Þjóðviljinn - 12.07.1977, Page 6

Þjóðviljinn - 12.07.1977, Page 6
6i SlÐA — ÞJOÐVILJINN, ÞriOjudagur 12. jdll 1977 sigd Hamar og í Nató 3SS f/ irí Verkamenn: Sparnaður er nauðsyn, en þeir eiga að borga sem hafa meira. Þegar Berlinguer og Zaccagnini, formaður Kristilegra demókrata, takast i hendur, gripur and- arteppa Craxi, formann sósialista. Fyrir utan höfuð- stöðvar PSI/ sósialista- flokksins i Bologna, er merki flokksins, hamar og sigð. Fyrsti hamarinn og sigðin í Nato. En reyndar er það svo á Italíu, að allir vinstriflokkar og hópar nota þetta merki í ýmsum útgáfum, að undanskildum mannréttindaflokkinum Partito Radicale, PR. Það er sagt um italska sósialista, að þeir eigi i vist- kreppu. 1 eina tiö voru þeir vold- ugur flokkur, það voru þeir sem skipulögðu verklýðshreyfinguna og samvinnuhreyfinguna og byggðu fyrstu alþýðuhúsin. En ágreiningur hinna róttækari og hægfara foringja eftir fyrra strið sem og sigurför fasismans léku þennan flokk grátt. Kommúnistar reyndust betur undir það búnir að takast á viö fasismann, og út úr striðinu komu þessir flokkar nokkurnveginn jafnsterkir. t kosningunum 1946 fengu sósial- istar 21% atkvæða, en kommúnistar 19%). En nokkru siðar hefur kommúnista- flokkurinn tekið forystuna, og það bil hefur aukist jafnt og þétt. Nú hafa kommúnistar 34,4% at- kvæða, en PSI 9,6. Sósialistar eru samt þriðji stærsti flokkur landsins, og engin stjórn er hugsanleg án þeirra samþykkis. Vistkreppa PSI er ekki sist i þvi fólgin, að flokkurinn hefur haft á vixl samstarf til vinstri og hægri. Hann hefur lengst af stjórnað borgum og nú siðast héruðum með kommúnistum, PCI. En hann hefur setið I landstjórn með kristilegum demókrötum, DC. I stjórnartið þeirra gerðist það ein- mitt markverðast, að mikilvæg ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt héraða til sjálfstjórnar voru loksins látin koma til fram- kvæmda — en þau ákvæði hafa einmitt styrkt mjög stöðu kommúnista i landinu. Sósialistar eru i verklýössambandinu CGIL með kommúnistum, en þeir eru lika i UIL með sósialdemó- krötum. Þá er einnig að finna i fleiru en einu samvinnu- sambandi. Litli og stóri bróðir Gianni Ronacallo úr PR segir: Það er engin leið að reikna það út fyrirfram, upp á hverju sósial- istar kunna að taka. Þeir hafa verið i stjórn I Róm og spillst drjúgan af þvi. Þeir hafa tilhneig- ingu til aö vera varfærir og „ábyrgir” i efnahagsmálum en harðróttækir i mannréttinda- málum (hjónaskilnaða-málið, fóstureyðingar ofl). og menningarmálum.... Með þessum formála getum við gengið inn til PSI og rætt um stund við Roberto Cresti. Kommúnistar hafa hreinan meirihluta á héraðsþingi i Emilia-Romagna eða 26 fulltrúa, en PSI hefur aöeins þrjá. Engu að siður hefur PCI sósialista meö I héraðsstjórn, þar hafa þeir tvo héraðsráöherra, assessora. — Finnst ykkur ekki erfitt aö vera i þessari stöðu „litla bróður”? spurði ég. — Við erum reyndar eldri bróðirinn ef horft er til sögunnar, sagði Cresti og lét sér ekki bregða. Og við reynum sem best að halda sérkennum okkar sem flokks og hafa sjálfstætt pólitiskt frumkvæöi. Við teljum, að PSI sé til dæmis miklu „opnari” flokkur en PCI. Við höfum reyndar ákvæði i flokkslögum sem heimila brottrekstur (ég spurði eftir þeim hlutum sérstaklega vegna þess aö hægriblöðin voru að skrifa um það þessa daga, að „villta vestrið” væri að reyna að yfirtaka sósialistaflokkinn innan- frá). En við höfum hefð i starfs- háttum sem felur I sér sambýli mismunandi pólitiskra strauma. (Þetta þótti mér nokkuð alþýðu- bandalagsleg athugasemd). En það er okkur mikill vandi, hélt Cresti áfram, aö verka- mannaflokkarnir, PCI og PSI eru mjög misstjórir. Og meðlimir PSI eru úr nokkuö öðrum samfélags hópum en félagar I PCI. Af hálfri miljón meðlima i sósialista- flokknum eru um 150 þús. verka- menn, en mjög mikiö er um menntamenn og opinbera starfs- menn. (Þess skal geta til saman- burðar að um 47% meðlima PCI eru verkamenn). Orö í eyra Viö höldum samt, að við séum að ná okkur á strik meðal verka- manna. Þaö kom til dæmis margt jákvætt upp á verkamanna- ráðstefnu flokksins sem við héldum nýlega I Torino. En við höfum lika fengið orð I eyra fyrir svik og pretti af þvi að við féllumst á, að nokkuð væri dregið úr ákvæðum um verölagsbætur á kaup (scala mobile — sbr. siðustu grein). Að þessu leyti erum við I sama báti og kommúnistar, sem hafa fengið orð i eyra frá sinum óbreyttu liðsmönnum fyrir sömu syndir. Við erum satt aö segja milli tveggja elda. Við höfum reynt að verja verölagsbæturnar fyrir borgaraflokkunum, sem halda þvi mjög á lofti aö þær séu sjálf- virk verðbólguskrúfa, en við segjum, að þær séu aðeins varnarvopn verkafólks, enda vernda þær, einar sér, ekki nema kaupmátt lægstu launa. Hitt er svo annað mál, að allt okkar efna- hagskerfi er svo sniðið, aö það ýtir mjög undir verðbólguhegðun fyrirtækja. Við höfum þvi viljað leggja nokkuö af mörkum til að stöðva verðbólguna með þvi að samþykkja lagfæringar á verð- lagsbótum. Þetta eru óvinsælar ráðstafanir sem kreppan neyðir okkur út I — en viö reynum þá að koma þvi svo fyrir, að þessar ráð- stafanir séu að einhverju leyti undirbúningur undir jákvæðar breytingar til langs tima.... (Hér má skjóta þvi aö, að PSI hefur um margt svipaða afstöðu og PCI, en orðar hana öðru visi. Þessi siðustu ummæliCrestis lúta t.d. að svipuðum hlutum og hug- myndir Berlinguers um að sparn- aðarráðstafanir verði að gæöa stéttarlegu inntaki — þ.e. beita þeim verkalýðnum i hag. t báðum tilvikum er um aö ræða hug- myndir sem afskaplega erfitt er að gera að veruleika, þótt það sé kannski reynandi). Söguleg málamidlun — Nú hafiö þið, kommúnistar og smáflokkar til vinstri, samtals um 47% atkvæða á ttaliu. Eruð þið sósialistar sammála Berling- uer I þvi, að þaö dugi ekki að þessi fylking fái 51% atkvæða til að hægt sé að láta vinstristjórn lifa i landinu? Að þaö þurfi breiðari samstöðu, (söguiega málamiðl- un) til að forðast megi skemmd- arverk alþjóðlegs auðvalds eða valdarán eins og i Chile og Grikk- landi á sinum tima? — Við segjum sem svo, sagði Cresti, að áöur en við höfum þessi frægu 51% á þingi, þá þurfum við að hafa þau vel tryggð i þjóð- félaginu. Ég á þá við þau jákvæðu og virku tengsli milli alþýðu og pólitiskra stofnana sem vinstri- mönnum I Chile tókst ekki aö stofna til. Það væri erfitt aö stjórna hér með 51% atkvæða að baki, en enn erfiöara meö 75% atkvæöa að baki (kommúnistar og kristilegir saman). Við teljum, aö það væri hægt að stofna bráðabirgðastjórn þriggja stærstu flokkanna til aö komast yfir verstu kreppuna nú. En síðan yrði að stefna eindregið á valkost til vinstri. Langvarandi bandalag milli PCI og DC (kristilegra) mundi þrengja mjög að allri stjórnar- andstööu. Það er slikur sáttmáli, sem við teljum að mundi hrekja jaðarfólkið, atvinnuleysingjana, stúdentana, enn lengra út úr sam- félaginu og magna þá ofbeldis- skrúfu, sem við nú þekkjum, enn frekar en nú er. Þessu höfum við haldið fram i viöræöum viö ungt fólk, sem viö höfum opnaö dyrnar fyrir af sýnu meira umburðar- lyndi en kommúnistar. (Ég minni á að þetta viðurkenna óánægðir stúdentar, en bæta þvi við, að þetta geti allt eins verið kosn- ingatöfrar hjá PSI). Nató og auð- valdsbrellur — Þið börðust i eina tiö hart gegn Nato, en hafiö sættykkur við það hernaöarbandalag i meira en áratug. Er Nato enn á dagskrá sem deilumál innan sósialista- flokksins? — Við höfum aldrei litið svo á, að það mál væri leyst fyrir fuilt og fast. Þetta er flókið mál, tengt þeirri skiptingu álfunnar i áhrifa- svæði sem gerö var i Jalta af höföingjum stórveldanna, og henni reynist erfitt að breyta. En við teljum að Nato eigi að vera (ekki að svo sé) öryggisstofnun, en ekki tæki til bandariskra for- ráða i Evrópu. Við viljum efla veg Evrópu, áhrif og frumkvæði á þessum vettvangi sem öörum. — Hvað um hugsanlegar efna- hagslegar þvinganir gegn vinstri- stjórn á Italiu, ég á þá viö m.a. hótanir hins gjaldeyrisrika kanslara Þýskalands um refsi- aðgerðir gegn italskri stjórn, sem heföi kommúnista innanstokks? — Við vitum vel, aö hagkerfi okkar er tengt annarri af tveim blökkum. Innflutningur okkar, t.d. á hráefnum, er stundum óhagstæðari en vera þyrfti vegna þeirra viðskiptahnúta sem riðnir hafa verið. Við reynum þvi að stefna að auknum samskiptum ttaliu viö þriðja heiminn, teljum að vel sé hægt að hafa við þau lönd viðskipti sem byggi á jafn- rétti en ekki aröráni. I þessu sam- bandi má minna á að samvinnu- félög okkar (hið vinstrisinnaða SÍS, LNCM) taka þátt I að byggja upp „ööruvisi”, ekki-kapitalisk hagkerfi i Angólu, Sómaliu og vlðar. Við leggjum áherslu á þessi tengsli, þvi með þeim m.a. má renna stoðum undir „öðru- vlsi” þróun hjá okkur sjálfum. Að þvi er varöar likur á erlendri Ihlutun um okkar stjórn- mál, þá er þetta Evrópa, ekki Chile, ttalia en ekki Grikkland. Við höfum mjög sterka verklýðs- hreyfingu, kannski þá virkustu I Evrópu, og hún er okkur mikil vörn ef I harðbakka slær. Og gleymum þvi ekki heldur, aö viö göngum vinstribrautir ekki einir sér — svipaðir hlutir og hér eru að gerast og munu halda áfram aö gerast á Frakklandi og á Spáni. Nei, við erum ekki einir, non siamo soli... Næstikafli: Talað við kristilega demókrata. Framhald

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.