Þjóðviljinn - 24.12.1976, Side 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1976
DAGSKRÁIN
FÖSTUDAGUR
24. desember 1976
Aðfangadagur jóla
14.00 Fréttir og veöur.
14.15 Prúöu leikararnir.
Skemmtiþáttur leikbrúöu-
flokks Jim Hensons. Gestur
i þessum þætti er leikkonan
Rita Moreno. Þýöandi
brándur Thoroddsen.
14.40 Litla stúlkan meö eld-
spýturnar. Bresk sjón-
varpsmynd, gerö eftir sam-
nefndu ævintýri H.C. And-
ersens. Leikstjóri Richard
Bramall. Aöalhlutverk
Lynsey Baxter, David Howe
og Annabelle Lanyon. Jólin
nálgast. Fólk er á þönum
um göturnar, klyfjað pinkl-
um. Veöriö er nistingskalt,
og litil, tötrum klædd stúlka
skelfur af kulda. Hún reynir
samt aö selja fólkinu eld-
spýtur. En allir eiga of ann-
rikt til aö taka eftir henni.
Þýöandi Ellert Sigurbjörns-
son.
15.10 Mjási og Pjási. Tékk-
nesk teiknimynd um jól
kettlinganna kátu. Þýöandi
óskar IngimarsSon.
15.25 Víst er jóiasveinninn til.
Bandarisk teiknimynd,
byggö á sönnum atburöum.
Virginia, sem er 8 ára
gömul, víll fá úr þvi skoriö,
hvort jólasveinninn sé til.
Jafnaldarhennar eru farnir
aö efast um tnveru nans,
fullorðnir koma sér hjá þvi
aö svara spurningum henn-
ar og loks gripur hún tilþess
ráðs aö senda dagblaöi fyr-
irspurn. Þýöandi Ellert
Sigurbjörnsson.
15.50 Hlé.
22.20 Jóiaguösþjónusta i sjón-
varpssal.Séra Pétur Sigur-
geirsson, vigslubiskup á
Akureyri, prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Kirkjukór
Lögmaunshliöarsóknar
syngur. Söngstjóri og
organleikari Askell Jóns-
son. Stjórn upptöku Rúnar
Gunnarsson.
23.10 Tónlist frá 17. öld. Lárus
Sveinsson, Jón Sigurðsson,
ChristinaTryk, Ole Kristian
Hanssen og Bjarni Guö-
mundsson leika verk eftir A.
Holborne, J. Pezel og S.
Scheidt. Stiórn upptöku
Tage Ammendrup.
23.20 Kirkja i Kairó. Dönsk
heimildamynd um koptisku
kirkjuna i Egyptalandi, sem
talin er elsta kirkjudeild i
heimi. Kristnin barst þang-
aö þegar á fyrstu öld og
breiddist út, m.a. fyrir at-
beina Markúsar guðspjalla-
manns, en þokaöi siöar fyrir
múhameöstrú. Nú er fimmti
hluti egypsku þjóöarinnar
kristinn. Komið er viö i
kirkju i Kaifó, meöan guös-
þjónusta fer fram, en marg-
ir helgisiðir koptisku kirkj-
unnar standa i nánari
tengslum viö helgiathafnir
fyrstu kristnu safnaöanna
en dæmi eru til I öörum
löndum. Þýöandi og þulur
Þorvaldur Kristinsson.
(Nordvision — Danska sjón-
varpiö)
23.50 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
25. desember 1976
Jóladagur
16.00 Don Giovanni. Öpera
eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. I aöalhlutverkum:
Don Giovanni/ Nicola Gius-
eku. Leporello/ Karel Ber-
man. Donna Anna/ Eugenia
Moldoveanu. Donna Elvira/
Marcela Machotkova.
Zerlina/ Galina Pisarenko.
Hljómsveitarstjóri Jan
Stych. Leikstjóri Milan
Macku. Upptaka þessi er
gerö á sviði Tylovleikhúss
ins I Prag, en i þvi húsi var
óperan frumflutt áriö 1787.
Þýöandi Óskar Ingimars-
son.
Hlé.
18.00 Stundin okkar. Jóla-
skemmtun i siónvarpssal.
A jóladagskvöld:
Mormónar
syngja
Mormónakórinn i Utah
syngur jólalög i sjónvarpinu á
jólakvöld, en sá kór er ef til vill
heppnari með hljómburö en
nokkur annar: i Saltvatnaborg
ris merkilegt mormónamusteri
sem er allt úr tré og á aðalsalur
þess að vera eftirliking af
munni guðs. Segja fróöir menn
að þetta sé besti tónleikasalur i
heimi.
Mormónar eru annars frægir
fyrir trú á að guð hafi ekki
þagnað eftir að Biblian varð til,
fyrir trúboðskerfi merkilegt,
fyrir bindindi á tóbak, kaffi, te
og náttúrulega brennivin og
fyrir að hafa áður stundað fjöl-
kvæni. Vesturfarir islendinga
hófust á þvi, að nokkrir islenskir
gerðustmormónar og fluttust til
fyrirheitna landsins, eins og
frægt er i ritum Eiriks frá
Brúnum og Paradisarheimt
Laxness. Kannski heyrast radd-
ir einhverra afkomenda þeirra i
þessum mormónakór.
A jóladagskvöld:
Selvogur
og
Stranda-
kirkja
Á jóladagskvöld er á dagskrá
sjónvarpsins þáttur i umsjón
Magnúsar Bjarnfreössonar,
sem lýsir heimsókn i Selvog og
Strandakirkju.
Þessi þáttur er þannig upp
byggður, sagði Magnús i stuttu
spjalli, að við komum til messu i
Strandakirkju i upphafi aðventu
og kirkjan er siðan eins og
rammi utan um þáttinn. Þá eru
viðtöl við nokkuð hátt hlutfall
ibúa i Selvogi, en þeir eru ekki
margir. Þar ber margt á góma
— strand á aðfangadagskvöld
og björgun á jóladag, en það eru
tiðindi sem urðu upp úr alda-
mótum, þá segir frá miklu flóði
sem varð 1925 en þá syntu fiskar
i bæjargöngum. Og svo er
rabbað um þjóðtrú og sjósókn
og lífi I dag, sein ber furðu mikil
merki einangrunar, einkum ef
við höfum i huga hvemálægtSel-
vogur er helsta þéttbýli.
Hvort ég hafi komist nokkru
nær leyndardómum Stranda-
kirkju? Ekki veitég þaö, en einn
viðmælenda kann þó að segja
frá atviki sem bendir til þess að
kirkjunnar sé vel gætt eftir að
kirkjugestir halda sina leiö.
tunjólin
Á aðfangadags-
kvöld:
Elsta
kirkju-
deild
í heimi
A aðfangadag er flutt i sjón-
varpinu heimildarmynd um
koptisku kirkjuna i Égypta-
landi, en hún er kölluð elsta
kirkjudeild i heimi. Koptar er
reyndar gamalt heiti á egypt-
um. Kristni barst til Egypta-
lands þegar á fyrstu öld, en leiö-
ir koptakirkjunnar og þeirrar
rómversku skildust á fimmtu
öld út af deilum um eðli Krists
— telja koptar sem eru
„mónófýsistar” að eðli hans sé
ekki tviskipt heldur falli hið
guðlega algjörlega saman viö
hið mannlega i Kristi. Margt er
fornti siðum kirkjunnar, hátiðir
hennar og föstur eru firna
margar, messur einatt afar
langar. Koptar umskera svein-
börn eins og gyðingar og neyta
ósýrðra brauða (matzos) eins
og þeir.
Yfirmaður koptakirkjunnar
er patriarkinn í Alexandriu.
Náin tengsli hafa verið milli
þessarar kirkju og kirkjunnar i
Eþiópiu.
Rokk-
veita
ríkisins
A annan dag jóla gerist sá
merkisatburður, að í fyrsta sinn
er frumfluttur i sjónvarpi is-
lenskur þáttur i siðdegisdag-
skrá, að barnaefni undanskildu.
Kl. 18.25 skemmtir hljómsveitin
Haukar i sjónvarpssal og nefn-
ist þátturinn þvi frumiega nafni
„Rokkveita rikisins.”
Haukar hafa um árabil verið
einn vinsælasta „stuðhljóm-
sveitin” i bransanum. Hljóm-
sveitin mun upphaflega hafa
orðiö til úr Hljómsveit Guð-
mundar Ingólfssonar, sem lék á
loftinu i Glaumbæ sáluga. Helgi
Steingrimsson var einn stofn-.
enda og lengi aðal driffjööur
Mánudaginn 27. desember er fluttur I sjónvarp jólaskemmtiþáttur Julie Andrews.
Haukar hafa nýveriö sent frá
sér breiðskifuna „Fyrst á röng-
unni”, þar sem þeir leika mörg
af sinum vinsælustu lögum. A
plötunni koma til liðs viö þá
nokkrir af fyrrverandi hljóm-
sveitarlimum.
—eös
hljómsveitarinnar, en margir
hafa komið viö sögu Hauka á
undanförnum árum, t.d. Engil-
bert Jensen, Sveinn Guðjónsson
og Rafn Haraldsson.
Enginn upphaflegra meölima
leikur nú með Haukum, en
lengst allra þeirra sem nú eru
innanborös hefur Gunnlaugur
Melsteö, bassaleikari og söng-
vari, staöiö i eldlinunni. Ásamt
honum skipa hljómsveitina nú
þeir Rafn Jónsson trommuleik-
ari, Rúnar Þórisson gitarleik-
ari og Magnús Kjartansson
fyrrum forsprakki Júdasar,
sem leikur á hljómborð og syng-
ur.