Þjóðviljinn - 03.10.1976, Qupperneq 7
Sunnudagur 3. október 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7
getur veitt aðhald gegn verð-
bólgubraski. Eignaskatturinn til
rikisins er nú svosem ekki neitt.
Hann má að minnsta kosti þre-
falda frá þvi sem nú er.
Hér hefur verið farið yfir
nokkur meginatriði
skattamálanna. Þó er margt eftir
svo sem um heimildir til skatta-
rannsókna og heimildir til að
áætla á menn sem ekki skila
framtölum eða grunsamlega
lágúm tekjum á framtölum af
eigin atvinnurekstri.
Þess er enginn kostur að fara
yfir þessi mál öll I stuttri blaða-
grein, en meginatriði þess sem
hér hefur verið drepið á eru:
1. Afnumin verða heimild til þess
að nota þau viðtæku fyrningar-
ákvæði sem enn eru í lögum.
Bannað verði að fyrna þann hluta
eignar sem keyptur er fyrir láns-
fé.
2. Allar tekjur undir settu marki
miðað við útreiknaðar neyslu-
þarfir visitölufjölskyldunnar —
þús. kr. á ári — verði algerlega-
skattfrjálsar. Tekjuskattur og út-
svar sameinist I einn skatt sem
verði stighækkandi eftir tekjum.
3. Frádráttarliðum til tekju-
skattsálagningar verði fækkað og
sett verði þak á vaxtafrádrátt.
4. Eignaskattar verði hækkaðir.
5. Söluskattur verði lækkaður.
6. Skattaeftirlit verði hert — eink-
um eftirlit með söluskatts-
skilum. Eannsóknarheimildir
skattaeftirlits verði viðtækari.
Aðeins orð — ?
A liðnu sumri hafa orðið meiri
og háværari umræður um skatta-
mál og spillingu i þjófélaginu en
nokkru sinni fyrr. Þessar umr.
hafa oft á tiðum breyst i skit-
kastið eitt, þar sem heiðarlegir
menn hafa orðið fyrir órök-
studdum árásum. Miskunnar-
laust er skotið I allar áttir á alla
og menn safna skotfærum hver á
annan. Þessi umræða hefur að
flestu leyti verið nauðsynleg, en
þó ber að gæta þess að al-
menningur sjái handaskil i
púðurreyknum.
Ein helsta aðfeðin til þess að ná
árangri til jöfnunar tekna og ann-
arra lifsgæða er skattabreyting i
þá átt sem hér hefur verið gerö að
umtalsefni. Slíkt myndi að sjálf-
sögðu ekki eyða agnúum
auðvaldsþjóðfélagsins, heldur
aðeins sllpa þá, laga til verstu
hornin. Samkvæmt blaðaummæl-
um sl. sumar gæti verið þing-
meirihluti á alþingi fyrir rót-
tækum skattalagabreytingum.
Reynist það á annan veg eru
stóru orðin enn einu sinni al-
gerasta markleysa — og al-
menningur verður enn einu sinni
fyrir vonbrigðum. Slikt hefur
vissulega oft gerst áður. Von-
brigðin hafa valdið stjórnmála-
þreytu meðal almennings. Og slik
þreyta eða jafnvel sljóleiki kann
að reynast hinum stóru ihalds-
flokkum vel. En aðeins i bráð,
ekki I lengd. Fyrr en varir muo
almenningur risa upp og sparka
frá völdum hinum dáðlausu
stjórnmálaforsprökkum, sem
reyna I orði að varpa á sii
dýrðarljóma, en húka i skúma'-
skotum ella viö þá þokkaiðju að
svlkja undan skatti eöa falsa á
vlsanir.
Fæöingum fækkar
Barnsfæðingum heldur áfram
að fækka I Evrópu. Þessi þróun
hófst árið 1964 og hefur haldið
áfram i flestum löndum álfunnar,
segja mannfræðingar sem setið
hafa á þingi i Stuttgart.
I flestum löndum álfunnar er
fæðingartalan komin niður fyrir
2,14 börn á hverja konu, en það er
sú viðkoma sem nægir til að halda
óbreyttum fólksfjölda I viðkom-
andi landi. Frakkland , Holland
og Italla eru rétt fyrir ofan þessa
tölu, en þau eru einnig á niðurleið.
Þjóðverjum hefur nú um skeið
beinllnis fækkað.
Leiörétting
Við birtum á 5. siðu Þjóð-
viijans i fyrradag myndir frá
sildarsöitun i Vestmannaeyj-
um. Þau mistök urðu, að Finn-
bogi Finnbogason matsmaður
var nefndur Guðmundur As-
björnsson i myndatexta.
Þetta ieiðréttist hér með og
fylgir afsökunarbeiðni.
Að kunna sig
á sjó og landi
í vikunni var einn reykvlskur
tekinn i landhelgi og farið með
hann stystu leið til Vestmanna-
eyja. Hann var umsvifalaust
dæmdur i 210 þúsund króna sekt
fyrir ólögleg veiðarfæri, og þótti
mörgum hann sleppa vel. Um
svipað leyti voru 4 belglskir
staðnir að sömu sök. Þeir voru
allir á sérsamningi i landhelg-
inni og þótti brot þeirra svo al-
varlegt, að engir gátu um það
fjallað aðrir en æðstu menn
þjóðarinnar, en almenningur á
sjó og landi taldi vist að belg-
arnir yrðu teknir rækilega I
gegn, — dæmdir að landslögum
I viðeigandi sekt og sviptir.
veiðiheimildum innan 200 mílna
markanna. Að lokinni
námkvæmri rannsókn ákvað
rikisstjórnin að benda þessum
landhelgisbrjótum á, að þarna
hefðu þeir farið illa að ráði sinu,
— að öðru leyti var málið látið
niður falla, enginn kærður, eng-
inn sektaður, og vonandi hefur
landhelgismálaráðherra ís-
lands haft vit á að biðja
belgísku stjórnina afsökunar á
frekjuganginum i starfsmönn-
um sinum.
Svo héldu islenskir sjómenn
áfram að moka upp Suðurlands-
sild og ljósmyndarar höfuð-
borgarinnar fylltu dagblöðin af
fallegum slldarsöltunarstúlk-
um. Sagðar voru sögur úr slld-
inni að fornum sið, og hjá
Bæjarútgerð Reykjavikur hafði
ein saltað i 30 tunnur fyrir
kvöldmat. Ekki hefði það þótt
fallegt afspurnar i Rússlandi,
þar sem kvenfólki er þrælað út i
erfiöisvinnu eins og kunnugt er.
Hér á landi heita svona vinnu-
brögð lif i tuskunum og við fyll-
umst þjóðlegu stolti, — og þegar
farið er að landa á Siglufirði
vakna bjartar vonir og elstu
menn sjá hilla undir ný sildar-
ævintýri, eins og gerðust fyrir
fall norðurlandsstofnsins. I
frægri bók segir frá stofninum,
og þess getið, að á tilteknu
svæði, norður og austur af land-
inu, búi 150 miljónir tonna á ein-
um áratug. Það hefur veriö
reiknað út I Hollandi, — fullyrti
barón Gottfredsen. Enda er það
svo, að ýmsir þeir, sem kynnt-
ust þessum stofni, hafa aldrei
fengist til að trúa sögunni um
fall hans, — hann hafði bara fal-
iðsig.en gefisig svo aftur i ljós i
fyllingu timans.
ínn og ónýtur og færi 1 gúanó.
Það var farið aö skyggja þegar
lagst var að á Sigló, sildarstúlk-
urnar grámuggulegar I súldinni
og ekki nándar nærri eins
litskrúðugar og á tiskusýning-
unni á Bæjarútgerðarbrökkun-
um vestur á Meistaravöllum
þessa dagana. Innan um mátti
JÓN MÚLI
ÁRNASON
SKRIFAR
Vikublaðið Norðurhjarinn á
Djúpvik (Guðsgjafaþula) birti
grein um eiturtegundir og gerla
I svaðinu, sem slldartunnur lágu
I á planinu, — þar segir: Meðal
efna sem hinu mikla hnossgætij
var velt upp úr voru rotnaðar
leyfar af illýflum fiska, grútur
saltpækill saltpétur verk-
smiðjusót smurolla bensln kola-
salli aska fokmold sandur sjó-
vatn hland og kólibakterlur
fleiri en góðu hófi gegnir, úr lek-
um kömrum á bryggjunum, —
Sennilega hefur ritstjóri
Norðurhjarans ýkt skýrslu
erlendu visindamannanna á
Djúpvik eins og blaðamönnum
er titt, — og þó, — margar ótrú-
legar sögur eru sagðar af
norðurlandsstofninum og ekki
allar eintóm lygi.
Einu sinni var litill
Vestmannaeyjapungur á leið
til Siglufjarðar með 600 tunnur
af Langanesslld. Það var komiö
fram I september og
norðaustanaldan orðin þung.
Blækurnar spiluöu ólsen-ólsen
upp á sumarhýruna á leiðinni
inn og þar meö hlut sinn af rúm-
lega 100 tunnum á dekkinu sem
hugsanlega færu I salt, —
afgangurinn i lestinni væri sleg-
greina prúðbúna embættismenn
sildareftirlitsins, fiskmatsins,
útgerðarinnar, söltunarstjórnar
og rikisstjórnarinnar og höfðu
þeir nákvæmar gætur á þvi,
sem saltað var af dekkinu. Og
án þess að hlé yrði á milli var
haldið áfram að salta gúanóið
úr lestinni þar til hver sporður
varkominn á sinn stað i tunnun-
um.
Þetta þótti nokkrum óþrosk-
uðum hetjum hafsins skritið og
höfðu orð á þvi. Gamall slldar-
jaxl sagöi: — Helviti eruð þið
vitlausir strákar —, skiljið þið
ekki að þetta er allt sama
kompaniið? — i vor lesið þið i
blöðunum að Svlar eða Rússar
hafi kvartað undan skemmdri
vöru og heimtaö skaðabætur, —
útgerðarmenn og sildarsalt-
endur eru á hausnum og geta
ekki borgað, rikið hleypur undir
bagga og reddar málinu, full-
trúarnir eru þarna uppi á plan-
inu og búnir að ganga frá þessu
öllu fyrirfram, — þeir eru nefni-
lega lika hluthafar i útgerðinni
ogsöltunarplaninu og hafa þetta
I hendi sér — þetta er allt sama
kompaniið og allir græða — við
Hka. -
A þessum árum kenndi Agúst
H. Bjarnason prófessor
þjóðfélagsfræöi i skóla sinum —
og Reykjavikur I Iðnaðar-
mannahúsinu við Lækjargötu.
Skömmu fyrir gagnfræðapróf,
sagði prófessorinn nemendum
sinum frá millirikjaviðskiptum,
og ekki var nú allt upp á pre í
þeim, — t.d. teldu þjóðir i
Vestur-E vrópu Gyðinga
viðsjárverða I hverskonar
kaupsýslu, verri væru þó Grikk
ir, — en Islendingar slægju öll
met i svikum og prettum. Það er
langt siðan gagnfræðingar
héldu út i lifið með þessa
fræðslu prófessorsins i
veganesti, og sennilega hafa
þeir gert sitt til að kveöa niður
þennan óhróður um þjóð sina.
Samt er eins og það hafi ekki
tekist að fullu ennþá, — öðru
hverju segja f jölmiðlar frá svik-
inni vöru á innlendum markaði,
vondum, skemmdum og allt að
þvi óætum matvælum. öllum
þykir þetta leiðinlegt. og vand-
lega er þagaö um hverjir þaö
eru sem bjóða okkur upp á
svona trakteringar, — upp-
ljóstranir yrðu bara til að særa
fólk og skerða persónufrelsið og
samræmast heldur ekki islend-
ingseölinu. Stundum kemst á
kreik orðrómur um kvartanir
útlendinga vegna skemmdra
sjávarafurða sem sölumenn
rikisins hafi platað inn á þá —,
ekki langt siðan Siglósildarlag-
meti heyrðist nefnt i þessu sam-
bandi, — og hvin kannski i
vandlætingartálknum á ein-
hverjum s jálfskipuðum
siöferðispostulum stutta stund,
—svo gleymist allt aftur. Aldrei
virðist nokkur bera ábyrgð á
svona vinnubrögðum, — þau
flokkast undir vitleysisgang og
prakkarastrik og eru einhverj-
um öörum að kenna. Enginn
segir af sér eða krefst
rannsóknar, og allir eru sak-
lausir.
Það er lika áreiðanlega best
að hafa þetta svona, — þá þarf
heldur ekki nokkur maður að
biðja neinn afsökunar á neinu.
Þó er ekki að vita, hvernig færi,
ef norðurlandsstofninn gamli
gæfi sig i ljós á ný, — þótt ekki
væru nema nokkrar miljónir
tonna af honum, — og erlendir
veiðiþjófar reyndu að næla sér I
smáslatta. Hver veit nema ein-
hver landhelgiskapteinninn fyll-
ist þá ofurkappi og gómaði
nokkur stykki — kannski fjóra
belgiska. Þá yrði rikisstjórnin
aö halda enn einn fund og rann-
saka málið — láta það siðan
niður falla, og biðja útlend-
ingana afsökunar á frekjugang-
inum i starfsmönnum sinum.
Hún kann sig. JMA.