Þjóðviljinn - 03.10.1976, Page 21

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Page 21
Sunnudagur 3. október 1976, ÞJÓDVILJINN — StÐA 21 Sköpun jurtanna — Þú lœtur blö&in nægja og sleppir englahárinu, þvi aö þetta á ekki aö vera jólatré... Sköpun furutrésins. Grátvíöirinn: Þessi litli vinur er i þunglyndiskasti.... Sólhlffarfuran opnuö Fimm miljónir mexikana koma ólöglega yfir landamærin Á hverri nóttu reyna hundruð fátækra og örvæntingarfullra mexikana að komast með ólög- legum hætti yfir landamæri Bandarikjanna i leit að vinnu. A sl. ári hafa um 700 þúsundir manna verið handteknir i Banda- rikjunum og sendir heim, og bandarisk yfirvöld telja að á hverjum tima séu um fimm miljónir mexikana starfandi i landinu án lögmætra pappira. Fólk þetta er réttlaust I Banda- rikjunum — þaö vinnur fyrir lægri laun en bandariskir borg- arar og má sætta sig við margs- konar kárinur af hálfu atvinnu- rekenda. Þaö hefur og verið al- gengt, að atvinnurekendurnir sjálfir segi til verkamanna mexikanskra sem hjá þeim vinna um það leyti sem verkefni þrýtur — til að komast hjá þvi aö greiða þeim siöustu launagreiöslurnar. Nýsjálendingar flytja út vatn Of tar en ekki hefur það komiö á dagskrá hvort íslendingar eða norðmenn geti ekki flutt út eitt- hvað af sinu ágæta vatni. Minna hefur orðið úr framkvæmdum — en svo mikið er vist, aö nýsjá- lendingar eru i þann veginn að leggja út á sömu braut. 1 þessum mánuði átti farmur af vatni úr Manapouri, sem er dýpst og hreinast fjallavatn á Nýja Sjá- landi, að fara til Bahrain við Persaflóa og átti að selja það i kjörbúðum i litersflöskum Ur plasti. Ef að þetta tiltæki heppn- ast sæmilega er áformað að senda meö skipi sem gengur til Persaflóa 18 tonn af vatni i nylon- brúsum ihverriferð. Firmaö sem við þessi viðskipti fæst skoðar einnig möguleika á þvi að bæta mjólkurdufti og vitaminum i vatnið áður en það er sent til furstadæmanna við Persaflóa. Alfriöað hafsvæði Péturs mikla-vík i grennd viö Vladivostock á sunnanverðri Kyrrahafsströnd Sovétrikjanna er einstæð og að þvi leyti að þar er að finna mikinn fjölda sjaldgæfra sjávardýra og haflffvera sem hafa mikiö visindalegt gildi. Vísindaakademía Sovét rikjanna ætlar þess vegna aö koma upp fyrsta alfriöaða haf- svæði Sovétrikjanna i suöurhluta vikurinnar. Þá er ætlunin að koma þarna á fót stofnun til að ala upp sjávardýr. Verk þetta verður unnið undir leiðsögn sérfræðinga frá Kyrrahafsdeild visindaaka- demiunnar og i samvinnu við fiskiveiöimálaraöuneytið. (APN) ADOLF J. PETERSEN VÍSNAMÁL „DYR ER NENNAN, DROTTINN MINN” A þeim mánuðum, sem ég hef annast Visnamál fyrir Þóöviljann, hafa mér borist mörg bréf, sem hafa fært mér heim sanninn um það, að lausavisan lifir góöu lifi meöal alþýöu manna og er hið gull- væga tjáningarform manna á meðal nú eigi siður en i ár- daga. Ég þakka öll bréfin sem ég hef fengiö, simahringingarn- ar og viðtölin sem menn hafa átt við mig og tjáð með þvi sinn góöa hug til ferskeytlunnar. Það finnst mér þó einna ánægjuleg- ast til að vita, hve margt ungt fólk hefur áhuga á visnagerö, þar á meðal skólafólk, sem hef- ur látiö mig heyra visur eftir sig og rætt við mig um einstakar visur eða bragarhætti. Þaö er i nútiðinni þetta sem Einar Bene- diktsson sagði i kvæðinu Skáld- menn Islands: ,,þar auögaðist þjóðin við andans verð, æskan dæmdi, hve visan var gerð, og fleygöi fram fyrstu stöku.” Nú nýlega fékk ég bréf frá Kanada. Björn Jónsson i Swan River skrifar mér skemmtilegt bréf og sendir mér nokkrar vis- ur og kvæði, sem ég þakka hon- um fyrir. Björn kveður um bréf- leti landa sinna hér heima: Dýr er nennan, drottinn minn, þá dýrtið reynt ég hefi aö vera alian veturinn að vonast eftir bréfi. Björn hyggur þó, að menn kunni skil á hendingum: Oss er margt til lista iagt I ljóðhendingum, en búnir þó að týna takt i tilsendingum. Tunglkomurnar liða hjá hver af annarri án þess að bréf ber- ist: Lallar tungl um loftin blá, Ijóst það hefur trafið ár og sið, en austan frá ekkert berst um hafið. Fleira fáum við sennilega að heyra frá Birni siðar. Heyrst hefur að margir islendingar, sem flust hafa vest- ur um haf, hugsi þráfallt heim til æskuslóðanna. Hún á þar kanski vel við visa Magnúsar Jónssonar frá Skaganesi: Þrátt og oft ég hugsa heim, heim til minna ranna. Æskudagar una i geim endurminninganna. Um þaö sem mölur og ryð fær ei grandað kveöur Asi i Bæ: Þegar sigur sólin rauö, sundin gulli þekur, i hjarta minu á ég auð sem enginn frá mér tekur. Arinbjörn Arnason frá Fitj- um i Miðfiröi hefur kveðið: Dæmið hart ei vina vá, vona partast styrkur, meðan hjartað aðeins á auön og svartamyrkur. Það fer vart milli mála, um hvern Jón Jónsson á Eyvindar- stöðum hefur kveðið þéssa visu: Allt ber vottinn um, þig drottinn sendi Kærleiks virðir göfgan glans gimbrahirðir skaparans. Halldór Gunnlaugsson læknir kvaö um fóðurásetningarmenn: Réttvisinnar braut er blaut, bót er þó við grandi, þegar dæmir naut um naut, naut hvort sé i standi. Jón Hansson hefur heyrt að einhver væri snemmbær á norðurlandi og kveður: 1 lágu gengi litilsverö lötrar um i rýru standi snauturleg i snikjuferö snemmbæran á norðurlandi. Hún á kanski við núna, þessi vlsa úr Rósarimum eftir Jón Rafnsson: Þröngt i búi orðiö er, öfugt snúiö flestu, þráfallt trúaö, þvi er ver, þeim, sem Ijúga mestu. 1 kvæðinu örvænting segir Kristján Jónsson Fiallaskáld: Krenkt er önd, en kvaliö fjör köld eru hjörtu lýða, bregður nornin bitrum hjör, brjósti undir sviða. Rænir drembin höfðingshönd og heilagt frelsi deyðir. t glaumi synda gjálif önd gulli stolnu eyðir. Klerka þvaðurs heimskuhrið hylur sannleiks Ijóma. Þeirra fjötrar lýgi lýð lágt i villudróma. Um öfundina kvað Steingrim- ur Thorsteinsson: Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna: „Byrgið hana, hún er of björt helvitiö aö tarna”. Heimþrá gæti hún verið að lýsa þessi visa eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld: Oft mig dreymir dagana, daii, gil og bala, þar sem heima um hagana hljóp ég til að smala. Og einnig: Sárt ég, æska, sakna þin. Sortnar á lifsins göngu. Nú eru gömlu guliin min gleymd fyrir ævalöngu. Valt er gæfuhjólið. Sveinbjörn Egilsson kveöur: Opt það sannast máltak má (menn þess allir gæti): gæfan veltur einatt á óstööugum fæti. Það fennir i sporin. Einar M. Jónsson kveður: Brást mér nú þin hylli hlý, hug þinn fjölmargt lokkar. Titnans fönn er fokin i fornu sporin okkar. Og hjólið snýst. Hallsson kvað: Hallvarður Lukka háa heims um tún happa þykir fengur, upp og niður oftast hún eins og hjólið gengur. 1 rimum af Hrólfi kraka kveð- ur Eirikur Hallsson: Heims þó skini bliðan björt og bróðurlega glotti, einhvörsstaðar er hún svört yggld og grá I skotti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.