Þjóðviljinn - 17.06.1977, Side 14

Þjóðviljinn - 17.06.1977, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júnl 1977 Áttunda umferö 1. deildar var leikin i vikunni. Leikur vikunn- ar var F.H. gegn K.R. i Hafnar- firði. Gamlir hafnfirBingar sögðu að Hamarinn þar syðra hafi nötrað þegar knötturinn lá niusinnum i netmöskvanum. Þö að mörg mörk i leik séu skemmtileg fyrir áhorfendur, er það oftar álitið veikleiki hjá liðunum. Sá leikur vikunnar sem breytti þó mestu um stöðu liðanna var stórsigur akurnes- inga gegn keflvikingum þar syðra. Kom þar greinilega i ljós hvað reynsla i leik i hörðu móti er mikilvæg á vissum timamót- um, það sem keflavikurliðið einmitt vantar, en keflvlkingar hafa nú tapað tveimur leikjum i röð og verða þvi tæplega með i baráttunni i bráð. Staða vikings styrkist með hverri umferð, og það sem verulega athygli vekur er geysi- sterkur varnarleikur liðsins, nánast múr sem ekkert kemst innfyrir. bað má þvi gera ráð fyrir aö einmitt i dag komi það skýrast i ljós hvort vörn Vikings stenst lipra og hratt leikandi framlinu Vals, en þessi lið leika i dag kl. 5. Óneitanlega einn af úrslitaleikjum mótsins. Fram- arar láta sér nú nægja hvert stigið sem halast inn, og liðið hefur aðeins fengið 2 stig i fimm leikjum, þannig að Fram, sem svo margir spáðu velgengni, er ekki lengur með i baráttunni um toppinn, og þarf alvarlega að lita i kringum sig. Annars er erfitt að tala um hver sé i botn- baráttu, þvi sex lið eru nær i einum heitum potti. Vestmannaeyingar hækkuðu flugið gegn Þór, og athyglis- verður lykilmaður fyrir vest- mannaeyinga er Sigurlás, sem lék með að nýju eftir að hafa verið meiddur i fjórum siðustu ’leikjum og skoraði tvö mörk. Þór þarf aö reiða upp hamarinn, ef ekki á að sökkva. Breiðablik heldur áfram að berast með straumnum. 2. deild. Keppnin i annarri deild ætlar að verða tvisýnni og harðari en ég átti von á, og spáöi i upphafi. Gott gengi K.A. frá Akureyri ber hæst, ég spáði þeim að visu 2 sæti i deildinni en átti tæpast von á svona sterkri útkomu, miðað við s.l. ár. Einnig betri árangur isfirðinga og Hauka. Þróttur Reykjavik er mun lakari en ég átti von á, og hlýtur eitthvað að vera þar að, sálar- lega eða annað, þvi liðið lék ágætlega i vor og einstaklingar eru þar margir ágætir. Þar þurfa menn að setjast niður og hugsa ráð sitt. Einnig átti ég von á að selfyssingar yrðu sterkari i byrjun mótsins, en einmitt selfyssingar hafa leikið bæði við toppinn og botninn, þannig að meðalvegurinn virð- ist blasa við. Reynir Sandgerði fer allvel af stað og má vel una sinum hag, enn sem komið er. Það lið i deildinni sém kemur mér einna mest á óvart með slakri, frammistöðu miðað við s.l. ár eru Völsungar. Það er oft einkennilegt hjá liðum i annarri lelks deild hvað liðin erumisjöfnmilli ára og er Völsungur gott dæmi um það.1975 var liðið mjög slakt næsta ár lék liðið vel og skilaði góðum árangri, og i ár er aftur farið i sömu gryfjuna. Svona snöggar breytingar eru tæpast i 1. deild. Armenningar, sem mörg undanfarin ár hafa skipað sér i efstu sætin, virðast ekki ætla að vera með i toppbarátt- unni. Þróttur Nes., og Reynir Árskógsströnd eru enn i mestu erfiðleikunum, en öll nótt er ekki úti enn og eins og sjómenn vita, „fiska þeir sem róa.” Landsleikurinn við n-íra. Margt og mikið hefur verið skrifað og talað um landsleikinn við n-ira, og hefi ég ekki miklu þar við að bæta. Sigurinn var mjög sætur, en leikurinn all mistækur, þó ekki hallaði þar frekar á landann. írarnir léku það sem stundum var kallað i gamla daga kettiingafótbolta. Þeir voru all liprir með knöttinn en hálfrýrir og smáir til átaka, eins og vantaði allt kjöt i fæturna á þeim. Leikurinn var ágætlega leik- inn á köflum en datt þess á milli niður i meðalmennsku og stund- um neðar. Nú þarf að fylgja þessum sigri eftir og herja næst á norðmenn og svia. Stopper sat i fyrsta skipti i blaðamanna- stúku á þessum leik og undi hag sinum vel. Hlutur iþróttafréttaritara i knattspyrnunni er og hefur ver- ið mikill gegnum árin, meiri en margan grunar. Það er ekki bara að segja frá leikjum o.þ.h. heldur eru öll skrif um knatt- spyrnu, stór og smá, mjög mikilvæg, þó helst að þau séu jákvæð, en sem sagt, áróðurinn i blöðunum og fjölmiðlum er það besta sem hægt er að fá fyrir knattspyrnuna. Þess vegna þarf að veita þessum mönnum alla bestu þjónustu sem völ er á, jafnvel þó að þessir menn séu að sinna sinni vinnu, og næst þegar landsleikur verður ætti K.S.I að sjá um að leikskrár lægu framml þar uppi, ef til vill að senda stráka með heitan kaffi- bolla til þeirra i hálfleik. Eins og áður sagði verður næsti leikur sennilega við norðmenn 30 júni. Fram að þeim tima þurfa allir að æfa vel og dyggilega, einnig atvinnumennirnir sem eru komnir i fri. Melavöllurinn. Iþróttavöllurinn á Melunum við Suðurgötu verður samkvæmt viðtali við vallar- stjóra, lagður niður i haust, og upp mun risa á staðnum Þjóðar bókhlaða. Melavöllurinn hefur verið musteri til iþróttaiðkana i Reykjavik i nær 70 ár, og verður mikill sjónarsviptir, og ekki grunlaust að einhverjir felli jafnvel tár ef völlurinn hverfur. Ef til vill er þetta nauðsynlegt. fyrir kerfið eða skipulagið. Iþróttasamtök hafa ekki svo ég; viti mótmælt eða sagt álit sitt á þessum málum, þannig að lita má á að um samþykki sé að ræða, — út af minna málefnit hafa menn rifist. Saga þessa gamla vallar er litrik, svo litrik fyrir islenskar iþróttir, að skrá verður sögui þessa iþróttamusteris á spjöltíl sögunnar á prenti. Min tillagai er að reynt verði að tef ja málif) eins lengi og unnt er, og ef ekkii erhægt lengur, þá að flytja völl- inn helst i heilu lagi á annan stað t.d. niður á Háskólavöll. Margir hafa látið þau orð falla' að Melavöllurinn sé besti malarvöllur i heimi, og ef Stopper ætti þess kost þá vildi hann eiga siðasta sparkið semi þar verður sparkað, svo góðar minningar á hann frá þessumi velli. Flautaö til leiksloka. 1 næsta þætti mun ég reyna að ræða um leikkerfi, draga álykt- un i hálfnuðu Islandsmóti og segja fréttir frá Kvennaknatt- spyrnu, en það er nokkuð sem er i mikilli grósku. 1 dag, þjóðhátiðardaginn, verður viða flautað til leiks ýmist i knatt- spyrnu eða öðrum leikjum, en hæst mun bera leik Vals og Vik- ings, sem fram fer á Laugar- dalsvelli i dag kl. 5 og þegar þar verður flautað til leiksloka munu linurnar örlitið skýrast. Gleðilega þjóöhátið, STOPPER Verkfrœöingar Reykjavíkurborgar: Skorður settar við einkabraski Einn af verkfrœöingum Reykjavíkur- borgar meö verkefni sem nœgja myndi 5-10 manna teiknistofu Þjóðviljinn skýröi fyrir nokkru frá þvl hvernig þaö hefur veriö látiö viögangast aö verkfræöing- ar Reykjavikurborgar standi I einkabraski og taki aö sér aö teikna fyrir hvern sem er buröar- virki bygginga. Eftir aö Þjóövilj- inn haföi skýrt frá þessu var mál- iö tekiö fyrir I borgarráöi og þar hefur nú veriö samþykkt, aö verkfræðingum borgarinnar sé óheimilt aö taka aö sér hönnun eöa teikningu á mannvirkjum, nema meö skriflegu leyfi borgar- verkfræðings I hvert sinn og hann skal svo gera borgarráði grein fyrir slikum undantekningartil- fellum tvisvar á ári. Þetta bann nær einnig yfir aöra eftirlitsaöila, sem eru I þjónustu Reykjvikur- borgar. Sem dæmi um hve stórtækir verkfræðingar borgarinnar voru orðnir á þessu sviði má nefna aö Þráinn Karlsson verkfræöingur hefur á árunum 1975, 1976 og til 9. mal 1977 teiknaö buröarvirk I 42 hús, samtals um 120 þúsund rúm- metra. Af þessu eru 13 fjölbýlis- hús og 9 iönaðarhús. Sá sem næst- ur honum kemur, Hallgrimur Sandholt. hefur á þessum sama tima teiknað burðarvirki aö hús- næöi uppá rúmlega 40 þúsund rúmmetra. Það er álit fróðra manna, að það hefði dugað teiknistofu með 5 til 10 manns 1 vinnu, það sem Þrá- inn Karlsson hefur teiknað á þessu timabili. —S.dór Jón Gunnarsson viö tvö verka sinna. Jón Gunnarsson sýnir að Kjarvalsstöðum Jón Gunnarsson, listmálari, opnaöi sýningu á 76 vatnslita- myndum á Kjarvalsstööum hinn Jarövísindamenn viö Háskólann: Fordæma skrípaleikinn Þjóðviljanum hefur borist eftirfarandi ályktun: Undirritaðir, fastir kennarar og stundakennarar i jarð- visindum við Háskóla Islands, lýsa yfir furðu sinni og for- dæmingu á skripaleik sem leik- inn var á Kröfluslóðum nýlega. Þeir telja algjört hneyksli, að ráðuneytiö skuli leggja blessun sina yfir bábiljur og loddara- skap af þessu tagi. Astandiö við Kröflu er ærin baggi á okkar þjóð, þótt ekki sé bætt gráu ofan á svart með þvi að gera hana að athlægi. Reykjavik 14. júni 1977: Eysteinn Tryggvason, Guttormur Sigbjarnarson, Guömundur Sigvaldason, Helgi Björnsson, Ingvar Birgir Friðlcifsson, Kristján Sæmundsson, Leifur A. Simonarson, Sigurður Steinþórsson, Siguröur Þórarinsson, Sveinbjörn Björnsson, Sveinn P. Jakobsson, Þorleifur Einarsson. 11. júni sl. og stendur hún yfir fram á sunnudag. Sýningin er op- in daglega frá kl. 2-10. Þetta er áttunda einkasýning Jóns og sú þriðja I Reykjavík. 1 Hafnarfirði hefur hann sýnt þrisvar, einu sinni i Keflavik og einu sinni i Vestmannaeyjum. Auk þess hefur Jón Gunnarsson tekið þátt i samsýningum bæði hér heima og erlendis. Allar eru myndirnar á sýning- unni málaöar á þessu og siðasta ári og flestar nú sl. vetur. Jón Gunnarsson hefur stundað nám við Myndiða- og handlistar- skólann en er annars ofsetljós- myndari og klisjugerðarmaður. Aður stundaði hann sjómennsku. Myndlistin er þvi algert tóm- stundastarf. En ég hef verið aö teikna frá þvi ég man eftir mér, sagði Jón. Góð aðsókn hefur veriö að sýn- ingunni og allmargar myndir þegar seldar. —-mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.