Þjóðviljinn - 17.06.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 17.06.1977, Qupperneq 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júni 1977 Föstudagur 17. júni 1977 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Einar Andrésson var öllum fund- vísari á leiftir bóka til almenn- ings. Sigfús Ilaðason, ritstjóri tima- ritsins i 16 ár og formaður MM næst á eftir Kristni. Þorleifur Hauksson útgáfustjóri og nýr ritstjóri timaritsins. Jónsteinn Haraldsson stjórnar stærstu bókaverslun landsins. Fyrir réttum 40 árum, 17 júni 1937, var bók- menntafélagið Mál og menning stofnað. Tveim dög- um áður hafði verið haldinn fundur i Félagi bylt- ingarsinnaðra rithöfunda, sem starfandi hafði verið frá 1933 og gefið út ársritið fræga, Rauðir pennar, frá 1935. Fundurinn var haldinn heima hjá Halldóri Stefánssyni, en auk hans voru mættir þeir Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, Eirikur Magnús- son, Kristinn E. Andrésson, Jóhannes úr Kötlum, Björn Franzson, Gisli Ásmundsson, Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör. „Við trúðum á mátt skáldskaparins og á mátt hugsjónarinnar” Stofnfundur Kristinn E. Andrésson haföi á þessum fundi framsögu um stofn- un bókmenntafélags og las upp- kast aö boösbréfi. I fundargerö segir: „Taldi hann nauösynlegt að rithöfundafélagið léti ekki sitja viö þá starfsemi eina saman aö gefa út Rauöa penna og gæti ekki kosiö sér betra hlutverk en aö koma út góöum bókum svo ódýr- um, aö almenningur gæti auö- veldlega veitt sér þær — skýröi hann frá því, aö hægt myndi aö hafa samvinnu um þetta viö bókaútgáfuna Heimskringlu (sem þá haföi um hriö gefiö út bækur Halldórs, Þórbergs, Jóhannesar og annarra rauöra penna). Samþykkt var aö stofna bókmenntafélagið og kjósa af hálfu rithöfundafélagsins 3 menn i væntanlega 5 manna stjórn (2 séu kosnir af Heimskringlu). Kosningu hlutu Halldór Kiljan Laxness, Eirikur Magnússon og Halldór Stefánsson.”. Tveim dögum siöar er svo stofnfundur Máls og menningar haldinn, einnig aö Barónsstig 55, heima hjá Halldóri Stefánssyni. Þá kemur á daginn, aö Kristinn E. Andrésson og Siguröur Thorla- cius hafa verið kosnir I stjórn MM af hálfu Heimskringlu. „Samþykkt var aö láta bókmenntafélagiö heita „Mál og menning” og senda út boösbréf. Akveðið var aö gefa út Rauöa penna og aöra bók til á þessu ári”. (Sú bók minnti þá þegar á aö Máli og menningu var ætlaö viötækara hlutverk en Rauöum pennum; var hún um Vatna- jökul). Ör fjölgun Þegar árið 1938 var farið að senda út litið timarit með félags- bókum til eflingar sambandi við félagsmenn og til kynningar á áformum félagsins — nafn þess færðist svo yfir á það Timarit Máls og menningar sem hefur göngu sina 1940 og tekur þá við af ársritinu Rauðir pennar. Þegar blaðað er i þessum fyrstu tima- ritsheftum blasa við upplýsingar, sem bera vott um furðulega sterkan áhuga fyrir þessu unga félagi. Straumurinn inn i félagið var miklu örari en forystumenn þess bjuggust við — enda þótt þá hafi sist af öllu skort bjartsýni. Upplag bókanna er áætlað of lágt ogþarf aö endurprenta þær. í lok fyrsta starfsárs eru félagsmenn orðnir 2000,1939 eru þeir um 4000, 1940 5000, 1942 eru þeir 5700 og 1943 6200 og hafa liklega aldrei orðið fleiri. Hagstæð skilyrði Þaö er hægur vandi aö benda á ýmsar ytri aöstæöur sem voru mjög hagstæöar hinum öra vexti. Þaö er auöséö, aö sú alþýöa sem flykkist inn i félagiö er bókþyrst i órösins fyllstu merkingu. Bókaút- gáfa er um þetta leyti miklu fá- breyttari en siðar varö og bækur einnig dýrari ef tekiö er miö af kaupgetu. Mál og menning setur sér einmitt aö ráöast beint á vita- hringinn sem bókhneigö alþýöa er hneppt i: „Fáir lesendur — hátt verð, hátt verö — fáir lesendur”. Svariö var eins og segir I boös- bréfinu „Alþýðan getur meö sam- tökum lækkaðbókaveröiö og leyst sig úr vitahringnum”. Félagiö gaf kannski út fjórar bækur eða fimm fyrir tiu króna árgjald, en sú upphæð var skilst mér, verö einnar bókar á venjulegum markaöi eöa litlu meir. I annan staö veröa hatrammar árásir á félagiö upp úr 1940, og þá ekki sist sú staöreynd, aö hers- höföingi hatursmanna félagsins var Jónas frá Hriflu til þess, aö fylkja sæmilega siöuöum mönn- um um félagið og efla samúö meö þvi. Jónasi haföi á þessum árum tekist meö hrikalegri geöþótta- stjórn sinni á menningarmálum að tryggja sér fullkomna andúö flestra þeirra sem eitthvað kvaö aö i listum og bókmenntum. f þriöja lagi höföu forgöngumenn Máls og menningar verið manna fyrstir til aö brýna fyrir islend- ingum nauðsyn samfylkingar gegn fasisma; þróun styrjaldar- innar meö bandalagi Sovét- rikjanna viö Vesturveldin voru mönnum staöfesting á þvl, aö skilgreiningar þeirra Kristins, Halldórs og fleiri á þessum mál- um heföu veriö réttar. Hugmyndaforðinn En ytri aöstæöur segja vitan- lega ekki nema hálfa sögu. Mál og menning var reist á hug- myndaforöa, sem haföi mikiö aödráttarafl, afl sem magnaöist af þvi, aö hugmyndirnar voru túlkaöar af þeim mönnum, sem best kunnu aö umgangast islenska tungu. Eins og Kristinn E. iAndrésson sagði i ræöu á 25. ára afmæli félagsins, þá höföu forystumennirnir enga oftrú á ódýrum bókum, þvi fór fjarri að þeir einskorðuðu sig við eitthvert neytendasjónarmið. Sem fyrr sagöi er forsaga Máls og menningar i Félagi byltingar- sinnaðra rithöfunda og Rauöum pennum. t febrúar 1975 var all- ýtarlega fjallaö um Rauöa penna fertuga i sunnudagsblööum Þjóöviljans og veröur sú saga ekki endurtekin hér. Rauðir pennar hófust meö mjög róttækri og aö þvi er virtist þröngsýnni kröfu um sóslaliskt raunsæi, um boöskaparbókmenntir, um bylt- ingarsinnaöa gagnrýni. En þessi róttæki straumur, efldur af kreppu auðvaldsins, var frá upphafi vega litt heftur af beim kreddustiflum, sem á ýmsum stöðum öðrum þrengdu aö rauðu menningarframtaki. Rauöir pennar voru alþjóöasinnar og byltingarvinir, en þeir voru ekki siöur efldir af rómantiskri ást á landi og sögu (I inngangskvæöi Jóhannesar úr Kötlum aö Rauöum pennum er fegurö lands- ins snúiö I áminningu um nauösyn byltingar). Og þeir bera mikla viröingu fyrir „borgaralegum” menningararfi, húmanisma og hafa fullan hug á aö bjarga hon- um yfir til nýrra tima. (Mál og menning lét þaö vera sitt fyrsta verk aö gefa út byltingarskáld- sögu Gorkis um Móöurina, og þaö erum leiöeina forlagið sem hefur gefiö út á Islensku bækur eftir Thomas; Mann). I þriöja lagi hafa forystumenn Máls og menningar til aö bera yfirsýn til aö hafna kreddum t.d. hins opinbera sovéska marxisma um „hættur módernisma” — þeir eru opnir vel og forvitnir um nýjungar og tilraunastarfsemi i bókmenntum og listum. Allt þetta fer saman við sterkar og bjartsýnar vonir um nýtt og annaö samband skrif- andi manna viö almenning. Eöa eins og Kristinn segir i fyrr- greindri ræöu: „Meö útgáfu á ódýrum bókum vildum við brjóta niöur múrinn milli skálda og alþýöu og fá stóran lesendahóp, ekki I neinu samúöarskyni viö almenning, heldur til aö vekja hann af svefni, flytja honum nýjar skoöanir, nýj- an skáldskap, kveikja hugsjónir I brjósti hans. Viö ætluöum aö ger- breyta þjóöfélaginu, ryöja braut nýjum hugmyndum, nýjum þjóöfélagsháttum og nýrri bók- menntastefnu, skapa viðari sjón- deildarhring, glæöa frelsisþrá alþýöu, gera þjóöina frjálsa.” Afeng blanda Róttækni og þjóölegur metnaö- ur, sem sóttu styrk I Jónas Hallgrimsson og Matthias Jochumsson og bókmenntastörf Siguröar Nordals, I sósialreal- isma Gorkis og garpskap Dimitrofs I Leipzig, I sovéskan áætlunarbúskap og samfylkingu gegn fasisma — úr öllu þessu veröur til merkilega áfeng blanda Framhald á 12 siðu Rætt við Þorleif Einarsson, formann Máls og menningar álíðandi stund Þorleifur Einarsson: Kristinn vildi fá bók um það hvernig landiö varð til. Núverandi formaöur Máls og menningar er Þorleifur Einarsson jarð- fræöingur, kjörinn 1974. Aðrir í stjórn eru Anna Eina rsdóttir, Halldór Laxness, Jakob Benedikts- son og Svava Jakobsdóttir. Ritstjóri tímaritsins og út- gáfustjóri er Þorleifur Hauksson, framkvæmda- stjóri Þröstur ölafsson. 1 viðtali við Þorleif Einarsson er fyrst að þvi spurt, hvernig á þvi standi að jarðfræðingur sé formaður Máls og menningar. — Forsaga þess er sú, að skömmu eftir að Surtseyjargosið hófst 1963 hringdi Kristinn Andrésson i mig og spurði mig að þvi, hvort ég gæti ekki skrifað rit um jarðfræði íslands, sem hann hafði lengi haft hug á aö koma út — slikt rit átti t.d. að vera hluti af safninu Arfur tslendinga. Eftir þrjú samtöl við Kristin hafði ég lofaö þessu. En áður en sú bók yrði til skrifaði ég litla bók fyrir MM um Surtseyjargosið sem út kom 1965 og var mjög vel tekið. Það voru þessi ritstörf sem tengdu mig við félagið. Áttavitinn er stilltur — Hvað finnst þér rétt eða æski- legt að Mál og menning leggi áherslu á við aðstæður iiöandi stundar? — Attavitinn er stilltur, við þurfum að halda áfram i þá stefnu sem tekin var. Við þurfum að taka mið af þeirri þjóðfrelsis- baráttu sem háð erilandinu — hluti hennar er að gefa út góðar bækur, bækur sem máli skipta. Kalda striðið og ýmislegt sem þvi fylgdi fór illa með samband félagsins við almenning. Féiags- menn eru blátt áfram of fáir — fóru niður i 2200, minnir mig um tima, en eru nú um 2500. Það er brýnt verkefni að fjölga félags- mönnum um 1-2 þúsund þá væri fenginn miklu traustari grund- völlur fyrir rekstri og blómlegri útgáfu. Þetta þýðir m.a. að við verðum að bæta stöðu okkar á ýmsum sviðum, brydda upp á ný- ungum einnig. Ég tel t.d. að við höfum sinnt of litið útgáfu góðra barnabóka og við höfum nú nokkra tilburði til að bæta úr þvi. Við þurfum að ná betur til unga fólksins og höfum m.a. reynt það meö kiijuflokkn- um, en i honum eru mest bækur um samfélagsleg vandamál og menningarpólitik. Flokkurinn er lika tilraun til að breyta bóka- neysluvenium, en islendingum gengur seint að viðurkenna aðrar bækur en þær sem eru innbundn- ar og þar með virðulegt þing á hillu. Fræðin Að þvi er fræöi varðar, þá vil ég taka það fram að við höfum fullan hug á að hraða þvi, að fyllt sé i eyður þær sem enn eru á mann- kynssögu okkar. Forlagið hefur gefið út allmikið um islenska sögu, en mest hefur það verið um sagna eftir William Heinesen — við byrjum á nýjustu bók hans, Turninn á heimsenda, Þorgeir Þorgeirsson þýðir. Þá gefum við út aftur eina af sigildum skáld- sögum aldarinnar, Vopnin kvödd eftir Hemingway i þýðingu Halldórs Laxness. Önnur sviö Ég gæti komið hér að áformum sem eru, frómt frá sagt, deiluefni innan stjórnarinnar. Við viljum prófa að gefa út „krimma”, reyf- ara, eftir Sjöwald og Wahljö. Við ætlum með þessu móti að reyna að ná til nýrra lesenda, og ég tel að það sé ómarksins vert, m.a. vegna þess, að þessir höfundar nota þessa sagnategund, reyfar- ann, með öðrum og merkilegri hætti en við eigum að venjast. En eins og ég sagði, ýmsir aðrir áð- standendur og velunnarar féiags- ins telja, að þarna sé farið inn á hæpna braut eftirlætis við vondan smekk. Við reyndum lika við plötuút- gáfu i fyrra, gáfum út Fráfærur með Þokkabót. Það tókst ekki nógu vel, m.a. vegna eigin fáfræði um þess háttar útgáfu. Þó vitum við, af ungu fólki, sem hafði af- skrifað fyrirbæri eins og Mál og menningu,en fékk nokkra tiltrú á okkur fyrir þetta. Næsta plata verður allt annars eðlis; á henni les Jóhannes úr Kötlum úr verk- um sinum. Höfundar — En hvað um nýjar íslenskar bókmenntir? — Staða hinna betri höfunda hefur breyst frá þvi sem áður var. Fyrir fjörutiu árum átti maður eins og Halldór Laxness i erfið- leikum með að finna útgefanda. En nú eru forlög á hverju horni og öll i kapphlaupi um góða höfunda. Við þessar aðstæður höfum við fariðheldur halloka, satt að segja m.a. vegna fjárhagslegra örðug- leika. En við höfum fullan hug á að b'æta úr þessu. Bæði með hraðari afgreiðslu á handritum og svo með þvi, að bjóða höfund- um, sem okkur þætti fengur að, samkomulag um samstarf til lengri tima, einskonar dreng- skaparsamkomulag um gagn- kvæma tryggð. Ýmislegt er á prjónunum, sem fullsnemmt er að tala um. En ég vil láta þess getið að i ár verður þvi verkefni lokið að koma upp ritsafni Þórbergs Þórðarsonar, og i fyrra var lokið við heildarútgáfu á ljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Ég hefi heyrt þvi fleygt, að Mál og menning hafi lokið hlutverki sinu. Bæði sé það, að öllum stefnumiðum hafi verið náð, og svo kunni enginn að skrifa lengur. Hvorugt er rétt. Islensk útgáfu- starfsemi er enn sem fyrr svo bundin þröngum markaðssjónar- miðum, að mörg þýðingarmikil svið verða útundan og full þörf á að bæta úr þeim hlutföllum. Og við viljum einnig koma á fram- færi nýjum höfundum islenskum — má vera þeir þurfi margt að læra, en hvatningu til þess fá þeir seint nema verk þeirra komi fyrir almennings sjónir. —áb löngu liðinn tima. Okkur vantar rit um sögu 20stu aldar, ekki sist frá þvi landið var hernumið. Meðal annars vegna þess, að nú eru að opnast ýmsar heimildir um þau mál sem áður voru lokað- ar. Það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt fyrir baráttu gegn her- setu að menn hafi sem glöggvasta þekkingu á þessum hlutum. Ég get tekið það fram, að nýlegur aðalfundur félagsins samþykkti einmitt áskorun til stjórnar um að láta skrifa sögu hersetunnar. Við bókakost um myndlist bæt- ist i haust hið þekkta rit Broby - Johansens. Heimslist og heima- list — og hefur reyndar verið lengi á leiðinni. Þá erum við að velta fyrir okkur sýnisbók islenskra bókmennta með nýstár- legu sniði, þar sem efnið er flokk- að eftir helstu viðfangsefnum hvers timabils, afstöðu til hinna ýmsu þjóðlifsfyrirbæra sem i verkunum birtist. Við erum einnig að byrja á syrpu bóka um islenska náttúru- fræði, um umhverfi okkar — um Bókaverslunin að Laugavegi 18: á henni verða innan tíðar gerðar nokkrar breytingar. fugla, jurtirog fiska, um fjöruriki og birkiskóg og þar fram eftir götum. Bókmenntir Það hefur ýmsu verið ábóta- vant i útgáfu okkar á bókmennt- um, innlendum sem erlendum. Ég held að þegar á heildina er lit- ið, hafi hlutur þeirra bóka sem einkum skirskota til mennta- manna, sem hafa vissa forþekk- ingu, hafa hnusað af ýmsu.verið full-stór. Og þá ekki veriö gert nóg af þvi að finna bækur sem hafa breiðari alþýðlegri skirskot- un. Að þvi er varðar útgáfu erlendra skáldverka, þá höfum við reynslu af áhuga almennings á raunsæislegum skáldsögum okkar aldar, sem fjalla um vandamál og veruleika sem hafa snertipunkta við okkar þjóðlif. Við höfum t.d. áhuga á að gefa út meira af norðurlandabókmennt- um, og i ár hefst flokkur skáld- Kristinn E. Andrésson og Halldór Laxness Kristinn opnar bókaverslun félagsins að Laugavegi 18. .......... ____________________________________________ Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness á 25 ára afmælishátlð félagsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.