Þjóðviljinn - 17.06.1977, Qupperneq 17
Föstudagur 17. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Sjá rodann á
hnjúkunum háu...
Þegar 17. júní var fyrst hátíðlegur haldinn
Kl. 10.30 í dag hefst að
vanda útvarp frá Austur-
velli á þjóðhátíðardegi/
þegar blómsveiaur verður
lagður að fótstalli styttu
Jóns Sigurðssonar, for-
seta. Áður hefur þá verið
lagður sveigur á gröf
Jóns og konu hans í
kirkjugarðinum við Suð-
urgötu frá Reykjavíkur-
borg og leikið hið fagra
lag Jóns Laxdal, „Sjá
roðann á hnjúkunum
háu....," en samnefnt
kvæði orti Hannes Haf-
stein, sem alkunna er.
Jón og kona hans voru jöröuð i
kirkjugarðinum viö Suðurgötu i
mai, árið 1880, en þau létust
meö aðeins viku millibili árið
1879 i Kaupmannahöfn. Við
jarðarförina var mikiö um að
vera i hinni fámennu Reykjavik
og til athafnarinnar vandað,
eins og hægt var. Þarna var að
vcnum margt um manninn, em-
bættismenn og alþýða, og i lik-
fylgdinni, þegar borið var frá
kirkju, var mönnum skipaö i
flokka, bændur, skólapiltar, iðn-
útvarp
Jón Sigurðsson.
aöarmenn osfrv. Er trúlegt aö
mönnum hafi þótt miklu varða
að bera sig sem höfðinglegast
við útförina og Matthias
Jochumsson orti eftirfarandi lin»
ur um Grim Thomsen, sem var i
gráum frakka, en ekki svörtum,
eins og Matthiasi þótti nauðsyn-
legt: ,,Á gráum kufli Grimur
fylgdi gamla Jóni,/ urðarköttur
konungsljóni.” Milli Grims og
Matthiasar var jafnan nokkur
rigur.
Við höfðum samband við Lúð-
vik Kristjánsson, rithöfund,
sem allra manna rækilegast
hefur rannsakað æfi og starf
Jóns Sigurðssonar og spurðum
hve gamall sá siður mundi vera
að minnast Jóns Sigurðssonar
17. júni. Lúðvik segir að þann
sið megi rekja allt aftur til árs-
ins 1886, en þá hefur Þorlákur
Johnson veg og vanda af sam-
sæti i húsi sinu 17. júni, þar sem
hann hélt hótel, og voru drukkin
minni Jóns af ,,nokkrum frjáls-
lyndum og fjörugum mönnum,”
eins og Reykjavikurblöðin kom-
ast að orði daginn eftir, en ann-
ars er látið heita að góðtempl-
arareglan hafi staðið að hófinu.
Arið 1911, á aldarártið Jóns og
á stofári háskólans var stytta
hans afhjúpuð og æ siðan hefur
farið fram minningarathöfn þar
hinn 17. júni.
„Sjá roðann á hnjúkunum
háu,” er það kvæði sem liklega
er kunnast þeirra, sem lúta að
minningu Jóns Sigurðssonar, en
ekki má gleyma að fjöldi skálda
orti hyllingarkvæði til Jóns,
meðan hann lifði og má hér
nefna nokkur.
Elst mun kvæði sem Jónas
Hallgrimsson orti til Jóns, þeg-
ar hann hélt heim á fyrsta þing
sitt, en i skáldahópnum eru lika
nöfn þeirra Steingrims Thor-
steinssonar, Benedikts Grönd-
dal, Gisla Brynjólfssonar, Jó-
hanns Jónssonar, Finns Magn-
ússonar, Matthiasar Jochums-
sonar, Bjarnar M Olsen, Gests
Pálssonar og Indriða Einars-
sonar. Er þannig sýnt að islend-
ingar hafa þó ekki alltaf hrakið
spámenn sina af höndum sér.
ÚR ÁSTANDINU
Or sýningu nemendaleikhússins.
Nemendaleikhúsið sýnir
Hlaupvídd sex
eftir Sigurð Pálsson
Leikstjóri: Þórhildur Þor-
leif sdóttir
Leikmynd: Messína
Tómasdóttir
Enn er Sigurður Pálsson kom-
inn á stúfana með leikrit samið
sérstaklega handa Nemendaleik-
húsinu og miðað viö þarfir þess
hóps sem nú var að útskrifast. I
þetta skipti hefur hann valiö sér
að yrkisefni upphaf hersetu á
íslandi og einkum ástandið svo-
kallaða, reynt að leiða fram
hvernig islenskar konur leiddust
nær óafvitandi út i skæjulifnaö
með erlendum hermönnum, og
notar þetta siðan sem almennt
dæmi um herleiðingu þjóðar-
innar, sem enn stendur. Þetta er
mjög áhugavert efni, timabil sem
þarf að kanna miklu betur, og
einn afrakstur af starfi þessa
hóps er bráðskemmtileg leikskrá.
Mörg atriði i leikriti Sigurðar eru
snjöll og bregða birtu á vanda-
máliö, en einhvern veginn hefur
honum ekki lánast aö gera sann-
færandi heild úr þeim fjölmörgu
stuttu atriðum sem hann byggir
leikritið úr. Astæöan kann ekki
sist að vera sú aö hér er blandaö
saman ólikum stiltegundum:
raunsæislegri lýsingu alþýöu-
stúlknanna, öfgafullri skopfærslu
borgarstéttarinnar og svo fanta-
siskri útfærslu heimsveldanna i
formi risavaxinna brúða. Þannig
að þrátt fyrir mörg snjöll og leik-
ræn einstök atriöi verður heildin
sundurlaus um of.
Þórhildur Þorleifsdóttir hefur
leikstýrt af öryggi og festu, og
leikmynd og búningar Messiönu
eru meistararlegt verk, einfalt,
stilhreint og mjög virkt. Leikhóp-
urinn stendur sig yfirleittt af mik-
ill prýði. Sterkustum tökum á
áhorfendum náöi liklega Guðrún
Gisladóttir með geysiöruggum,
innlifuðum og tæknilega útfærð-
um leik i hlutverki Katrinar
Brynjúlfs. Edda Hólm sýndi góö
tilþrif og skoplega tilburði i hlut-
verki Kötlu Brimdal, drekkandi
sérri og farandi með Einar Ben. 1
hlutverkum alþýðustúlkna voru
þær Lisa Pálsdóttir og Guðlaug
Bjarnadóttir einlægar og traust-
ar.
Þetta er önnur sýning
Nemendaleikhússins i vetur, hin
fyrri var á tveimur kennileikjum
Brechts. Hvort tveggja hafa verið
ánægjulegar og vel unnar sýning-
ar sem mikill fengur var að, Það
er þvi átakanlegt til þess að hugsa
hvaða örlög biða þessa hóps. Það
er grimmileg staðreynd að þessu
fólki er algerlega kastað út á
gaddinn og algerlega undir hæl-
inn lagt hvort það fær nokkur
tækifæri til að vinna að leikhús-
störfum. Næreina vonin er fólgin
i þvi aö komast að hjá atvinnu-
leikhúsunum, og þar eru margir
fyrir og dyrnar þröngar inn-
göngu. Leikhúslögin á íslandi
mæla svo fyrir að ekki skuli fara
fram leiklist, utan þriggja til-
greindra atvinnuleikhúsa, nema
starf áhugafólks. Þessum lögum
virðist beinlinis ætlaö að koma i
veg fyrir að frjálsir leikhópar geti
starfað, og þau hafa til dæmis
vissulega gert Alþýðuleikhúsinu
mjög erfitt fyrir. Þessum lögum
veröur að vinna gegn og fá þeim
breytt, þannig að fé fáist til starfs
fleiri leikhópa. Meðan svo er ekki
er það ábyrgðarhluti af hálfu
rikisvaldsins að reka leiklistar-
skóla, láta fólk eyða þar miklum
tima og standa siðan upp mestan
part vonlaust um atvinnu á eftir.
Sverrir Hólmarsson
Sverrir
Hólmarsson
skrifar
f um
■ leiklist
SAMBAND IÐNSKÓLA
Á ÍSLANDI
Staða framkvæmdastjóra Sambands iðn-
skóla á íslandi er laus til umsóknar. Laun
samkvæmt 17. launaflokki opinberra
starfsmanna.
Upplýsingar i sima 23730 milli kl. 14 og 17
virka daga, nema laugardaga.
Umsóknarfrestur til mánudags 27. júni
1977. — Umsóknir sendist til Þórs Sand-
holt, Iðnskólanum i Reykjavik.
P ÚTBOÐ
Tilboð óskast i efni i stálþil fyrir lengingu
Sundbakka i Sundahöfn fyrir Reykjavik-
urhöfn.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju-
daginn 26. júli 1977, kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Ffikirkjuvegi 3 — Sími 25800
Frá Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur
Við sálfræðideildir skóla i Reykjavik eru
lausar til umsóknar stöður félagsráð-
gjafa, sérkennara, sálfræðings og ritara.
Umsóknareyðublöð fást i Fræðsluskrif-
stofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 10. júli
n.k.
Fræðslustjóri
BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF
Fornhaga 8 - Sími 27277
Forstaða dagheimilis
Staða forstöðumanns við Dagheimilið
Sunnuborg er laus til umsóknar. Fóstru-
menntun áskilin. Laun samkvæmt kjara-
samningum borgarstarfsmanna. Um-
sóknareyðublöð fást á skrifstofu Sumar-
gjafar, en þar eru veittar nánari upplýs-
ingar. Umsóknarfrestur er til 1. júli.
|f| MÖTUNEYTI
Starfsmaður, karl eða kona, óskast til að
veita forstöðu mötuneytinu i Hafnarhús-
inu frá og með 1. ágúst n.k. Nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu Reykjavikurhafnar.
Umsóknarfrestur er til 1. júli 1977.
Reykjavikurhöfn.