Þjóðviljinn - 11.05.1977, Side 14

Þjóðviljinn - 11.05.1977, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. mai 1977 Ragnar Arnalds. Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi. Umræðufundur verður haldinn meö Ragnari Arnalds miðvikudaginn 11. mai kl. 20.30 i Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Afundinum situr Ragnar Arnalds fyrir svörum um störf miðstjórnar Alþýðubandalagsins og stöðuna i stjórnmálunum. — Stjórn Alþýðubandalagsins á Seltjarnarnesi. 2. umræðufundur um flokksstarfið i Reykjavík þriðjudaginn 17. mai kl. 20 (átta) verður haldinn umræðufundur að Grettisgötu 3. — Alþýðubandalagið i Reykjavik. Vænta má Framhald af bls. l Gert er ráð fyrir hagstæðum viðskiptajöfnuði i kringum 1%. 1 Greinargerö Þjóðhagsstofn- unar kemur fram að á siðasta ári óx útflutningsframleiðslan um 9%, og olli þar mestu 8 og 1/2% aukning sjávarvöruframleiðslu. Otflutningsverðlag i erlendri mynt hækkaði um rúm 18% aö meðaltali árið 1976, en inn- flutningsverðlag um aðeins 5%. Fyrir árið 1977 er þvi spáð að út- flutningsverðlag sjávarafurða hækki um 17% frá ársmeðaltali 1976. Siðast en ekki sist skal þess get- ið, að i skýrslu Þjóðh§gsstofnun- ar kemur fram, að kaupmáttur kauptaxta allra launþega rýrnaði um 4,5% árið 1976 að jafnaði og um tæp 15% árið 1975. Upplög Framhald af bls. 3.‘ útgefinna dagblaða og timarita er samningurinn nær til og birta niðurstöður.” 1. Ekki væri hægt að taka ákvörðun um að fara af stað með þessa takmörkuðu upplags- könnun meðan ekkert væri ákveðið um aðra þætti út- breiðslukönnunarinnar. 2. Fram- kvæmdin yröi að vera i höndun- um á óháðum aðila, sem ekki væri háður stéttarlegum eða póli- tískum hagsmunum. Að þessum atriðum undanskildum var upp- kastið litið sem ekki rætt, én Þor- varði Eliassyni falið að kanna af- stöðu aðila, sem ekki sendu full- trúa á fundinn, til mála. Einnig var itrekað að Verslunarráð aflaði gagna um erlendar kann- anir, en það hafði ekkert gert i þvi máli i nær fjóra mánuði. Akveðið var siðan að halda fund að viku liðinni, en þann fund er ekki farið að halda enn. 1 ljósi þessa er það meira en lit- ið undarlegt að lesa það i Dag- blaðinu i dag (10. mai), haft eftir Þorvarði Eliassyni, að hann reikni með að hægt verði að undirrita samning um upplags- eftirlit innan skamms. ,,Sá samningur yrði á milli blaðanna, Verslunarráðs tslands og aug- lýsingastofnanna,” lætur Þor- varður hafa eftir sér. Eðlilegt að spurt sé: Hvaö um timaritin? Hefur Þorvarður á sitt eindæmi útskúfað þeim? Og aðrir fjöl- miðlar, sem gert var ráð fyrir i uppkasti þvi að verksamningi sem Verslunarráðið lagði fram 10. mars? Og að lokum ein spurning til þeirra auglýsingastofa og fjöl- miðla sem telja sér málið skylt: Er ekki Verslunarráðið búið að sýna nægilegt hangs og sleifarlag i málinu til þess að það verði los- að við frekari ábyrgð? Pósturinn Framhald af bls. 2. ingur mjög gott verðsk’yn og menn spekúlera i verði jafnvel hinna minnstu hluta. Þvi mætti ætla að litið væri um ósvifiö ok- ur. En okrarar eru allsstaðar ef tækifærin eru fyrir hendi. Eitt er þó vist, að dálkar blaösins eru mikið aðhald að þeim sem slikt reyna. Sá sem lent hefur i okurdálki blaðsins má þakka fyrir að fara ekki á hausinn. Kaupmannastétt Vestur-Þýska- lands sveið svo undan þessum dálkum Stern, að farið var i mál við blaöið út af nafngiftinni ,,ok- ur”. Þeir unnu málið i þeim skilningi, að lögfræðingar kom- ust að þeirri niðurstöðu, aö nafngiftin okur væri svo teygjanlegt hugtak, en um leiö svo ærumeiðandi, að blaöið mætti búast við málsókn i viku hverri, ef það titlaði hvern þann kaupmann, sem „smurði” rif- lega á vöruna, okrara. Eitt próf- mál var haldið, sem blaðið tap- aði. En þeir hjá Stern létu ekki slá sig út af laginu og breyttu aðeins um nafn á dálkum sinum og nefndu þá „Hressileg álagn- ing”. Ég hef áhuga á að fá islensk- um neytendum I hendur slikan vönd á þá menn, sem leggja svo hressilega á vöru sina að heita mundi i hvers manns munni ok- ur. Hvergi er brýnna en einmitt hér að hrista til I þessum mái- um. Ekki held ég aö dugi aö leita til annarra dagblaða en Þjóðviljans með slikar hug- myndir, enda er hér um hags- munamál almennings aö ræða, og þarf ekki að útskýra það frekar. Ef af yrði, dygöu engin vett- lingatök, nafn og mynd af okur- holunum yrði aö birta. Gaman væri einnig að láta reyna á það, hvort Islenskir dómstólar myndu láta hafa sig út i það að vana íslenska tungu með dóms- orði um aö þreföld álagning væri ekki okur, færu kaupmenn eitthvaö aö sprikla Neytandi. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Framlag Framhald af bls. 16 sameiginlega til að ná fram hækkuöu fiskverði. Það væri eina raunhæfa leiöin til að hækka laun sjómanna. Var þetta það eina sem fram kom á fundinum sem túlka mátti sem tilboð til sjó- manna. Þá sneri Kristján sér að ann- arri meginkröfu sjómanna sem er sú að kauptryggingin á bátaflot- anum verði gerð upp mánaðar- iega en ekki þrisvar á ári eins og nú er gert. Með þessari kröfu sagði Kristján að sjómenn væru i raun að krefjast afnáms hluta- skiptanna, þeir vildu fleyta rjóm- ann ofan af þegar vel gehgi en ekki taka neina áhættu þegar illa fiskast. Annars væri það vanda- mál að sjómönnum hefði ekkitek- ist að koma sér saman um heildarstefnu i hlutaskiptamál- inu. Loks nefndi Kristján þá kröfu sjómanna að stofnfjársjóöur verði lagður niður. Kvað hann út- gerðarmenn andviga þvi, þessi sjóöur hefði gert mikið til að efla útgerðina. Framlagið i stofnfjársjóð er tekið af óskiptum afla og skv. áætlunum útgerðarmanna mun þaö nema 3.2 miljörðum á þessu ári. Skv. sömu áætlunum verður heildaraflahlutur allra sjómanna — miðað við óbreytta skiptapró- sentu — 11. miljarðar svo menn sjáglöggtaðhér er ekki um neina smáupphæð að ræða sem sjó- menn veita til uppbyggingar flot- ans sem þéír eiga ekkert i. Þess má geta hér i lokin að Sjó- mannasambandið hefur boðað blaðamannafund kl. 14 I dag þar sem sjómenn munu svara út- gerðarmönnum. —ÞH Hneyksli Framhald af bls. 16 hennar sem kvöldsögu, þá var i vetur samþykkt i tengslum við 60 ára afmæli Alþýðusambands Is- lands að hafa viðtöl við ýmsa fyrrverandi forustumenn verka- lýðshreyfingarinnar, og einnig að lesa úr endurminningum frá verkalýðsbaráttunni á kreppu- árunum, þar á meðal bók Jóns Rafnssonar. Var sú kvöldsaga at- hugasemdalaust samþykkt af út- varpsráði. Viðkvæmni Benedikts Gröndals varðandi umfjöllun um einstaka menn, sem Jón Rafnsson minnist á I bókinni. er hálf- hjákátleg. Þarna er um að ræöa endur- minningar manns, sem hafði ákveönar skoðanir á baráttunni, jafnt samherjum sem and- stæðingum, og útvarpshlustendur hljóta að dæma söguna i sam- ræmi við það — nema að sjálf- sögðu Benedikt Gröndal. Stjómmálakempur frá kreppu- árunum teldu það sjálfsagt „róg og nið” ef andstæðingar færu að hrósa þeim. Það er auðséð að Benedikt Gröndal sýnir þarna enn einu sinni hið afturhaldssama sjónar- mið Alþýðuflokksforusfunnar og virðist sakna þess aö geta ekki lengur ritskoöað útvarpsefni. Ég hefði annars frekar átt von á þvi að fulltrúar atvinnurekenda kvörtuðu yfir þessari upprifjun á verkalýðsbaráttu millistriðsár- anna en formaður Alþýðuflokks- ins. ” dþ. leikf£lag2i2 22 REYKJAVlKUR “ STRAUMROF i kvöld kl. 20,30, laugardag kl. 20,30. BLESSAÐ BARNALAN 7. sýn. fimmtudag, uppselt. Hvit kort gilda sunnudag, uppselt. SAUMASTOFAN föstudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. Miðasaia i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 16620. Nemendaleikhúsið Fimmtudag 12- mai, kl. 20:30 Föstudag 13,mai kl. 20:30. Síðustu sýningar. Miöasala kl. 17-19 alla virka daga. Pantanir i sima 21971 frá kl. 17-19. Minning Framhald af bls 10 mótlæti með manndómi og hjartaprýði” (Faxi 1959), og ég held, að Guðrún Petrea hafi erft þennan eiginleika föður sins, enda veitti nú ekki af. Og nú var dvölinni i Sauölauks- dal senn lokið, og um sumarið 1943 fluttist hún til Keflavikur meö tvö yngstu börn sin, en Elin systir hennar og maður hennar Guðmundur Guðmundsson spari- sjóðsstjóri buðu henni að koma til sin. Varð sú dvöl töluvert lengri en ætlað var, þvi að þremur árum siðar dó Elin systir hennar og eftir það varð Guðrún ráðskona hjá Guðmundi mági sinum næstu árin. Ariö 1953 flutti hún svo til Reykjavikur, þar sem hún bjó siðan með Guðrúnu dóttur sinni og dóttur hennar, siðustu 15 árin i Alftamýri 8, þar til hún s.l. vetur dvaldi oftast á sjúkrahúsi og lést þar þ. 2. mai s.l. Og við, sem kynntumst henni best og áttum þvi láni að fagna, að heimili hennar i Reykjavik stóð okkur alltaf opiö^kveðjum hana i dag með söknuði og trega og minnumst ekki hvað sist þeirr- ar fórnfýsi og góðvildar, sem hún sýndi börnum okkar og biðjum henni blessunar á nýjum vegum. Sigurjón Einarson. Kaupfélag hafnfirðinga Aðalfundur Kaupfélags hafnfirðinga verður haldinn i Skiphóli mánudaginn 16. mai kl. 20,30 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin AÐALFUNDUR Alliance Francaise verður haldinn þriðju- daginn 17. mai 1977 kl. 20.30 i Franska bókasafninu Laufásvegi 12. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar. Stjórnin Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda er vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir april- mánuð er 15. mai. Ber þá að skila skatt- inum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. 10. mai 1977 Fjármálaráðuneytið Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hjálp og vinarhug viö andlát og jarðarför Sigurðar Ágústssonar, Birkigrund 39, Kópavogi. Unnur ólafsdóttir Ellsabet Jónsdóttir og börn hins látna. *m^m^mmmmm^mmmm^m^mmm^mé *—^———m—mmm^mmm^mmm^ Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir Páll G. Þorleifsson, Kleppsvegi 18 andaðist á Landakotsspitala sunnudaginn 8. mai. Elka Guðbjörg Þorláksdóttir Valgerður Pálsdóttir Hreinn Bergsveinsson Réttindi til hópferðaaksturs Þann 1. júni 1977 falla úr gildi réttindi til hópferðaaksturs útgefin á árinu 1976. Umsóknir um hópferðaréttindi fyrir árið 1977-1978 skulu sendar Umferðarmála- deild pósts og sima, Umferðarmiðstöð- inni, Reykjavik, fyrir 20. mai n.k. 1 umsókn skal tilgreina árgerð, tegund og sæ|tafjölda þeirra bifreiða, sem sótt er um hópferðaréttindi fyrir. Reykjavik, 10. mai 1977, Umferðarmáladeild pósts og sima.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.