Þjóðviljinn - 24.12.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Page 10
10 — StÐA T- ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1976 Saga samvinnufrömuðar Sláturhús og kjötbúð Kaupfélags Eyfirðinga i Grófargili áriö 1912 Haligrimur Kristinsson Cr Djúpadal að Arnarhóli, sagan um Hallgrim Kristinsson. Höfundur: Páll H. Jónsson frá Laugum. Ctgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar. Hver var Hallgrimur Kristins- son? , spyrja ungmennin i dag. Kannski eðlileg spurning, þau vita ekki hver Hriflu-Jónas var, jafnvel ekki hver Eysteinn Jóns- son er. Svona gengur þetta. Fyrir hálfri öld var nafn Hallgríms Kristinssonar á hvers manns vör- um. Samvinnumenn og konur dáðu hann nær—takmarkalaust, andstæðingum samvinnuhreyf- ingarinnar var i besta falliekkert um athafnir hans gefið, og fæstir báru þeir hlýhug til hans. Hallgrimur Kristinsson fæddist i Oxnafellskoti i Eyjafirði árið 1876, og hefði þvi orðið hundrað ára á þessu ári hefði hann lifað. Hann ólst upp hjá foreldrum sin- um I Eyjafirði fram til 18 ára ald- urs en gerðist þá vinnumaður i Hvassafelli um tveggja ára skeið. Næstu tvo vetur stundaði hann nám i Möðruvallaskóla, var kennari í Eyjafirði og stundaði ýmis konar lausastörf, aðallega þó við jarðyrkju og verslun, auk búskapar. Arið 1902 varð Hallgrimur bóndi i ReykhUsum i Eyjafirði og allt til ársins 1918 taldist hann standa fyrir búi þar. Hann var amtsritari á Akureyri siðustu tvö ár Páls Briem i embætti amtmanns og árin 1902—1918 var hann kaupfélags- stjóri KEA. A árunum 1915—17 var Hallgrimur erindreki SÍS og frá 1917 til æviloka 1923 var hann forstjóri SIS. Auk þessa gegndi hann ýmsum aukastörfum, sem alltof langt mál yrði upp að telja. Þetta er ærið fjölbreytilegur starfsferill, og myndu margir láta sér nægja minna. Um ævi þessa mikla og merka athafna- manns fjallar Páll H. Jónsson i ágætri bók, sem hér er til um- ræðu. Hann rekur af nákvæmni og alúð sögu Hallgrims Kristins- sonar frá vöggu til grafar. Hann skýrir nákvæmlega frá æsku og uppvexti söguhetjunnar og grein- irvelfrá þvi félagslega umhverfi, sem Hallgrimur Kristinsson var sprottinn úr, fátækt og umkomu- leysi islensks alþýðufólks á siðari hluta 19. aldar. öll er frásögn Páls H. Jónsson- armeðágætum.Húner látlaus oe létt, nákvæm og afar greinargóð. Málf ar hans er einnig ágætt, enda maðurinn ritfær vel og skáld- mæltur i betra lagi. Það sem finna má að bókinni eru smámunir. 1 stöku stað hefði orðalag mátt vera nákvæmara og auðvitað hefði verið fróðlegt að fá nánar að vita um ýmsa þætti og málefni, sem aðeins er drepið lit- illega á i bókinni. Hversu mikil voru t.d. áhrif Páls Briem amtmanns á Hallgrim Kristins- Framhald á bls.' 26 STOFNSETT 1886 Sími (96) 21400 EIGiN SKIPTISTOU — 15 linur. Simnefni: KÉA Gleðileg KEA starfrækir nú yfir 40 verzl- anir og þjónustufyrirtæki og um 20 framleiðslufyrirtæki á Akur- eyri og viö Eyjafjörð. Þetta er meðal annars ávöxtur 89 ára samvinnustarfs bænda og bæjarbúa við EyjafjÖrð og í nágrenni hans. -Aðeins félagsmenn hafa mögu ileika að fá endurgreiddan arð Ekki þarf að vera félagsmaður til aö verzla i kaupfélagi. Kaupfélögin eru frjáls samtök til bættra iifskjara og aukinna framfara. öllum er frjálst að gerast fé lagsmenn. KAUPFELAG EYFIRÐINGA, AKUREYRI S M u iUU3 !

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.