Þjóðviljinn - 03.10.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. október 1976 SVAVAR GESTSSON: Fylgja athafnir orðum — verður skattalögum breytt? Þrátt fyrir ærið starf að skatta- máluip undanfarin ár hefur litið þokast i átt að gera skattakerfið einfaldara eöa hæfara til þess að stuðla að tekjujöfnun i þjóð- félaginu. Þvert á móti telja skattasérfræðingar að skatta- málin séu æ flóknari orðin hvernig sem á þau er litiö. Þetta stafar meðal annars af þvi að skattkerfisbreytingar hafa verið málamiðlanir.hákarlarnir i þjóð- félaginu hafa jafnan haft áhrif á stærstu stjórnmálaflokkana og verkalýðsflokkar og verkalýðs- hreyfing hafa togað á móti. Við þetta bætist sú staðreynd að allar erlendar viðmiðanir i skatta- kerfum og skattlagningu eru ó- ravnhæfar hér á landi nema i mjög takmörkuðum mæli — vegna veröbólgunnar. Samt hafa menn æ ofan i æ reynt að taka upp erlendar fyrirmyndir i þess- um efnum og niðurstaðan hefur orðið enn meiri óskapnaður. Alþýðubandalagið hefur á undanförnum árum flutt fjöl- margar tillögur um breytingar á skattalögum. Má i þvi sambandi minna á tillögur um stighækkandi fasteignaskatt, eða tillögur um afnám þeirra fyrningarreglna til skatts sem nú eru i lögum eða til- lögurnar um að sett verði þak á útsvarsfrádrætti. Engin þessara tillagna hefur hlotið verðugan stuðning enn sem komið er. Fyrirtækin sleppa Þjóðviljinn vakti einn blaða athygli á þvi sl. sumar hvernig fyrirtækin sleppa við tekjuskatt fyrir miljóna og jafnvel miljarða veltu. Sem dæmi um fyrirtæki af þessu tagi má nefna Flugleiðir sem veltu I fyrra 11 miljöröum en greiddu engan tekjuskatt. Skattalögin eru enda með svo mörgum smugum fyrir þessa aöila að ekki er að undra að þeir sleppi við nær alla tekjuskatta. Dæmi um helstu aðferðir fyrir- tækja i þessum efnum eru: 1. Mörg fyrirtæki hafa i hendi sér að meta vörubirgðir á mjög lágu verði og geta þannig velt á undan sér háum tekjum án þess að þær komi fram fyrr en löngu siðar, sem er að sjálfsögðu þvi hag- kvæmara sem verðbólgan er meiri. 2. Fyrirtækin hafa heimild til að leggja 25% hreinna tekna i vara- sjóð, skattfrjálst. 3. Heimilt er að afskrifa 15% af kaupverði skipa, vinnuvéla, vöru- flutningatækja og lausafjármuna. Annað lausafé má afskrifa um 12,5% á ári og fasteignir um 2-8%. Þessar reglur eru einkum hæpnar varðandi skipin sem endast i 15- 20 ár. Ennfremur er óeðlilegt aö fyrirtækin fái heimild til aö fyrna þann hluta eignar sem greiddur er með lánsfé. Hér á landi er það algengt að lánsfé standi undir 50- 90% fjárfestingarkostnaðar og með þvi að leyfa fyrningu á þeim hluta fyrirtækis sem keyptur er mað lánsfé er verið að gefa fjár- festingaraðilum tvöfaldan verð- bólguávinning. 4. Til viðbótar almennum fyrningarreglum hafa fyrirtækin leyfi til að afskrifa skv. svo- nefndum verðhækkunarstuöli og er það nefnt „óbein fyrning”. Skv. þessari reglu má hækka al- mennu fyrninguna á þessu ári um 45% eða úr 15 I 21,75%. 5. Ofan á allt þetta bætist flýti- fyrningin sem er 6% á ári. Stærsta „löglega” skattsvindlið Segjum að einhver aðili fjár- festi fyrir 100 miljónir króna. A tyrsta árí getur hann dregið 27,7 milj. kr. frá tekjum áður en kemur til skatts, að viðbættu 25% varasjóðstillaginu. Þessi að- ili afskrifar umrædda fasteign á fjórum árum. Þá leikur margur þann leik að selja nýju hluta- félagi, sem er einfalt að stofna, fasteignina og þar er haldið áfram að afskrifa hana á móti tekjum i önnur fjögur ár. Endist umrædd eign i 20 ár er unnt að af- skrifa hana fimm sinnum á tima- bilinu. Þannig sleppur eigandinn alltaf við skattinn. Við þetta bætist aö um leið hirðir hann verðbólgu- gróðann; eign sem er keypt fyrir 100 milj. kr. eitt árið selst fyrir 500 milj. kr. fimm árum sið- ar. Og þá er enn eftir að geta þess að viðkomandi hefur að sjálf- sögðu fengið lán fyrir eignakaup- unum.segjum 80% kaupverðsins. Þá hefur hann lagt fram 20% I eigin fé. Lánsféð endurgreiðir viðkomandi með venjulegum vöxtum en eigið féð fimmtán faldast á timabilinu, vex um 1.500% i verðbólgunni Fyrir þennan gróða á „eig- andinn” auk þess að fá sérstakar ivilnanir i skatti og þær hefur hann svo sem eins og rakið var. Þetta er stórfelldasta löglega skattasvindliö sem um getur. Enda segir heildartekjuskattur fyrirtækja i landinu sitt, hann var á þessu ári áætlaöur i fjárlaga- frumvarpinu um 1 miljarður alls'. Það er með öðrum oröum i gegnum verðbólguna og skatta- smugurnar sem stærsti þjófnaðurinn fer fram — það eru örfáir vildarmenn bankakerfisins og stjórnmálaleiðtoga hægri flokkanna sem græða, en al- menningur tapar. Fær 1.735 þús. fyrir 200 þús. Til þess að sýna aðeins betur áður en lengra er hvernig aðstaða fjármagnseigenda er skal tekið dæmi af sparisklrtein- um ríkissjóös Segjum aö maður nokkur hafi keypt spariskírteini árið 1965 fyrir 100 þúsund krónur, tiu 10 þúsund króna sklrteini. Vilji þessi maður fá sklrteinin innleyst I dag fær hann I hendúr 1.735.620 krónur — ein miljón þrjátiu og fimm þúsund sex hundruð og tuttugu krónur. Segjum að viðkomandi hafi tekið lán fyrir sklrtein. Í965, 100 þús. kr. m. venjul. vöxtum til 10 ára. Endurgreiðsla hefði kostað með vöxtum 265 þúsund krónur. Vexti af vixlinum hefði hann fengið frá- dregna allan timann, þannig að kostnaðurinn við kaup spariskirt- einananna er I raun um 200 þúsund krónur. Gróðinn — skatt- frjáls með öllu er 1.535 þúsund krónur. Þetta dæmi sýnir aðstöðu fjármagnseigenda I hnotskurn og til að kórona sköpunarverkið eru verðbæturnar ekki skattskyldar — og endurskoðandi hefur tjáð mér að vextirnir séu heldur ekki taldir fram til skatts. Þessar tölur endurspegla helstu eigna- breytingar og skuldasvindl. Þannig er svikamylla auð- stéttarinnar á íslandi. Við hliðina á þessum þjófnaði blikna hneykslissögurnar sem sagðar hafa verið á siðum blaðanna undanfarna mánuði. Fyrirtækin greiða aðeins sem svarar um einum sjötta hluta tekjuskattsins til rikisins. Þenn- an skatt má hæglega tvöfalda, þannig að hann skilaöi þá tveimur miljörðum I ár miðað við tölur fjárlagafrumvarpsins I fyrra. Einstaklingarnir bera skattabyrðina Það eru einstaklingarnir sem bera uppi skattabyrðina, — beina tekjuskatta til rlkis og ’sveita- félaga. Þessir skattar eru ekki háir miðað við það sem tiðkast annars staðar, en þeir eru mjög óréttlátir. Það er einkum út- svarið sem er óréttlátt — það er svokallaður brúttóskattur sem tekinn er af öllum tekjum hversu lágar sem þær eru. Hátekjumað- urinn greiðir sama hlutfall af tekjum sinum I útsvar og lág- tekjumaðurinn. Tekjuskattinum til rikis og sveitarfélaga þarf að breyta. Hann á ekki að koma á almennar tekjur, hvorki útsvar né tekjuskattur. Hann ætti að sameina i einn heildarskatt sem riki og sveitarfélög skiptu á milli sin eftir sérstökum reglum. Alagninguna mætti hugsa sér þannig að tekjur vlsitölufjöl- skyldunnar væru algerlega skatt- frjálsar — þe. sem svarar 1600 þúsund króna árstekjum á núverandi verðlagi hjá hjónum meðtvöbörn. Tekjuskattinn ætti siðan að taka stighækkandi I þrepum og mættu þrepin gjarnan vera mörg. En ekki er allt fengið með þvi að setja reglúr um álagninguna, það er einnig nauð- syn að endurskoða reglur um frá- dráttarliði. Stærsti frádráttaliðurinn er vaxtafrádrátturinn, sem er um 15% af heildarfrádrætti frá skatti aö jafnaði. 1 þessum efnum er að- staða fólks mjög mismunandi, þeir sem hafa aðstöðu til skuldamyndunar geta dregið frá svo mikla vexti að þeir verða fljótt skattlausir. Ég tel að setja ætti þak á skattafrádráttinn þannig að vextir dragist ekki frá tekjum nema að vissu marki. Þarna er vandi að finna við- miðun. Imyndum okkur fólk sem er að kaupa litla ódýra Ibúð sem kostar nú alls ekki minna en 6 miljónir kr. Oft er öll þessi upp- hæð eða nær öll I skuld. Vextir af sex miljónum á einu ári eru 1,0 milj. kr. eða þar um bil. Virðist þó alveg ljóst að hér væri komið að hámarkinu i þessum efnum — að heimila frádrátt fyrir vöxtum sem svara skuldum af meöalibúð. Frádráttarliðirnir eru margir aðriren vextirnir, og nauðsynlegt er að fella marga þeirra niður en tryggja viðkomandi i staðinn uppbót með fjölskyldubótum eða með öðrum hætti. Söluskattur er ranglátasti skatturinn En ekki einasta borga menn tekjuskatta og útsvar. Margur maðurinn gleymir þvi að hann • greiðir 19% söluskatt af nær öll- um vörum sem hann þarf til dag- legs heimilishalds. Maður sem hefur tam. 2 milj. kr. I tekjur sl. ár og greiðir af þeim 400 þúsund I beina skatta hefur einnig greitt að minnsta kosti 200 þúsund krónur I söluskatt til hins opinbera. Og i söluskattinum rikir staðgreiðslu- kerfið þannig að skatturinn greiö- ist ekki árið eftir I verðminni krónum. Söluskatturinn er ranglátur skatur. Hann legst jafnþungt á lifsnauðsynjar barnsins og gamalmennisins og þess sem telst bjargálna. Söluskatturinn innheimtist illa og kaupmanna- stéttinni er ætlað að innheimta hann. Endurskoðandi einn sem undirritaður ræddi við nýlega giskaði. á að um 15% söluskatts- ins hér á landi væri stolið undan — hann er þá ýmist innheimtur og kemur I vasa þess sem selur þjón- ustuna eða vöruna, eða hann er hreinlega felldur niður. Sam- kvæmt þessari prósentu ætti sölu- skatturinn að færa rikissjóði 3-4 miljörðum króna meira I ár en raun er á ef hann innheimtist sæmilega. Með tilliti til þessa er augljóst að mögulegt er með stór- hertu söluskattseftirliti að lækka söluskattinn um 3-5 stig, niður I 15% eða svo - og það sama kæmi i rikiskassann Það er miklu nær- tækara baráttumál vekalýðs- flokki að fá lækkaðan söluskatt en tekjuskatt. Tekjuskattsálagn- ingunni þarf allri að breyta eins og minnst var á, en söluskattinn þarfaðlækka. Hann er fáránlega hár eins og nú er. Hann er rang- látasta skattheimtan, stuðlar ekki að tekjujöfnun, eykur verö- bólgu og verðþenslu og er nóg af sliku fyrir þó að skattakerfið stuðli ekki beinlinis að verð- hækkunum. Eignaskatturinn þarf að hækka Það sem ræður úrslitum um afkomu manna á Islandi eru ekki aðeins tekjurnar og verð lagið heldur einnig og stundum miklu frekar aðstaða manna til þess að mynda sér eignir með lántökum. Hér á undan voru rak- in dæmi um eignamyndunina I veröbólguþjóðfélaginu. Eigna- myndunin byggist oftast á skuldum sem eru greiddar með verðminni krónum meðan eignin hækkar I verði. Þeir sem hafa þak yfir höfuðið og hafa greitt skuldir sinar hafa oft góða afkomu — en aðstaöa hinna eignalausu er hrakleg. Eignaskattar á íslandi eru lagðir á nettóeign. Þetta þarf að breytast. Leggja þarf á stig- hækkandi eignaskatta og leggja á eignir þannig að aðeins verði tek- ið tillit til skulda að vissu marki. Mætti I þessu sambandi hafa sömu viðmiðun og I meðal- ibúðinni litlu sem nefnd var hér á undan i sambandi við vaxtafrádráttinn. Eignaskattur þarf aö hækka verulega, hann •> Þarna eru skattframtölin komin Ihöfn á Skattstofunni I Heykjavlk.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.