Þjóðviljinn - 12.07.1977, Side 3

Þjóðviljinn - 12.07.1977, Side 3
Þriðjudagur 12. jiill 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Gunnar Steinn Pálsson skrifar frá Genf: FIDE GEIMS UIMA SUMUS Spassky án adstoðar- manns — tefldi bið- skákina ónákvæmt Genf 11.7. Frá Gunnari Steini Pálssyni: Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari i skák, tapaði á laugardaginn þriðju einvigisskák sinni við ungverska stór- meistarann Lajos Portisch. Skákin hafði farið i bið að loknum 40 leikjum og að áliti flestra var staðan i fullkomnu jafnvægi og engin önnur úrslit huganleg. En það var öðru nær. Spassky virtist eitthvað miður sin þegar tekið var til við skákina að nýju. Hann hóf taflið hinn óstyrkasti og þegar i 51. leik urðu honum á gróf mistök. Staðan breyttist i rjúk- andi rúst og á hverju augnabliki væntu menn uppgjafar sovét- mannsins. En hann þráðist heldur betur viö, tefldi hvern leikinn á fætur öðrum I vonlausri stöðu. Menn voru að vonum ansi hissa á þessari þrákelkni meistarans, sumir töldu jafnvel að hann væri að vinna i sig kjark til að færa Marinu sinni sorgartiöindin. Aðrir töldu að Spassky væri — °S þrjóskaöist lengi vel viö aö gefast upp aðeins aö teygja lopann, til að finna hentugt tækifæri og leggja niður vopnin á sem eðlilegastan og karlmannlegastan hátt. A meðan á þessum vangaveltum stóð sat Portisch hinn rólegasti, sötraði hvern kaffibollann á fætur öðrum en Spassky reyndi I örvæntingu sinni aö finna ein- hverja vörn. Að skákinni lokinni sagði Spassky að hann hefði gert sér fyllilega grein fyrir að skákin væri sér töpuð strax að loknum 53 leikjum. Hann vildi þó reyna á þaö til fulls hvort svo væri. Verðlaunin sem teflendur keppa um eru sem svarar 2 milj- ónum isl. krónum. Ekki neitt sér- lega há upphæð þykir mönnum þegar tekið er tillit til þess hversu gifurleg vinna liggur að baki öllum undirbúningi, rannsóknum og þ.h. fyrir keppnina. Það er sama upphæð á báðum stöðum, sigurvegarinn fær i sinn hlút 1,2 milj. en sá sem biöur lægri hlut veröur aö gera sér að góðu af- ganginn, eða u.þ.b. 800 þús. islenskar. Einkaaðilar fjármagna ein- vigin. Portisch hefur nú náð forystunni Biðskák — 3. skákin. Hvitt: Boris Spassky (Sovétr.) Svart: Lajos Portisch (Ungv.landi) Þegar þessi biðskák er skoðuð grannt kemur ýmislegt i ljós sem áður fór fyrir ofan garð og neöan. Sigur Portisch þarf ekki að koma neitt sérlega á óvart.Ef einhver á vinningsmöguleika þá eru þeir svarts megin. Til þess liggja nokkrar ástæður. Hvitu hrókarnir á a-linunni standa eins og illa gerðir hlutir. Biskup svarts hefur betri framtiðarmöguleika en sá hviti. 1 peðastöðu svarts er meiri sveigjanleiki sbr. fram- rásin b5 — b4. En látum þessum formála lokið. Það var Spassky sem lék biöleik. 41. Rxh5+-gxh5 43. b4-?! 42. Bxh5-f5 (Dálitið tvieggjaöur leikur. Hvitur vill i eitt skipti fyrir öll koma I veg fyrir b5-b4. Þetta hefur ýmsa annmarka, t.d. verður veikleikinn á c3 eilifur. Auk þess er b2-b3 ekki mögulegt undir neinum kringumstæðum.) 43. ..-f4 (43... Rxc3 væri of stór biti, t.d. 44. Ha7 Hd8, 45. Ha3 Ra4 og nú 46. exf5, 46. Rxc4 eða jafnvel 46. Be8 með' góðum möguleikum fyrir hvitt I öllum tilfellum.) 44. Bdl-Kf6 (Að sjálfsögðu var peðið á c3 baneitrað: 44. — Rxc3?, 45. Ha7 Hd8, 46. Bg4 og vinnur). 45. g3-Hbb8 49. Hel-Hg8 46. Kh2-Hc7 50. Rf3-Bg4 47. gxf4-exf4 51. Hgl?? 48. Bxa4-bxa4 (Og hér kemur hann, afleik- urinn mikli. Leikurinn lætur litiö yfir sér I fyrstu en þegar betur er gáð kemur I ljós hversu slæmur hann er. Siálfsagt var 51. Rd4 með hörkubardaga framundan.) 51. ..-Hcg7! 53. f3 Bd7 52. Rh4-Hg5 54. Hxg5 (111 nauðsyn. 54. Haal strandar einfaldlega á 54. — Hxgl, 55. Hxgl Hxgl, 56, Kxgl a3 og peöiö verður ekki stöðvað.) 54. ..-hxg5 56. exf5-Ha8 55. Rf5-Bxf5 (Endataflið sem nú er komið upp er algerlega vonlaust hvitum eins og Portisch sýnir framá á einfaldan en lærdómsrlkan hátt.) 57. b5-Kxf5 60. Kg2-Hb8 58. b6-g4 61. Hxa4-Hxb6 59. fxg4 + -Kxg4 62. Kf2 (Þaö er vist nokkuð sama hvaö Spasský hefði tekið sér fyrir hendur I þessari stöðu. Allar leiöir liggja til glötunar, t.d. 62. Hxc4 Hb2-, 63. Kfl Kf3 o.s.frv.) 62. ..-Hb2+ 65. Kfl-Hd2 63. Kgl-f3 66. Hg8+-Kf4 64. Ha8-Hg2+ 67. Hf8+-Ke4 — og þá loks lagði Spassky niður vopnin. 4. skák Hvitt: Lajos Portisch (Ungv.land) Svart: Boris Spassky (Sovétr.) 1. d4-Rf6 3. Rc3-Bb4 2. c4-e6 (Nimzeoindverska vörnin. Hún er meðal vopna I vopnabúri Spasskys.) 4. e3-c5 5. Bd3-Rc6 9. bxc3-dxc4 6. Rf3-d5 10. Bxc4-Dc7 7. 0-0-0-0 11. Bd3-e5 8. a3-Bxc3 12. Dc2 OÞeimsem hafa áhuga á byrjunarfræðilegu gildi þess- arar skákar skal bent á að þannig tefldist 2. skákin i einvígi Spasskys við Hort hér i Reykjavik.) Framhald á bls. 14. Kortsnoj missti vinninginn Kæruleysi með unna stöðu að öllum líkindum það sem bjargaði Polugajevski Frá Gunnari Steini Pálssyni,Genf. i gærkvöld: Oiktor Kortsnoj missti and- stæðing sinn Lev Polugajevski lieldur betur úr heljargreipum sinum þegar kapparnir mættust i fjórða sinnið i Genf i gær. Kortsnoj hafði algera yfirburða- stöðu i skákinni svo að segja al- veg frá byrjun og virtist á köflum aðeins timaspursmál hvenær staöa Polugajevskis hryndi i rúst. En liklega hefur Kortsnoj verið heldur of værukær i stöðunni og þegar báðir keppendur voru komnir i bullandi timahrak virtist hann taka of létt á viðfangsefni sinu. Sá orðrómur fór af stað strax að lokinni skákinni að Kortsnoj hefði hreinlega veriö mútað af forráömönnum mótsins. Sigur Kortsnoj hefði nefnilega að öllum likindum þýtt endalok ein- vigisins og ekki neitt gamanmál fyrir mótshaldarana aö sitja eftir með ekkert nema tapið á hausn- um. Þar meö urðu vonir Kortsnojs um hreint borð i þessu einvigi að engu. Fyrir skákina gaf hann út þá yfirlýsingu að hann ' myndi einskis láta ófreistað til að hnekkja „metP’ Bobby Fischers þegar hann vann þá Larsen og Taimanov báöa með sex vinning- úm gegn engum. Þegar sjúkdóm Polugajevskis á laugardaginn bar á góma lét Kotsnoj, I það skina aö hérna væri ekki um nein likamleg eymsl að ræða. Hann taldi að taugar Polugajevskis væru greinilega aö gefa sig og um leið minnti hann á hvernig ástatt var fyrir þeim Taimanov og Lar- sen I greipum Fischers þegar flytja varð þá báöa á sjúkrahús með of háan blóöþrýsting. Reyndar fannst fleirum en Kort- snoj litiö til veikinda Poiugajevskis komiö. Hann sást hinnhressastileika tennis við að- stoðarmenn sina á laugardaginn. A meöan brá Kortsnoj sér i iþrótt sem ekki á miklum vinsældum aö fagna i Sovét, nefnilega golf. Einvigið hér i Genf vekur annars litla athygli, áhorfendur sárafáir, hvað sem veidur. Þeir félagar Spassky og Portisch komu til aö fylgjast með skákinni i dag. Þeir voru báðir sammála um að jafn- teflistilboð Kortsnojs hefði verið i fyllsta máta réttmætt. Engin rak- in leið til að ná yfirburðum sýni- leg. 4. einvigisskák Hvitt: Lev Polugajevski (Sovétr.) Svart: Viktor Kortsnoj Enskur leikur 1. d4-e6 2. g3-c5 5. B22-RÍ6 3. Rf3-cxd4 6. 0-0-e5 4. Rxd4-d5 7. Rb3-Be6 (Ekki getur þetta talist liklegt til árangurs fyrir hvitan. Svartur hefur auðveldlega náð að jafna taflið. Einhverju sinni sagði frægur skákmaöur: „Þegar svartur hefur jafnaö taflið er hann með betri stöðu”. Dálitiö mótsagnakennt en örlitiö sannleikskorn I þessu. Það geta flestir þeir sem með skák hafa fiktaö borið vitni um.) 8. c4-Rc6 13. Bd2-Hc8 9. cxd5-Rxd5 14. Dbl-0-0 10. RId2-Be7 15. Hdl-Dc7 11. Re4-b6 16. Rxd5-Rxd5 12. Rc3-Rcb4 17. Hcl-Dd7 18. De4?? (Liklega segir þessi leikur betur en nokkur orð hversu gjörsamlega Polygajevski éru mislagðar héndur I þessu einvigi. Leikurinn er byggður á næsta barnalegri yfirsjón). Sviptingar ! fjórðu skákinni 18. ..-f5! (Auðvitað. Nú gengur 19. Dxe5 ekki vegna 19. — Bf6 og drottningin er fönguð.). 19. Dbl-e4 (Þaðhefurvistfáum komið til hugar annað en Korstsnoj myndi innbyrða vinninginn. En hann viröist hafa verið gripinn hálfgerðu kæruleysi og Polugaj- . evski sleppur. 20. Rd4-Bf6 24. Ha2-Bg5 21. Rxe6-Dxe6 25. Hdl-Hc6 22. Bel-Kh8 26. Ha3-Hfc8 23. a4-De5 27. e3-Bf6 (Þrýstingurinn eykst. Svartur hefur nú frumkvæði á báðum vængjum. Ekki varð það til þess að létta brúnina á aðstoðar- mönnum Polugajevskis að hann var nú kominn i bullandi tima- hrak.) 28. Hb3-De6 29. Bfl-h5? (En þetta er hinsvegar hámark bjartsýninnar. Korts- noj heldur greinilega að vinn- ingurinn komi hvernig sem á málum er haidið. Raunar þarf enginn að lá honum með þriggja vinninga forskot.) 30. a5! (Þarna leynist mótspilsmögu- leiki.) 30. ..-Rc7 32. Ha4-Hb8 31. Hb4nbxa5 33. Da2-Dxa2 — og hér flesturr á óvart bauð Kortsnoj jafntefli. Staðan biöur þó liklega ekki uppá mikið meira og þótt svartur hafi peöi meira stendur honum engin vænleg leið til boða. Staðan: Korstsnoj 3,5 v. — Polugajevski 0,5 v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.