Þjóðviljinn - 23.07.1977, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júli 1977.
Laugardagur 23. júll 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 .1
NORÐURARDALUR
ORLOFSMIÐSTOÐ
Svipast um i Munaðarnesi, spjallað við Þórð Kristjánsson forstöðumann og hjónin
Tryggva Viggósson og Snjólaugu Sigurjónsdóttur, sem dveljast þar í orlofsbústað
Þóröur Kristjánsson forstööumaöur
Allt
fullt
15
vikur
/ / •
a an
auk
vetrar-
útilegu
Orlofshúsin I Munaöarnesi falla vel inn I umhverfiö
í kjarrivaxinni klettahlíð
er hallar til suðurs niður að
Norðurá hefur á undan-
förnum árum risið stórt
orlofsheimilasvæði á veg-
um opinberra starfs-
manna. Heitir þar Munað-
arnes eins og f lestum mun
kunnugt.
Hér er ákaflega fallegt
og friðsælt. Áin rennur
lygn og breið á flötunum
neðan við orlofssvæðið.
Það virkar bara dálítið
öf ugsnúið að áin skuli ekki
vera nýtt orlofsgestum til
ánægju, heldur sé hún leik-
völlur ríkra útlendinga
sem hafa efni á því að
borga tugi þúsunda fyrir
að sveifla þar veiðistöng
einn dag.
Þóröur Kristjánsson er for-
stööumaöur svæöisins i Munaöar-
nesi. Viö tökum hann tali i skrif-
stofu hans i Þjónustumiöstöö
Munaöarness og hann fræöir
okkur um rekstur orlofsmiö-
stöövarinnar . Orlofssvæöiö nær
yfir um 60 ha lands og er byggt á
svæöi úr jörðunum Munaðarnesi
og Stóru-Gröf.
Fyrstu 23 húsin og hluti af
þeirri Þjónustumiðstöð sem nú er
til staðar i Munaðarnesi voru
tekin i notkun árið 1971. Sum
þessara húsa voru þá keypt frá
Straumsvik, en þar höföu þau
verið notuö til ibúöar meðan á
byggingu verksmiðjunnar stóö.
Siöan var bætt viö 45 húsum.
Eru það norsk einingahús er flutt
voru til landsins skv. pöntun
Munaðarness. Eru þvi nú leigö út
68 hús i Munaðarnesi.
Leigan fyrir vikudvöl er i júli
ýmist 11.000 kr. eöa 15.000 kr. allt
eftir stærö bústaöanna. Er þarna
sama fyrirkomulag og viöast
hvar annarsstaöar að allur
útbúnaður fylgir, nema hvaö
gestir hafa með sér sængurföt og
hugsanlega mat.
Þjónustumiöstöðin er ákaflega
mikilvægur liöur i rekstri
Munaöarness. Þar er nú rekinn
veitingastaöur, einkum ætlaöur
orlofsgestum, en þó einnig opinn
gestum og gangandi. Orlofsgestir
fá þó afslátt af matarverði, og er
hann um fjórðungur verösins.
Einnig er i þjónustumiðstööinni
rekin verslun i tengslum viö
kaupfélagið i Borgarnesi. Sér
kaupfélagið versluninni fyrir
vörum, en reksturinn er á ábyrgö
þjónustumiðstöövarinnar. Þarna
geta gestir i orlofsheimilunum
keypt allr nauðsynjar, jafnt til
Ilvilum okkur I viku og eltum svo sólina i 9 daga
matseldar sem og annarrar þarf-
legrar hússýslu.
Flestir sem koma til dvalar i
Munaöarnesi koma á einkabilum.
Fyrir þá sem ekki hafa bil til
umráöa hefur sú nýbreytni veriö
tekin upp að á föstudögum eru
sérstakar feröir frá Reykjavik
upp i Munaöarnes og einnig frá
Munaðarnesi til Reykjavikur, en
á föstudögum er skipt um ibúa i
sumarhúsunum. Er þaö
Sæmundur i Borgarnesi sem sér
um þessar ferðir. Þess utan geta
gestir á hverjum degi komist meö
t.d. Noröurleiö aö afleggjaranum
niöur aö orlofssvæöinu.
Á þeim tima sumarsins þegar
hér er allt fullt má reikna meö aö
um 450 manns séu i bústöðunum i
einu.
En bústaðirnir eru notaöir utan
háorlofstimans lika. Hluti
húsanna er opinn allan veturinn
og hér er slangur af fólki allan
ársins hring. Einkum er vinsælt
aö koma hér um helgar, svona til
afslöppunar, en slik helgi aö vetr-
inum kostar 6000 kr.
Um páskana er nátturlega allt
fullt i Munaöarnesi,og þaö er lika
þó nokkuð af fólki hér um jól og
áramót.
Enn eitt afi-iði, sem hjálpar upp
á nýtinguna, eru þær ráðstefnur
sem haldnar eru i Munaðarnesi,
einkum vor og haust. Staburinn er
lika hinn ákjósanlegasti til slikra
hluta, húsin mjög góð til búsetu
og matsalur þjónustumiöstöðvar-
innar er prýðilegur fundarsalur.
Að visu er mötuneytiö lokað aö
vetrum, en i sambandi viö ráö-
stefnur hefur það þó veriö opnaö
sérstaklega.
Einnig er það algengt að á
staðinn komi hópar fólks sem er
aö vinna að sameiginlegum verk-
efnum til að geta unniö i næði.
Hafa t.d. allmargar kennslu-
bækur orðið til i ,, friösæld
Munaðarness að vetri.
„Við erum hér meö fulla
nýtingu á húsunum i 15 vikur á
ári, fyrir utan þau hús sem viö
leigjum út að vetrinum og svo
ráöstefnurnar. Miðaö viö þá
nýtingu sem er á einkasumar-
bústöðum er þetta þvi alveg
ósambærilegt”, er mat Þóröar á
starfseminni.
„Þegar opnað var hér i
Munaöarnesi var ég dálitiö
hræddur viö þetta allt saman, en
starfsemin hefur gengiö betur en
ég þorði nokkurn tima að vona.
Eitt af þvi sem ég var hræddastur
viö var umgengni viö áfengi. En
mér til undrunar hefur þaö aldrei
oröiö vandamál hér. — Þaö er
einkum fjölskyldufólk sem hingað
kemur, þaö vill hvila sig og vera i
friöi með börnum sinum.
Samgangur er þvi litill, og ég
man mörg dæmi þess áö þegar
fólk hefur komið til aö skila
lyklum sinum hingað á skrif-
stofuna þá hafa hér hist góðir
kunningjar sem hér hafa dvalist
heila viku án þess aö vita hvor af
öðrum.”
Þurfti 30 ára starfsreynslu
Tryggvi Viggósson og Snjólaug
Sigurjónsdóttir búa þessa vikuna
i bústað Landssambands lög-
reglumanna, en Tryggvi er skrif-
stofustjóri hjá lögreglunni. Þau
fengu þennan bústaö fyrir heppni;
sá sem haföi fengið bústaöinn gat
ekki farið þegar til kom, og þau
hlupu i skaröiö.
Er við spyrjum þau um
rigninguna kemur i ljós að þau
hafa ekki miklar áhyggjur af
henni. „Vib ætlum að hvila okkur
hér i viku og síðan ætlum viö að
elta sólina i 9 daga”.
Þau greiða 15 þúsund fyrir aö
búa hér i viku. Annars sóttu þau
um bústað i Munaðarnesi, en
fengu neitun. Snjólaug er barna-
kennari og þau reyndu aö fá einn
af bústöðum Sambands islenskra
barnakennara. En þessi fjöl-
menna stétt á ekki nema 4 bústaöi
(einum færri en lögreglumenn)
og er þeim úthlutað eftir starfs-
aldri. Og þar sem Snjólaug hefur
aðeins kennt i litil 13 ár fengu þau
neitun, þvi til að fá aö dveljast,
þarna viku i júli-mánuði veröa
menn aö hafa 30 ára starfs^
reynslu. Þegar bústaðirnir eru
svona fáir miðað við þörfina
verður að setja stórt spurningar-
merki viö nytsemina.
Þau Tryggvi og Snjólaug hafa
áhuga á að eignast eigin sumar-
bústaö. Eru þau búin aö kaupa
land i Grimsnesinu, en
byggingarframkvæmdir ekki
hafnar „og hefjast ekki á næstu
árum”, segir Snjólaug, „en þaö
er mjög gott ab hafa eitthvert
takmark þegar maöur fer út úr
bænum.”
eng
Spjallað við
Halldór Halldórsson
og
/
Sigurlínu Arnadóttur
í orlofsbústöðum
samvinnumanna
við Hreðavatn
Halldór Ilalldórsson meö ham-
borgaragrilliö.
Sfe <*á
Sigurlina Arnadóttir frá Sauöár-
króki
Einn af orlofsbústööum kaupfélaganna viö Hreöavatn.
Einkabústaðir eru ..lúxus
Milli Bifrastar og bæjarins á
Hreðavatni hafa á undanförnum
árum risið 25 sumarhús, öll I eigu
starfsmanna Samvinnu-
heyfingarinnar.
Er við ökum upp að bústöðun-
um i grenjandi rigningu sjáum
við tilsýndar mann aö grilla ham-
borgara. Við ákveðum strax að
taka svona óbætanlegan bjart-
sýnismann tali en er nær kemur
sjáum við að hann er i skjóli fyrir
rigningunni á veröndinni.
Hamborgaramaður heitir Hall-
dór Halldórsson úr Reykjavik og
það er fjöldi gesta i húsi hans er
viö göngum i bæinn.
Þetta er i fyrsta sinn sem Hall-
dór er i sumarhúsi hér og þetta er
raunar bara annar dagurinn i fri-
inu. Fyrir bústaö af þessu tagi
borgar Halldór 15.000 kr. á viku.
Bústaðnum fylgja öll áhöld, allt
sem gestir {jurfa aö hafa áhyggj-
ur af er matur og eitthvað utan
um sængurnar. Bústaöurinn er
mjög rúmgóður, i honum eru 3
svefnherbergi og 2 kojur i hverju
herbergi. Halldór og co. nýta lika
húsið til fullnustu. Ibúarnir þessa
vikuna eru 6 fullorönir og 3
krakkar, auk gesta er að garöi
ber .
Við spyrjum Halldór hvernig
þeim litist á að hanga hérna i
grenjandi rigningu heila viku.
9 9
„Það væri svo sem ágætt að fá
sól, en þaö er ekkert vandamál
þótt þaö rigni dálitið. 1 rigningu
er hægt að lesa, sauma og spila
bridge, svo eitthvað sé nefnt.
Aöalatriöið er aö þetta er stress-
laust lif að vera i svona bústaö.”
— Og við spyrjum hvort hann
langi ekki i eigin sumarbústað.
„Það væri i sjálfu sér ágætt aö
eiga sumarbústaö en þeir nýtast
ákaflega illa ef aðeins ein fjöl-
skylda er um að nota hann. Það
þyrfti aö vera einhverskonar
félagsbú um reksturinn.”
Sigurlina Arnadóttir frá Sauð-
árkrókier ein heima er okkur ber
að garði, og hún er meira að segja
að lesa blaöiö okkar.
Bústaðurinn er i eigu starfs-
manna Kaupfélags Skagfiröinga
og er eitthvert vistlegasta sumar-
hús sem ég hef komið inn i. Sigur-
lina fræðir okkur á þvi aö bú-
staðurinn kosti 9.000 kr. I leigu
fyrir vikuna (álika hús myndi i
Húsafelli leigt fyrir 30.-40.000). 1
bústaðnum eru 3 svefnherbergi
meö rúmum fyrir 6 manns og
þess utan vistleg setustofa og eld-
húskrókur.
Sigurlina og maður hennar
Kári Hermannsson eru þarna i
boöi sonar sins, en hann starfar
hjá Kaupfélaginu „á Króknum”.
Sjálf vinnur Sigurlina hjá sauma-
stofu SIS á Sauöárkróki.
„Það er alltaf afslöppun að fara
aö heiman”, segir Sigurlina „en
veðrið mætti gjarnan vera betra.
Þegar við komum suöur yfir
Holtavöröuheiðina vareins og viö
ækjum á vegg, svo mikil var rign-
ingin.”
„Sumarfriin eru alveg bráö-
nauösynleg fyrir verkafólk, ekki
hvað sist þegar vinnutiminn er
svo langur eins og hjá okkur.
Menn fylgjast ekkert með þvi
hvað er að gerast i kring um þá
þegar þeir vinna 10-12 tima á
sólarhring, lesa ekki blöö og
hlusta varla á fréttir. Sumarbú-
staöir eru aö minu mat bráðnauð-
synlegir hér á landi, og þetta or-
lofsbústaðaform er mjög gott.
Einkabústaöir eru að minu mati
hálfgerður lúxus”
eng.
Hér hjálpa
gestimir til
Til skamms tíma var rekið
lúxushótei yfir sumartfmann I
húsakynnum Sam vinnuskólans
að Bifröst. Dvöldust þar sér til
hvildar og heilsubótar létt hifaðir
stórlaxar og átu létt soðna stór-
laxa.svotil beint upp úr Norðurá.
Nú er öldin önnur og meira i ætt
við samvinnuhugsjón þá, sem
SlS-arnir gorta enn af á stór-
afmælum. Að Bifröst er nú rekið
sumar- eða orlofsheimili þriöja
árið i röð og reynt eftir getu að
halda verði sem lægstu.
1 nágrenni Bifrastar hafa sam-
vinnustarfsmenn viðsvegar af
landinu komið sér upp orlofs-
heimilum. Þar er að finna bústaði
starfsmanna SIS i Reykjavik,
starfsmanna Samvinnu-
trygginga, starfsmanna
kaupfélaga ýmissa o.s.frv.
Fjölmargir starfsmenn
samvinnufélaganna hafa fengið
menntun sina að Bifröst — dvalið
hér 2 vetur á rómantisku timabili
ævi sinnar. Vafalaust hafa rós-
rauðar endurminningar þeirra
haft áhrif á staðarval fyrir
bústaði samvinnumanna, og er
ekki nema gott um þaö að segja.
Náttúrfegurðin við Hreðavatn
svikur heldur engan. Hrauniö,
vatnið og kjarrið mynda eina
heildarmynd, og hún passar til
fullnustu inn i islenskar hug-
myndir um útiveru og sumar-
leyfi. Svo er Noröuráin og út-
lensku millarnir meö veiðistane-
irnar hæfilegt markmið fyrir
gönguferð i góðu veðri.
Gott starfsfólk
er grundvöllurinn
Þegar við ökum i hlað i Bifröst
er enginn i gönguferð i góðu veðri,
af þeirri einföldu ástæðu að það er
ekki gott veður. Þvert á móti
rignir svo voðalega að allar götur
ogstigar i nágrenninu eru nú sem
fossandi fjallalækir.
Guðmundur Arnaldsson, for-
stöðumaöur sumarheimilisins aö
Bifröst tekur okkur vel og fræðir
okkur nokkuð um rekstur þeirrar
orlofsaðstöðu sem nú er fyrir
hendi á svæðinu, bæöi i sumar-
heimilinu og i orlofsbústöðunum.
— Sumarheimilið er rekið á
þann hátt að herbergi eru leigð út
til viku i senn og kostar herbergið
frá 20-30 þúsund á viku, eftir þvi
hve stórt það er og vel útbúið.
Þann vanda að halda niðri
fæðiskostnaöi hafa Bifrastar-
menn leyst með þvi að hafa
standard - matseðil sem gildir
allar vikur allt sumarið —
heimilismatseðil kalla þeir þetta;
er þó fjölbreytnin meiri en mér er
kunnugt um að riki á islenskum
heimilum, jafnt i soðningu sem
ketmat. Hægt er að kaupa matinn
eftir behag, annaöhvort borgaö
aðeins fyrir þær máltiðir er
maður hefur lyst á eöa keypt
matarkort og fenginn afsláttur-.
Fyrir 7 morgunverði og 14 heitar
Samstarfsfólkinu að þakka hve vel gengur, segir Guðmundur Arnaldsson I Bifröst.
Rabbað við
Guðmund Arnalds-
son um sumar*
heimilið i Bifröst
og orlofsheimili
samvinnumanna
máltiðir skal maður greiða 14.000
kr., en 9.000 ef 7 heitar eru taldar-
nægja til að halda holdum og heil-
birgði i viku. Þar i eru réttir svo
sem: gljáð svinahamborgarlæri,
ofnsteiktir kjúklingar, djúpsteikt
lúða orly, auk þjóðlegra rétta úr
rolluketi. — Er matseðill þessi
stolt staðarins.
Sumarheimilið, sem nú er á
þriðja ári, hefur að sögn
Guðmundar gengið mjög vel og
skilar árlega um einni miljón i
vasa SIS, og kallast það leiga á
húsi og áhöldum.
Reksturinn hefst snemma i júni
ár hvert (hófst 8.6 i ár) og lýkur
undir lok ágústmánaðar. Nokkuð
er misjöfn aösóknin, en megniö
af starfstimanum er sumar-
heimilið fullskipað og jafnvel
meira en það.
Reksturinn er að ýmsu frá-
brugðinn hótelrekstri. Það er t.d.
ekki búiö um rúm fólks, heldur
fylgja sængurfötin bara með, og
gestir veröa sjálfir að annast
frágang. Er gestir hafa snætt i
borðstofu ganga þeir frá diskum
sinum á vagna i salnum. A
þennan hátt sparast mikið starfs-
fólk og verði er haldið niðri.
„Annars er sá árangur sem hér
hafur náöst fyrst og fremst þvi að
þakka hve mér hefur lánast að fá
gott samstarfsfólk”, segir Guð-
nubdur að lokinni fræöslu um
rekstur heimilisins. — Og við
spyrjum hann náttúrulega um
tengsl þeirra við orlofsbústaðina
sem standa viö túnfótinn.
Erum innan handar
Guðmundur fræðir okkur á þvi
að i Bifröst séu 25 sumarhús á
vegum samvinnustarfsmanna.
Eiga StS-menn úr Reykjavik 10,
kaupfélagamann 13 og starfs-
menn Samvinnutrygginga 2
húsanna.
Formlega hefur sumarheimilið
mjög litið með orlofshúsin að
gera. Þeir afhenda þeim lykla er
þangað koma til dvalar og hirða
sorp frá húsunum og aka þvi meö
eigin sorpi niður i Borgarnes til
brennslu. Þvi Guömundur er
mjög andvigur þvi, aö sorpi sé
brennt á svæðinu.
Þess utan er sumarheimilið
orlofshúsafólki innan handar á
ýmsan hátt, selur þvi ýmsar mat-
vörur á kostnaðarverði, veitir þvi
aögang að gufubaði staðarins
o.s.frv. Einnig er orlofsgestunum
gefinn kostur á að kaupa matar-
kort sumarheimilisins, og kveöst
Guðmundur gjarna vilja að þetta
fólk snæði á sumarheimilinu, það
skapar grundvöll fyrir lægra
matarverð en ella.
Mjög merk tilraun er þess utan
gerð á vetrum i tengslum
Bifrastar og sumarhúsanna. Þá
leigir skólinn 2 húsanna og getur
þvi boðið upp á hjónagarða fyrir
fjölskyldumenn er stunda nám
við Samvinnuskólann.
Aður en við kveðjum Gúðmund
spyrjum við hann hve mikið
orlofssvæði Norðurárdalurinn sé i
raun.
Hann fræðir okkur umsvifa-
laust á þvi,að i Norðurárdal megi
reikna með að i hverri viku séu
um 800 til 1000 orlofsgestir i
hinum opinberu orlofssvæðum,
þ.e. Sumarheimilinu að Bifröst,
orlofsheimilunum að Bifröst,
Munaðarnesi og Svignaskaröi
auk hótelsins að Varmalandi, en
þar er nú útibú frá Sumar-
heimilinu að Bifröst. Þetta þýðir
aö reikna má með að um 10.000
manns njóti orlofsdvalar i
Noröurárdal á sumri hverju.
eng
10000 marins njóta orlofsdválar ár hvert