Þjóðviljinn - 29.01.1977, Side 4
4 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. janúar 1977
DJODVIUINN
AAÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi
Árni Bergmann
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson.
Augiýsingastjóri: Úlfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Siöumúla 6. Simi 81333
Prentun: Biaöaprent hf.
Á MEÐAN ÞEIR SOFA
Fyrir nokkrum árum tók að seilast til á-
hrifa hér á landi auðhringurinn IBM, sem
framleiðir og starfrækir bókhaldsvélar og
tölvubúnað hverskonar um allan heim.
Auðhringur þessi hefur nú um helming
heimsmarkaðarins á umræddum búnaði
og er einn af tiu stærstu fjölþjóðahringum
heims. Viða um heim td. i Vestur-Evrópu
hafa ráðamenn áhyggjur af þvi að erlend-
ur aðili skuli oft hafa náð úrslitatökum á
mikilvægustu þáttum þjóðlifs og efna-
hagsstarfsemi. Hefur td. i Bretlandi
Frakklandi ög i Svíþjóð verið gripið til
sérstakra ráðstafana til þess að sporna við
yfirgangi þessa auðhrings og eru það yfir-
völd, rikisvaldið, sem getur haft forgöngu
um þessar aðgerðir gegn auðhringnum.
Hér á Islandi hefur þessum málum ver-
ið komið fyrir með öðrum hætti; hér hefur
auðhringurinn IBM komist að furðu hag-
stæðum samningum við rikið og stærsta
sveitarfélagið, Reykjavikurborg. Hafa
þessir tveir opinberu aðilar stofnað með
sér fyrirtækið skýrsluvélar rikisins og
Reykjavikurborgar og hefur það gerst
þjónn IBM. Þetta fyrirtæki hefur eingöngu
haft viðskipti viðlBM, sérfræðingar IBM
ráða þar lögum og lofum, starfsmenn IBM
hafa jafnvel verið samtimis starfsmenn
Skýrsluvéla og auðhringsins o.s.frv. Þá
hefur fyrirtæki þetta séð Reiknistofnun
bankanna fyrir öllum vélakosti og sér-
fræði- og tækniaðstoð. Hið sama er að
segja um ýmis stórfyrirtæki, til dæmis
Sláturfélag Suðurlands og Flugleiðir.
Hér er um ákaflega alvarlegt mál að
ræða: Einn auðhringur hefur kverkatak á
allri helstu þjónustu opinberra aðila og
alls bankakerfisins. Ef ráðamenn IBM
yrðu óánægðir með viðskiptin við Island —
eða stjórnmálaástandið á Islandi — og
tækju þá ákvörðun skyndilega að stöðva
þjónustu sina hér á landi lamaðist á sama
augnabliki nær allt daglegt efnahagslif, öll
viðskipti banka, allra rikisstofnana,
Reykjavikurborgar og stórfyrirtækja.
Þetta erlenda stórfyrirtæki hefur
spunnið net sin um nær allt þjóðlifið, það
ræður 95% af allri töivustarfsemi i land-
inu. Þessi staðreynd er þeim mun alvar-
legri þegar þess er gætt að jafnan hefur
verið pukrast með hana; forráðamenn
fyrirtækisins smygluðu sér inn i landið.
Engin löggjöf hefur verið sett um starf-
semi þessa fyrirtækis hér á landi. Hvað
yrði sagt ef erlend stórfyrirtæki allt i einu
og án undangenginna viðræðna við islensk
stjórnarvöld og samþykktar alþingis
kæmu sér fyrir hér á landi? Hætt er við að
mörgum likaði slikt háttalag miður, einn-
ig þeim sem ella eru kannski hlynntir ál-
draumum Alusuisse og Norsk-Hydro. Að-
ferðir IBM eru hliðstæðar. Engin lög eru
til um starfsemi þess hér, aldrei birtir fyr-
irtækið opinberlega upplýsingar um um-
svif sin hér á landi, aldrei hefur það komið
fram hver gróði þess er né hvert hann fer
o.s.frv.
I borgarstjórn Reykjavikur hafa miklar
umræður orðið um þessi mál að undan-
förnu, en borgin er sem fyrr segir aðili að
fyrirtækinu Skýrsluvélar rikisins og
Reykjavikurborgar, SKÝRR. Er engu lik-
ara en að stjórn þessa fyrirtækis sé i
greipum IBM-manna og borgarstjórnari-
haldið uggir ekki að sér. Hefur nýlega ver-
ið gerður samningur um framhalds-við-
skipti borgarinnar við fyrirtækið upp á
400-500 miljónir króna. Þrátt fyrir aðvar-
anir borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins
hafa ráðsmenn ihaldsins ekki fengist til
þess að endurskoða afstöðu sina, til þess'
að spyrna gegn óeðlilegri og háskalegri
útþenslu þessa auðhrings. Forráðamenn
rikisins, þar með taldir embættismenn,
hafa og verið furðu andvaralausir i þess-
um efnumA meðan þeir sofa spinnur auð-
hringurinn net sin; i vörslu hans er að
finna allar grundvallarupplýsingar um
efnahagslif landsins, hann á aðgang að '
upplýsingum um bankaviðskipti einstak-
linga og fyrirtækja, hann getur á svip-
stundu lamað islenskt efnahagslif. A
meðan þeir sofa herðist kverkatakið æ
þéttar að ráðamönnum og landsmönnum
öllum — ef þeir ekki rumska strax fá þeir
ekki við neitt ráðið. —s.
Howard Matson er skemmt.
Hinn fullkomni
flótti
Howard Matson, blaöafull-
trúa hersins á Keflavikurflug-
velli þykir þaö hlægilegt og
fáránlegt, að Þjóðviljinn skuli
gera þvi skóna aö háttsettir
menn í setuliöinu hafi staðið að
baki flótta Christophers Barba
Smiths.
Sem stendur er þó meira hleg-
ið að Matson og öryggislögregl-
unni á Vellinum en Þjóðviljan-
um. Sagan um hinn „fullkomna
flótta” Barba Smiths er nefni-
lega annaðhvort dæmalaus upp-
spunareifari eða vitnisburður
um einstakan aulahátt.
Og Matson getur huggað sig
við þaö, að þessi tilgáta er ekki
tilbúningur Þjóðviljans heldur
byggð á viðtölum viö embættis-
menn i islenska dómkerfinu.
Það er staðreynd að i Banda-
rikjaher er við að striða alvar-
leg eiturlyfjavandamál og engin
rök virðast mæla gegn þvi aö
Keflavikurflugvöllur sé ööruvisi
hvað þetta snertir en aðrar her-
stöðvar Bandarikjamanna. Það
liggur lika fyrir að „Korkurinn”
seldi hass og fleira þviumlikt til
samlanda sinna á Vellinum og
spurningin er hverjir það voru?
Um það er blaðafulltrúinn
þögull sem gröfin og segir það
andstætt bandarisku réttarfari
aö gefa upplýsingar um mál á
rannsóknarstigi. Ekki myndu
hinir harðskeyttu fjölmiðlar i
Bandarikjunum láta sér nægja
slikt svar.
Páll hinn
landlausi
Einn hinna landlausu sendi-
herra i utanrikisráöuneytinu er
Páll Asgeir Tryggvason, deild-
arstjóri varnarmáladeildar.
Hann er sendiherra íslands i
bandarisku herstööinni á ts-
landi. Það er i sjálfu sér
skemmtileg vitleysa, en væri til
of mikils mælst aö hann notaði
nú virðingarsess sinn og
krefðist þess af yfirmönnum
hersins að öll rannsóknargögn
um „Korkinn” yrðu lögö á borð-
ið fyrir islensk yfirvöld, sam-
timis þvi sem óskað væri óyggj-
andi sannana fyrir þvi aö hon-
um hafi ekki verið komið úr
landi. Slik krafa hefur veriö til I-
hugunar i öðrum ráðuneytum,
þótt ekki hafi verið taliö fært að
taka fram fyrir hendurnar á ut-
anrikisráöuneytinu enn. Þaö er
nauðsynlegt fyrir Isl. yfirvöld að
vita hverjir voru viöskiptavinir
„Korksins” á Keflavikurflug-
velli til þess að þau geti metið
hvort verið er að gera gys aö
þeim eður ei.
Ritskoðunarvilji
1 útvarpsráði er nú töluveröur
áhugi á þvi meðal meirihluta-
manna aö láta hætta lestri úr
forystugreinum dagblaöanna.
Menn minnast þess að þegar
nýjar reglur voru settar á sl. ári
um lestur úr landsmálablöðum
komu þær verst niður á ýmsum
málgögnum vinstri hópa. Nú
hafa veöur skipast þannig i lofti
að siðdegisblöðin halda á stund-
um uppi andófi gegn stjórnarat-
höfnum helmingaskiptastjórnar
Framsóknar og thaldsins.
Þessu una stjórnarsinnar illa og
vilja bregða fæti fyrir. Nú er
engu llkara en þeim hafi borist
upp i hendurnar tækifæri, sem
þeir munu ekki láta sér úr
greipum ganga, ef að likum læt-
ur.
Utburður
útvarpsstjóra
Fyrir allnokkru sótti Halldór
Pálsson, búnaðarmálastjóri,
þaö fast að fá að svara fullyrö-
ingum I Dagblaösleiðara, sem
úrdráttur var lesinn úr i út-
varpi. Þessari beiöni var hafnað
en að forgöngu meirihlutans i
útvarpsráöi var óskað eftir lög-
fræðilegri rannsókn á þvi hver
bæri ábyrgðina á ærumeiðandi
ummælum, eða alvarlegri hlut-
drægni og rangfærslum, sem
lesnar væru I útvarp úr forystu-
Andrés Björnsson ábyrgur fyrir
ærumeiðingum I leiöurum.
greinum. Niðurstaða lögfræö-
ings útvarpsins liggur nú fyrir
og er hún i stuttu máli sú að
hægt sé aö draga útvarpsstjóra
til ábyrgðar og getur hann átt
yfir höfði sér fésektir og fang-
elsi, ef honum er stefnt. Út-
varpsráð ber hinsvegar enga á-
byrgð, þótt þaö hafi endanlegt
ákvörðunarvald um út-
varpsefnL Það er semsagt hægt
að dæma útvarpsstjóra fyrir aö
bera út áróður um menn og
málefni.
Stefnt að
öngþveiti
Þegar hefur reynt á lögskýr-
ingu lögfræðings útvarpsins.
Rikisendurskoðunin hefur feng-
ið lesna leiðréttingu á forystu-
grein Dagblaðsins, sem byggði
á grein Halldórs Halldórssonar
um Afengisverslun rikisins og
forstjóra hennar Jón Kjartans-
son. Útvarpsstjóri mun vera
þeirrar skoöunar að á meðan
leiðarahöfundar halda sig viö að
„ærumeiða” stjórnmálamenn
og -stefnur sé ekki ástæða til að
birta athugasemdir frá „æru-
meiddum”, heldur aðeins þegar
eiga I hlut fyrirtæki, félög og
einstaklingar.
En það er búið að opna fyrir
athugasemdir. Og þá koma
matsatriðin inn. Rikisendur-
skoðun fær að lýsa Halldór Hall-
dórsson ósannindamann, en
honum er neitað um vörn i mál-
inu. Nú má búast við þvi að
kröfur fari að berast i striöum
straumum um leiðréttingar við
lestur forystugreina, nú þegar
ekki sýnist hald i þvi lengur, aö
óhlutdrægni sé gætt með þvi að
lesa úr forystugreinum allra
dagblaðanna. úr þessu verður
innan tiðar algjört öngþveiti og
þá er mál fyrir stjórnarsinna að
leggja til að hætt verði lestri úr
forystugreinum dagblaðanna.
Úlfaldi úr
mýflugu
Hér er verið að gera úlfalda
úr mýflugu. Það er aðeins i ör-
fáum tilfellum aö forystugrein-
ar eru þess eölis að i þeim felist
hugsanlegar ærumeiðingar.
Nær hefði verið aö leita ráða til
þess að firra útvarpsstjóra per-
sónulegri ábyrgð á forystu-
greinalestri með breytingu á
reglugeröum og lögum. Og það
er einnig mjög ósennilegt að til
slikra málaferla komi nokkurn-
tima. Ekki fóru VL-menn i mál
. við útvarpsstjóra þótt „ærumeið
andi ummæli” að þeirra mati
væru lesin upp i útvarp. Þeir
stefndu aö sjálfsögðu ábyrgðar-
manni blaðsins og leiðarahöf-
undum. Þegar eins iögfróðir, en
þó seinheppnir menn, eins og
VL-ingar fara þessa leið er eng-
in ástæða til annars en að ætla
að aðrir „ærukærir” fari sömu
leið.
—ekh.