Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Kommúnismi án hagvaxtar? Fátt er algengara í um- ræðu undanfarinna ára en að menn láti uppi áhyggjur af ótakmörkuðum hag- vexti í iðnrikjum. Þessum ótta svara vinstrisinnar oft með því að ráðast á sjálft framleiðslukerf i kapítalismans. Vinstri- sinnar segja sem svo# að vandinn sé ekki sjálfur hag vöxturinn, heldur sam- félagskerfi sem getur ekki haft stjórn á vextinum, umferðarþægindum með 30-40% færri bílum — og þar með spara oliu, landrými til bygginga, mat- væli og margt fleira, aðeins ef meiri og skynsamlegri sam- neysla er við höfð. Meiri velferð fengist fyrir minna fé. Þannig mætti lengi telja — hver sem er getur nefnt dæmi um sam- félagslega heimsku í þessum efnum, og margir skilja þar að auki, að sjálf efnahagsleg upp- bygging samfélagsins torveldar það mjög að skynsemin fari með sigur af hólmi. Það er ekki pláss fyrir þá góðu frú i kerfinu. En svo koma borgaralegir málum við sínar framkvæmdir. Þar má einnig finna greinar sem segja frá meiriháttar óhöppum — stórlegum truflunum á lifriki eyðstunni, bruðlinu. Sam- félag sem ekki getur gert greinarmun á slæmum hagvexti og jákvæðum og hagar sér eftir þvi. Vondur og góður vöxtur Auk þess halda vinstrisinnar þvi gjarna fram, að borgaralegir gagnrýnendur hagvaxtar séu i reynd að reyna að færa rök að þvi, að nauðsynlegt sé að stöðva mannlegt samfélag á þvi þróunarstigi sem það nú er á — og þá með þeirri ójöfnu skiptingu lifsgæða sem við nú þekkjum. A alþjóðlegum vettvangi hafa fátæk riki sýnt mikla tortryggni auðugum iðnrikjum, sem hafa þegar að baki sér þróun sem ger- ir iðnrikin að helstu notendum nátturuafurða og um leið að mestu umhverfisspillum og mengunarvöldum. Siðan taka þessi auðugu riki sig til að aðvara fátæk riki, sem hafa mikla þörf fyrir hagvöxt, við þessari þróun. Sósialiskt þjóðfélag býður upp á aðra möguleika. Það er gert ráð fyrir þvi, að i samfélagi sem er betur skipulagt gætum við öll lifað allmiklu betra lifi enda þótt spöruð væri orka og hráefni og dregið úr mengun. Það er bent á það, að okkar kapitaliska sam- félag er byggt upp á samkeppni og einstaklingsneyslu. Þvi er mjög mikið um neysluvarning, sem við notum illa og er oft óþarfi að nokkru leyti að minnsta kosti. Billinn er hið sigilda dæmi. Ekki pláss fyrir skynsemi. Menn vita til dæmis, að meðal bandarikjamaður eyðir helmingi meiri orku en meðalsvii eða vest- urþjóðverji — án þess að þessari umfram eyðslu fylgi nokkur þægindi sem nemi. Munurinn er sá að bandarikjamaðurinn ekur i of stórum bil einangrar hús sin of illa, fylgist ver með hitun hibýla sinna o.s.frv. Og rannsóknir — t.d. frá Sviþjóð, sýna að það er hægt að halda uppi núverandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem halda áfram að trúa á sinn hagvöxt og vilja svara þeirri gagnrýni sem hér að ofan var rakin með hinni gömlu formúlu: Já en er það nokkuð betra fyrir austan? Er það svoleiðis sam- félag sem þið viljið fá i staðinn? Og þá koma vinstrisinnar og segja: já en sá sósialismi sem við viljum, hann er öðruvisi en sá sem er i Sovét eða Austur- Fvrónu. Gott oe vel — en bar með vatna og fljóta, mengun vatns, spillingu skóglendis vegna rangr- ar nýtingar o.s.frv. Og það hefur verið alltof augljós tilhneiging til að afgreiða málið með þvi, að hagvöxtur geti varla orð- ið mikið vandamál i sósialisma, hann sé bara vandamál i kapital- isma. Þar með hefur á það skort að umræðan um þessi mál sé al- varleg og hreinskilin — t.d. hafa sovéskir framtiðarfræðingar öðru hvoru rekið upp mjög dýrar bjartsýnisrokur um gifurlega vaxtarmöguleika, um að „jörðin geti brauðfætt 70 miljarði manna” og svo framvegis. Þegar á heildina er litið hafa menn i þessum rikjum verið enn bláeyg- ari en menn á Vesturlöndum i trú sinni á stórkostlegan vöxt sem markmið. Þessi riki hafa metið sinn sósialisma eftir þvi, hvort hann gæti skapað hraðari hag- vöxt en k'apitalisk hagkerfi. Nauösynleg forsenda Ekki hafa allir kvillar kapital- ismans fylgt með i þessu kapp- hlaupi austanmanna, en óneitan- lega hafa þeir verið þó nokkrir. Til dæmis draumurinn um og baráttan fyrir litlum einkabil, sem þar eystra er háð af miklum móð. Hvort sem við héldum lengur eða skemur áfram með slikan samanburð, þá er ekki erfitt að komast að þeirri niöur- til að skoða þessi mál af meiri ai- vöru en fyrr. Ymsir sovéskir framtiðarspámenn hallast að meira raunsæi en áður. Eitt merkilegasta tillag til þessarar umræðu er bók sem kom út i fyrra eftir austurþýska marxistann Wolfgang Harich. Hún heitir „Kommunismus ohne wachst- um?” „Kommúnismi án hag- vaxtar?”. Bók Harichs Harich var prófessor i heims- speki við Humboldtháskóla i Austur-Berlin. Hann hafði orð fyrir andstöðuhópi marxista i DDR sem gerði meiri kröfur til lýðræðis i landinu en ráöamenn fengu þolað. Sat Harich inni i nokkur ár, en hefur nú um hrið (siðan 1964) starfað við útgáfu- fyrirtæki i DDR. Hann hefur skrifað nokkuð um heimspeki og stjórnmál, en mest af þvi hefur verið birt i vestur-Þýskalandi, þar á meðal sú bók sem nú var nefnd. Harich fer að öllu með varúð i þessari bók. Hann reynir að eyða tortryggni þeirra sem fara með opinbera túlkun á marxisma i heimalandi sinu. Hann grefur t.d. upp ýmsar ivitnanir i þá Marx og Engels sem sýna, að þeir hafi alls er spurningum ekki svarað. Það er i raun mjög merkilegt að skoða, hvaða afgreiðslu þessi kappræða um hagvöxt, um- hverfisvernd og annað i þeim dúr fær i hinum miðstýrðu áætlana- samfélögum Sovétrikjanna og Austur-Evrópu. Það er ekki einfalt. að svara þeirri spurningu i stuttu máli. I sovéskum blöðum má oft rekast á greinar, þar sem sovétmenn hrósa sér af þvi að hafa forðað ýmsum slysum i umhverfis- stöðu, að þótt sósialisminn sé að likindum nauðsynleg forsenda fyrir þvi að hægt sé að taka á hag- vaxtar og mengunarvanda af skynsemd, þá er hann ekki nein trygging fyrir þvi að lausn finnist. Ekkert gerist sjálfkrafa. Og það þarf meðal annars að ræða það i þessu samhengi, hvers konar sósialismi það sé sem menn vilja keppa að. Sem betur fer má sjá ýmisleg merki um það, að um austan- verða álfu hafi menn tilhneigingu ekki verið eins blindir fyrir tak- mörkum vaxtar eins og margir halda. Eðlilegar þarfir og til- búnar Harich fjallar að sjálfsögðu um nauðsyn takmarkana á barneign- um. En einkum snýr hann sér að þvi sem hann telur offramleiðslu á ýmislegum óþarfa varningi. Harich gerir (eins og ýmsir læri- feður anarkismans reyndar áður) mjög greinarmun á „náttúruleg- um” og „tilbúnum” þörfum og leggur til að menn taki upp harða baráttu gegn þeim siðarnefndu. En hann kveðst um leið gera sér grein fyrir þvi, að hvorki sá kapi- taiismi eða sá sósialismi sem við nú þekkjum geti „sett þak" á hagvöxtinn hvor hjá sér. Höfundurinn telur að það sé að- eins kommúnismi framtiðarinnar sem geti tryggt þennan „núll- vöxt”. Hann gerir ráð fyrir þvi að i sliku samféiagi hafi peningar, samkeppni og skipting lifsgæða eftir framlagi (m.ö.o. eftir starfs- mati) horfið úr sögunni. Þess i stað sé komiö samfélag sem tekur nokkuð mið af meinlætahyggju það sé viðurkennt aö lifsins gæði séu takmörkuð og þeim sé deilt niður á réttlátan hátt af alheims- stjórn. 1 þessu kommúniska samfélagi fjallar sérstakur dómstóll um all- ar uppfinningar, hvort þær eigi að taka upp i framleiðslunni eða ekki. Það má þvi aöeins reisa verksmiðjur að þær ekki valdi tjóni á umhverfi. Bilið á milli norðurs og suðurs á að brúa með yfirfærslu auðs til fátækari svæða jarðar. Hvað um ríkisvaldið? Menn taki eftir þvi, að Wolf- gang Harich talar ekki um eflingu lýðræðislegra réttinda. A einum stað segir hann á þá leið, að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir þvi að rikið „deyji út”, eða visni upp, eins og ýmsir spámenn marxism- ans vonuðust til. Hann telur að það verði þörf fyrir rikisvald til þess að verja ástand núllvaxtar og til skiptingar á lifsgæðum. Ymsir hafa þegar ásakað höf- undinn fyrir þessa áherslu sem hann leggur á nauðsyn rikisvalds, fyrir að hann sveigi hjá umræðu um nauðsyn þess að gera ákvarð- anir lýðræðislegri. En vera má að þetta megi m.a. útskýra með þvi að Harich vilji ekki styggja stjórnvöld i landi sinu, DDR, með umræðu sem mjög snerist um frelsishugtakið. Allavega hefur Harich vakið upp ýmsar spurn- ingar sem sósialistar verða að sinna af alvöru. Það er til dæmis alveg ljóst, að sósialistar hafa staðið sig allvel i þvi að gagnrýna þær „tilbúnu” þarfir sem auglýs- ingaiðnaðurinn og margvisleg innræting önnur skapar hjá þegn- um kapitaliskra landa. En sjálf sú gagnrýni heimtar óneitanlega að menn snúi sér að hugtakinu „náttúrulegar þarfir” og skil- greini hvað þeir eigi við með þvi. Bæði nú og i þvi þjóðfélagi sem menn vilja stefna að. Árnl Bergmann tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.