Þjóðviljinn - 24.12.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Síða 7
Köstudagur 24. desember 1976 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA :7 Upprifjun á Gilsbakkaþulu Hvað sem öðru líður sem betur eða miður þykir fara, þá gánga jól i garð að venju sinni, og þessvegna hvarflaði mér i hug þulan góðkunna um Gils- bakkafólk. Þessi lángloka sem varðveitir minningar um heimilisbrag á fjölmennu prestssetri á 18. öld, er jafn- framt i órofateingslum við sjálf jólin; og „fylgir sá kraftur kvæði þessu að varla er svo rell- ótt barn að ekki huggist það og hlýði á með mesta athygli, ef það er kveðið við það af söng- lærðum manni og eftir réttum söngreglum”, segir i gamalli afskrift af kvæðinu. Höfundur Gilsbakkaþulu, Kolbeinn prestur Þorsteinsson, var fæddur 1731 að Tungufelli i Ytri-Hrepp. Faðir hans, Þor- Gilsbakkaþula steinn Kolbeinsson, var landseti Magnúsar lögmanns Gisla- sonar, er sat I Bræðratungu um þær mundir. Fellivetur nokkurn var hagur Þorsteins svo bágur að hann treystist ekki til að láta ær i landskuldina til lögmanns. Lögmaður gerði sér þá litið fyrir og tók af honum kú i staö- inn. Þorsteinn lét þau orð falla á næsta sumri við sambýlismann sinn að Magnús lögmaður væri bæði þjófur og ræningi. Ummæli þessi rötuðu rétta boðleið til lög- manns, og höfðaði hann þegar mál á hendur Þorsteini fyrir ill- mæli. Mörg próf voru haldin i málinu, og fóru svo leikar eftir harða vörn af Þorsteins hálfu að málið féll á hann og mun hafa kostað hann missi æru og eigna. Sagnir orða það svo að hann hafi verið dæmdur ærulaus og rækur frá kristnum mönnum lifs og liðinn. Hann á þá að hafa gert sér hreysi inn við Búðará i höfða þeim er siðan er nefndur Þor- steinshöfði og búið siðan svo árum skipti við útlagakjör ásamt konu sinni, siðast i Tunguseli, sem ýmist er sagt vera skammt frá Gullfossi eða inn undir Bláfelli. Ærinn þjóð- sagnakeimur er að þessari útlegðarsögu, sem klykkir út með að segja að Þorsteinn sé dysjaðurundir kofaveggjunum i Tunguseli. Kolbeinn sonur hans komst i Skálholtsskóla með hjálp og til- stilli Gisla Magnússonar skóla- meistara og siðar biskups. Árið 1756 sækir Kolbeinn um Húsa- fell og segir þar að sér liggi á höndum örfátækir foreldrar sinir og hann sé sjálfur bágt staddur að öðru leyti. En árið eftir er hann vigður til Sandfells i Oræfum og situr þar um tveggja ára skeið. Hann var heitbundinn Arndisi, dóttur séra Jóns Jónssonar á Gilsbakka i Hvitársiðu, og um þessar mundir kveður séra Jón hann sér til aðstoðarprests. Hann Kátt er á jólunum, koma þau senn, þá munu upp lfta Gilsbakkamenn, upp munu þeir lita og undra það mest, úti sjá þeir stúlku og blesóttan hest, úti sjá þeir stúlku sem um talað varð: „Það sé ég hér riður Guðrún min Igarð, það sé ég hér rlður Guðrún min heim.” Út kemur hann góði Þórður einn með þeim, út kemur hann góði Þórður allra fyrst, hann hefur fyrri Guðrúnu kysst, hann hefur fyrri gefið henni brauð, tekur hann hana af baki, svo tapar hún nauð, tekur hann hana af baki og ber hana inn Ibæ. „Kom þú sæl og blessuð,” segir hann æ, „Kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn, kannske þú sjáir hann afa þinn, kannske þú sjáir hann afa og ömmu þina hjá, þinar fjórar systur og bræðurna þrjá; þlnar fjórar systur fagna þér bezt; af skal ég spretta og fóðra þinn hest, af skal ég spretta reiðtygjum þin; leiðið þér inn stúlkuna, Sigriður mln, leiðið þér inn stúikuna og setjið hana Isess.” „Já”, segir Sigriður, „fús er ég til þess, ,,já”, segir Sigrlður, kyssir hún fljóð, „rektu þig ekki i veggina, systir min góð, rektu þig ekki i veggina, gakktu með mér.” Koma þær að húsdyrum og sæmilega fer, koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð: þar situr fólkið við tedrykkjuborð, þar situr fólkið og drekkur svo glatt, fremstur situr hann afi með parruk og hatt, fremstur situr hann afi og anzar um sinn: „Kom þú sæl, dóttir mín, veikomin inn, Eftir Þorstein frá Hamri kvænist þá Arndisi og situr að Bjarnastöðum I Hvitársiðu um fimm ára skeið, og nú fæðist Guðrún Kolbeinsdóttir og Gils- bakkaþula verður til þegar stúlkan hefur aldur til að fara i kynnisför um jólin til afa sins og ömmu á Gilsbakka. Flest nöfnin i Gilsbakkaþulu eru kunn: Jón eldri, Jón yngri Markús Vil borg, Sigriður, Guðný og Margrét eru systkin Arndisar Jónsdóttur, öll i foreldrahúsum á Gilsbakka, og fær hver sitt hlutverk við að leiða inn til veizlu barnið Guðrúnu. Sigriður leiðir hana til húsa, Guðný og Rósa annast tehitu, ýngri Jón skeinkir i bolla, Vilborg sækir rjómann, eldri Jón nær i vin, Margrét og Markús skemmta með söng, dansi og spilverki. Þórður og Rósa eru ókunn, en munu telja til skyldleika eða venzla við Gilsbakkamenn. Árið 1765 fékk Kolbeinn Miðdal i Arnesþingi og sat þar til þess er hann lézt 1783. Þeim Arndisi varð niu barna auðið, og eru til visur um þau öll eftir séra Kolbein, þótt ekki hafi þær náð vinsældum i likingu við Gils- bakkaþulu. Frá þeim er fjöl- mennur ættbogi. Eftir séra Koibein liggur latinuþýðing á Passiusálmum Hallgrims Péturssonar, prentuð i Kaupmannahöfn 1778. Þykir afreki likast hve vel hann heldur efnisþræði sálmanna ásamt upprunalegum bragarháttum. kom þú sæl, dóttir min, sittu hjá mér, nú er uppi teið og bagalega fer, nú er uppi teið, en ráðer viðþvi, ég skal láta hita það aftur á ný, ég skal láta hita það helzt vegna þln, heilsaðu öllu fólkinu, kindin mln, heilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt.” Kyssir hún á hönd sina og þá er hún nett, kyssir hún á hönd sina og heilsar án móðs, allir I húsinu óska henni góðs, allir i húsinu þegar i stað taka til að gleðja hana, satt er það, taka til að gleðja hana; ganga svo inn Guðný og Rósa með teketilinn, Guðný og Rósa með glóðarker. Anzar hann afi: „Nú Ilkar mér”; anzar hann afi við yngra Jón þá: „Taktu ofan bollana og skenktu þar á, taktu ofan bollana og gáðu að þvi, sparaðu ekki sykrið að hneppa þar I, sparaðu ekki sykrið, þvi það hef ég til, allt vil ég gera Guðrúnu I vil, allt vil ég gera fyrir það fljóð: langar þig I sírópið, dóttir min góð? langar þig i slrópið?” afi kvað. „Æi jæja, dáindi þykir mér það. Æi jæja dáindi þykir mér te”. „Má égbjóða þér mjólkina?” ”Meir en svo sé”. „Má ég bjóða þér mjólkina? Bið þú þá við. Sæktu fram rjóma I trogshornið, sæktu fram rjóma, Viiborg, fyrst, vertu ekki lengi þvl stúlkan er þyrst, vertu ekki lengi þvi nú liggur á”. Jón fer að skenkja á bollana þá, Jón fer að skenkja, ekki er'það spé, sirópið, mjólkina, sykur og te, sirópið, mjólkina; sýpur hún á; sætt mun það vera. „Smakkið þið á”. Sætt mun það vera, sýpur hún af lyst, þangað til ketillinn allt hefur misst. þangað til ketillinn þurr er I grunn, þakkar hún fyrir með hendi og munn, þakkar hún fyrir og þykist nú hress. „Sittu nokkuð lengur til samlætis, sittu nokkuð lengur, sú er min bón”. Kallar hann afi á eldra Jón, kallar hann afi: „Kom þú til mln, sæktu ofan I kjallara messuvin, sæktu ofan I kjallara messuvin og mjöð, ég ætla að veita henni.svo hún verði glöð, ég ætla að veita henni vel um stund”. Brátt kemur Jón á föður slns fund, brátt kemur Jón með brennivinsglas, þrifur hann staupið þó það sé mas, þrífur hann staupið og steypir þar á; til er henni drukkið, og teygar hún þá, til er henni drukkið ýmislegt öl, glösin og skálarnar skerða hennar böl, glösin og skálarnar ganga um kring, gaman er að koma á svoddan þing, gaman er að koma þar Guðný ber Ijósið i húsið, þá hún að fer, ljósið I húsinu logar svo glatt, amrna gefur brauðið, og er það satt, amma gefur brauðið og ostinn við, Margrét er að skemmta að söngvara sið, Margrét er að skemmta, það er henni sýnt, þá kemur Markús og dansar svo fint, þá kemur Markús i máldrykkju lok, leikur hann fyrir með latinu sprok, leikur hann fyrir með lystugt þel. — Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel. AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI dtv — Perthes Weltatlas. Grossraume in Vergangenheit und Gegenwart. Band 7 — Afrika. Band 8 — Mittelmeer, Deutscher Taschenbuch Verlag 1976. Mannkynssagan verður ekki skilin án einhverrar landafræði- þekkingar og hefur sú vitneskja verið öllum kunn i rauninni allt frá þvi að menn tóku að skrá frá- sagnir liðinna atburða. í þessum heftum er þetta hvorttveggja samtengt á lipran hátt i knöpp- um frásögnum og með skýrum kortum af viðkomandi svæðum. Afrika og svæðin kringum Mið- jarðarhafið eru hér tjáð i kortum og uppdráttum auk lista og korta yfir nýttar landsnytjar, sam- gönguæðar og veðráttu. Pólitiskt ástand svæðanna er einnig um- fjallað á sama hátt. Atta bindi eru nú komin út af þessu þarfa verki, alls ve,rða þau tólf. Europe Reshaped 1848-1878. J.A.S. Grenville. Fontana History of Europe. Fontana/Collins 1976. Höfundurinn kom sem flótta- maður til Englands i marsmánuði 1939 frá Þýzkalandi. Þá kunni hann ekki orð i ensku. Hann hóf nám i fyrstu i kvöldskólum og námsflokkum, hóf siðan kennsiu og þegar á leið tók hann að*ein- beita sér að sagnfræði og starfar nú við háskólann i Birmingham. Fontana sagan er meðal merkari rita um sögu Evrópu, sem nú eru á markaðinum og þetta bindi, sem fjallar um nokkurs konar endur- rita um sögu Evrópu sem nú eru á 19. aldar, er meðal bestu rita þessarar sögu-útgáfu. Höfundur- inn skrifar hér um efni, sem enn má kalla viðkvæm og menn eru alls ekki á eitt sáttir um hvernig skuli skýra eða afgreiða, hann ræðir þessi efni, frá hinum ýmsu sjónarmiðum og leitast við að komast að þvi, sem nýjasta heimildakönnun gefur tilefni til að álykta að sé næst þvi sem kalla mætti sannleikann. Höfundur er mjög hófsamur i dómum og ályktanir hans eru reistar á gild- um staðreyndum eftir þvi sem næst verður komist. Hér er einkum fjallað um stjórnmála- sögu þessa timabils og við það verður meiri festa i frásögninni. Efnahagssögu timabilsins má lesa i annarri ritröð Fontana út- gáfunnar, The Fontana Economic History og Europe. Blikkiðjan Garöahreppi önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SSMI 53468 B(LALEIGANFALURhf 22-0-22* RAUOARÁRSTIG 31 Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Simi-36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) ISAL Óskum starfsfólki okkarog öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs ÍSLENSKA ÁLFELAGIÐ H.F.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.