Þjóðviljinn - 03.10.1976, Side 9
Sunnudagur 3. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Runeberg þjóöskáld: finnsk menning var á sænsku.
um þá áráttu bókmennamanna að
setja stéttabaráttu á oddinn,
hvaða stéttabarátta er i Sviþjóð?
sagði hann, þar lifa verkamenn-
irnir eins og embættismenn. Ekki
er ég hissa á að hr. Lundkvist
mæli svo, sagði þá Pekka Tarkka
frá Helsinki, þvi ekki er lengur
neina verkamenn að finna i Svi-
þjóö nema finna og júgóslava!
Róttækur sænskfinnskur höf-
undur eins og Christer Kihlman
heldur þvi fram („Manniskan
som skalv”) að sviar hafi engan
áhuga á að frétta um framfarir og
lýðræðislega endurnýjun i Finn-
landi, þeir vilji halda við fyrri
fordómum sinum um finna sem
frumstæða og ihaldssama þjóð og
láta þessa fordóma kynda undir
eigin þjóðarstolti og sjálfs-
ánægju. Hann segir lika, að hrifn-
ing svia og annarra norðurlanda-
manna á frammistöðu finna i
Vetrarstriðinu gegn rUssum sé
ekki bara tengd þvi, að þeir börð-
ust af hreysti gegn ofurefli —
heldur og ekki siður þvi, að finnar
biðu ósigur þrátt fyrir hreystina
„þetta var vel af sér vikið af
frumstæðri og dálitið klikkaðri
grannþjóð, en sem betur fer henni
ekki til frambUðarávinnings”,
segir Kihlman um þessa afstöðu.
Hvað ætli þeir viti
Ég spyr vin minn sænskfinnsk-
an: Hver er svo afstaða ykkar
sænskfinna til rikissvianna („Svi-
þjóðarsvia”)?
Norræna
félagiö
í Helsinki
Við rcynum sem best við
getuin að halda uppi áróðri
fyrir sænsku sem lykli að
þeim aiþjóðlegu samskiptum
sem Norðuriönd hafa upp á
að bjóða, segir Gustav av
Hellström hjá Norræna fé-
laginu i Helsinki.
Áhugi fyrir félaginu er all-
góður, og alls ekki bundinn
við sænskumælandi fólk.
Áhuginn er heldur að aukast,
og nU eiga 40 samtök félags-
aðild að Norræna félaginu.
Starfsemin er hliðstæð við
það sem gerist á öðrum
Norðurlöndum. Ef að tala
má um breytingar á starf-
inu, þá má segja sem svo, að
við höfum lagt aukna áherslu
á bein samskipti, ekki verið
eins bundin opinberum
stofnunum, fengist við
vandamál sem tengd eru
menningarstarfi áhuga-
manna, dreifbýli og minni-
hlutahópum.
Til dæmis var það stærst
framtak menningarnefndar
félagsins á sl. starfsári að
halda i Joensuu ráöstefnu
um dreifbýli og framboð á
menningu með 154 þátttak-
endum. Tveir þeirra komu
frá lslandi....
— HUn er blendin, segir hann.
Annarsvegar fer viss minnimátt-
arkennd. Þeir eru svo rikir, þeim
gengur svo vel. Þessi vanmeta-
kennd er lika tengd þeim mismun
sem er á málinu, það er öðruvisi en
sænskan i Sviþjóð — ég er sjálfur
nokkuð óstyrkur þegar ég tala við
rikissvia, vegna málsins. A hinn
bóginn fer nokkur yfirburða-
kennd: menn hér tala með nokk-
urri vorkunn um „eplasviana”,
sem séu meyrir og blauöir og hafi
aldrei reynt alvöru lifsins, aldrei
„lent i neinu”.
Sænskfinnsk menning.sagði Jo-
han ennfremur, hefur lengst af
þróast þannig, að hUn hefur verið
opin til Sviþjóðar en lokaö að sér
fyrir finnskum straumum. Það er
ekki fyrr en á siðustu árum að
menning minnihlutans hefur orð-
ið opnari gagnvart finnum. Og
bækur bestu sænskfinnskra höf-
unda eins og Kihlmans og Tikka-
nens eru nU þýddar um leið á
finnsku, og finnum finnst þetta sé
partur af þvi sem þeim kemur
mest við, ekki neitt annarlegt.
Erum við yfirstétt?
Sem fyrr segir var yfirstéttin i
Finnlandi sænsk, eða a.m.k.
sænskumælandi, og sU staðreynd
er auðvitaö verulegur spennu-
valdur i finnsku samfélagi. Og
það þarf ekki lengi að leita til að
finna staðfestingu á þvi, að
stéttaskipting i minnihlutanum er
nokkuð önnur en hjá finnska
meirihlutanum. Á skrá yfir aðal-
stjórn samsteypunnar Wartsild
eru 7 sænsk nöfn en tvö finnsk, á
skrá yfir forstjóra einstakra fyr-
irtækja samsteypunnar eru 23
sænsk nöfn en 10 finnsk. En
sænskfinnar vilja mjög ógjarnan
láta telja sig yfirstétt. Bæði gagn-
rýnandinn Lars Hamberg og Lars
Huldén, formaöur sænskfinnska
rithöfundafélagsins, höfðu á
hraðbergi i samtölum tölur sem
sýndu að sviarnir væru að 40%
bændur og fiskimenn, 25% verka-
menn og afgangurinn væri mest-
anpart i þjónustustörfum. Yfir-
stéttin er til, sögöu þeir, en hUn er
mjög fámenn.
Lars Hamberg hafði nokkuð
fróðlegar áhyggjur af skáldsögu
eftir Kihlman, sem heitir Dyra
prins. Þar segir frá afsprengi
sænskfinnskrar yfirstéttar, sem
er hátt skrifaöur i samfélaginu,
en við nánari skoðun reynist
morðingi og skUrkur og leggur frá
honum dauninn langar leiðir.
Lars Hamberg hafði áhyggjur af
bvi að það sjaldgæfa fólk, þær
sjaldgæfu aðstæður sem Kihlman
lýsir verði álitnar dæmigerðar.
Með öðrum orðum: að finnar taki
sögu „prinsins” sem Uttekt á
finnsksænskum borgurum yfir-
leitt — aha, svona eru þeir
einmitt, þessir andskotar!
Lars Huldén tók nokkuð öðru-
visi á þessu máli. Það er gott,
sagði hann, að menn gera upp
reikninga viö umhverfi og mann-
tegundir sem menn þekkja vel.
Þaö hafa þeir gert bæði Kihlman
og Tikkanen. Sumir eru þeim
reiðir fyrir miskunnarleysið. En
menn ættu heldur að taka eftir
þvi, að miskunnarleysi þeirra viö
eigin fortið, við umhverfið sem
þeir eru sprottnir Ur, er blandin
vissri ástUð...
®Hósgagnavei'sli in
Reykjavíkur
BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940
SLÁTURSALA
5 slátur í kassa.
Allt til sláturgerðar. Dilkakjöt af
nýslátruðu — og á gamla verðinu.
Svið og
hangikjöt á
gamla verðinu.
NÝMALBIKAÐUR
VEGUR HEIM
Á HLAÐ
Kaupgardur
Smiöjuvegi9 Kópavogi
1
A
AVERY
WíicIik i.r
■■■ Grensásveqi 7,
Grensásvegi 7, sími 82655 |
Frá l.ágúst s.l. Yfirtókum vid
einkaumbod fyrir Avery
verdmerkivélar og mida.
Veitum jafnframt alla
varahluta- og vidgerdar-
þjónustu.
VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar sterSr.anSðeðar aftir teiðni.
QLUQQAS MMIDJAN
12 • SW 3(220
Hljóðfæraleikarar
Ákveðið hefur verið að allsherjarat-
kvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör full-
trúa Félags isl. hljómlistarmanna til 33.
þings Alþýðusambands íslands. Tillögum
um 4 fulltrúa og jafnmarga til vara ásamt
meðmælum amk. 39 fullgildra félags-
manna skal skilað til kjörstjórnar félags-
ins i skrifstofu þess að Laufásvegi 40 fyrir
klukkan 16:00 miðvikudaginn 6. október
næstkomandi.
Stjórn Félags islenskra hljómlistar-
manna.