Þjóðviljinn - 13.07.1977, Blaðsíða 7
Miövikudagur 13. júli 1977 PJÓDVII.JINN — SÍÐA — 7
Það þyrfti að ráða til starfans hóp á við meðal
togaraáhöfn og leggja fram fé sem svarar kaupverði
nokkurra togara - þá mætti fara að gerajiér
vonir um að einhver hreyfing komist á málefni
verkmennta i landinu
AÐ KENNA ÁN
KENNSLUGAGNA
A þvi leikur vist enginn vafi,
að meðal almennings er mikill
áhugi á gagngerðum breyting-
um á allri námsskipan á fram-
haldsskólastigi. Almennar um-
ræður um skólamál á siðustu
árum bera þessum áhuga glöggt
vitni. Mér er til efs að þau séu
mörg félagasamtökin i landinu,
sem ekki hafa einhverntlma á
siðustu árum gert álykt-
anir um þetta efni. Kröfurn-
ar eru allajafnan þær sömu:
baÓ þarf að efla verkmenntun-
ina almennt séð og tryggja
henni svipaða aðstöðu og öðrum
námsbrautum, verkmenntunin
þarf að taka til fleiri starfssviða
i þjóðfélaginu en nú er: það þarf
að auka fjöibreytni námsfram-
boðs, t.d. með stuttu starfsná'mi
i formi námskeiða i ýmsum
greinum: það þarf að skapa
eðlileg tengsl milli almennrar
menntunar og verklegs námsog
það þarf að sporna gegn þeirri
„sorteringu” nemenda sem tvi-
skiptingin verknámsskólar/-
bóknámsskólar hefur haft i för
með sér. Þannig mætti lengi
telja.
Umþessar og fleiri almennar.
kröfur til framhaldsnámsins
virðist lika vera allviðtæk póli-
tisk samstaða.
Frumvarp um framhalds-
skóla var lagt fram á siðasta al-
þingi, þar er mörkuð sú megin-
stefna að framhaldsskólinn
skuli veita menntun er sé á
hverjum tima markviss undir-
búningur starfs eða frekara
náms. Og i samræmi við þetta
meginmarkmiðer gert ráð fyrir
að verknám fari fram á náms-
brautum innan samræmds
framhaldsskóla. Verði þessi
ákvæði lögfest er strax orðið
fastara undir fótum þeirra
mörgu aðila (fræðsluyfirvalda
og annarra), sem nú á næstunni
munu þurfa að takast á við það
verkefni að móta framhalds-
skólann, skilgreina sérstök
markmið hverrar námsbrautar
og sjá um þau fjölmörgu fram-
kvæmdaatriði sem leiða af
breytingunum.
Engir gera sér líklega betur
grein fyrir þvf en kennarar við
iðnskóla, fjölbrautaskóla og
aðra verknámsskóla hve mikla
vinnu og fjármagn þarf að
leggja af mörkum til þess að
skapa lágmarksskilyrði til
verklegrar kennslu í skóla.
A ráðstefnu, sem kennarar á
iðnfræðslustiginu efndu til hér I
Reykjavik i apríl s.l. ræddu þeir
einn veigamikinn þátt sem snýr
að verkmenntuninni. Meginefni
ráðstefnunnar var námsgögn
eða öllu heldur skortur á náms-
gögnum. — Þar kom m.a. fram,
að mikill skortur er á náms-
gögnum jafnt fyrir kennara sem
nemendur i öllum sérgreinum
iðnfræðslunnar. Um samræmt
námsefni i einstökum greinum
fyrir landið i heild hefur vart
verið að ræða heldur hefur hver
skóli reynt að bjarga sér, það
hefur verið treyst á fórnfýsi
kennaranna, rétt eins og það
væri álitið þeirra mesta tóm-
stundagaman að búa til náms-
gögn, eins og Skjöldur V.
Björnsson komst að orði i setn-
ingarræðu á ráðstefnunni. Hann
gat þess einnig að það væri ekki
einsdæmi að kennari væri beð-
inn að taka að sér kennslu i
nýrri námsgrein sem ekkert
væri til á prenti um, nema e.t.v.
nafnið á greininni.
I ljósi þessara dæma var ekki
að undra þótt ráðstefnan gerði
þá kröfu til fræðsluyfirvalda
,,að þegar i stað yrði hafin út-
gáfa nauðsynlegra námsgagna i
öllum sérgreinum iðnfræðsl-
unnar”.
1 umræðuhópum á ráðstefn-
unni komu raunar fram fjöl-
mörg atriði, sem leiða hugann
að öðrum vandamálum sem
snúa að verkmenntun. I um-
ræðuhópi um almennar bók-
námsgreinar kom t.d. fram, að
með nýju áfangakerfi sem tekið
hefur verið upp i iðnskólunum
hefði kennslustundum i bókleg-
um greinum stórlega fækkað.
Hópurinn taldi að þetta væri
„háskaleg stefna i menntun
iðnaðarmanna”, og bæði and-
stæð þörfum samfélagsins og
iðnaðarmanna vegna: ,,a)
framhaldsnáms, b) rekstrar
fyrirtækja, c) tengsla við aðrar
námsbrautir, d) simenntunar,
e) sameiginlegra menningar-
verðmæta, þjóðlegra sem al-
þjóðlegra, f) örrar breytingar
þekkingar og g) hve almennt er,
að menn breyti um starf.”
— Rétt er að benda á að þetta
voru ekki eingöngu viðhorf
kennara i bóknámsgreinum.
Starfshópurinn um nám i
málmiðnaðargreinum . lýsti
stuðningi við þessi sjónarmið og
i niðurstöðum þess hóps sagði
m.a.: „Þeir nemendur, sem
við fáum i iðnskólann, eru yfir-
leitt illa að sér i bókiegum
greinum, og oft reynist erfitt að
ná æskilegum árangri i fag-
greinum vegna skorts á kunn-
áttu, t.d. i eðlis- og stærðfræði.”
Ætla má, að hluta þess vanda
sem kennararnir benda mér á
megi rekja til ófullnægjandi
undirbúnings nemenda i grunn-
skóla. Að öðru leyti eru ábend-
ingar kennaranna um þetta at-
riði lýsandi dæmi um hversu
varhugavert getur verið fyrir
fræðsluyfirvöld að úrskurða,
e.t.v. að litt athuguðu máli,
hvert skuli vera vægi verklegra
og bóklegra greina i verknáms-
skólum.
En hér var semsagt ekki ætl-
unin að taka til umfjöllunar
þennan þátt i umræðum á- ráð-
stefnunni, heldur fyrst og
fremst að taka undir það
sjónarmið kennaranna, að
vinnsla námsgagna, hverju
nafni sem nefnast, er timafrek-
ara starf en svo, að það verði
unnið i tómstundum manna i
fullu starfi.
Eigi skólarnir að geta mætt
þeim eðlilegu kröfum sam-
félagsins, sem hér var minnst á
að framan, þá dugar ekkert
minna en ráða allmarga menn
með sérþekkingu á ýmsum
sviðum i vinnu við þau f jölþættu
störf sem eru undirstaða þeirr-
ar umsköpunar verknámsins
sem að er stefnt. Ég ímynda
mér að hópur á borð við meðal
togaraáhöfn sé algert lágmark.
Og fjármagnið sem verja verð-
ur til verkefnanna er óraunhæft
að mæla i smærri einingum en
sem svarar kaupverði nokkurra
togara. Að þessum skilyrðum
fullnægðum mætti fara að gera
sér vonir um að einhver hreyf-
ing komist á málefni verk-
mennta i landinu; að farið verði
að framkvæma eitthvað af þvi
sem stendur i öllum þeim
mörgu og þykku skýrslum sem
búið er að skrifa um þetta mál;
en fyrr ekki.
Gunnar Guttormssoi
Erum
bjart-
sýnir
á fram-
tíd Þörunga
vinnslunnar
— Okkur segir vel hugur um
framtið þörungavinnslunnar og
þessa tilraun, sem verið er að
gera með nýtt fyrirkomulag á
rekstri hennar, sagði Ingi Garðar
Sigurðsson, oddviti á Reykhólum,
i viðtali við blaðið i gær.
— Þetta er nú talsvert róttæk
breyting frá þvi sem áður var og
menn þurfa tima til að átta sig á
hlutunum. Kannski eru heldur
ekki öll kurl komin til grafar enn
En þörungavinnslan er aftur
komin i gang.
Truflanir á rafmagni hafa hins-
vegar valdið nokkrum töfum á
vinnslunni i bili og kemur það að
sjálfsögðu niður á afköstunum.
Hinsvegar er hér varastöð, sem
gerir meira en að fullnægja orku-
þörf vinnslunnar og hefur nú
verið haft samband við Raf-
magnsveiturnar um þetta svo
vonandi faést bætt úr orku-
skortinum hið bráðasta.
Norðangarður, sem hér gekk
yfir, tafði nokkuð öflun þangsins
til að byrja með en nú er hann
liðinn hjá og komið bliöu veður.
Og ekkert skortir á að menn séu
fúsir á að ráða sig til þang-
skurðarins. Berst jafnvel meira
að af þangi en við áttum von á.
Eins og kunnugt er hefur verið
nokkur skortur á heitu vatni og nú
eigum við von á að fá djúpdælur i
borholur og aétti þá aðstreymi
heita vatnsins að aukast. Hefur
iðnaðarráðuneytið verið okkur
innan handar með að útvega
dælurnar.
Skrif sumra blaðanna að
undanförnu um þörunga-
vinnsluna hafa vægast sagt ekki
orðið til þess að auka trú manna á
þetta fyrirtæki, miklu fremur
valdið svartsýni og orðið til þess
að auka á erfiðleika allra, sem að
þessum rekstri hafa staðið. Við
reynum hinsvegar að láta það
ekki á okkur fá og erum bjart-
sýnir á að okkur takist að þurrka
eins mikið þang og áætlunin gerði
ráð fyrir, jafnvel meira. Eðlilegt
er, að ekki væru allir sammála
um rekstrarformið svona i
byrjun, en nú eru menn samtaka
og bjartsýnir og það er mikils
virði og lofar góðu um þennan
rekstur, sagði Ingi Garðar
Sigurðsson að lokum.
—mhf
Weber
áfram
í viku
Vegna mikillar að-
sóknar verður sýning
þýzka grafíklista-
mannsins A. Paul Weber
að Kjarvalsstöðum
framlengd til sunnu-
dagsins 17. júli. Sýningin
er opin kl. 2 til 10 laugar-
daga og sunnudaga og 4
til 10 aðra daga vik-
unnar.
Japan
Fukuda slapp
með skrekkinn
TOKLO 11/7 reuter — Frjáls-
lyndi lýðræðisflokkurinn í Jaþan
hélt naumum meirihluta i kosn-
ingum til efri deildar japanska
þingsins sem fram fóru um helg-
ina. Kom það nokkuð á óvart þvl
margir höfðu spáð stjórn Takeo
Fukuda falli.
Kosið er um helming sæta i efri
deildinni á þriggja ára fresti. 126
sæti voru i húfi og þegar talið
hafði verið i 124 kjördæmum haföi
stjórnarflokkurinn tryggt sér 63
þingmenn og tveir ihaldsmenn
sem styðja flokkinn höfðu einnig
náð kjöri. Flokkurinn heldur þvi
eins sætis meirihluta i deildinni.
Efri deildin er ekki eins valda-
mikil og sú neðri þar sem flokkur-
inn hefur haft meirihluta i 22 ár.
Flestir höfðu spáð þvi að stjórn
Fukuda félli en sundrung and-
stöðunnar tryggði henni lengri lif-
daga. Þessi úrslit eru sögð gefa
Fukuda betri stöðu i ýmsum við-
kvæmum alþjóðasamningum
sem Japan á i um þessar mundir
en þar er um að ræða friðarsátt-
mála við Kina, fiskveiðisamninga
við sovétmenn og samninga um
hrikalegan vöruskiptahalla i viö-
skiptum Japans við Bandarikin.
Fukuda
Valtýr i
Þrastarlundi
Valtýr Pétursson listmálari opn-
aði sýningu á nýjum oliumálverk-
um i veitingastofunni Þrastar-
lundi v/Sog 1. júli s.l.
Sýningunni lýkur 3. ágúst.