Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Yíðtæk mótmælaalda gegn handtöku Carrillos Vinstriflokkar grannlanda mótmœla harðlega og ítalska stjórnin lýsir yfir áhyggjum MADRID 23/12 Reuter — Hand- taka Santiagos Carrillo, leiðtoga Kommúnistaflokks Spánar, hefur vakið mikla mótmælaöldu bæði heima fyrir og erlendis. Kommúnistaflokkar og aðrir vinstriflokkar i Vestur-Evrópu hafa fordæmt þetta tiltæki spænsku rikisstjórnarinnar og i- talska stjórnin lét i gærkvöldi i ljós áhyggjur vegna handtökunn- ar. t tilkynningu frá utanrikis- ráðuneyti ttaliu segir að Arnaldo Forlani utanrikisráðherra hafi fyrirskipað ambassador itala i Madrid að upplýsa spænsku stjórnina um áhyggjur þeirrar itölsku út af þessu máli og að i- talskur almenningur vonaði að lýðræði yrði innleitt á Spáni. Enrico Berlinguer, leiðtogi Kommúnistaflokks ttaliu, sem lengi hefur staðið með Carrillo i baráttu hans gegn Franco-ein- ræðinu og i þvi að tryggja sjálf- stæði vesturevrópskra kommún- ista gagnvart Sovétrikjunum, sagði að fréttin um handtöku Carrillos myndi vekja reiði allra andstæðinga fasismans og allra frelsisunnenda. Hét Berlinguer á almenning um allan heim að krefjast þess að spænska stjórnin láti Carrillo þegar lausan. Bettino Craxi, leiðtogi Sósialistaflokks ttaliu, sagði að handtakan væri ögrun við lýðræðisleg viðhorf evrópumanna og bæri þess vott að núverandi stjórnarvöld Spánar hefðu ekki hreinsað sig af erfðum Franco-timans. Háttsettur tals- maður Kristilega demókrata- flokksins, stjórnarflokks ttaliu, sagði að handtakan væri alvar- legur atburður, sem kastaði „á- hyggjuskugga á fyrstu skref Spánar i átt til lýðræðis.” Kommúnistaflokkur Frakk- lands fordæmdi i gærkvöldi hand- tökuna harðlega og krafðist þess að Carrillo yrði þegar i stað látinn laus og honum veitt full rikis- borgararréttindi.Ennfremur segir tilkynningu frá flokknum að tómt mál sé að tala um lýðræði á Spáni fyrrenöllum stjórnmálaflokkum, þar á meðal Kommúnistaflokkn- um, hefði verið leyft að starfa og allir pólitiskir fangar þarlendis látnir lausir. Formaður þing- flokks Sósialistaflokks Portúgals, stjórnarflokksins þar i landi, stakk upp á þvi að Antonio Ramalho Eanes, Portúgalsfor- seti, mótmælti handtökunni við ambassador Spánar i Lissabon. Á Spáni hafa vinstriflokkarnir, þar á meöal Sósialistaflokkurinn, krafist þess að Carrillo verði lát- inn laus. Fréttin um handtökuna virðist hafa borist fljótt út i Mad- rid, þvi að skömmu siðar söfnuð- ust þúsundir manna saman fyrir framan lögreglustöðina, sem Fúkúda tekur við af Miki TÓKIÓ 23/12 — Takeó Fúkúda, fyrrum aðstoðarforsætisráð- herra Japans, var i dag einróma kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, ihaldsflokks þess er lengst af hefur farið með völd i landinu frá striðslokum. Er þar meö talið tryggt að þingið kjósi hann á morgun for- sætisráðherra i stað keppinauts hans Takeós Miki, sem nýlega sagði af sér bæði sem flokksleið- togi og forsætisráðherra. Olli það falli Mikis að honum var kennt um ófarir flokksins i þing- kosningunum fyrr i mánuð- inum, en þá missti stjórnar- flokkurinn starfhæfan þing- meirihluta i fyrsta sinn i 21. ár. Carrillo var fluttur til eftir hand- tökuna, og kröfðust þess að hon- um yrði sleppt. Óeirðalögregla dreifði mannfjöldanum og beitti reyksprengjum. Haft er eftir lögfræðingum að stjórnin sé mjög óviss um, hvað hún eigi að taka til bragðs við- vikjandi Carrillo, og fréttaskýr- endur telja að stjórriin hafi bakað sjálfri sér mikinn vanda með þvi að handtaka hann. Talið er að stjórnin, sem vill telja sig um- bótasinnaða, treysti sér varla til þess að stefna Carrillo fyrir rétt, en hitt sé liklegra að hún láti flytja hann úr landi til Frakk- lands, þar sem Carrillo hefur dvalist lengst af frá þvi að hann varð að flýja land eftir borgara- styrjöldina 1936-39. BEOSYSTEM 901 HLJÓMTÆKI ÞESS VIRÐI AÐ HLUSTA Á jafnvel eftir að þér hafið kynnt yður verðið /y\EÐ BEOMASTER 901 FÁlÐ ÞÉR UTVARP/ SEM ER MIKLU BETRA EN HIFI STAÐALLINN BEOSYSTEM 901 frá BANG &OLUFSEN er sjálfstætt sett. Þegar BEOSYSTEM 901 var hannað var mark- miðið að einbeita sér að tóngæðum, en prjál látið sitja á hillunni. Þetta er ástæðan fyrir því að tækin eru hljómgóð jafnvel á fullum krafti Ekki mun verðið fæla yður. Auk þess er BEOSYSTEM 901 skynsamlegt HiFi tæki, vegna þess að einstaka einingar er u tæknilega full- komnar ásamt því að hönnun tækisins er lista- verk, sem finnst í nútíma listasafni New York bor’gar. Þér borgið einungis fyrir gæði í hæsta flokki. BEOSYSTEM 901 er i einingum. BEOMASTER 901 hjarta kerfisins útvarp og magnari (2X20 sin. wött). Tæknilegar upplýsingar eru f jölþættar og veitum vér yður aðstoð til glöggvunar og samanburðar. BEOGRAM 1203: Algerlega sjálfvirkur plötu- spilari hiaðinn gæðum. Oll stjórn í einum takka. Sjálfvirk mótskautun, uppfinning sem ein- ungis B&O má nota. BEOVOZ P-30 eða S-30 Þetta eru hátalarar framtíðar- innar. Þeir kallast ,,Uni-Phase" þ.e. þeir vinna saman í stað þess að eyðileggja hvor fyrir öðrum. B&O hefur einkaleyfi yfir ,,Uni- Phase „hátalarakerfið. KYNNIST TÆKJUNUM OG HEYRIÐ MUNINN. Verð 222.585.- ®ltöiltg jól BANG & OLUFSEN koilUnbÍ úl' BUÐIRNAR Skipholti 19 við Nóatún, simi 23800 Klapparstig 26, simi 19800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.