Þjóðviljinn - 29.01.1977, Page 13
Laugardagur 29. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 13
Bárdur Danlelsson lýsirdómum
og dómsforsendum.
Menn hlusta á ræöu Báröar Danlelssonar fyrir sýningu.
Hlýtt á dómsorö og kynningu i störfum dómnefndar, — fyrir
opnun sýningar.
Skipulagskeppni
Vestmannaeyjabœjar
(Jrslit skipulagssamkeppni
fyrir Vestmannaeyjabæ voru
gerð heyrum kunn hinn 23. jan.
s.l. Þessi dagur var valinn sem
skiladagur úrslita úr þessari
keppni vegna þess, að þá voru
liðin rétt 4 ár síðan eldgosið á
Heimaey hófst og öll sú eyöi-
legging og eiturmóða, sem þvi
fylgdi, þar sem heimili og æsku-
stöðvar fjölda manns var svo
gersamlega þurrkað út af jörð-
inni að engin leið er að benda á
hvar það stóð. En nálægt 300 hús
auk túna og sögustaða eru nú
grafin i iður jarðar.
Viðlagasjóður var stofnaður
til þess að reyna eftir megni að
bæta það, sem bætanlegt var af
þessum glötuðu verömætum,
þótt fáir muni telja sig hafa
fengið í bætur jafnvirði þess er
þeir misstu. Um það veröur þó
ekki deilt, að Viðlagasjóður hef-
ur lyft þvl Grettistaki í úrbótum
og við endurreisn Heimaeyjar,
aö enginn, sem ekki hefur fylgst
Litiö eitt dr tillögu 1. verölauna hafa
náið með þeim málum, getur
imyndað sér hve stórt það átak
var.
Einn þáttur þessarar við-
reisnar er skipulagssamkeppni,
þar sem byggja þarf sæg nýrra
húsa, sem mikilvægt er að fari
sem best úr hendi og haganleg-
ast. Það var þvl vel við hæfi, að
bæjarstjóm bauð til hádegis-
verðar I samkomuhúsi Vest-
mannaeyja stjórn Viðlaga-
sjóðs, sem nú er niöur lagður,
dómnefnd skipulagskeppninn-
ar, bæjarfulltrúum, bygginga-
nefnd, o.fl. Mætti kannski i og
með telja þetta kveöjusamsæti
meö stjórn Viölagasjóðs. Og i
þvi tilefni afhenti Helgi Bergs,
fyrrverandi formaður stjórnar
Viðlagasjóðs,Vestmannaeyjabæ
eitt eintak af heimildakvikm ynd
um sögu eldgossins, björgunar-
starfinu og endurreisnarstarf-
inu fram til þessa dags. Mynd-
ina gerði Heiðar Marteinsson
o.fl. Var myndin sýnd boðsgest-
um i samkomuhúsinu eftir
snæðing og töldu flesti hana vel
tekna og vel uppbyggða, með
tilliti til þess hversu margþættu
og óliku efni, sem nær yfir f jög-
urra ára timabil, er komið fyrir
á stuttri filmu.
Að kvikmyndasýningunni lok-
inni var haldið upp I hið nýja
Safnhús, sem enn er ekki nærri
lokið við, og skoðaðar skipu-
lagstillögurnar, yfir 30 talsins.
Dómnefndarmenn voru:
Bárður Danielsson, fyrir skipu-
lagsstjóra, Vilhjálmur Hjálm-
arsson, fyrir arkitektafélagið,
Páll Zóhoniasson bæjarstjóri og
Jóhann Friðfinnsson, bæjarfull-
trúi, skipaðir af bæjarstjórn
Vestmannaeyja, og Eric Adler-
kreutz, skipaður af arkitektafél-
lögum á norðurlöndum. Fyrir
sýningu lýsti Bárður Danielsson
störfum dómnefndar og þeim
forsendum, semhún byggði mat
sitt á.
(Jrslit keppninnar urðu þau,
að fyrstu verðlaun hlaut norsk
kona, sem býr i Kanada, Elin
Corneil að nafnL og voru verð-
launin 60 þús.kr. d. Tillaga
þeirra Gunnars Inga Ragnars-
sonar verkfræðings, Gylfa Guð-
jónssonar arkitekts, Sigurþórs
Aðalsteinssonar arkitekts og
Valdisar Bjarnadóttur arki-
tekts fékk önnur verðlaun, 35
þús.kr. d. og þriðju verðlaun, 25
þús. kr. d. hlutu arkitektarnir
Ole Bergman, Per Seiving og
Janne Svensson,en þeir eru allir
sænskir.
Auk hinna þriggja verðlauna-
tillagna var ákveðið að kaupa
fimm tillögur, þvi flestar tillög-
umar mega teljast meira og
minna snjallar, en talið einsýnt
aðengin ein yrðitekin óbreytt og
þvi ástæða til að sameina það
besta úr fleiri tillögum.
Sýningin verður opin þessa
viku.
þm/mhg
STÓR—ÚTSALA Q
Opið ídag kl. 10-7. Á morgun kl. 1-7 og alla næstu viku frá kl. 1-6.
A .. 1 • CI -vtl/ i ■ • Inni C rtrl n Knnrl RílaionnaKntai* I íiiA nnlluA ÍAnni
Opið ídag kl. 10-7. Á morgun kl. 1-7 og alla næstu viku frá kl
A íitsölnnni Flækjulopi Endaband Bílateppabútar
Hespulopi Prjónaband Teppabútar
Flækjuband Vefnaðarbútar Teppamottur
Litið gölluð teppi
Fatnaður
Og ýmislegt fleira
ÁLAFOSS HF., MOSFELLSSVEIT
m
Frábær
harðfiskur
HJALLFISKUR
Ljúffengur — Bætiefnarikur —
Styrkir tennurnar
Harðfiskur — Saltfiskur Mareneruð sild —
Fryst ýsuflök
HJALLFISKUR HF.
i
Hafnarbraut 6 Kópavogi Sími 40170.