Þjóðviljinn - 11.05.1977, Qupperneq 7
Mi&vikudagur 11. mai 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Mogginn hefur nú skorið upp herör gegn framþróun
og vaxtarbroddi visinda og fræðslu.
Kópernikus, Galilei og Darwin hefðu mátt vara sig ef
þeir hefðu verið samtiða Morgunblaðinu.
Þorsteinn
Vilhjálmsson.
Morgunblaðiö
og líffræðin
Eitt af undrum veraldar.
Þaö dagblað á Islandi, sem
kennir sig svo smekklega viö
morguninn, er býsna merkilegt
fyrirbrigði, jafnvel á alþjóöleg-
an mælikvarða. Mér veröur
stundum á aö öfunda þá sem
eiga þess kost aö fylgjast meö
efni þessa blaös frá degi til
dags: þaö væri meira gaman aö
lifa ef málgagn auöstéttarinnar
kostaði ekki peninga sem er bet-
ur varið til annarra hluta.
Þeir munu vera furöu margir
landar okkar sem trúa nánast
hverju orði sem út gengur á
þrykk frá höllinni viö Aöal-
stræti. Þó hafa margir gengið af
trúnni þegar eitthvað hefur
truflað hinn þrönga venju-
bundna farveg hversdagslifsins.
Margir islendingar, sem hafa
farið til útlanda til náms eöa
starfs, hafa orðiö fyrir þungu
áfalli er þeir uppgötvuðu aö þar
fyrirfinnast engin blöð sem geta
jafnast á viö Moggann. Hafa
þeir þá flestir gengið snögglega
af trúnni með þeim afleiðingum
sem titt er um trúskiptinga. Mér
er t.d. minnisstæö saga sem ég
heyröi á námsárunum frá til-
tekinni borg i Evrópu þar sem
allnokkur hópur islendinga var
við nám. Þeir höföu allir glatað
trúnni á Moggann skömmu eftir
aö þeir hleyptu heimdraganum
— nema einn. Hlutskipti hans
þótti hins vegar slikum tlðind-
um sæta aö hann hlaut af þvi
sérstakt viðurnefni: hinn trúaði.
Sjálfur vil ég hafa þaö fyrir
satt i lengstu lög aö Morgunblað-
iö eigi sér engan lika á jarörlki.
Hef ég einna helst getaö Imynd-
að mér að amerisk dreifbýlis-
blöö (próvinsblöð) gætu komið
til álita i þessum samanburöi.
Ég vonast til aö geta einhvern
timann sannreynt þessa tilgátu
mina, og mun þá ekki fara leynt
meö niöurstöðuna.
Líffræðin á
Hallormsstað.
Þankarnirhér á undan rifjuð-
ust upp i gær þegar á vegi mín-
um varö Morgunblaö þess sama
dags (miövikudagsins 4. mai
1977) með stórmerkum leiðara
sem ber fyrirsögnina „Liffræði-
kennsla á Hallormsstaö”. Þar
segir frá kennara aö austan sem
skrifaði i Moggann 19. april og
lýsti þvi m.a. hvernig stóriðju-
málin tengjast liffræðikennslu
skólanna” I samhengi við hina
eðlilegu hringrás i lifriki heims-
ins”. Reynsla þessa kennara er
lltOViQLWMfliÖ ilíjl
Utgefandi
Framkvœmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur. Reykjavfk
Haraldur Sveinsson
Matlhfas Johannessen.
Styrmir Gunnarsson
Þorbjorn Guðmundsson
Bjóm Jóhannsson
Árni GarSar Kristinsson
Aðalstraeti 6. slmi 10100
Aðalstraati 6. slmi 22480
Áskriftargjald 1300.00 kr. é ménuBi innanlands.
í lausasólu 70.00 kr. eintakiB
Líffræðikennsla
á Hallormsstað
Lthyglisvert er. aö kenn i skólum nkkar. ef kennarar \
arar þeir, sem undanfarn- ?á a8 kor.rast upp me8 a8/
hak,ydrepi8 oi8ur nota a8stö8u.sina til_pólitisks\
sú ,,aö nemendur taka undan-
tekningarlaust afstöðu gegn
stóriöju á tslandi eftir aö um
þau mál hefur veriö rætt i þessu
samhengi”. Það sakar ekki aö
geta þess að kennsluefnið, sem
notaö er i þessari kennslu, er
bandariskt.
Hneykslun Morgunblaösins
vegna þessarar „uppljóstrun-
ar” kennarans er takmarka-
laus. Orðin „pólitiskur áróöur”
koma fyrir þrisvar I stórletruö-
um leiðaranum eftir að vitnaö
er til kennarans. Talað er um að
kennarar „innræti nemendum
sinum ákveðnar pólitiskar skoð-
anir eöa ákveöna afstöðu til ein-
stakra mála” og aö „til-
hneigingar gæti hjá vinstri sinn-
uðum öfgamönnum til þess að
misnota aöstööu sina i
kennslu”. Já, þaö er skritin tik
þessi pólitik og auövitaö 'tekur
hún til þess þegar bent er á
samhengið milli stóriðju og lif-
rikis.
Vísindi og afturhald.
Hér er rétt aö staldra viö
andartak og hugleiöa hvaö saga
mannsandans hefur aö segja
okkur um viðbrögö eins og þau
sem Morgunblaöiö lætur svo
opinskátt i ljós.
Nýmæli og framþróun i vis-
indum hafa allraf haft mikil
áhrif á samfélag manna og hug-
myndir þeirra um gerVallt um-
hverfi sitt. En á öllum timum
hafa veriö uppi afturhaldsöfl
sem hafa barist gegn hinum
nýju hugmyndum og félagsleg-
um áhrifum þeirra. Þessi áhrif
hafa oft áöur beinst gegn rikj-
andi öflum i þjóöfélaginu sem
hafa þá risið öndverö en aö visu
oftast orðið að hopa áður en
lauk. Við þekkjum öll þær viö-
tökur sem hugmyndir Kóper-
nikusar og Galileis um stjörnu-
fræöi og eðlisfræði fengu hjá
rikjandi þjóðfélagsöflum, fyrst
og fremst kirkjunni. Við vitum
lika hvernig kirkjan og önnur öfl
henni tengd tóku á afstæöis-
kenningu Darwins á siðustu öld
og langt fram á þessa.
Viö munum eftir málaferlun-
um sem urðu i Bandarikjunum
útaf kennurum sem gerðust svo
djarfir að kenna nemendum sin-
um „pólitiskan áróður”
darvinismans. Kannski hafa
sumir þeirra getað sagt likt óg
kennarinn á Hallormsstað:
„Min reynsla er sú að nemendur
taka undantekningarlaust af-
stöðu gegn sköpunarsögu Bibli-
únnar eftir áö um þau mál hefur
verið rætt i þessu samhengi”.
Það ku llka hafa verið lögtekið
einhversstaöar i Ameriku til
skamms tima aö hlutfalliö milli
ummáls og þvermáls i hring
(pi) sé nákvæmlega þrir enda
þótt þaö sé stærðfræðileg stað-
reynd að t.d. 22/7 er miklu nær
sanni. Þvi má bæta við aö lokum
aö ein grein nútima eölisfræöi,
svokölluð skammtafræði, átti
lengi vel erfitt uppdráttar i
Sovétrikjunum vegna þess að
hún samrýmdist ekki kreddum
valdhafanna.
Nýmæli liffræðinnar
Sú grein náttúruvisinda, sem
veldur hvað skýrustum straum-
hvörfum i mannlegu samfélagi
um þessar mundir er einmitt lif-
fræðin. í henni hafa sem kunn-
ugt er orðið miklar og áhuga-
verðar framfarir á undanförn-
um áratugum, bæði að þvi er
varðar hið smáa (sameindalif-
fræði, erfðafræði) og hin stóru
kerfi liffræðinnar (vistfræði,
þar með talin mannvistfræðin,
human ecology).
Ein veigamesta og af-
drifarikasta uppgötvun liffræö-
innar á þessari öld er sú að um-
svif manna á jörðinni, ekki sist
blessuö stóriðjan, hafi úrslitaá-
hrif á allt lifríki jarðarkringl-
unnar. Þess vegna sé óhjá-
kvæmilegt að lita á stóriöju og
þviumlikt i samhengi við önnur
viðfangsefni liffræðinnar.
Þaö að kenna líffræði án þess
að fjalla um þetta samhengi
væri álika fjarstæða og aö
kenna stjörnufræði án þess að
minnast á kenningar Kópernik-
usar og Keplers eöa að kenna
liffræði dýra og jurta án þess að
geta um þróunarkenningu
Darwins. Hún mátti á sinum
tima kallast „pólitisk” vegna
þess að hún haföi ýmiskonar
áhrif á þjóðfélagsviðhorf og
valdahlutföll og var ekki þókn-
anleg ráðandi öflum. A sama
hátt getur Morgunblaðið kallaö
liffræði nútimans „pólitiska” og
skorið upp herör gegn henni.
Hins vegar er ég illa svikinn ef
allir þeir visindamenn, sem
vilja Mogganum vel, eru
ánægðir með þann félagsskap
sem hann hefur nú valið sér á
blöðum sögunnar.
Reykjavik, 5. mai 1977
íslandsferðir
bestar ferða
r
Ferðafélag Islands er áhrifamesti
skipuleggjandi innanlandsferða
í ár efnir Ferðafélag ís-
lands og deildir þess til um
250 ferða um landið, og
standa þær f rá einni kvöld-
stund og upp í hálfan mán-
uð. I 17 sæluhúsum félags-
ins í óbyggðum landsins er
girstirými fyrir 900-950
manns samtímis. Innan
skamms verður lokið við
að setja niður skála fyrir
göngumenn á leiðinni milli
Landmannalauga og Þórs-
merkur.
Starfsemi Ferðafélags Islands
stendur nú með blóma sem aldrei
fyrr á 50 ára ferli þess. Takmark
félagsins var frá öndveröu að
hvetja landsmenn til að leggja
land undir fót, feröast um landiö
og njóta fegurðar þess og kosta i
hollri útivist. Til þess að greiða
fyrir þessu var það eitt af fyrstu
verkefnum félagsins að byggja
sæluhús i óbyggðum og gefa út
árbækur, þar sem lýst væri hér-
uðum og landshlutum. Þetta
hvort tveggja hefur æ siðan verið
meginuppistaðan i starfsemi fé-
lagsins við hlið ferðalaganna
sjálfra.
Greitt fyrir göngumönnum
Fyrsti skáli félagsins var
byggður árið 1930 i Hvitárnesi,
við Kjalveg. Svo sem vænta má
hefur óblið veðrátta á þeim slóð-
um sett sitt mark á þennan gamla
skála og mun það verða eitt af
aðalverkefnum i skálbyggingum
á þessu sumri aö endurbyggja
hann. Þá mun verða settur niður
skáli i Hrafntinnuskeri til að auð-
velda göngumönnum að ferðast
milli Landmannalauga og Þórs-
merkur, en á s.l. ári var sams-
konar skáli settur niður á
Emstrum, nálægt Syðri-
Emstruá. Þegar þessi skáli hefur
verið settur á sinn stað, sem
væntanlega mun verða siðari
hluta sumars verður unnt að
ganga þessa leiö I þremur áföng-
um og gista i skálunum á leiðinni.
Þórsmörk vinsælust
Fjölsóttustu feröir F.l. eru tvi-
mælalaust fastar helgarferðir
sumarsins á 3 staöi hér út frá
Reykjavik: Upp á Kjöl með gist-
ingu i skálanum á Hveravöllum.
Austur I Landmannalaugar með
viðkomu i Eldgjá eða i Veiðivötn-
um. t Þórsmörk þar sem gist er i
skálanum i Langadal eða við
hann. Um hásumarið eru einnig
ferðir i Þórsmörk i miðri viku, og
þar gefst kostur á hálfrar til heill-
ar viku dvöl, sem mörgum finnst
vera á við sólarlandaferð. Þórs-
merkurferðir hefjast snemma i
mai og standa fram i október, en
helgarferðir til hinna staðanna
takmarkast viö mun skemmra
timabil.
250 ferðir
á árinu
Auk þessara föstu helgarferða
að sumarlagi eru um 25-30 aörar
helgarferðir á áætlun Ferðafé-
lagsins frá Reykjavik. Einnig eru
auglýstar 20 sumarleyfisferðir,
mismunandi að lengd eða frá 4ra
og upp i 13 daga. Þá er að nefna
allar dagsferðirnar sem fariö er i
á laugardögum og sunnudögum,
ýmist að morgni dags, um hádegi
eða að kvöldi, svo sem auglýst er
nánar i dagbókardálkum blað-
anna hverju sinni. Ferðafélag
Akureyrar er með 35 ferðir á
áætlun sinni i ár, langar og stutt-
ar. Aörar deildir á Norður- og ,
Austurlandi kynna 3-8 ferðir hver
i áætlun félagsins. Að öllu saman-
töldu má búast við þvi að Ferða-
félag Islands og deildir þess efni
til um 250 ferða i ár.
350 kr. gistigjald
Sæluhús Feröafélags Islands
eru nú 17 alls, þar af eru 6 séreign
deildanna á Norður- og Austur-
landi. Húsin eru á eftirtöldum
stöðum (gistirými I sviga): 1
Hvitárnesi (30), við Arskarð i
Kerlingarfjöllum (40), á Hvera-
völlum (40), i Þjófadölum (12),
við Hagavatn (14), i Land-
mannalaugum (110), i Þórsmörk
(180), i Veiðivötnum (80), við
Tungnafell á Sprengisandsleið
(180), á Hlöðuvöllum (15), á
Laugavöllum (15), i Heröu-
breiðarlindum (40), i Dyngjufjöll-
um (20), i Glerárdal (6), við Snæ-
fell (55), i Kverkfjöllum (60), á
Emstrum (25). Gistigjald er 350
kr. fyrir félagsmenn, 500 fyrir
aðra. Um sumartimann eru
vörslumenn i stærstu húsunum.
öllum er heimil gisting i húsun-
um með þeirri takmörkun þó, að
ferðahópar á vegum Ferðafélags-
ins hafa forgang.