Þjóðviljinn - 17.03.1977, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1977
DEILT UM ORKUSÖLU TIL ERLENDRAR STÓRIÐJU
HÆTTUM MEÐGJOF MEÐ
ORKUNNI
Steíngrímur víxlaður á
skeiðinu, sagði Páll Péturs-
son um flokksbróður sinn
Miklar umræöur uröu á Alþingi
i fyrradag um orkusöiu til orku-
freks iðnaðar.
A dagskrá var tillaga tveggja
þingmanna Framsóknarflokks-
ins, Páls Péturssonar og Ingvars
Gislasonar, um bann viö sölu á
orku fyrir minna en „meöalfram-
leiðslukostnaöarverð”.
Tillagan I heild er á þessa leiö:
„Alþingi ályktar að eftirleiöis
sé óheimilt aö gera samninga um
raforkusölu til orkufreks iönaöar
nema þeir séu þannig úr garöi
geröir aö tryggt sé aö ætiö sé
greitt meða1framleiöslu-
kostnaöarverö fyrir heildarfram-
leiðslu raforku i landinu, þannig
aö öruggt sé aö islendingar þurfi
aldrei aö greiöa niöur orkuverö til
orkufreks iönaöar.
Þessi trygging sé þannig úr
garöi gerð aö verölag raforku sé
endurskoðaö árlega og samninga
sé óheimilt að gera til mjög langs
tlma.”
Páll Pétursson mælti fyrir til-
lögunni og sagöi m.a.:
Dapurleg reynsla af
orkusölu til stóriðju
Dapurleg reynsla af samning-
um þeim, sem islendingar hafa
gert um sölu á raforku til orku-
freks iðnaöar, gerir það brýna
nauðsyn að Alþingi taki af skarið
um það að þannig sé óheimilt aö
leggja drög að samningum. Það
hefur verið leiðarljós islenskra
samningamanna að reikna út af
mikilli bjartsýni orkuverð frá
hverju orkuveri, sem i byggingu
hefur verið fyrir sig, og gera
siöan samninga til mjög langs
tima um sölu á mestallri orkunni
á þvi verði sem þeir vonuðu að
hægt yrði að framleiða hana i
orkuverinu og verðjafna við eldri
virkjanir sem afskrifaðar voru.
Að sjálfsögðu hafa orkuverin si-
fellt orðið dýrari, orka frá Sig-
ölduvirkjun dýrari en frá Búr-
fellsvirkjun, Hrauneyjafoss-
virkjun dýrari en Sigölduvirkjun
og orka frá Kröfluvirkjun kann að
verða nokkru dýrari i framleiöslu
en ráðherra spáði þegar hafist
var handa um framkvæmdir við
Kröflu. Þessari þróun valda ýms-
ar ástæður. Verðbólga hefur verið
i veröldinni, vaxtakjör sifellt
óhagstæöari, hagkvæmustu
virkjunarvalkostirnir væntanlega
teknir fyrst, ófyrirsjáanleg atvik
geta hent i náttúrunni, þannig að
næsta virkjun verður dýrari
þeirri seinustu.
Samningar þeir, sem gerðir
hafa verið — meira að segja viö
fyrirtæki i eigu útlendinga, hafa
verið á þá lund að rafokunotendur
hafa fyrr en varir verið farnir að
greiða niður raforkuverð til stór-
iöjunnar. Svo er nú komið, að
orkuverð til stóriðju er hér veru-
lega lægra en I nálægum löndum,
t.d. helmingi lægra en I Noregi.
Heimildir frá norska
Stórþinginu
Norðmenn hafa sett löggjöf um
orkusölu Statskraftverkene til
orkufreks iðnaðar, og gera þeir
ráð fyrir ákveönu lágmarksveröi
(áætlað 6 aurar 1.1. 1976 við
stöðvarvegg) og breytist það
siðan árlega samkvæmt
kostnaðarbreytingum.
Þrátt fyrir það, að norðmenn
ákveði lágmarksverö á stóriðju-
raforku svo miklu hærra en is-
lendingar gera samninga um, þá
er raforkuverð I Noregi sam-
kvæmt upplýsingum Sambands
isl. rafveitna 11.1.1976 til
heimilisnotkunar 5.29 pr. kwst.,
en á Islandi (meðaltal á landinu)
12,54 kr. kwst. og heildsöluverð i
júni 1976 miðað við 100 gwst. og
4500stunda nýtingartima i Noregi
1.89 kr. á móti 3.28 á Islandi.
Páll vitnaði þessu næst til
heimilda frá norska Stórþinginu,
sem hann hafði aflað sér og
sagði:
I reglum þeim sem settar eru i
Noregi er gert ráð fyrir eftirtöld-
um atriðum, þegar um er að ræða
samninga geröa 1976:
1. Fastkraft: — verð 1. jan. 1976 6
aurar norskir uppspenntir við
stöðvarvegg.
2. Fastkraft med avbrudds
klausul: þ.e. með 6 mánaða
gagnkvæmum uppsagnarfresti
— verð það sama og fyrir for-
gangsorkuna eða 6 aurar
norskir.
3. Ikke garanteret kraft — það er
samkv. dómi orkumálastjóra
það sem kallað er afgangsorka
I járnblendisamningnum.
Verðiðá samkv. norsku reglun-
um að vera 75% af forgangs-
orkuverði.
4. Tilfeldig kraft — óbreyttar
reglur.
5. Indexregulering av kraftpris
en, þ.e. leiðrétting á orku-
veröinu. Verðið skal leiðrétt-
ast upp eöa niður á hver ju ári
og fylgja norsku heildsöluvisi-
tölunni 100%. Þö skal leiörétt-
ingin ekki vera á sama ári
nema 5%. En ef hækkun visi-
tölunnar er samanlagt i 3 ár
meiri en 15%, þá á að endur-
skoða hækkunarákvæðin og
láta þau verka til framtiðar. Þá
skal undir öllum kringum-
stæðum endurskoða vísitölu-
ákvæðin 1. janúar 1985.
6. Greiðsluskylda er fyrir alla
forgangsorku og forgangsorku
með uppsagnarfresti.
7. Samningarnir falla úr gildi
1996.
8. Magn orku til hvers einstaks
fyrirtækis má skiptast í 70%
forgangsorku og30% Ifastkarft
með afbruddsklausul og ikke
garanteret kraft.
Þar 6 aurar við stöðvar-
vegg. Hér 3,5 aurar við
verksmiðjuvegg á
Grundartanga
Þá eru nokkur fleiri ákvæði
sem ég hirði ekki um að rekja
hér. Þó get ég ekki annað en nefnt
ákvæðin um orkuflutninginn, sem
kaupendur eiga að greiða sér-
staklega frá stöðvarvegg til verk-
smiðju. — Fyrir flutning á orku á
aö greiða a.m.k. 8% af orku-
veröinu plijs 1% fyrir hverja
byrjaöa 10 km., sé um lengri leiö
en 50 km. aö ræöa.
Ég vil geta þess að minnihluta
iðnaðarnefndar norska stórþings-
ins þóttu reglur þær sem hér hafa
verið raktar ekki nógu strangar
oglagðiminnihlutinntilað gengið
yrði út frá 6.5 aura gjaldi fyrir
kw.stund.
Þetta eru fróölegar reglur fyrir
okkur aö athuga, — sérstaklega
með tilliti til þeirra samninga
sem viö höfum gert og erum að
gera um orkusölu til stóriöju
meira að segja erlendrar.
Ég vitna i fyrsta lagi til
samnings við Járnblendifélagið
semhér ertilafgreiðslu i þinginu;
þar er gert ráð fyrir að selja
orkuna á 3,5 aura norska flutta aö
verksmiðju, en ekki 6 við stöðvar-
vegg. — Hækka siðan um 1/2 eyri
Ingólfur
Steingrimur
Siguröur
Garöar
þingsjá
1982 og sérstaklega tekið fram að
sá hálfi eyrir hækki ekki á tima-
bilinu — og siðan hækkar grunn-
verðið fimmta hvert ár sam-
kvæmt úreltum norskum reglum
um samninga, sem gerður voru
1962-1972. Það er nú meiri snilld-
in.
Álverið greiðir 1/3 af
norska verðinu
Þá er rétt að vikja að raunasög-
unni um Alverið i Straumsvik.
Þaö er að segja þeirri sögunni
sem fjallar um raforkusölu til Al-
versins. Þetta fyrirtæki hefur á
undanförnum árum notað meira
en helming af allri tiltækri raf-
orku landsmanna, en það gjald
sem fyrir raforkuna hefur komið
erinnan viö 10% af þeirri heildar-
upphæð sem goldin hefur verið
fyrir rafmagn á lslandi. Þetta
rafmagn er nú greitt um 76-80
aurum Islenskum.
Samkvæmt upplýsingum Sam-
bands isl. rafveitna 11.1.1977 var
meðalheildsöluverð á íslandi i
júni 1976 miðað við 100 Gwh. og
4500 stunda nýtingartima 3.28 en
ekki 0,76. — 1 Noregi var heild-
söluverð 1.89. Þetta gefur nokkra
hugmynd af ástandinu.
Verulegar umræður hafa orðið
undanfarið um orkusölu Lands-
virkjunar.
Saga verðhækkana á raforku
frá Landsvirkjun er lærdómsrik.
Alversverðið hefur ekki hækkað
nema litið eitt frá þvi að
samningurinn var gerður 1966 en
á sama tima hefur Landsvirkjun
orðið að margfalda verð til is-
lenskra dreififyrirtæk ja.
Prófessor GIsli Jónsson hefur birt
fróðlega útreikninga um orkusölu
Landsvirkjunar, þeim hefur ekki
verið hnekkt, þráttfyrir andmæli.
Við eigum að nýta ork-
una sjálfir — ekki að
borga með henni til út-
lendinga
Páll Pétursson minnti siðan á
þá niðurstöðu Gisla Jónssonar
prófessors, aö við hefðum borgað
1232 miljónir króna með orkunni
til álversins á árunum 1974-1976.
Pállsagði,aö þótt tillagan gerði
ráð fyrir banni við orkusölu undir
meðalframleiðslukostnaðarverði,
þá væri ekki þar með ætlunin að
bregöa fæti fyrir innlend þjóð-
þrifafyrirtæki svo sem Aburðar-
verksmiðjuna. Þeirra hag mætti
bæta eftir öðrum leiðum. Þing-
maðurinn kvaðst gera mjög stór-
an mun á þvi, hvort um væri að
ræða fyrirtæki I eigu islendinga,
eða erlent fyrirtæki. Hann lýsti
andstöðu sinni við erlenda stór-
iðju og sagði að raforkumála-
stefna okkar hafiverið röng, og sé
röng. Virkjunaráfangar eiga að
vera minnij þannig að ekki þurfi
að selja útlendingum hluta
orkunnar og að okra á þeim hluta
sem islendingar kaupa.
Við eigum að virkja þar sem
óbætanleg spjöll eru ekki unnin á
náttúru landsins, virkja fyrir
okkur sjálfa og leggja nú megin-
áherslu á samtengingu dreifi-
kerfisins og styrkingu þess,
þannig að við getum notað orku-
lindirnar sjálfir og dreift orkunni
um landið.
Flutningsmenn telja að núver-
andi ástand sé óviðunandi og
óhjákvæmilegt sé að Alþingi setji
reglur sem tryggi þaö að aldrei
geti komið til þess að almennir
notendur greiði niður raf orkuverð
til orkufreks iðnaðar og glati
þannig þvi hagræöi sem við ætt-
um að'geta haft af okkar dýrmætu
orkulindum.
Ingólfur og öfugmælin
Ingólfur Jónsson tók næstur til
máls. Hann sagði að þessi tillaga
væri harla einkennileg og að
ekki væru likur á að hún næði
fram að ganga. Þegar Páll hefði
talað um dapurlega reynslu af
orkusölunni til álversins, þá væri
það öfugmæli, og annað eins öfug-
mæli, sagðist Ingólfur ekki hafa
áður heyrt. Orkusalan til álvers-
ins gerði okkur kleift aö eignast
stórvirkjun á 20-25 ár,árum.
Ingvar Gislason, annar
flutningsmanna tillögunnar, sagði
að tillögunni væri ætlað aö
tryggja, að orkufrekur iðnaður
fái ekki orku til kaups undir
framleiðslukostnaðarverði, sam-
anber álveriö. Samningarnir
við álverið hafi borið vott um
barnalega kaupsýslu og vanmat á
gæðum landsins. Samið var um
að selja Alusuisse orkuna á lægra
verði en nokkurs staðar þekktist
þá, ogbindaþaðfasti 45 ár, nema
endurskoðun mætti þó fara fram
á 10 ára fresti, en fyrst aö 18 árum
liðnum.
Steingrimur gegn
flokksbræðrum
Steingrimur Hermannsson
kvaðst að visu geta tekið undir
ýmislegt i tillögunni, en kvaðst
hins vegar andvigur þvi að binda
hugsanlega orkusölu við „meðal-
framleiðslukostnaöarverð”, sem
lágmark, — en þaö er meginefni
tillögunnar.
Steingrimur taldi, að i ýmsum
tilvikum gæti veriö rétt aö selja
orkuna undir meðalframleiðslu-
kostnaðarverði.Hér yrði m.a. að
hafa I huga muninn á forgangs-
orku og afgangsorku. Norðmenn
eiga kost á að nýta sina afgangs-
orku alla, vegna samtengingar
þeirra kerfis við raforkukerfi
annarra landa i Vestur-Evrópu.
Við búum við aðrar aöstæöur.
Þingmaðurinn kvaðst gjarnan
vilja fá hærra orkuverð frá álver-
inu, en sú fullyrðing að álverið
stæði ekki undir framleiðsiu-
kostnaði orku frá Búrfellsvirkjun
væri röng. Það stæði hins vegar
ekki undir framleiöslukostnaði
nýrri virkjana, sem væri dýrari.
Fulltrúi Alþjóðabankans
fylgdist með samningunum við
Alusuisse frá upphafi til enda, og
bankinn tók ekki i mál að lána til
Búrfellsvirkjunar, nema þessir
samningar um orkusölu yrðu
gerðir. Þarna var um það að
ræða, hvort okkur átti að takast
aö virkja við Búrfell, og það
mætti vel vera að hér væri orku-
skortur, ef ekki hefði verið farin
þessi leið.
Til járnblendiverksmiöjunnar
væri ráðgert að selja forgangs-
orkuna á lOmill (tæpar 2 krónur)
og afgangsorkuna á 25% af þvi
verði.
Steingrimurtaldi geta komið til
greina aö byggja upp eitt og eitt
stóriðjufyrirtæki. Mengun þyrfti
að varast,en umræður um meng-
un væru oft i æsingatón.
Norðmenn hafi leyft erlendum
aðilum að virkja I Noregi með
þeim skilmálum að norska ríkið
eignaðist virkjanirnar eftir 40-50
ár. Þingmaðurinn kvaðst ekki
kannast við það, að norðmenn
sæju eftir fyrri samningum um
uppbyggingu stóriðju I Noregi.
Nú væri hins vegar vatnsafl I
Noregi orðið af skornum
skammti og það væri ástæðan
fyrir þvi, að nú ýttu norðmenn
frekar frá nýjum orkufrekum
iðnaði. Hér á landi væri hins veg-
er allt annað ástand i þessum efn-
um.
Sigurður um hneykslið i
Straumsvik
Sigurður Magnússon talaði
næstur. Hann taldi sjálfsagt að
gera mikinn greinarmun á er-
lendum fyrirtækjum og orkufrek-
um iðnaði i eigu landsmanna
sjálfra. Hæpið væri að útiloka
innlendan iðnað frá hugsanlegum
Ivilnunum varðandi orkuverð, —
en flutningsmenn tillögunnar
væru vafalaust fyrst og fremst
með erlend fyrirtæki i huga, svo
sem fram kæmi i greinargerð og
ræðum þeirra.
Sigurður sagöi það næsta furðu-
legt, að sjá Ingólf Jónsson koma
enn I ræðustól Alþingis og reyna
að réttlæta álsamningana frá
1966. Svo virðist sem Ingólfur vilji
á engar staðreyndir hlusta.
Alsamningurinn hafi ekki bara
verið hneyksli að einu leyti,
heldur að öllu leyti. — Það sé nú
aö koma æ betur I ljós.
T.d. hafi verð á orkunni til ál-
versins árið 1966 (er rekstur
hófst) verið 68% af þvi verði, sem
rafveiturnar þurftu að greiða.
1970 fór verðið niður I 49%
1971 var það 39%
1972 var það 40%
1973 var það 34%
1974 var það 27%
og 1975 var það 24%
Orkuverðiö, sem álverið
greiddi Landsvirkjun fyrir hverja
kwst. var sem sagt komið niður
i 24% af þvi veröi, sem raf-
veiturnar þurfa að borga Lands-
virKjun, en var þó 68% af þvi
verði fyrir 6 árum. Við nýju
samningana á siðasta ári
hækkaði þetta hlutfall' svo litil-
lega, en aðeins i 32%. — Mál-
flutningur Ingólfs Jónssonar er
eins og hann haldi að þjóðin hlusti
ekki á það.sem hér á Alþingi er
sagt. Þannig hefur veriö aö þess-
um málum öllum staðið, að oröið
álverksmiöja er nánast orðið
skammaryrði á vörum þjóðarinn-
ar, svo sem bent var á hér á þingi
fyrir stuttu.
Góð vinnuskilyrði, gott and-
rúmsloft á vinnustað, sagði
iðnaðarráðherra Viðreisnar-
stjórnarinnar á sinum tima. En
hvað segir reynslan? — Liggur
hún ekki ljóst fyrir?
Sigurður Magnússon kvaðst
sannfærður um, að Ingólfur Jóns-
son fengi ekki einu sinni sina
dyggustu stuðningsmenn til að
gera állka samning nú og gerður
var um áiverið 1966, — en
Ingólfur lýsir þvi i rauninni hér
yfir, að hann hafi ekkert lært!!
Sigurður sagði Steingrim Her-
mannsson greiniiega hafa orðið
fyrir áhrifum i ferðalögum sinum
til Sviss með Gunnari Thoroddsen
og réttast væri fyrir Fram-
sóknarflokkinn að halda Stein-
grimi hér heima.
Okkar helmingur 6.652
miljónir. Þeirra
helmingur 490 miljónir
Páll Pétursson tók aftur til
máls. Hann sagði, aö þótt hafnað
væri erlendri stóriðju, þá þyrfti
Framhald á 14. siðu