Þjóðviljinn - 13.07.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Þreyta bugaði rúss- neska flugræningja Finnar afhenda þá sovétmönnum HELSINKI 12/7 Reuter — Finnsk stjórnarvöld tilkynntu I dag að þau myndu afhenda sovéskum yfirvöldum tvo unga rússneska flugræningja, sem neyddu flugmenn sovéskrar farþegaþotu i innanlandsflugi til þess að lenda á flugvellinum vilj Helsinki Finnskir embættismenn tjáðu fréttamönnum að flugræningj- arnir, sem báðir eru um tvítugt, hefðu i rauninni verið óvopnaðir, en látist hafa handsprengjur. Paavo Vayrynen, utanrikis- ráðherra Finnlands, kvað Sovét- rikin þegar hafa farið þess á leit að flugræningjarnir yrðu fram- seldir, og myndu finnar verða við þéirri ósk, þar eð samkvæmt samningi milli rikjanna, sem gerður var fyrir tveimur árum, sru finnar skuldbundnir til að Gengisfelling á Spáni MADRID 12/7 Reuter — Spænska stjórnin lýsti yfir gengisfellingu i dag á gjaldmiðli landsins, peset- anum, og lækkar hann um 20%. Að forminu til er að visu aðeins um að ræða svokallað gengissig, þannig að pesetinn er látinn siga niður i 87,40 gagnvart dollar. Nemur það sig 19,9% frá þvi að stjórnin stöðvaði verslun með erlendan gjaldeyri á föstudaginn. Ráðstöfun þessi er ætluð til þess að bæta efnahag Spánar, sem er orðinn heldur bágur. Gengis- fellingin mun að likindum auka straum ferðamanna til landsins, en sumir draga þó i efa að spán- verjar græði mikið á þvi i bráðina, þar eð helsta ferða- mannatimanum i ár er þegar að ljúka. I annan stað kemur gengis- fellingin til með að valda veru- legum verðhækkunum innan- lands og það eykur á óánægju verkamanna, sem þegar eru farnir að saka stjórnina um að ætla að láta þá greiða kostnaðinn af ráðstöfunum til bóta þjóðar- búskapnum. afhenda sovéskum yfirvöldum sovéska flugræningja, sem hand- teknir eru i Finnlandi. Samkvæmt sovéskum lögum frá 1973 er hægt að dæma flug- ræningja i þriggja til fimmtán ára fangelsisvist. 72 farþegar voru i flugvélinni, og að sögn voru þeir sannfærðir um að flugræningjarnir tveir myndu sprengja flugvélina i loft upp ef að þeim yrði þrengt Finnskur lögregluforingi sagði að þreyta hefði um siöir unnið bug á flugræningjunum tveimur, þeir hefðu dottið út af sofandi og siðan gefist upp i dögun i morgun. Þá þegar höfðu allir farþegarnir komist út úr flugvélinni, sumir af eigin rammleik en öðrum höfðu flugræningjarnir sleppt. Mennirnir tveir tóku flugvélina á vald sitt er hún var á leið til Leningrad og kröfðust þess aö henni yrði flogið til Stokkhólms, en engu að siður varð það úr að vélin lenti við Helsinki. Þar kröföust flugræningjarnir elds- neytis svo að hægt yrði að fljúga áfram til einhvers Vesturlanda. Suleyman Demirel — verkalýðs samtökin vilja ekki aðra hægri- stjórn. TYRKLAND: tveimur og sumir framámanna þar hafa til þessa verið taldir hlynnfir flokki Demirels. Allsherjarverkfall er ólög- legt samkvæmt tyrkneskum lögum svo að hér væri um al- varlega ráðstöfun aö ræða, ef hún yrði framkvæmd. Tunc benti á að á þvi tveggja ára tima- bili.sem hægriflokkarnir fóru með stjórn fram að kosningun- 'um fyrir skemmstu, hefði efna- hagur landsins hriðversnað og ástand i landinu yfirleitt. Biilent Ecevit, leiðtogi Lýðveldissinnaða alþýðuflokksins, sem náði mestu fylgi i kosningunum, hefur þegar boðið Demirel upp á samstjórn sins flokks og Réttlætisflokksins, en Demirel hafnað þvi boði. Margir af helstu atvinnurek- endum Tyrklands eru einnig Hóta allsherj- arverkfalli ANKARA 12/7 Reuter — Halil Tunc, forseti annars af tveimur helstu verkalýðssamböndum Tyrklands, Turk-Is, hótaði i dag allsherjarverkfalli ef á ný yrði mynduð samsteypustjórn hægri- flokkanna undir forystu Siiley- mans Demirel, foringja hins ihaldssama Réttlætisflokks. - Turk-Is er það ihaldssamara af helstu verkalýðssamböndunum sagðir hlynntir samstjórn Rétt- lætisflokksins og flokks Ecevits, sem sagður er sósialdemókrat- iskur. Margir spá engu góðu fyrir þeirri samsteypustjórn, sem Demirel er að reyna að mynda með tveimur öðrum hægri- flokkum. ÆvintijHitenMr til næstn iiátíKiiiiia Gtænland Feró til Grænlands - þó stutt sé - er engu lík. í Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurð og sér- kennilegt mannlíf, þar er aö finna hvor tveggja í senn nútíma þjóðfélag eins og við þekkjum það - og samfélagshætti löngu liðins tíma. Stórskemmtilegar ferðir sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa og félagasamtök. Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn eða ferðaskrifstofumar um nánari upplýsingar. Færeijjar Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síðast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólksins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá er það í Færeyjum. lonuiam ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.