Þjóðviljinn - 13.07.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Blaðsíða 11
Miövikudagur 13. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 fólk um land allt eru mikil og sjón er sögu rikari um órangur þeirra kynna. Nú blasa viö augum barr- skógarlundir i öllum landshlutum sem er árangur af þrotlausu starfi Hákonar Bjarnasonar. Það er talið aö oft sé erfitt að starfa með skapmiklum hug- sjónarmönnum. Þeir eru fljót- huga og vilja aö allt gerist strax sem þeir vilja framkvæma. Hákon Bjarnason er einn þeirra manna sem skilur sitt hlutverk sem brautryðjandi. Hann veit að skógræktarstarfið er seinvirkt og að þar veröur að hugsa i öldum en ekki i árum og þetta boðorð hefur hann rækt vel. A öllum þeim mörgu fundum um skógræktarmál, sem Hákon hefur haldið, hefur hann ávallt brýnt það fyrir fólki að skóg- ræktarstarfiö væri hugsjóna - starf sem framtiðin nyti góðs af. Og er það ekki þannig um mörg önnur málefni fyrr og siðar að flest menningarmál eru mál framtiðarinnar en ekki liðandi stundar. Ekki verður hjá þvi komist á langri starfsævi að skoðanamismunur komi fram á milli samstarfsmanna. Ég hef starfað undir stjórn Hákonar Bjarnasonar i 36 ár og má segja að allt sé þetta brautryðjanda- starf — við reynslu fyrri ára var litið að styðjast. Auövitað var það skógræktarstjóri sem hafði for- ystuna og lagði á ráðin hvernig framkvæmdum skyldi hagað. Ekki gat hjá þvi fariö að við yröum stundum ósammála um einstök framkvæmdaratriði, en aldrei kom þaö fyrir að ágreiningur yrði ekki jafnaður að lokum. Þegar ég lit yfir starfsferil Hákonar Bjarnasonar er mér efst i huga þakklæti til hans fyrir störfin sem hann hefur unnið. Um hann hafa oft leikið kaldir vindar og reynt hefur verið aö ala á tor- tryggni i hans garö út af sauðfjár- búskap á íslandi. Ég tel að þetta hafi verið ómaklegt og dæmi ég út frá reynslu minni sem sjálfur hef rekiö sauðfjárbúskap og höfum við oft rætt þessi mál saman og ávallt i fullri hreinskilni og vin- semd. Þótt kaldir vindar hafi á stundum nætt um Hákon Bjarnason þá stendur hann við þessi merku timamót á ævi sinni meö sigurmerki i hönd og þaö er á vitund allrar þjóöarinnar að hann hefur unnið eitt merkasta braut- ryðjandastarf á skömmum tima sem unniö hefur verið á Islandi. Hákon Bjarnason! Verkin þin munu tala um ókomnar aldir. Ég þakka þér fyrir samstarfið og óska þér allra heilla og Guð- rúnu konu þinni færi ég einnig bestu óskir. Daniel Kristjánsson frá Hreöavatni. Mig langar aðeins að rifja upp kynni min af Hákoni Bjarnasyni i starfi og utan þess, sem nú mun spanna um þrjátiu ár, á þessum timamótum. A fyrstu árum sinum i embætti skógræktarstjóra ferðaðist hann á hestum vitt og breitt um landið i rannsóknar- og kynnisferðum. Þá ungur að árum réðst faðir minn, Einar G.E. Sæmundsen, til starfa hjá skógræktinni, og varö þá fylgdarmaöur hans á ferðum þessum. En að loknu skógræktar- námi tók hann við starfi skógar- varðar. Þess má lika geta að afi minn, Einar E. Sæmundsen, var einn af fyrstu tslendingunum sem nam skógrækt, og starfaði hann meö Hákoni á fyrstu árum hans sem skógræktarstjóra. Svo æxlaöist það þannig, að ég lærði lika skógrækt, og sýnir það hve langan starfsaldur Hákon á að baki, að með honum hafa lengi starfað þrir ættliöir. Það fór þvi ekki hjá þvi, aö náinn vinskapur myndaðist milli hans og fjöl- skyldu minnar. Þegar ég lit til baka og rifja upp þau samskipti, eru mér kannski efst i huga þær stundir er ég dvaldi á barnsaldri með foreldr- um minum og fjölskyldu hans á sumrin I Haukadal. Það voru reglulegir dýröardagar. Við krakkarnir vorum á svipuðu reki, og var þá nóg aö starfa við og leika sér aö. Sérstaklega er mér minnisstætt, hvaö Hákon átti auð- velt með að umgangast okkur börnin og leika sér við okkur. Kom hann okkur löngum skemmtilega á óvart. Einu sinni rétti hann okkur skeifu og sagði, að ef við værum sterk ættum við að geta rétt hana upp. Allir reyndu eins og þeir gátu og beittu öllu afli, en allt kom fyrir ekki. Þá tók hann skeifuna í aöra hönd sér og rétti hana upp fyrir sig. Þar- með var málið leyst. öllu gamni fylgir nokkur alvara, og alltaf var hann tilbúinn að koma að ein- hverjum fróöleik i hita leiksins. Feröagarpur er Hákon hinn mesti og hafa margir samferða- menn notiö góðs af þekkingu hans á landi og þjóð, og þá ekki sist þekkingu hans á gróðurfarssögu landsins sem hann hefur lesið og kynnst i fjölmörgum rannsóknar- ferðum. Ein ferö er mér minnis- stæð, en hana fórum við er ég var skógarvörður á Vestfjörðum. Há- kon var þá á yfirreið um Vest- fjarðakjálkann og hafði fengið traustan farkost til aö flytja okk- ur yfir til Aðalvikur. Þar höfðu verið gróöursettar plöntur nokkr- um árum áður, sem við vorum að lita á. Með i förinni voru einnig nokkrir félagar úr björgunar- sveitinni á Isafirði. Það má segja að allt hafi hjálpast að til að gera ferðina ógleymanlega, blið- skaparveður, náttúrufegurð og góöir félagar. Þá naut sin vel hinn skemmtilegi frásagnarmáti Hákonar, og einnig kom vel i ljós hin ótrúlega þekking hans á mönnum og málefnum, meira segja á þessum slóðum, afskekkt- ari flestum eyðibyggðum lands- ins. Um skógræktarmanninn Hákon ætla ég ekki að hafa mörg orð, þeim þætti munu aðrir gera betri skil. En þar hefur hann staðið i broddi tveggja fylkinga um lang- an aldur, annarsvegar fylkingar áhugamanna i skógræktarfé- lögunum og hinsvegar skógrækt- ar rikisins með þekkinguna að baki. Á þessum timamótum er honum þakkað, aö skógrækt á ís- landi hefur nú komist til meiri vegs og nýtur almenns skilnings. Þetta hefur hann megnað i krafti sins ódrepandi áhuga, dugnaöar og áróðursstarfs. Hann hefur ver- iö óspar á aö miðla öðrum af þekkingu sinni, og margt af þvi sem hann hefur ritað um skóg- rækt og gróðurfar er timamóta- markandi, og höfum við skóg- ræktarmenn sérstaklega notið góös af þessari handleiðslu hans um langt skeiö. Nú er þá að þakka hana, og ekki siöur löng og góð kynni og vináttu meö fjölskyldum okkar, og árna honum og Guö- rúnu konu hans allra heilla. ÓlafurG.E. Sæmundsen Stundum gerast staöreyndir næsta lýgilegar. Einni slikri er okkur ætlað aö kyngja i dag, þeirri, að hann Hákon Bjarnason sé orðinn sjötugur. Samur viröist þróttur hans, jafn eldlegur áhug- inn og fyrir áratugum og svo sannarlega minnir hvorugt ásjö- tugsafmæli. Og aðra álika ósennilega stað- reynd veröum við nú einnig aö viöurkenna, þá staðreynd, að Hákon er ekki lengur skógræktar. stjóri. Hátt upp i hálfa öld hafa skógrækt á Islandi og Hákon Bjarnason verið nær eitt og hiö sama i vitund þjóöarinnar. Hitt er. þjóðinni liklega ekki eins ljóst, a.m.k. ekki yngri kynslóöum hennar, hvilikur brautryðjandi Hákon Bjarnason hefur verið um verndun annars gróðurs á Islandi en skóga, hversu hart hann hefur barizt gegn skilningsleysi þeirra mörgu, er töldu allt vera i lagi á þvi sviði eða kenndu öliu öðru en þjóðinni sjálfri um þá ferlegu gróöureyðingu, sem hér hefur orðiö siöan búseta hófst. Rödd Hákonar var lengi, eins og rödd Ferðaskrifstofa rikisins fagnar um þessar mundir timamótum i starfsemi sinni. Hún átti nýverið bæði þritugs- og fertugsafmæli ef svo má segja. Skýringin á þessu er sú að rckstur skrifstofunnar hófst árið 1936 en lagðist niður i striðbyrjun og hófst ekki aftur fyrr en 1947. Sfðan hefur hún starfað samfellt og umsvifin si- feilt aukist. Fyrsti forstjóri FR var skipað- ur Eggert Briem og gegndi hann starfinu fram að striöi. A þeim tima og allt fram undir 1950 hafði skrifstofan einkaleyfi á öllum flutningi ferðamanna til og frá landinu. Opinbert hlutverk skrif- stofunnar var auk þessara flutn- inga að annast almenna þjónustu við ferðamenn hér á landi og ann- ast landkynningu innaniands sem utan. Þá sá hún framan af um af- greiðslu langferöabifreiða (sem BSI tók siðan við) og rak minja^ fremsta fyrirrennara hans á þessu sviði, Þorvalds Thorodds- ens, rödd hrópandans. Hákon er skapheitur, eins og hann á kyn til, og haröskeyttur baráttumaður, þegar þvi er aö skipta. Vera má, að hann hafi stöku sinnum borið sjónauka aö blindu auga, ef það þótti vænlegt til að vinna orustu. En reynsla og rannsóknir hafa smám saman leitt i ljós, aö i bar- áttu sinni gegn gróðureyðingu haföi Hákon rétt fyrir sér i höfuö- atriðum. Þjóö vor á honum vissu- lega mikla þakkarskuld aö gjalda og þá einnig Gurörúnu hans. Það á drjúgan hlut I giptu Hákonar, aö hann kvæntist þeirri ágætiskonu. gripasölu i Baðstofunni við Kalk- ofnsveg. Lengi framan af sá skrifstofan jm allar hópferöir islendinga ut- in en einkaskrifstofurnar tóku ^ið þvi starfi. Feröaskrifstofan -íeldur þó áfram aö skipuleggja 'eröir einstaklinga og útvega þeim þjónustu utanlands. Fyrir uþb. 15 árum hófst nýr <apituli i rekstri FR sem siðan lefur orðið æ stærri þáttur i hon- jm en þar er rekstur Eddu-hótel- anna. Hann hófst reyndar fyrir ginskæra tilviljun þegar gleymd- ist að bóka hóp á vegum FR inn á- Hótel KEA á Akureyri og útvega varð honum gistingu i einum skólanum. Nú rekur FR 11 Eddu-hótel á 10 stöðum á landinu. Þaö hefur verið stefnan að koma þessum hótelum upp á þeim stöðum þar sem engin hótel hafa verið fyrir frekar en að leggja upp i samkeppni við einka- aðila. A þessum 11 hótelum er nú Sjálfur stend ég i mikilli þakkar- skuld viö Hákon Bjarnason allt frá þeim tíma, er við hófum sam- an gjóskulagarannsóknir um miðjan þann áratug þessarar ald- ar, sem mest er vanmetinn af eft- irstriðsfóki, fjórða áratuginn. Á þeim árum uröu til fyrstu drögin að Islenzku gjóskutimatali, og þaö heföi ekki oröiö án samvinn- unnar við Hákon, óeigingjarnrar hjálpar hans og smitandi áhuga. Siðar skildust starfsleiðir. Hákon hélt áfram að græða jörð, ég á- fram að róta I jörö. En „hin gömlu kynni gieymast ei”. Heill og þökk, Hákon! rúm fyrir á 9. hundraö manns og hefur nýting þeirra verið þokka- leg að undanförnu eða 65-70%. En eins og reyndin mun vera víðast hvar i islenskum hótel- rekstri hefur fjárhagur Eddu-hótelanna oft veriö bágbor- inn undanfarin ár og afkoma þeirra léleg. Fyrir þremur árum var fyrst gerð tilraun á hótelinu á Kirkjubæjarklaustri meö nýtt rekstrarform sem fólst i því að starfsfólkið var gert ábyrgt fyrir rekstrinum að svo til öllu leyti. Þetta form hefur veriö umdeilt en sjálfir eru forráðamenn FR sann- færðir um kosti þess. Ingólfur Pétursson sem stjórn- ar rekstri Eddu-hótelana skýrði blaðamönnum nýveriö frá þvi að með þessu væri verið aö gera til- raun til aö færa reksturinn i hend- ur starfsfóksins. Það ræður þvi sjálft hve margir eru ráðnir, kaupir inn til rekstrarins og skipuleggur vinnuna. Þetta hefur haft i för með sér fækkun starfs- liðs en ekki vildi Ingólfur meina að vinnuálag hefði keyrt úr hófi eftir breytinguna. Taldi hann að meðalvinnutimi væri 8-9 stundir á dag en sagði að meira væri um skorpuvinnu og svo lengri frí á milli. En það sem skæri úr um af- komuna væri nýtingin á hráefn- um til matseldar og hagsýni i inn- kaupum. Sagði hann að eftir aö byrjað var á þessu nýja rekstrar- formi hafi timalaun starfsfólks hækkað um 12-50%. Ingólfur tók af öll tvlmæli um að þetta væri hagkvæmt rekstrarform. Þar sem þetta hefði verið reynt hefði rekstrar- tap undantekningarlaust breyst i hagnað og það verulegan i sum- um tilvikum. Þetta hafa aörir aöilar i hótelrekstri komiö auga á og hefur þetta nýja form verið tekið upp á nokkrum öðrum hótel- um, td. i Bifröst. Af öörum fjármálum FR er þaö að segja aö skrifstofan var um tima rekin fyrir rikisstyrk en á undanförnum árum hefur það breyst og sl. 2-3 ár hefur veriö tekjuafgangur af rekstri hennar. —ÞH Sigurður Þórarinsson. Feröaskrifstofa ríkisins Fagnar tveimur afmælum Forsvarsmenn Ferðaskrifstofu rikisins fyrir utan annað tveggja Eddu-hótela sem rekin eru á Laugarvatni. Frá vinstri: Kjartan Lárusson settur forstjóri, Ingóifur Pétursson umsjónarmaður reksturs hótelanna og Halldór Sigurðsson umsjónarmaður hópferða. — Mynd —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.