveggja kilómetra hraöa i meöalvindi, en hann hefur þaö fram yfir farartæki á hjólum sem ganga fyrir seglum, aö hann er ekki háður vindátt. Að sjálfsögöu er farkostur þessi ekki annaö en tæknilegt grin. En Honda heldur ekki hugvitskeppni sem þessa á hverju ári út i bláinn. (Jr miklum fjölda fáránlegra hugmynda vel- ur fyrirtækið nokkrar bráösnjall- ar tæknilegar lausnir. A sl. fimm árum hafa þátttakendur i samkeppni um óvenjulega far- ðm,:: kosti fengið hvorki meira né sin mikinn fjölda áhorfenda og mmna en 137 einkaleyfi. Og aö hefur þar meö auglýsingagildi sjálfsögðu dregur keppni þessi til verulegt. Ástralía hefnir sín Frægar eru sögur um það, hvernig aökomudýr og jurtir hafa stórlega truflaö lifriki Áatraliu. En liklega vita færri aö Ástralia hefur meö nokkrum hætti hefnt fyrir innrásir þessar meö gagnáhiaupum. t byrjun aldarinnar var flutt til Florida i Bandarikjunum frá Astraliu trjátegund ein sem nefn- ist melaleika. Engan grunaöi aö þessi gestur mundi fara eins og eldur i sinu um nýjan jarðveg, nýtt umhverfi. Nú er oröiö svo mikið af trjám þessum á Florida, aö náttúrufræöingar óttast aö þau útrými öllum öðrum gróöri. Melaleikur kæra sig kollótta um hita og kulda,þurrka eöa flóö, meira að segja eld. Tré þessi vaxa jafnvel ágætlega i söltum jarövegi. Hinar ýmsu tegundir eiturs hafa reynst gagnslausar á gróðurtegund þessa, og þaö dugir ekki einu sinni aö höggva trén niöur viö rót, þvi af hverri hnyöju vaxa næsta ár fjórir stofnar i staö eins. Tré þessi hafa hin geigvæn- legustu áhrif á annan gróöur. Til dæmis vex alls ekki gras i mela- leikuskógi. Þess skal getið aö heima i Ástraliu fer heldur litiö fyrir trjátegund þessari, hún vex þar fremur hægt og er hin hógværasta um flest. Enginn veit hver skrattinn hefur hlaupið i trjátegund þessa i bandariskum jarðvegi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.