Þjóðviljinn - 03.10.1976, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. október 1976
t. ■
^kf^irll Æ
'Borösiöir Zandys eru konu hans mikill þyrnir i augum.
Liv Ullman hvilir sig eftir tlmabæra hreingerningu i kofa
Zandys.
Sænsk kvikmynd
frá Bandaríkjunum
Bandarikjamenn hafa löngum
verið iðnir við að laða til sin
hæfileikafólk frá öðrum lönd-
um. Nú eru þeir búnir að fá til
sin Jan Troell, sænska kvik-
myndastjórann, höfund mynd-
anna Hár har du ditt liv og
Vesturfararnir. Austurbæjarbió
hefur að undanförnu sýnt fyrstu
bandarisku myndina hans, og
nefnthana þvihversdagslega og
villandi nafni „Eiginkona
óskast”. Á frummálinu heitir
hún „Zandy’s Bride”. Annað
ámælisvert við meöferð biósins
á þessari mynd er, að nafn kvik-
myndastjórans kemur hvergi
fram i auglýsingum. Bióstjórar
ættu að taka tillit til þess, að
margir tryggustu viðskiptavinir
þeirra telja það skipta öllu máli
hver stjórnar kvikmyndinni
sem þeir sjá auglýsta. Vonandi
hefur fólk samt áttað sig f tæka
tið I þetta sinn, þvi myndin á
fyllilega skilið aö hljóta góöa
aösókn.
Jan Troel er þeim ágæta
eiginleika gæddur að vera svii,
hvar sem hann flækist. Zandy’s
Bride er i rauninni sænsk mynd,
þrátt fyrir ameriskt tal og tón-
list (og ameriska peninga).
Gene Hackman og Liv Ullmann
lýsa fólki sem er miklu likara
svium en amerikönum. Barátta
við hrikalega náttúru er við-
fangsefni sem sviar hafa fengist
við með góðum árangri gegnum
árin. Jafnvel mexikanarnir,
sem sjást i myndinni, gætu allt
eins verið sigaunar i Sviþjóð.
Efni myndarinnar er i stuttu
máli þetta: Einbúinn og naut-
'gripaeigandinn Zandy (Gene
Hackman) svarar auglýsingu
„virðulegrar piparmeyjar af
ameriskum uppruna” sem vill
ganga i hjónaband. Piparjúnk-
an reynist vera Liv Ullmann.
Þau gifta sig og setjast að i
skitugum kofa Zandys, hátt uppi
i skógi vöxnum fjöllum. Bæöi
eru skapmikil og þrjósk og sam-
búðin enginn dans á rósum,
vægast sagt. Frumstæðir
lifnaðarhættir og stórkostleg
náttúra mynda umgerð um listi-
lega vel gerða lýsingu á hjóna-
bandinu. Myndin stendur og
fellur með leik þeirra Hackman
og Ullmann, og hygg ég að eng-
inn verði fyrir vonbrigðum með
þau. Smátt og smátt opna þau
mannihugarheim þessa þögula,
harðgerða fólks. Eitt augnatillit
segir oft meira en langar
setningar. Undir harðri og
þykkri skelinni búa lifandi
mannssálir, tilfinningarsem við
könnumstöll við. Og þessi mynd
er einmitt gott dæmi um það, að
menn eru ekki alltaf að flýja
raunveruleikann þótt þeir fjalli i
listsinni um fólk og atburði sem
er þeim f jarlægt i tima og rúmi.
Þvert á móti virðast okkur
vandamálin ennþá sannari og
nærgöngulli þegar þau eru kom-
in I þennan búning. Frumstætt
lif fellir yfirborðið af hlutunum
svo þeir birtast okkur naktir.
Hér er ekki töluð nein tæpitunga
ekki hugaö að neinum óþarfa.
Kjarninn er rækilega greindur
frá hisminu. Auk þess góða
eiginleika hefur Jan Troell til að
bera lúmska, sænska kimni-
gáfu, sem kemur sér oft vel.
Kvikmyndatakan og tónlistin
eiga rikan þátt i áhrifamætti
myndarinnar.
Aldrei þessu vant hefur það
fremur orðið til góðs að flytja
sænskan kvikmyndastjóra til
Bandarikjanna um stundarsak-
ir. Eftilvill væri þó réttara að
segja, aö það hafi engu breytt.
Jan Troell er og verður Jan
Troell, sem betur fer.
Viltur
Messías
Nú i vikuunni varð ég fyrir
þeirri vafasömu lifsreynslu að
kynnast framleiðslu breska
kvikmyndastjórans Ken Russel.
Maður þessi hefur verið iðinn viö
kvikmyndaframleiðslu á undan-
förnum árum, en þessi verk hefur
ekki rekið á minar fjörur fyrr en
nú að ég sá Villtan Messias
Savage Messiah i Gamlabió.
1 rauninnierekkieyðandi hálfri
setningu á þessa mynd, en ég geri
það samt, aöallega vegna þess að
Ken Russeller jafnan talinn með,
þegar rætt er um kvikmynda-
gerð, og það meira að segja i
alvarlegum timaritum. Kannski
er það ekkert skrýtnara en margt
annað I þessari vestrænu
menningu okkar. Hann hefur gert
þaö aö „sérgrein” sinni að fjalla
um nitjándualdarséni. Oftast
veröa tónskáld fyrir baröinu á
honum, menn einsog Gustav
Mahler, Tsjækofski, Wagner og
Liszt. Messiasinn i Gamlabió er
hinsvegar myndhöggvari, Henri
Gaudier.
Eftir þvi sem ég kemst næst
eiga allar þessar myndir
sameiginlegt grófa einföldun á
sögulegum staðreyndum og
reyndarfölsun.ódýran freudisma
oghrikalegar smekkleysur. Þetta
er „mannkynssaga fyrir
byrjendur” og væri mönnum þó
áreiðanlega hollara að kynnast
engri mannkynssögu en þessari.
Nema maður hafi gaman af þvi
sem engilsaxar kalla „camp” og
er ætlað þeim sem orðnir eru
leiðir á smekklegum, listrænum
hlutum og vilja heldur hluti sem
eru smekklausir, væmnir og
gamaldags. Þaö er auðvitað
sjónarmið útaf fyrir sig, og
verður listfræðingum framtiöar-
innar áreiðanlega rann-
sóknarefni. Þeir kalla það
sennilega menningarþreytu.
Myndin hafði þau áhrif á mig,
að mig fór að langa eitthvað
óralangt burt, þangað sem fólk er
ekki orðið svona þreytt á sjálfu
sér. og nennir ennþá að lifa I
raunveruleikanum
Kvikmynd um
Luis Corvalan
Luis Corvalan i hópi stuöningsmanna sinna, chilenskra kommúnista, I stjórnartiö Allende.
Oberhausen nefnist borg i V-
Þýskaiandi. Þar eru haldnar
kvikmy ndahátiöir ó hverju
sumri, og aöeins sýndar
heimildarmyndir og stuttar
myndir. Hátiöin i sumar var 22. I
röðinni. Oberhausen-hátiöin nýt-
ur mikillar viröingar og mark
tekið á verðlaunaafhendingum
þar. í ár hlaut sovéski kvik-
myndastjórinn Roman Karmen
fyrstu verölaun fyrir myndina
„Hjarta Corvalans”, sem fjailar
um Luis Corvalan, formann
chilenska kommúnistaflokksins,
sem nú hefur setiö i fangelsi þrjú
ár og sætt hroðalegri meðferö.
Roman Karmen er maöur sem
alltaf hefur haft lag á þvi að vera
þar staddur sem miklir atburðir
gerast. Hann kvikmyndaði
borgarastyrjöldina á Spáni,
seinni heimsstyr jöldina,
Vietnam-striðið og kúbönsku
byltinguna. Hann hefur kvik-
myndað mörg stórmenni sög-
unnarmeöal þeirra menn eins og
Che Guevara, Ailende og Luis
Corvalan.
Myndin „Hjarta Corvalans” er
sögð vera eldheitt ákall til al-
mennings i heiminum að berjast
fyrir frelsun Corvalans, en hann
er sá fangi chilensku herforingj-
anna sem þeir óttast mest og eru I
mestum vandræðum með. Orð-
stir hans á alþjóðavettvangi er
slikur, að þeir telja ekki ráðlegt
aö myröa hann. Þeir geta engar
sakir borið á hann aðrar en þær,
að hann er kommúnisti. Oft á
þessum þremur árum hefur kom-
ist upp um skuggaleg áform i
sambandi við Corvalan, svosem
einsog að drepa hann smátt og
smáttmeðþviað setja eitur i mat
hans, eða skjóta hann „á flótta”
eöa eitthvað annaö, en alltaf hafa
risið upp slikar bylgjur alþjóð-
legrar samstöðu, að herforingj-
amir hafa séð sitt óvænna. Kraf-
an um frelsun Corvalans er ein
helsta krafa chilensku andófs-
hreyfingarinnar.
t mynd sinni lýsir Karmen
manninum Corvalan, bernsku
hans, pólitiskri baráttu hans, fjöl-
skyldu hans. Hann segir frá syni
hans, Alberto, sem lést af völdum
pyndinga sem hann var beittur
skömmu eftir valdaránið, og frá
viðbrögðum föðurins við þeirri
váfrétt, sem honum barst i
fangelsið. Myndir Karmens hafa
jafnan borið þvi vitni að höfundur
þeirra finnur til i stormum sinnar
tiðar. Hann er eldheitur hug-
sjónamaður, og sá hæfileiki setur
enn mark sitt á allt sem hann ger-
ir, þótt árin færist nú yfir. Hann
er einn þeirra gæfusömu lista-
manna, sem eiga sér þjóðfélags-
legan tilgang i sköpunarstarfi
sinu.
Mynd einsog þessi verður vist
seint sýnd á Islandi, en eftilvill er
einhverjum huggun í að frétta, að
slikar myndir eru gerðar, og
sumsstaðar fær fólk meira aö
segja að sjá þær, jafnvel I sjón-
varpi.