Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 3
c Laugardagur 29. janúar 197,7 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 3 Bretastjórn stefnir að atvinnulýðræði HUDDERSFIELD, Englandi 28/1 Reuter — James Callaghan, for- sætisráðherra Bretlands, lýsti þvi yfir i dag að stjórn hans myndi ótrauð halda áfram að stefna að atvinnulýðræði i landinu, þrátt fyrir harða andstöðu ihalds- manna og atvinnurekenda. Til- lögur nefndar um þetta mál eru á þá leið, að starfsmenn stærri fyr- irtækja fái jafna hlutdeild i stjórn þeirra á við hlutafjáreigendur. Sagði Callaghan að von væri á til- lögum um löggjöf um þetta mál i sumar. Sovéskir sendiráðsmenn reknir úr Noregi fyrir njósnir OSLö 28/1 Reuter —• Norska stjórnin fyrirskipaði i dag að fimm sovéskir sendiráðsmenn og fréttamaður Tass-fréttastofnunn- ar sovésku skuli hverfa úr landi i sambandi við mál starfsmanns norska utanrikisráðuneytisins, sem játað hefur á sig að hafa njósnað fyrir sovésku leyniþjón- ustuna i nokkur ár. Ráðuneytis- starfsmaður þessi var handtekinn i gær eftir að hafa hitt þriðja rit- ara sovéska sendiráðsins, A.K. Printsipalof að nafni. Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, sagði á blaðamannafundi að njósnamál þetta væri mjög flókið og rannsóknum i þvi ekki enn lokið. Búið að ráða einn til Kenya 1 gær ákváðu fjórmenningarnir sem komu hingað til lands vegna þróunaraðstoðar Norðurland- anna við Kenýa að bjóöa Tómasi Sveinssyni viðskiptafræðingi starf I Mombasa sem er helsta hafnarborg landsins. Að sögn Björns Þorsteinssonar starfsmanns Aðstoðar Islands við þróunarlöndin verður starf Tómasar einkum fólgið i stjórnun og áætlanagerð fyrir landbúnað og fiskveiðar á austurströnd Kenýa. Samvinnuhreyfingunni i Kenýa er skipt upp i héraðsmiðstöðvar og litiar deildir. Tómas mun starfa við héraðsmiðstöðina i Mombasa en hún sér um áður- nefnda áætlanagerð. I héraðinu umhverfis Mombasa rækta menn hnetur, kaffi og maðmull en auk þess er verið að skipuleggja nú- tima fiskveiðar úti fyrir strönd- inni. Verður það hlutverk Tómas- ar — ef hann tekur starfinu — að aðstoða litlu deildirnar við upp- bygginguna, skipulagningu flutn- inga o.þ.h. Björn sagði að allar likur væru á að 1 eða 2 islendingar til viðbót- ar yrðu ráðnir til starfa i Kenýa. Eru þeir varamenn og koma fyrstir til álita ef einhver á hinum Noröurlöndunum getur ekki tekið þvi starfi sem honum er boðið. —ÞH SVONA ER KJARASKERÐINGIN Við birtum í dag sjötta dæmið um kjaraskerð- inguna siðustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áður verkamaður er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. Við tökum eina vörutegund á dag. Upplýsingar um vöru- verð höfum við frá Hag- stofu islands/ en upplýs- ingar um kaupið frá Verkamannafélaginu Dagsbrún/ og er miðað við byrjunarlaun sam- kvæmt 6. taxta Dags- brúnar. GERIISNEVDD HÝMJOLK NÍf 2 LfTRAR 2LÍ1IM, • ' 'æ 2 lítrar nýmjólk SJÖTTA DÆMI: 2 lítrar nýmjólk: Verð Kaup Febrúar 1974 Kr. 50.60 Kr. 166.30 Maí 1974 65-20 205-40 í dag , jan. 1977 150.00 395-00 NIÐURSTAÐA 1. I febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana) þá var verkamaður 18 mínútur að vinna f yrir 2 lítrum af nýmjólk. 2. i maí 1974 var verka- maður 19 mínútur að vinna fyrir 2 lítrum af nýmjólk. 3. I dag, 29. janúar 1977, er verkamaður 23 mínút- ur að vinna f yrir 2 lítrum af nýmjólk. Vinnutiminn hefur lengst um 27% sé míðað við febrúar 1974 og um 22% sé miðað við mai 1974. Nýjustu SELKO spjaldahurðirnar Falleg smíði. Vandaðar hurðir á hagstæðu verði. Spjaldhurðirnar eru afgreiddar tilbúnar undir málningu með grunnmáluðum flötum í Ijósum lit. Þær eru frágengnar í körmum, sem eru sniðnir eftir veggja þykktum. Dyrabúnaður er úr valinni furu. Komið og skoðið Selkó — nýjustu spjaldahurðirnar frá Sigurði Elíassyni. SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 <OpAyO$ tlthlutunarnefnd listamanna- launa hefur lokið störfum og hljóta alls 137 manns listamanna- laun I ár, þar af 12 sem fá 500.000 kr. veitingu hver frá Alþingi. Fé það, sem nefndin hafði nú til ráð- stöfunar var 17 miljónir króna en var i fyrra 13.5 miljónir króna. Þá voru laun fyrir efri flokk 150.000 kr. og 75.000 kr. fyrir þann lægri en eru nú 180.000 og 90.000 kr. 1 fyrra voru I úthlutun á vegum nefndarinnar 63 i efra flokki og 50 i hinum, 113 alls. Nú eru 65 i hærri flokki og 60 i hinum. Nú eru i úthlutun 28 listamenn, sem ekki voru með i fyrra, 2 i hærri flokki og 26 i hinum. Þar af eru 14, sem aldrei hafa hlotið listamannalaun á vegum nefnd- arinnar fyrr. Þrir menn nýir eru nú i hærri flokki, þeir Atli Heimir Sveinsson, Eyjólfur Eyfells og Þórleifur Bjarnason. hefð er að menn séu ekki látnir út eftir að þeir eru komnir I hærri flokk. I úthlutunarnefnd eiga sæti: Halldór Kristjánsson ritstjóri, formaður nefndarinnar, Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri (rit- ari), Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Hjörtur Kristmundsson, fyrrum skólastjóri, Magnús Þórðarson, framkvæmdastjóri, Ólafur B. Thors, lögfræðingur og Sverrir Hólmarsson M. Litt. dþ. BANKI ÞEIRRA SEM AD FRAMTÍÐINNI Hvernig verða kjör ókkar napstu árin ? Megum við vænta bættrar afkomu? £aó veróur því ájðeins að íslenskur iðnaöur eflist til muna. amiklu hlutverki í þróun hans. Við gegnum ' v^j Atli Heimir Sveinsson. Eyjolfur Eyfells. Þórleifur Bjarnason. Listamannalaunum úthlutað: Þrír færast upp í hærri flokk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.