Þjóðviljinn - 23.07.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. júll 1977. ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 5| Islenskir rithöfundar hafa eignast hauk í horni þar sem er Svíinn Knutson. Hann hefur á síöustu árum gerst stórtækur þýðandi á isienskum bókmenntum og mun næstu fimm árin helga sig einvörðungu þýðingum á íslenskum verkum. Til þessa verks nýtur hann næstu fimm árin styrks frá sænska rithöfundasjóönum. Allar þýðingar Inge Knutson hafa fengið mjög lofsamlega dóma, nema hvað nokkurrar gagnrýni hefur gætt á þýöingarnar á ljóðum Ölafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Samt er það staðreynd að öll helstu blöð Sviþjóðar hafa fjallað lofsamlega um islensku bókmenntaverkin á sænsku og þau verið tekin til umræðu i bókmenntaþáttum sænska út- varpsins. Þetta sýnir að áhugi er og markaður fyrir bókmenntaiðju islendinga i Sviþjóð. Að mati Inge Knutsons sjálfs geta sænskir höfundar lært margt af islenskum, sérstaklega hand- bragð og stil. Mánasigd Thors Nú þegar hafa komið út i þýðingu Inge Knutsons eftirtalin verk: Orð frá útskeri (ljóðasafn eftir ýmsa Isl. höfunda)i Pilar af ljus, (Ljósörvar) — ljóð eftir Einar Braga- Aö laufferjum og Hlaut fimm ára styrk til þýðinga á íslenskum bókmennt- um á sænsku Inge Knutson: Hreint tæknilega séö standa margir islenskir rit- höfundar sænskum starfsbræörum sinum framar. Sænskir höfundar geta lært af íslenskum minn hlut. Og mér þótti vænt um að heyra það frá skáldinu sjálfu að þvi fannst ég hafa unnið sæmi- lega. Af öðrum þýðendum má nefna Inger Paulson, en ég hef grun um að þær þýðingar eftir hana sem nú eru að koma út hafi verið gerðar fyrir nokkrum árum. Hljóölát barátta — Hefur þú einhverja Hnu I þinum þýöingum? — Já, þvi verður ekki neitað, að fyrir mér vakir að hafa bókmenntapólitísk áhrif. Ég hái á minn hátt hljóðláta baráttu gegn sósial realismanum i sænskum bókmenntum. Ekki þannig að skilja að ég hafi neitt á móti honum. Við höfum átt marga höfunda sem hafa valdið þessari aðferð enda haft fleira en eitt til brunns að bera, svo sem Eyvind Johansson, Ivar-Lo Johansson, Vilhelm Moberg o.fl. En að ber alltof mikið á þvi meðal ungra höfunda að þeir telji nægilegt að hafa um eitthvað að skrifa og setjast svo niður og rubba af bókum. Það er kannski snobberi af mér, en ég held þó fast við, að saman þurfi að fara handverk og efni. Rithöfundar þurfa að minu mati að kunna sitt fag. r Islenskir kunna handverkið — Geta sænskir rithöfundar lært af islenskum höfundum hvaö þetta snertir? — Það held ég alveg tvimæla- laust. Hreint tæknilega séð standa margir islenskir rit- höfundar sænskum starfs- bræðrum sinum framar. Hiá þeim fer oft saman góður sti’l, frumleg efnismeðferö og samié- lagsleg viðfangsefni. Þar vildi ég t.d. að öðrum ólöstuðum nefna Þorgeir Þorgeirsson. Norska skáldið Einar öklánd er mjög að minu skapi. Hann skrifar um félagsleg viðfangsefni, og blandar saman prosa og lyrik. Hann ætla ég lika að reyna að þýða hvað liður. Týrir á skáldinu Að brunnum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson; Guðsgjafaþula Lax- ness^ Yfirvald Þorgeirs Þor- geirssonar og eftirþankar Jó- hönnu eftir Véstein Lúðviksson. Inge Knutson hefur siðustu vikur dvalist hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Þjóðviljinn átti við hann stutt viðtal áöur en hann hélt heimleiðis. — Hvaö ertu meö I takinu af þýöingum þessa stundina? — Ég er að þýða Mánasigð Thors Vilhjálmssonar fyrir - Norðurlandaráð, en hún hefur verið lögð fram til bókmennta- verðlauna 1978. Aður en ég fékk það verkefni var ég byrjaöur á Ópi bjöllunnar, og það liggur nú i salti hjá mér meðan ég sinni Mánasigðinni. Þetta er erfitt verk að þýöa og gengur seint. segir Inge Knutson og greinir frá þvi aö bókmenntaiöja íslendinga þyki áhugaverö í Sviþjóö w Islensk verk vekja umtal Svo er ég með hugann við úrval úr ljóöum Jóhannesar úr Kötlum, einkum úr ljóöum hans frá siðari árum, frá Sjödægru og framúr. Það er lika á dagskránni að steypa saman i eina bók Kvunn- dagsfólki og Það er eitthvaö sem engin veit eftir Þorgeir Þor- geirsson. — Hvernig hefur þeim bókum veriðtekiðsem þegar hafa komiö út I þinni þýöingu? — É)g get ekki annaö sagt en að ég sé ánægöur með minn hluta af kritikinni. Það hefur aðeins komiö fram gagnrýni á þýöingar minar á Ólafi Jóhanni Sigurðs- syni, og get ég tekið undir hana að sumu leyti. Mér sárnar það hins- vegar þegar Heimir Pálsson segir i Timariti Máls og menningar að vissar ljóðlinur verði i minni þýðingu „leir- burður” einn. í Sviþjóö hafa öll helstu blöð landsins getið um þýöingarnar, jafnt skáldsögurnar sem ljóðin, fjallað lofsamlega um verkin og snörunina. Það er ekki sist um vert að útkoma islenskra bók- menntaverka vekur athygli og má taka sem dæmi um það að ég held að rætt hafi verið um allar þýöingar minar i bókmenntaþætti sænska útvarpsins. Yfirvaldið hefur selst vel — En hvað um markaðinn, seljast islenskar bækur i Sviþjóö? — Ég hef ekki fylgst nægilega vel með þvi, en eftir athyglinni sem þær vekja, ættu þær að gera það. Þetta þyrfti að athuga við tækifæri, en ég veit það aö Yfir valdið hefur selst alveg óvenju- lega vel miðað við flestar þýddar skáldsögur af svipaðri tegund. r Ahuginn ræður úrslitum — Hefur norræna þýöingar- miðstöðin veruleg áhrif i þá átt að auðvelda þýöingar milli Noröur- ianda? — Óneitanlega hafa Norræna þýðingarmiöstööin og Bókmenntaverðlaun Noröur- landaráðs verulega auðveldaö þetta starf. — Það má gera ráö fyrir að 15 til 20% af útgáfukostnaði bókar séu laun greidd þýöanda, og vissulega hefur það sitt að segja, þegar útgefendur sjálfir þurfa ekki að bera þennan kostnað. Þetta veldur þó ekki úrslitum heldur þaö að áhugi er fyrir islenskum bókmenntum á Norðurlöndum. Fimm ára þýðingar- styrkur — Hvernig er aö lifa af þvi aö þýða islenskar bækur? — Það hefur ekki verið feitt á stykkinu til þessa. Ég hef veriö styrkþegi Háskólans i Lundi og ætlaði mér að doktorera i nor- rænum fræðum, en bókmennt- irnar hafa tekið hug minn allan. Nú er að rætast úr þessu meö þvi að Sænski rithöfundasjóðurinn styrkir mig frá og meö árinu i ár i fimm ár til þess alfariö að sinna þýðingum á islenskum bókmenntum. Það er merkileg stofnun — rithöfundasjóðurinn — og hefur nú séð svo um að ég svelt ekki næstu fimm árin. Hún er býsna dugleg að koma i veg fyrir að rithöfundar i Sviþjóö hljóti þvilik örlög, og gefur þeim lika tækifæri til þess að feröast og sjá sig um. Guðbergur og ís- lendingasögur m.a. — Og hvað er svo á fimm ára áætlun hjá þér? — Það er semsagtað helga mig aðallega islenskum bókmenntum með sem minnstu framhjáhaldi. Og þá fyrst og fremst nútimabök- menntum. Bækur Guöbergs Bergssonar ætla ég að skoða betur og ý mislegt annað kemur til greina. Þá eru enn óþýddar á sænsku ýmsar islendingasagna og þær eru aö sjálfsögöu skemmtilegt viðfangsefni. Frelsi til verkefnavals — Hefur þýðandi sama frelsi og rithöfundurinn. Getur þú valiö frjálst hvað þú þýöir af íslenskum bókmenntum? — Það sem ég hef unniö fyrir Norðurlandaráð eru pöntunar- verk, en hafa alls ekki verið mér óljúf. Að öðru leyti er ég nokkuö sjálfráður um verkefni. Þýöingar minar hafa verið gefnar út hjá tveimur forlögum > Cavefors og Norstedts. Hið siöarnefnda virðist eiga i nokkrum kröggum og hefur veriö keypt upp af SLT- hringnum. Nokkuð er þvi óvist um framtiðaráhuga þess. Um Cavefors gildir það að forlagið lætur mig sjálfan um að meta það, hvað af islenskum bókmenntum eigi erindi til sænskra lesenda, og fer þvi út- gáfan eftir áhuga minum og smekk að mestu. Það er óneitan- lega nokkurs um vert að hafa bæði fjárhagslegt öryggi til þess að sinna starfinu og um leið frelsi til þess aö velja verkefni til þýöingar. Fáir þýðendur — Eru þeir ekki fáir sem stunda þýöingar á fslenskum bókmenntum á sænsku? — Jú, þeir eru sárafáir. Peter Hallberg er nú tekin að reskjast og stundar auk þess fulla vinnu sem prófessor. Hann hefur þvi ekki lengur tima til Laxness- þýðinga, og var þaö m.a. ástæðan til þess að Guðsgjafaþula féll i — En hvaö meö skáldiö i þýöandanum sjálfum? — Það týrir á þvi, þakka þér fyrir. I ár kom út ljóðabók eftir mig sem nefnist þvi skáldlega nafni: „Morgonen talar havets sprSk”. Þetta eru prósaljóð, nema hvað þrjú eða fjögur eru sett upp I hefðbundnu ljóöformi. Þetta er eins og sagt er á bókar- kápum, táknræn náttúrulyrik, sem fjallar þó um skáldið sjálft. Bókin fékk bara vinsamlega dóma i nokkrum stærri blaðanna i Sviþjóð. Um leið og við óskum Inge Knutson velfarnaðar i þvi merkilega starfi, sem hann hefur þegar hafið, má geta þess að hann hefur ekki eingöngu þýtt ■fslensk verk, heldur einnig fær- eysk: Smásögur eftir Jens Pauli Heinesen og safn ljóða eftir 10 færeysk ljóðskáld. Hann hefur þvi viba komiö við en næstu fimm árin verða islenskar bókmenntir hans aðalviðfangsefni. —einar karl. Kennarar 2 kennara vantar við barna- og unglinga- skóla Hólmavikur næsta skólaár. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefur Bergsveinn Auðuns- son skólastjóri i sima 95-3123.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.