Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 12
12 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. janúar 1977
Stórkostlegur leikur islenska liðsins i gærkvöldi:
Botnlaiis keyrsla
í vörn og sókn
gaf góðán sigur
Tékkarnir fengu engum vörnum við komið þrátt fyrir
dygga aðstoð þýsku dómaranna og islendingar sigruðu
Þaö var gaman að sjá til
íslenska liðsins í gærkvöldi
i siðari leiknum gegn tékk-
um. Strákarnir keyrðu á
fullu allan tímann, léku af
mikilli skynsemi og tóku
fastar á tékkunum en í
fyrri leiknum. Enda þótt
veikleiki væri í miðjuvörn-
inni framan af náðu tékk-
arnir aldrei í leiknum yfir-
höndinni og eftir æsispenn-
andi lokamínútur tryggði
islenska liðið sér tveggja
marka sigur. Það gekk
maður undir manns hönd
að þessu sinni, einstakl-
ingsframtakið var í lág-
marki liðið vann sem ein
heild og uppskeran lét ekki
á sér standa. Tékkarnir,
sem sýndu mun betri leik
en í fyrra skiptið, fengu
ekki við neitt ráðið og stóðu
ráðþrota frammi fyrir
glæsilegum leik íslenska
liðsins. Já, það var stemn-
ing í höllinni í gærkvöldi og
Björgvin Björgvinsson stóö
allan leikinn á linunni og barö-
ist þar viö sterka og grófa
tékkneska varnarmenn.
Sannarlega er hann ekki
öfundsveröur af sinu hlutverki
og kannski vorkennir maöur
honum einna helst yfir þvi aö
bíöa eftir boltanum heilan ieik
og fá hann ekki nema tvisvar
eöa þrisvar.
— Nei, blessaöur vertu, ég
er alltaf ánægöur á meöan
þeir þurfa aö eyöa heilum
manni i aö passa mig. Viö
byggjum okkar leik upp á
ekki var hún minni í bún-
ingsherbergi íslenska liðs-
ins að leik loknum. Menn
voru yfir sig ánægð-
ir.... þreyttir, en alsælir
með afrakstur kvöldsins.
Það var Þorbjörn
Guðmundsson, sem gaf landan-
um tóninn strax á fyrstu minútu
með fallegu marki. Drengurinn
sá átti eftir að vera i sviðsljósinu
allt kvöldið, þvi hann átti þarna
sinn langbesta landsleik. Fjögur
mörk skoraði hann i fyrri hálfleik
og margoft braust hann i gegn á
likamsstyrk sinum og skaphörku.
Vaxandi leikmaður a tarna og
sjálfstraustið eykst með hverjum
leik.
Tékkarnir jöfnuðu strax metin
og þeir jöfnuðu siðan aftur 2-2, en
eftir það sigldi islenska liðið fram
úr. I leikhléi var staðan 14:12 og
hafði landinn þá skorað jafn mörg
mörk og i öllum fyrri leiknum
gegn tékkunum. Geir var i essinu
sinu, raðaði inn mörkunum (5
stórfalleg) og batt allt spil liðsins
saman. Hann er greinilega heil-
inn i sóknarleiknum og að þessu
sinni lét hann sér ekki nægja að
mata félaga sina heldur braust
hann sjálfur i gegn og var þá ekki
hornamönnum og útiskyttum,
svo aö mitt hlutverk er fyrst
og fremst aö trufia vörnina og
blokkera fyrir hina strákana.
Á meöan þaö tekst er ég
ánægöur, og ef viö vinnum leik
er mér nákvæmlega sama
hvert mitt hlutskipti er... Og
þaö var gaman aö þessu I
kvöld.
Ég náöi skemmtilegri sam-
vinnu viö Geir I fyrri hálfleik
og skoraöi auk þess tvo mörk
sjálfur, Þannig aö fyrirmig
var þessi leikur i alla staöi
hinn ánægjulegasti. — gsp
að sökum að spyrja. Tvö vftaköst
fiskaði Geir i fyrri hálfleik auk
markanna sinna fimm, og úr
þeim báðum skoraði Jón Karls-
son af öryggi.
Þáttur Jóns má aldeilis ekki
gleymast. 1 leikjunum gegn tékk-
um tók hann samtals tiu vitaköst
og skoraði úr þeim öllum, og i
gærkvöldi reif hann sig lausan
hvað eftir annað eftir að Geir var
tekinn úr umferð. Afraksturinn
varð þrjú mörk til viðbótar við
vitaköstin fjögur og stóð „Ponni”
svo sannarlega fyrir sinu að
þessu sinni.
Og það gerðu fleiri. Of langt
mál er að telja upp einstök afrek
þeirra allra, en ekki má þó láta
staðar numið án þess að geta
Björgvins Björgvinssonar. Hann
þvældist og barðist um á linunni
allan leikinn, átti tvö skot að
marki og skoraði úr báðum, en
fyrst og fremst blokkeraði hann
skemmtilega fyrir Geir i fyrri
hálfleiknum. Tékkarnir lögðu
mikla áherslu á að geta Björg-
vins, slepptu honum aldrei laus-
um og um leið opnaðist fyrir úti-
spilarana. Það ber ekki mikið á
Björgvini i þessu þófi, en hann
vinnur þó meira fyrir liðið en
flestir aðrir.
En i gærkvöldi var það i heild-
ina óvenju samstætt og baráttu-
glatt islenskt lið sem þeyttist um
fjalir Laugardalshallar. Vörnin
var til mikillar fyrirmyndar er á
leið, eftir að lekinn i gegnum
miðjuna hafði verið stöðvaður, og
enda þótt þýsku dómararnir
flautuðu látlaus friköst á islensku
vörnina tókst þeim ekki að hjálpa
tékkum til sigurs. Undir lokin
sóttu útlendingarnir þó langtim-
um saman án nokkurs árangurs
og i staðinn fyrir að fá dæmda á
sig leiktöf var flautað frikast á
landann I hvert sinn sem hann
vogaði sér að snerta andstæðing
sinn ... og það þurfti jafnvel ekki
svo mikið til. Þetta voru
hörmungardómarar, en islend-
ingar svöruðu af skynsemi og
héldu sér vakandi i vörninni allan
timann.
Og að venju brást Ólafur Bene-
diktsson ekki. Tólf sinnum varði
hann i þessum leik... og það voru
engir „banaboltar” sem bárust
frá -tékkunum. Hörkugóðar skytt-
ur þeirra sendu sannkölluð fall-
byssuskot á markið, en Ólafur
kann sitt fag trúlega betur en
flestir aðrir markmenn i heimin-
um.
„Ég er alltaf ánægður
ef við bara vmmim”
— sagði Björgvin eftir
þvælinginn á linunni
„Við æfum tíu sinnum
meira en oftast áður”
— og dæmið er greinilega að ganga upp
hjá okkur, sagði Geir Hallsteinsson
— Viö æfum tlu sinnum meira
en oftast áður, ef þá nokkru
sinni fyrr, sagði Geir Hali-
steinsson að leik loknum, — og
árangur þess erfiðis er núna að
koma i ljós. Við höfum unnið
bæði póiverja og tékka og ég er
viss um að betra veganesti fyrir
Austurrikisferðina er ekki hægt
að fá. Þetta er aö koma hjá okk-
ur, leikurinn I kvöld var frábær
og það eina sem vantar er meiri
hraða I sóknarkerfin.
— Jú, það er erfitt að spila á
móti tékkunum. Þeir eru ieiðin-
lega grófir, og lúmskir eftir þvi.
Þetta er ekkert nema kurteisin
uppmáluð þegar þeir berja
mann hvað eftir annað með
krepptum hnefa. Það hefur svo
sem fokið i mann af minna til-
efni heldur en I kvöld.
-gsp
Þorbjörn Guömundsson vex með hverjum landsleik og I gærkvöldi
sýndi hann af sér mikið haröfylgi og baráttugleði. Það mæddi mikið á
þessum unga landsliðsmanni, en hann kiknaði siður en svo undan álag-
inu. Myndina tók —eik i gærkvöldi.
Eins og áður segir var staðan i
leikhléi 14:14. En þá gripu dóm-
ararnir i taumana, auk þess sem
slæmur kafli kom hjá landanum.
Staðan breyttist i 18:18, enda var
Geir nú tekinn nr umferð og is-
lenska sóknin ofboðlitið ráðvillt.
Jón Karlsson hafði fram að þessu
skorað þrjú af fjórum mörkum
Islands i seinni hálfleik, og er
staðan var 18:18 reif hann sig
lausan, óð i gegnum tékkneska
varnarmúrinn... og fiskaði viti.
Jón tók það sjálfur ... og skoraði!
19 :18 og isinn var brotinn. Jón
skoraði 20:18 og islenskur sigur
var nánast i höfn.
Stórleikur hjá Jóni i siðari hálf-
leik, en i þeim fyrri kom hann
,ekki inn á nema til þess að fram-
kvæma vitaköstin. En landsliðs-
fyrirliðinn brást ekki er Geir fékk
á sig „frakka” og landinn hélt
sinu striki frá fystu minútu til
hinnar siðustu.
Mörk Islands: Jón Karlsson 7 (4
viti), Geir Hallsteinsson 5, Þor-
björn 5, Björgvin 2, Viðar lú
Tékkneska liðið var að venju
nokkuð jafnt, enginn einn skorar
áberandi meira en annar, skytt-
urnar þeirra tvær, númer 3 og 15,
ógnuðu þó alltaf verulega og voru
virkar i spilinu. —-gsp
Sjö þyngdarflokkar
á afmælismóti JSI
Sunnudaginn 30. janúar fer
fram fyrsti hluti Afmælismóts
Judosdmbands tslands. Keppt
verður i þyngdarflokkum karla —
sjö flokkum samkvæmt hinni
nýju þyngdarflokkaskiptingu sem
tók gildi um áramótin.
Þetta er i fyrsta sinn sem
keppni einstaklinga i öllum þess-
um þyngdarflokkum er háð hér á
landi, en fyrr i mánuðinum fór
fram Sveitakeppni JSl þar sem
keppt var i 7 manna sveitum.
Allir bestu judomenn landsins
keppa á mótinu á sunnudag og er
búist við mjög góðri þátttöku
Nýja þyngdarflokkaskiptingin
örvar mjög þátttökuna þar sem
fleiri fá nú góð tækifæri en áður
og keppnin verður jafnari og
harðari. Judomenn hafa æft mjög
vel i öllum judofélögunum i vetur
og verður keppnin áreiðanlega
spennandi á þessu fyrsta stórmóti
vetrarins i judo.
Keppnin verður i Iþróttahúsi
Kennaraháskólans og hefst kl.
14.00.
1 byrjun febrúar verður svo
keppt i flokkum kvenna og ung-
linga og i opnum flokki karla á
Afmælismótinu.
Glímumót með
nýju sniði í dag
Glimusamband tslands gengst I
dag fyrir glimumóti, sem nefnt er
— Miðsvetrarglima GSt — Þetta
mót er nokkuð sérstakt að þvi
leyti að útsláttarfyrirkomulag
veröur viðhaft i keppninni. Hverj-
ir tveir glima tvær glimur og sá
sem tapar þeim báðum er úr og
eins ef hann fær aðeins 1/2 vinn-
ing gegn 1 1/2. Vinni hvor kepp-
andi sitt hvora glimuna, skal
glima 3ju glimuna og þá án tima-
lengdar.
Flestir bestu giimumenn lands-
ins verða meðal þátttakenda,
þ.a.m. bræðurnir Pétur og Ingi
Ingvasynir, Guðmundur Freyr
Ilalldórsson og Guðmundur
Ólafsson.
Keppnin fer fram i iþróttahúsi
Vogaskólans og hefst kl. 16.30 i
dag. — S.dór