Þjóðviljinn - 17.06.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.06.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. júní 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Rafafl annast allar raflagnaframkvæmdir viö Kröfluvirkjun og nú þegar framkvæmdum viö vél 1. er um þaö bil aö Ijúka, hafa veriö dregnir út tugþúsundir metra af rafstrengjum; hér á myndinni sést hluti þeirra i kapalbökkum, og I sérstökum álrörum sem einnig eru not- uö undir rafstrengi. Rafafl opnað öllum iðnaðarmönnum Framleiðslu- samvinnufélag í örum vexti ,,Það er trúa mín að þær samþykktir sem gerðar hafa verið á þessum fundi muni síðar' vera taldar marka tímamót í sam- vinnusögu þessa lands", sagði Sigurður Magnússon, á aðalfundi Vinnufélags raf iðnaðarmanna, Raf- afls, sem haldinn var um siðustu helgi en þar var lögum félagsins og nafni breytt. Heitir það nú Framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna og er starfsemi þess nú ekki lengur bundin við atvinnu- rekstur í rafiðnaði, heldur er markmið þess að hefja starfsemi i flestum grein- um iðnaðar. Á aðalfundin- um gengu þegar í félagið 10 járniðnaðarmenn og samþykkt var að hefja undirbúning að starf- rækslu fyrirtækis í járn- iðnaði. Félagið starfar nú í einni heild, en ekki tveimur eins og áður. Þá var lögum félagsins breytt til sam- ræmis við breytingar á lög- um um samvinnufélög sem samþykkt voru á síðasta alþingi. Neytendaþjónusta i Reykjavík. A fundinum var samþykkt að stofna sérstaka deild i fyrirtæki Rafafls i Reykjavik til þjónustu við almenning, en með henni vill félagið ganga til móts við þarfir almennings um hvers kyns viðhaldsþjónustu á raflögnum og raftækjum. Neytendaþjónusta þessi mun verða sett á laggirnar á næstu mánuðum. Félagið greiddi starfsmönnum sinum hærri laun á árinu, en almennt þekkist i rafiðnaði, þrátt fyrir það að viðskiptamönnum félagsins væri veittur verulegur viðskipta- afsláttur i formi sérstaks efnisaf- sláttar, en afsláttur þessi nam á áririu um 2 miljónum króna. Allir rafvirkjar, sem starfa hjá félag- inu njóta sömu launakjara, enda er það yfirlýst stefna félagsins aö stuðla að launajöfnuði. Sem víðast um landið. Félagið rak á siðasta ári raf- virkjaverkstæði i Reykjavik, á Sauðárkróki, á Kópaskeri og i Hafnarfirði, en þar rekur félagið einnig raftækjaverslun. Félagið stefnir að þvi að koma starfsemi sinni á sem viðast um landið; þannig samþykkti aðal- fundurinn nú að skrásetja raf- magnsfyrirtæki á Raufarhöfn. 011 rafmagnsverkstæði félags- ins starfa undir fyrirtækjanafn- inu Rafafl. Fastir starfsmenn félagsins voru milli 30 og 40 á siðastaári og náðu verkefni þess til allra greina rafiðnaðar, en félag- ar alls milli 80 og 90. A fundinum kom fram að rekst- ur fyrirtækja félagsins gekk mjög vel á árinu. Söluvelta félagsins var á annað hundrað miljónir, og var veltuaukning á milli áranna 1975 og 1976 68%. 1 stjórn félagsins eru nú Sig- urður Magnússon, rafvélavirki, form., Gisli Þ. Sigurðsson, raf- virki, ritari, Stefán Ólafsson, raf- virki, gjaldkeri, Jón Þ. Guðmundsson, rafvirki, félags- málafulltrúi og meðstjórn- endurnir Gunnar Jónsson, plötu- smiður, Jón Kristófersson, plötu- smiður og Guðmundur Magnús- son, rafvirki. — EKH. Breyting á umferðarljósum Akveðið hefur verið að gera til- raun með breytta tilhögun á skiptingu umferðartimans á mót- um Bankastrætis og Lækjargötu. Breytingin er i þvi fólgin, að hluti umferðartimans verður einvörð- ungu fyrir gangandi fólk um gatnamótin, þ.e. að öll umferð ökutækja verður um leið bönnuð með rauðu ljósi. Hins vegar verð- ur umferð gangandi fólks yfir Lækjargötu sunnan gatnamót- anna bönnuð með rauðu ljósi á þeim tima, sem umferð ökutækja er leyfð úr Bankastræti, en leyfð að norðanverðu og er þaö eina blöndun umferðar gangandi fólks og bila á gatnamótunum. Blikkandi umferðarljós Ákveðið hefur verið að gera til- raun með blikk á gulu ljósunum að nóttu til á gatnamótum Hring- brautar og Hofsvallagötu, þ.e. á timabilinu á milli klukkan 01 og 07 og mun þá verðá slökkt á öllum rauðu og grænu ljósunum. Biðskylda er á Hofsvallagötu við gatnamót Hringbrautar og ber þvi umferð um Hofsvallagötu að vlkja fyrir umferð um Hring- braut, þegar umferðarljósin sýna ekki annað. öllum vegfarendum, ökumönnum og gangandi fólki, ber þó að sýna sérstaka aðgæslu þar sem gul blikkandi ljós loga. LEIKRITASAMKEPPNI Listahátíð 1978 Eins og fram hefur komið í fréttum efnir Framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík til leikritasamkeppni um gerð einþáttunga, sem frumfluttir verða á Listahátið 1978. Ljósmyndin sem birtist með þessari auglýsingu skal vera kveíkja eða yrkisefni einþáttunganna/ og ætlunin er að flytja einþáttungana (einn eða fleiri)saman eða hvern fyrir sig, en uppfærsla verkanna fer að sjálfsögðu eftir f jölda þeirra þátta sem berast og viðurkenningu hljóta og eðli hvers og eins. Frum hugmyndin er þó sú/ að sama myndin verði uppspretta ólíkra verka, sem geta þá myndað heila sýn- ingu/ þar sem verkin visa hvert til annars, vegna sameiginlegs uppruna. Samkeppnin er leynileg og skal senda leikritin í pósthólf 88. Skulu þau merkt dul- nefni, en nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi. Umslögin merkt dulnefnunum verða ekki opnuð fyrr en dómnef nd hef ur kveðið upp úrskurð sinn og nöf n höf unda verðlaunaverkanna verða svo birt á Listahátíð 1978. Myndin er birt hér í eitt skipti fyrir öll og ætlast til að það nægi, en sé þess sérstak- lega óskað er hægt að fá hana á skrifstofu Listahátiðar í Gimli, sima 11244 eða hjá framkvæmdastjóra Hrafni Gunnlaugssyni, síma 22517. Heildarverðlaunaf járhæð samkeppninnar verður kr. 600.000 — og eru þau óháð þeim höfundarlaunum, sem leikhús það mun greiða, sem kann að taka verkið til sýningar. Skilafrestur hefur verið ákveðinn 1. desember 1977 Dómnefnd leikritasamkeppni Listahátíðar í Reykjavík Davið Oddsson Bríet Héðinsdóttir Hjörtur Pálsson Erik SÖnderholm Sigríður Hagalín

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.