Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 1
UOWIUINN Miðvikudagur 11. mai 1977 — 42. árg. 105. tbl. Þjóðhagsstofnun staðfestir: Merkar upplýsingar í nýju tímarits- hefti Máls ogmenningar 5. og 16. síöa VÆNTA MA HÆSTU ÞJÓÐARTEKNA í ÁR //Hagþróun á liðnu ári hefur skýrst mjög að und- anförnu og virðist yfirleitt hafa orðið hagstæðari en talið var um síðustu ára- mót/ þótt megindrættir hennar séu hinir sömu. Þannig óx þjóðarfram- leiðslan meira en áður var talið og batnandi við- skiptakjör í utanrikisversl- un leiddu til enn frekari aukningar þjóðartekna. Á hinn bóginn var hraði verð- bólgunnar enn um eða yfir 30%". Þannig hefst greinar- gerð/ sem Þjóðhagsstofn- HÆSTARETTARMÁL: ------------ F Kennarar HI gegn nemanda t gær var tckið til málflutnings i hæstarétti mál fjögurra hásköla- kennara gegn námsmanni. Hér er um að ræða VL-málið síðara gegn Rúnari Ármanni Arthúrssyni sem var ritstjóri Stúdentablaðsins þegar VL-menn fóru hamförum til þess að biðja islendinga að skrifa undir beiðni um varanlegt hernám. t fyrra málinu var dæmt á dög- unum; hinn nýji hæstiréttur þyngdi mjög verulega dóminn frá þvi sem var i undirrétti. Verður fróðlegt að sjá afstöðu hæstarétt- ar til þess máls kennaranna sem nú er til meðferðar i réttinum, en i undirrétti dæmdi Auður Þor- bergsdóttir borgardómari það mál. Hún ómerkti ummæli Stúdentablaðsins að hluta, en hratt alfari miskabóta- og refsi- kröfum. Þá felldi hún niður máls- kostnað. Ingi R. Helgason lögmaður Rúnars lagði i málflutningi i gær áherslu á að hér væri um einstakt mál að ræða; væri kennurum Háskólans sæmst að fella máls- sókn þessa niður. Ummælin sem stefnt er fyrir eru til dæmis: „mömmudrengur ihaldsins” og „framagosinn Þór”. Verður lærdómsrikt fyrir ritfrelsið i landinu hversu hæsti- réttur meðhöndlar mál þessi, t.d. nefnd ummæii, þó einkum þau siðarnefndu. un hefur nú sent frá sér um framvindu þjóðarbú- skapar okkar íslendinga á árinu 1976 og horfurnar á yfirstandandi ári. t greinargerð þjóðhagsstofnun- ar kemur m.a. fram að á árinu 1976 bötnuðu viðskiptakjör okkar við útlönd um 13% og þjóðartekj- ur jukust um 5,5%. Samkvæmt þessari greinargerð Þjóðhagsstofnunar minnkuðu þjóðartekjur á mann um 0,7% árið 1974 og um 7% árið 1975, en hækkuðu hins vegar um 4,4% á árinu 1976 og spáð er um 4% aukningu þjóðartekna á mann á þessu ári. Rétt er að vekja athygli á þvi, að hér er ekki alveg um sömu tölur að ræða og i árs- skýrslu Seðlabankans og ræðu Jó- hannesar Nordal á aðalfundi hans fyrir nokkrum dögum. Sam- kvæmt tölum Jóhannesar var lækkun þjóðartekna á mann árið 1975aðeins talip 6% (ekki 7%) og hækkun þjóðartekna á mann i fyrra og væntanlega i ár talin a.m.k. 5% hvort ár (ekki 4 eða 4.4%). 1 skýrslu Þjóðhagsstofnunar nú er þvi spáð, að viðskiptakjör okk- ar muni enn batna um 8% á þessu ári, og verða þau næst-bestu i sög- unni. Gert er ráð fyrir að þjóðar- framleiðslan muni að magni auk- ast um 2-3% á þessu ári, eða álika og á siðasta ári. Reiknað er með að verðmæti útfluttra sjávarafurða hækki i ár úr 54,2 miljörðum i 72,4 miljarða, eða um rúmlega 18 miljarða, það er um 35% og að heildarvöruút- flutningur okkar hækki úr 73,5 miljörðum i fyrra i 98,3 miljarða i Framhald á bls. 14 Ljósmyndari Þjóðviljans tók þessa mynd I Stálvik. Þaðan er þátturinn „Vinna og verkafólk” i opnu blaðsins. VERÐA FREKARI AÐGERÐIR NÚ BOÐAÐAR? Óánægja med seinagang Mikil óánægja er meðai samningamanna verkalýðs- hreyfingarinnar með seinagang í samningaviðræðum að undanförnu; síðan atvinnurekendur lögðu fram „tilboð" sitt á dögunum hefur ekkert þokast. Á f undum í gær var f jallað um sérkröf ur einstakra félaga og samtaka/ en þar gerðist ekkert. Aðal- samningafundur hófst síðan kl. 16, fljótlega var honum frestað meðan 10 manna aðalsamninganefnd ASí sat á fundi. Lauk sáttafundum svo í gær án þess að til tiðinda dragi, en gert er ráð fyrir því, að frekari aðgerðir verði nú boðaðar, dragi ekki til ttfðinda. í dag klukkan 14 verður f undur með sérstakri nef nd ASí og fulltrúum stjórnar SÍS. Verkafólk fær engar bætur 1. júní En opinberir starfsmenn fá greiddar vísitölubætur Verðlag hækkaði 7% 1. febrúar til 1. maí Samkvæmt frétt, sem Hagstofa islands sendi frá sér i gær, var ' frasnfærsluvisitalan komin i 731 stig nú I byrjun mai og haföi hækkað um 49 stig eða 7,09% á þremur mánuðum, frá 1. febrúar s.l. Þann 1. mai 1976 var fram- færsluvisitalan 566 stig og er hækkunin á einu ári þvi 165 stig eða rétt tæplega 30%. Þar sem kjárasamningar verkalýðsfélaganna eru nú úr gildi fallnir fær verkafólk engar launabætur um næstu tnánaða- mót, þótt verðlag hafi hækkað um rúm 7% siðustu þrjá mánuði, — nema nýir kjarasamningar komi til. öðru máli gegnir um opinbcra starfsmenn innan BSRB og Bandalags háskólamanna.Þcirra kjarasamningar eru enn i gildi.og samkvæmt þeim skal greiða visi- töluuppbót á laun opinberra starfsmanna þann 1. júni n.k. Kauplagsnefnd hefur nú til- kynnt að sú visitöluuppbót sem greiða skai á laun opinberra starfsmanna frá 1. júni n.k. sé 6,73%. Þótt engar nýjar launa- hækkanir komi til, ættu laun verkafólks þvi að hækka um 6,73% um næstu mánaðamót, eins og opinberra starfsmanna, aðeins til að mæta nokkurn veginn verð- lagshækkunum siðustu þriggja -mánaða. Af 80 þús. króna mánaðalaun- um eru 6,73% um krónur 5.400.-. Af þessu sést að tilboð atvinnu- rekenda fyrir tæpri viku um 8.500,- krónur i hækkun gerir að- eins ráð fyrir þvi að verkafólkið fái verðlagsbæturnar til jafns við opinbera starfsmenn það er kr. 5.400.- og svo er boðið upp á kr. 3.100,- á mánuði i viðbót fyrir þá, sem nú hafa 80.000,- króna dag- vinnutekjur á mánuði, en það er aðeins milli 3 og 4% launahækkun fyrir þetta fólk. Mælt i prósentum hefðu þessar 3.100,- krónur sem atvinnurekendurbuðu þýtt örlitið meira fyrir þá, sem hafa innan við 80 þús. krónur á mánuði, en enn minna fyriralla þá,semhafa yíir 80 þús. i dagvinnutekjur á mánuði, t.d. aðeins 1-2% hækkun fyrir þá sem nú hafa 100 þús. króna dagvánnutekjur á mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.