Þjóðviljinn - 11.05.1977, Side 16

Þjóðviljinn - 11.05.1977, Side 16
UODVIUINN MiOvikudagur 11. mai 1977 SAMTÖK Straumsvíkurganga verður farin 21. mai — Þátttakendur og sjálfboOaliOar hafi samband viO skrifstofuna Tryggvagötu 10, simi 1-79-66. LátiOþaOekki dragast til siOasta dags. Krístínn E. Andrésson og leynífundirnir 1945 Eins og fram kemur i frétt á 5tu siöu um nýútkomiO Timarit MM eru i þvi birt minnisbiöO Kristins E. Andréssonar um ieynifundi islenskra stjórn- málamanna sem haldnir voru vegna kröfu bandarikjamanna um herstöOvar til iangs tima áriö 1945. Þessi merkilegu piögg hafa vcriö i fórum Magnúsar Kjartanssonar og þess vegna sncri Þjóöviljinn sér til hans og innti hann nánar eftir þætti Kristins E. Andréssonar I mál- inu, aödraganda þcss og eftir- mála. Svardagarnir 1946 Þessi minnisblöO hafa verið i fórum minum i næstum 30 ár, sagði Magnús. Þegar ég kom heim frá námi skömmu eftir strið hafði Kristinn strax sam- band við mig og bað mig um að taka þátt i hópnum sem var i kringum Mál og menningu, skrifa ritdóma og annað i tima- ritiö. Við urðum mjög góðir vin- ir og hittumst daglega. Ég man þvi vel eftir þessum dögum þeg- ar hann mætti á leynifundina. Þó að ekki væri minnst á þá i dagblöðum kvisuðust þeir fljótt út meðal almennings og hvar sem maður kom voru menn i smáhópum að ræða þá. Ekki mátti skrifa neinar fundargerðir á leynifundunum sennilega i þeim tilgangi að menn yrðu sem opnastir og frjálslegastir. Þegar Kristinn E. Andrésson kom heim til sin hafði hann þann háttinn á að skrifa niður það helsta sem fram hafði komið á hverjum fundi og það er einmitt það sem nú er birt i timaritinu. 1 samtöl- um við mig á þessum tima bætti hann lika ýmsu við sem ekki er að finna i þessum minnisblöð- um. Hann sagði mér frá svip- brigðum manna og breytingum á raddblæ sem hann dró ýmsar á’yktanir af. Kristinn var þá þegar sann- færður um að orðið yrði við kröfum bandarikjamanna eftir kosningar ef ekki yrði hafin gagnsókn. Þetta varð tii þess að hann tók að sér ritstjórn Þjóð- viljans og beitti blaðinu af mik- illi hörku að þessu máli svo að kosningarnar snerust fyrst og fremst um það. Viðbrögð hinna flokkanna urðu þau að allir þingmenn sóru að þeir gengju aldrei að kröfum Bandarikjanna — nema einn sem var nógu heiðarlegur til að segja hug sinn. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann studdi kröfu bandarikjamanna gegn þvi að við fengjum frjálsa verslunarsamninga við þá. Heitustu svardagana gegn kröf- um bandarikjamanna sóru þeir Sigurður Bjarnason frá Vigur og Gunnar Thoroddsen eins og kunnugt er. En kosningarnar voru ekki fyrr afstaðnar en krafan var borin fram i öðru formi og þá reyndust svar- dagarnir litils virði. Kristinn E. Andrésson beitti Þjóðviljanum af hörku, eins og' áður sagði, og eins mikilli breidd og hann gat. Þessi sókn strandaði á þvi — i sambandi við kosningarnar —- aö þjóðin var svo fegin neikvæðu svari Clafs Thors við kröfum banda- rikjamanna og að ekki yrði samið eftir kosningar að hún trúði ekki ööru en allt yrði með felldu. Þrátt fyrir harða baráttu að afloknum þessum kosningum tókst ekki að koma i veg fyrir Keflavikursamninginn og varð það Kristni til mikilla von- brigða. Hann var þeirrar skoðunar að hægt hefði verið að koma i veg fyrir hann ef and- stæðingarnir hefðu beitt sér af meiri hörku og dugnaði og það átti lika við Sösialistaflokkinn sjálfan. Þess vegna ákvað hann að draga sig i hlé i Sósialista- flokknum og hætta á ritstjórn Þjóðviljans. Hann fór þó dult með þetta og bað mig að setjast i sinn stól á Þjóðviljanum i nokkra mánuði en það entist nú i 25 ár. Kristinn taldi sig hafa beðið mjög örlagarikan ósigur. Ég er sammála um það að ef þessi þjóð á að eiga einhverja framtið verður hún að vera sjálfstæð á öllum sviðum,en það er ekki rétt mál aö Kristinn hafi beðið slikan ósigur sem hann taldi. Hann var svo mikill eld- hugi að hann kveikti i stórum hóp manna sem héldu áfram einbeittri andstöðu sem átti eft- ir að bera mikinn ávöxt. Árangur baráttu Bandarikjamenn fylgdu eftir Keflavikursamningnum með inngöngu tslands i Nató og lof- orði um að hér yrði aldrei her á friðartimum. Hann kom tveim- úr árum siðar. Þá voru þeir að hugsa um að gera tsiand að aðalherstöð sinni á Norður- slóðum ma. meö herskipastöð i N.jarðvikum, stórum herflug- velli á Rangárvöllum, höfn á Suðurströndinni og kafbátalægi i Hvalfirði. Það átti að sprengja inn i Þyril og vera kjarnorku- helt. En vegna hins óvissa stjórn- málaástands á tslandi hurfu bandarikjamenn frá þessari fyrirætlun og völdu td. Græn- land i staðinn fyrir sinn stærsta herflugvöll. Þessi barátta hefur þvi borið óhemjumikinn árangur þó að enn sé ekki lokið að fullu að hrinda bandariskum hernaðaritökum hér. Herstöðin á Keflavikurflugvelli hefur smám saman minnkað að gildi. Upphaflega voru þar bæði sjó- her, landher og flugher. Nú er þar bara sjóher og völlurinn hefur einungis það hlutverk að taka við merkjum um ferðir kafbáta. Mér skilst að þetta kerfi sé að verþa úrelt vegna þess að flugvélarnar sem ann- Kristinn E. Andrésson ast eftirlitsflugið eru nú farnar að hafa móttökustöðvar um borð svo að völlurinn verður þá óþarfur milliliður. Merkileg gögn Að undanförnu hafa komið fram býsna merkileg gögn um þessa sögu sem Þór Whitehead sagnfræðingur hefur dregið fram i dagsljósið, segir Magnús að lokum. Þar hefur sannast að bandarikjamenn ætluðu að gera Island að leppriki fljótlega eftir að seinni heimsstyrjöldin hófst. Þeir studdu islenska lýðveldið vegna þess að þeir töldu að hér yrði auðveldara að fá her- stöðvar ef islendingar sjálfir réðu. Það sem mér hefur fundist ömurlegast við að lesa greinar Þórsog af samtölum minum við Kristin E. Andrésson hvað menn litu þessar bandarisku kröfur smáum augum. Þing- menn litu á þær sem atburð sem hægt væri að nota i innanlands- átökum. Framsóknarmenn vildu nota hann til að koma ný- sköpunarstjórninni frá og Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn héldu að ný- sköpunarstjórnin gæti verið áfram við lýði þrátt fyrir Kefla- vikursamning. En auðvitað voru þessar kröfur risavaxnar miðað við allt ástand og innan- landsdeilur á tslandi. —GFr „Hneyksli” formanns Alþýðuflokksins: „Ég heföi frekar átt von á slíku frá atvinnurekendum, 9) Þessa dagana, þegar verka- lýðssamtökin eigai harðri kjara- baráttu, finnur formaður svo- kallaðs Alþýðuflokks sér ekkert þarfara að gera en að veitast með geðvonskuskrifum að Jóni Rafns- syni, einum djarfasta og litrik- asta garpinum úr verkalýðsbar- áttu millistriðsáranna. Bók Jóns Rafnssonar, Vor i verum,eflum þessar mundirlesin i Utvarp og i gær skrifar BGr um lesturinn i leiðara Alþýðublaðsins og hefur leiðarinn hvorki meira — segir fulltrúi Alþýðubandal. í útvarpsráði né minna en yfirskriftina „Hneyksli i útvarpsdagskrá.” Maður skyldi ætla að Jón Rafns- son,sem nú ,,býr i Reykjavik há- aldraðurog hlustar stundum á út- varp"(i það er efni leiðaranna rakið sem kunnugt er) ætti annað skilið af forustumanni flokks, sem einu sinni var af al- menningi talinn til verkalýðs- flokka og þykist aö þvi er virðist stundum vera þaö ennþá, þótt undarlegt kunni að virðast. BGr fullyrðir að bókin Vor i verum þverbrjóti „lög Rlkisút- varpsins um óhlutdrægni, mikil- vægustu málsgrein útvarpslag- anna... I 3. grein laganna er þessi alkunna setning, sem mótað hefur allt starf útvarps og sjón- varps: „Ríkisútvarpiö skal i öllu starfi sinu halda i heiöri lýðræðis- legar grundvallarreglur. Það skal virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öll- um flokkum og stefnum i opinber- um málum, stofnunum, félögum og einstaklingum.” Þjóðviljinn sneri sér af þessu tilefni til Ólafs R. Einarssonar, fulltrúa Alþýðubandaiagsins i út- varpsráði. Ólafi fórust orð á þessa leið: „Ég veitekkihvehátiðlegaá að taka svona reiðiskrif manns, sem var formaður útvarpsráðs i heil- an áratug og túlkaði þá þriðju grein útvarpslaganna þannig, að menn á borð við Magnús Torfa Ólafsson og Ólaf Ragnar Grims- son voru útilokaðir frá dagskrár- gerð. Eftir daga Benedikts i út- varpsráði hefur 3. grein laganna verið túlkuð miklu frjálslegar, þannig að ólik sjónarmið hafa fengið að njóta sin. Hvað snertir bók Jóns Rafnssonar og lestur Framhald á bls. 14. Framlag í stofnfjársjóð 3.2 miljarðar r r Kom fram á blaöamannafundi meö LIU í gœr í gær boöaði Landssamband islenskra útgerðarmanna blaða- menn á sinn fund. A þeim fundi sögðu útgerðarmenn sitt álit á kröfugerð Sjómannasambands tslands I samningaviðræðum þeim sem nú eru að hefjast en eins og kunnugt cr losna sjómenn úr viðjum þrælalaganna sem þeim var gert að sæta. Kristján Ragnarsson formaður LtO var helst i forsvari fyrir út- gerðarmenn og eyddi hann lengstum tima i að svara kröfu sjómanna um breytingar á hluta- skiptum en samkvæmt þeim kröf- um munu sjómenn endurheimta sömu skiptaprósentu og þeir höfðu áður en farið var að hreyfa við sjóðakerfinu veturinn 1975-6. Er gert ráð fyrir að hækkunin komi til framkvæmda i tveim jafnstórum áföngum þann 15. mai nk. og réttu ári siðar. Kristján rakti sögu sjóðakerfis- breytingarinnar og kvað það furðulegt að þegar sjómenn færu fram á að breyta þvi samkomu- lagi sem þá náðist gerðu þeir kröfu til þess að þeir sem mestar tekjur hefðu fengju mestar hækk- anir. Atti Kristján þar við sjó- menn á loðnubátum og skuttogur- um en skv. kröfum sjómanna á skiptaprósenta þeirra að hækka um 20-25%. \ Aðspurður viðurkenndi Kristján að einmitt á þessum skipum væru bestu skilyrðin til að hækka laun sjómanna en það væri hins vegar ekki nema réttlátt að útgerðarmenn fengju að njóta þess þegar vel gengur. — Sjómenn og útgerðarmenn eiga ekki að deila um hlutaskipt- in, sagði Kristján og bætti þvi við að með þessum kröfum sjómanna væri stefnt að nýju sjóðakerfi. Hann taldi heillavænlegra að sjó- menn og útgerðarmenn störfuðu saman eins og hingað til i verð- lagsráði og beita kröftum sinum Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.