Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 9
Laugardagur 29. janúar 1977 þJöÐVlLJINN — SIÐA — 9 SVERRIR HÓLMARSSON SKRIFAR LEIKHÚSPISTIL LÍFSGÁTUR Sveinafélag pipulagningarmanna Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu félagsins fyrir klukkan 18 þann 31. janúar Stjórnin Auglýsingasíminn er 8-13-33 Ferskir litir faUMí umhverfi GIsli Alfreösson og Róbert Arnfinnsson I Meistara Odds Björnssonar. Meistarinn eftir Odd Björnsson á kjallarasviöi Þjóöleikhússins Leikstjóri: Benedikt Arnason. Leikmynd: Birgir Engilberts. Aöalpersónan i þessu nýja leik- riti Odds Björnssonar er örvasa karlhlunkur sem naumast getur staulast um óstuddur, enda kom- inn á grafarbakkann. Hann raus- ar mestallt verkiö i gegn um lifiö, skáldskapinn, konur, lifsgátuna og þar fram eftir götunum, við nýja lækninn á staönum, sem kemur til þess aö skoöa hann en veröur þess i staö drykkjunautur hans og skáldbróöir, erfingi aö meistarastykki hans, konu hans og að lokum dauöa hans. Oddur hefur sjálfur kallað leik sinn gestaþraut, og vissulega inni- heldur hann ákveðna ráögátu, sem hlýtur að veröa hverjum áhorfanda umhugunarefni, en hollast aö hver hafi sina lausn fyrirsig. Þaö sem máli skiptir er aö Oddur leiðir hér fram raun- veruleg viöfangsefni og gerir þeim skil án þess aö detta niöur i flatneskju eöa hefja sig upp i rembing. Slikt er ævinlega guös- þakkarvert. An þess ég vilji þröngva þeirri skoöun uppá nokk- um mann get ég ekki stillt mig um aö nefna, aö eftir þvi sem leiö á leikritiö og einkum eftir umskiptini lokin, sóttiþaömjög á mig að lausn krossgátunnar væri i þvi fólgin að ungi maöurinn og gamalmennið séu i rauninni einn og sami maðurinn á tveimur aldursskeiðum. Og kom þá upp i huga mér kvæðiskorn eftir Yeats, sem ég læt fljóta hér með til skemmtunar: GIRL’S SONG. I went out alone’ To sing a song or two, My fancy on a man, And you know who. Another came in sight That on a stick relied To hold himself upright I sat and cried. And that was all my song — When everything is told, Saw I an oid man young Or young man old? Leikrit Odds hafa gjarnan ein- kennst af frumlegum og smelln- um hugmyndum sem hann setur fram I sérkennilegum og oft m jög virkum stil. Hann hefur næmt auga fyrir leikhúsi og næmt eyra fyrir samtölum sem lifna á sviði. Hins vegar hefur oft skort á út- haldið i verkum hans, honum hef- úr stundum ekki fylliíega enst ör- endið til aö leiöa verkin fyllilega til lykta. Þetta nýjasta verk hans er um margt sama markinu brennt. Það er sérkennilegt og þónokkuö frumlegt, langar og endurtekningasamar orðræður hins örvasa og fordrukkna gamalmennis búa yfir töluverðu seiömagni og viða eru verulega hrifandi sprettir i leikritinu. Þaö er hins vegar eins og einhvern herslumun vanti til aö hér sé al- veg fullskapað verk á feröinni. Þaö er reyndar alls ekki óhugs- andi að uppsetningin eigi hér ein- hverja sök. Það var eins og hún gerði ósköp litiö til aö auöga text- ann sjónrænt eöa skapa verkinu áhrifamikla hrynjandi. Það var erfitt að koma auga á aö leik- stjórinn hefði unniö eftir ákveö- inni hugmynd eða stefnt aö ljósu markmiöi. Skarpari, áherslurik- ari sviðsetning hefði eflaust getaö skerpt textann til muna. Að visu er hlutur leikaranna allgóður. Róbert nýtur sin frá- bærlega vel i hlutverki meistar- ans — nær verulegum meistara- Lökum á þessum karlskrögg. Margrét Guðmundsdóttir er af- skaplega sterk i litlu en veiga- miklu hlutverki konunnar. Gisli Alfreðsson á dálitið erfiðan leik framan af, þarf aö hlusta mestan- part timans, sem er eitt það örö- ugasta sem leikari kemst i, en sækir mjög i sig veöriö þegar fram i sækir og kemur út skemmtilega sterkur i lokin. Það er trúa min aö Oddur Björnsson hafi að mörgu leyti frumlegasta gáfu þeirra leikrita- löfunda sem nú skrifa á tslandi. Meistarinn er staðfesting þess aö Bddur er enn að auka. viö sig og vib megum vænta frekari afreka if hans hendi þegar fram liða stundir. Sverrir Hólmarsson. Málum til að prýða híbýli og umhverfið, hressum upp á utlitið með nýjum KÖPAL litum úr KÖPAL litabókinni. Veljum litina strax og málum svo einn góðan veðurdag. Kópal Þaóermálning málninghlf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.