Þjóðviljinn - 03.10.1976, Side 23

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Side 23
Sunnudagur 3. október 1976 1»JÓÐVILJ1NN — SIÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir GÖMULMYND Þessi fallega mynd fannst í gömlu dóti í Austurbæjarskólanum. Hún er tekin vorið 1935 á handavinnusýningu í stofu 10. Aðalsteinn Sig- mundsson kenndi í þeirri stofu. Þennan vetur voru drengirnir hans 32. Piltarnir sem standa hjá smíðisgripum sínum eru (frá vinstri) Davíð Davíðsson, nú prófessor, og Einar H. Arnason, nú verkfræðingur. Aðalsteinn Sigmunds- son var frábær kennari og var ósínkur á tima sinn. Hann lét drengina sjálfa gera mynstrin og fór með þeim þrjár ferðir á Forngripasafnið þar sem þeir teiknuðu upp frihendis forn útskurðar- mynstur, síðan hjálpaði hann þeim til að fjölrita þau og útfæra vinnu- teikningar. Um höfundana ( síðasta blaði Komp- unnar og nú aftur í þessu er meiri hluti efnisins eftir 10 ára krakka. Þau voru saman í bekk, 4. H.G. í Austurbæjarskól- anum, í fyrra vetur og þá skrifuðu þau þessar bráðskemmtilegu smá- sögur, skrítlur og Ijóð. Þau söfnuðu öllu efninu í stórt, brúnt umslag en komu því ekki í verk að senda Kompunni það fyrr en þau byrjuðu aftur i skólanum nú í haust. Kompan þakkar þeim kærlega fyrir og vonast eftir meiru frá þeim. Guðrún Jóhanna Jóns- dóttir er ekki úr þeirra hópi. Hún á heima á SAGAN AF PÉSA eftir Guörúnu Jóhönnu Jónsdóttur, 10 ára Pési var aðeins fimm ára og var i leikskóla. Leikskólinn sem Pési var i heitir Hof. Mamma Pésa vann úti. Hún vann i Saumspor, það er saumastofa. Einn daginn þegar Pési átti að fara i leik- skólann fékk hann hita og fór að æla. Mamma hans þurfti að fá fri i vinnunni i eina viku til að byrja með. Þetta fannst Pésa leiðinlegt. Og honum leiddist, en þegar þrir dagar voru liðnir þá komu gestir i heimsókn. Það voru frænka hans og frændi með, strákur sem hét Ari. Hann var fimm ára eins og Pési og i sama leikskóla. Þau spurðu af hverju Pési hefði ekki komið i þrjá daga. Mamma Pésa sagði að hann væri veikur og með háan hita. Ari spurði Pésa hvort hann vildi leika sér. Pési sagði: ,,Já.” En um leið og hann var bú- inn að sleppa orðinu kom mamma hans með heitt kókó handa þeim. Pési spurði Ara hvort hann vildi sofa hjá sér. Ari sagði: ,,Ef ég má.” Pési kallaði á mömmu sina og hún sagði að Ari ætti að spyrja mömmu sina að þvi. En Ari fékk ekki að sofa þar, af þvi að hann átti að fára i leikskól- ann. Næsta dag var Pési orðinn næstum hita- laus, en mátti samt ekki fara i leikskólann, en þó fór mamma hans i vinnuna. Það var ung stelpa sem passaði Pésa. Hún var ósköp góð. Pési fékk kóka- Krakkar að leika sér. Myndina teiknaði Anna Kristín Jónsdóttir, 7 ára. kóla og fleira namm. Stelpan hét Lisa Móna, en Pési kallaði hana Lisu. Nú kom mamma Pésa heim og þá fór Lisa heim til sin. Mamma gaf Lisu þús- und krónur. Nú var komið kvöld og mamma fór að horfa á sjónvarpið. Þá bað Pési hana að mæla sig, og hún gerði það. Hann var hitalaus. Pési spurði hvort hann mætti fara i leik- skólann á morgun. Mamma sagði að þau skyldu sjá til. Næsta morgun kom mamma til að mæla hann, þegar hún var búin að þvi, spurði hann hvort hann mætti ekki fara. Hún sagði að Pési mætti fara,en ekki vera mikið úti. Pési sagðist lofa þvi. Nú voru liðnir nokkr- ir dagar og Pési var orðinn hress og vel friskur. Og þiar með endar þessi saga af honum Pésa. Flókagötunni og er í Æfingadeild Kennarahá- skóla fslands. Hún er í 4. A og finnst mest gaman að læra reikning. Anna Kristín Jónsdóttir átti heimaá Hjarðarhaga 26 í sumar, en nú er hún í Bergen í Noregi. Vísa og skrítla Kisa mín, kisa mín komdu og éttu fiskinn. Kisa mín, kisa mín skjótt mun aukast lystin. Skjóni minn, Skjóni minn hættu nú að prjóna, Skjóni minn, Skjóni minn, því annars kemur Jóna. * JÖN: Ég lenti nú lag- lega i því hérna um dag- inn, ÖLI: Nú hvað kom fyrir, JÖN: Þegar ég var á leiðinni norður þá sprakk á bílnum hjá mér ÖLI: Oghvað gerðirðu? JÓN: Auðvitað skipti ég á honum. Hugrún Svavarsdóttir 11 ára. Nyt da^ur Veturinn er vonc/ur ffrtýnQs, /nU', vDagurnjJr er runninn Upp og vorií erjoí/ ef voné v<aen konaié má&ru M Ááíai Otj. fdurrvrrv. crflaorvrnas /WLcjCjaf AÍsrvriv Stolirt skín á gluggann I4ina jau hre3s ocj glaíur /OTj- /ÆÚamT /cýr&a/ /ruyU'. elsku besL Vinur tnmn vas/i ej fgrinn abroÍL þórfur Hasluldsson, lO<^r<A. (ll/Yvnuf ijju/rvYvoJtiicb. /O 'cvm) Mei^chs SiQur&ardoííi’r I0*rs HU(j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.