Þjóðviljinn - 16.08.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 a/ erlondum vettvangi Minnkandi Mðarhorfur í Austurlöndum nær Þrátt fyrir sýndarbjartsýni flestra þeirra, sem hlut eiga að máli, bandarikjamanna, israela og araba, er varla hægt að segja annað um tiu daga ferð Cyrusar Vance um Austurlönd nær en hún hafi mistekist. Untarikisráðherr- ann varð að viðurkenna það á blaðamannafundinum, sem hann hélt i Jerúsalem eftir viðræður við israelska ráðamenn, að hon- um hefði ekki tekist að draga úr ágreiningi deiluaðila og héldu þeir énn fast i þau sömu viðhorf ogþeir höfðu áður en ferðin hófst. Litlar horfur eru þvi á þvi að Genfarráðstefnan geti komið saman i haust eins og talað hafði verið um, og reyndar verður ekki annað séð en „allt standi fast” i þessum heimshluta. En þrátt fyrir neikvæða niðurstöðu má samt segja að viðhorf og staða hinna ýmsu deiluaðila hafi komið nokkuð vel fram i umræöum siðustu vikna og það hafi orðið skýrara hvað raunverulega er i húfi. Þess vegna er rétt að gefa góðan gaum að ferðalagi Cyrusar Vance og aðdraganda þess. „Ályktun 242” Afstaða leiðtoga þeirra þriggja arabaríkja, sem eru i „viglin- unni”,Egyptalands, Jórdaniu og Sýrlands, og leiðtoga Saudi- Arabiu, sem fylgja þeim að mál- um, hefur að undanförnu verið nokkuð skýr. Þeir krefjast þess aö til grundvallar friðarumræð- um verðilögð sú ályktun öryggis- ráðs S.Þ., sem nefnd er „ályktun nr. 242 ,en hún felur m.a. isér viðurkenningu á tilverurétti Litill árangur afför Cyrusar Vance menn fara að tala um „öfgar” eða „óraunsæi” þessara leiðtoga PLO, verður þó að minna á að þessi neitun á tilverurétti er gagnkvæm: mönnum hættir nefnilega til að gleyma þvi' að israelar hafa aldrei viljaö viðurkenna að Palestinu-arabar séu til sem sérstök heild, sem geti haft „þjóðarréttindi” ,og aldrei tekiö það i mál að viðurkenna PLO sem hugsanlegan samnings- aðila.Þeir hafa gjarnan talað um „jórdaniumenn” eða „múhameðstrúarmenn á Vestur- bakkanum” og kallað fulltrúa þeirra og leiðtoga „hryðjuverka- ■ menn”, og eru reyndar ekki mörg ársiðan Golda Meir neitaði þvi að nokkrir „Palestinuarabar” væru Menahems Begin, sem lét það verða eittaf sinum fyrstu verkum að heimsækja landnámssvæði gyðinga á vesturbakkanum og lýsa þvi yfir að þetta hérað væri ekki „hernumið svæöi” heldur væri þetta Júdea og Samaria, kjarni hins forna gyöingarikis, sem gyðingar heföu „frelsaö” að nýju, og væri óaðskiljanlegur hluti Israelsrikis. Hinn atburður- inn var sú yfirlýsing Carters Bandarikjaforseta aö Palestinu- arabar ættu rétt á því að eignast þjóðarheimili („homeland”). Með þvi móti höfðu bandarikja- menn stigið stórt skref og nálgast það mjög að taka upp viðhorf araba, — en stór ágreiningur var kominn milli israela og bandar rikjamanna. Sigur Begins Flestir bjuggust þvi við hörðum deilum, þegar Menahem Begin fór til Bandarikjanna i seinni hluta júlimánaðar til að eiga viðræður við Carter forseta, en svo fórþó ekki. Leiðtogarnir tveir lýstu þvi þvert á móti yfir að þeir væru samamála um helstu atriði, og Begin vann talsverðan sigur i ferðinni: fjölmiðlar tóku honum vel, og hann fékk loforð fyrir vopnabúnaði fyrir 250 miljónir dollara, sem israelar þurftu ekki aðborga nema til hálfs. Franska vikuritið ,,Le Nouvel Observa- teur” hélt þvi fram að ein ástæðan fyrir þessum sigri hefði verið sú hroðalega pressa sem Begin hefði fengið hjá bandarisk- um blaðamönnum og stjórnmála- mönnum áður en hann kom (hann an fund Genfarráðstefnunnar i haust — en einnig leita aö öllum hugsanlegum leiðum til aðsamn- ingaumræðurnar gætu haldið áfram, þvi að Carter var það áreiðanlega fullljóst að tæpt var aö binda miklar vonir við Genfar- ráðstefnuna. Skammgóður dulbún- ingur Vinalæti Carters og Begins voru heldur skammgóður dulbún- ingur fyrir þann djúpstæða skoðanaágreining sem er milli israela og bandarikjamanna, og hafði för Vance ekki annan árangur en þann að leiöa hann enn betur i ljós. Begin var varla búinn að tylla niður tánum i landi sinu, þegar bandarikjamenn hörmuðu það að Israélsstjórn skyldi leggja opinberlega blessun sina yfir landsnámssvæði gyðinga á Vesturbakkanum, og sögðu að flutningur gyðinga þangað stuðlaði að friði i þessum heimshluta. Begin lýsti þvi þá yf- ir á fundi i Knesseth (israelska þinginu) að gyðingar hefðu fullan rétt til að setjastað hvar sem þeir vildu á Gasa-svæðinu eða á Vesturbakkanum og yrði sá rétt- ur ekki af hendi látinn. Gat þá ekki skýrara verið að israelar annars vegar og bandarikjamenn og arabar hins vegar voru alger- lega á öndveröum meiði um framtið hinna svonefndu „hernumdu svæða”. Hitt deilumálið, þátttaka Palestinuaraba i samningavið- ræðum og framtiðarstaöa þeirra, varhinsvegar stööugtá dagskrá i Frá viðræðum Cyrusar Vance utanrikisráðherra (f miðjunni) og Anwars Sadat forseta Egyptalands. (t.h.) Israels, og sé það lokatakmarkið að ísraelar láti af hendi öll þau svæði, sem þeir hernámu i „sex daga styrjöldinni” 1967 (Sinai- skaga, Gasa-svæðið, Vesturbakka Jórdan og Gólan- hæðir) en Palestinu-arabar stofni sérstakt riki á Vesturbakkanum og á Gasa-svæðinu og ákveði sjálfir framtið sina (t.d. hvort þeir vilji ganga I rikjasamband við Jórdaniu). Sennilega eru leiðtogarnir fúsirtil viðræðna um ýmsar smávægilegar breytingar á landamærum Israels frá þvi sem þau voru 1967 og svo er það lika samningsatriði hvernig unnt geti verið að koma þessari skipun á. En leiðtogarnir segjast vera ákveðnir í að semja fullan frið ef israelar fallast á þessa lausn deilumálanna. Leiðtogar Þjóðfrelsishreyf- ingar Palestinu-araba^PLO^hafa nokkuð aðra afstöðu. I einkaviö- ræðum munu þeir oft hafa gefið i skyn aö þeir geti fallist á þessa lausn, en opinberlega hafa þeir ekki viljað samþykkja „ályktun nr. 242”, vegna þess að þar er ein- ungis talað um „flóttamanna- vandamái” Palestinuaraba en ekki „þjóðarréttindi” þeirra, og þeir hafa ekki viljað viðurkenna tilverurétt Israelsrikis. Aöur en til. Það er þvi augljóst að frá beggja hálfu er viðurkenning á tilverurétti andstæðingsins vopn sem ekki má kasta frá sér i gáleysi, og verður að lita á afstöðu PLO i þvi' sambandi. Loðin afstaða. Afstaða israela gagnvart hernumdu svæðunum var lengi mjög loðin. Stjórn verkamanna- flokksins lét yfirleitt i það skina að hún væri fús til að semja um a.m.k. hluta þeirra og bannaði þvi i orði kveðnu búsetu gyðinga þar, — þótt hún léti það hins vegar viðgangast að þeir kæmu þar upp „ólöglegum landnáms- svæðum”. 1 áróðri sinum lögðu israelar svo mesta áherslu á þá afstöðu Palestinuaraba að viðurkenna ekki tilveru Israels- rikis og sögðu að ekki væri hægt að semja við „hryöjuverkamenn sem hefðu eyðileggingu rikis gyðinga að markmiöi”. Þannig virtust deilumál israela og araba vera orðin aö vitahring — og tókst Kissinger ekki að brjóta hann þótt hann gerði til þess mjög alvar- lega tilraun. 1 vetur gerðust svo tveir at- buröir sem breyttu þessari stöðu. Annar þeirra var kosningaisgur formanns likúd-flokksins i Israel, var kallaður „hryðju- verkamaður”, „ábyrgðarlaus fasisti”, „ofstækism aður” o.s.frv.): hefðu bandarikjamenn skammast sin fyrir þennan munnsöfnuðþegarmaðurinn kom og reyndist vera kænn og lipur stjórnmálamaður og vel máli far- inn. Að sögn vikuritsins hafði Carter álitiö að þessi haröa gagn- rýni bandarikjamanna myndi veikja stöðu Begins heima fyrir, en þegar I ljós kom að hún haföi þveröfug áhrif og leiddi einungis til þess að fyrri andstæðingar hansgengu tilstuðnings við hann, hafði Carter ekki nægilegt bolmagn til að eiga i illdeilum við svo öflugan stjórnmálamann. Carter var hins vegar mjög i muna að halda áfram málamiðl- unartilraunum i deilunum fyrir botni Miðjaröarhafs. Hann tók þvi fegins hendi tillögum frá Begin þess efnis að Israelar myndu láta af hendi Sinai-skaga og Gólan-hæðir en V-bakkanum skyldi skipt á vissan hátt, þannig að israelski herinn hefði áfram umráð yfir honum en arabiskir ibúar hans fengju kosningarétt i Jórdaniu. Siðan sendi hann Cyrus Vance, utanrikisráðherra, i ferðalag um Austurlönd nær til aö ræða ný viöhorf og undirbúa nýj- ferðalagi Vance. Tveimur dögum áður en Vance lagði af staö, bryddaði Carter upp á lausn: hann gaf það i skyn að banda- rikjamenn gætu tekið upp viðræð- ur við leiðtoga PLO og þeir gætu orðið samningsaðilar, ef þeir viðurkenndu fyrst „ályktun 242” og tilverurétt Israels, og hann endurtók þessa hugmynd aftur á mjög ótviræðan hátt meðan Vance átti viðræöur við Sadat Egyptalandsforseta i Alexandriu. Sadat og Vance sömdu jafn- framt aðrar tillögur sem miðuðu aðþvi að skjóta lausn þessa deilu- máls um þátttöku Palestinuaraba á frest þarnig aö umræður gætu þegar hafist. Stungu þeir upp á þvi að utanrikisráðherrar allra rikja fyrir botni Miðjarðarhafs mynduðu e.k. „vinnuhóp” sem kæmi saman til fundar i septem- ber til að undirbúa Genfarráö- stefnuna. Samkvæmt þessu áttu Palestinuarabarekkiað taka þátt i þessum undirbúningsviöræðum og tóku israelar hugmyndinni þegar i stað vel, þvi aö aðalmark- mið þeirra var að hefja sem fyrst einhvers konar viöræður án þátt- töku Palestinuaraba. Sýrlendingar munu strax hafa skilið hvar fiskur lá undir steini og vildu ekki stuðla að þvi að skóta vandamálinu á frest.Þeir sögöu þvi Vance, þegar hann kom til Damaskus, að gert hefði verið ráö fyrir þvi að hinar eiginlegu friðarumræður israela og araba færu fram i Genf, og ástæðulaust að láta einhvern annan fund koma i stað þeirrar ráðstefnu. Þó lýstu þeirsig fúsa til að taka þátt i undirbúningsfundi án Palestinu- araba — ef það væri tryggt að Genfarráðstefnan færi fram og fulltrúar Palestinuaraba ættu þar sæti. Eftir þetta komust bandarikja- menn á þá skoðun, aö sögn franska dagblaðsins „Le Monde”, að eina leiðin til að losna úr þessum ógöngum væri sú aö leiðtogar PLO lýstu þvi yfir að þeir viðurkenndu „ályktun nr. 242". Ekki er fullljóst hvað siðan gerðist, en samkvæmt því sem komið hefur fram i fréttum fékk Vance þau tiðindi i viðræðum viö ýmsa arabaleiðtoga og þó sér- staklega i viðræðum við utan- rikisráðherra Sádi-Arabiu, að leiðtogar PLO kynnu aö viður- kenna þessa ályktun ef vissar orðalagsbreytingar væru gerðar á henni. Carter forseti greip feg- inn við þessu og lýsti þvi yfir að slik viðurkenning myndi verða stórt skerf i friðarátt og myndu bandarikjamenn þegar hefja viðræöur við PLO ef leiðtogar hreyfingarinnar féllust á að breyta þannig stefnu sinni. En þegar Cyrus Vance kom frá Sádi- Arabiu til Israels og ræddi við israelska ráðamenn i Jerúsalem, lýstu þeir þvi umbúðalaust yfir að þeirmyndu ekki viöurkenna PLO sem samningsaðila jafnvel þótt leiðtogar PLO viðurkenndu til- verurétt tsraelsrikis. Þannig var þvi máli lokið, og var það þá aug- ljóst að israelar vildu hvorki láta af hendi Vesturbakkann né viður- kenna PLO sem samningsaðila hvaö svo sem þjóðfrelsishreyf- ingin léti koma á móti. Ósveigjanleg afstaða Að sögn dagblaðsins „Le Monde” er ástæðan fyrir þessari afstööu israela einföld: þeir lita svo á aö taki þeir upp einhver jar beinar viðræður við PLO hljóti þær að fjalla um lausn Paiestinu- vandamálsins sem sliks, — um eitthver heimili fyrir Palestinu- araba. Nú eru israelar e.t.v. reiðubúnirtil að láta af hendi eitt- hvert landsvæöi við nágranna- löndin, t.d. afhenda egyptum Sinai-skaga og gefa jórdaniu- mönnum einhver itök i Vesturbakkanum — en þeir vil alls ekki viðurkenna Palestinu- araba sem sérstaka heild né leyfa stofnun einhvers þjóðarheimilis fyrir þá, i hvaða mynd sem það væri. Þetta er sú afstaða sem ísraelar hafa áður haft, en eftir þessa atburði er nú ljóst að þeir ætla alls ekki að hvika frá henni jafnvel þótt Palestinuarabar vildu leggja sitt fram til að koma til móts viö israela, Með þessari afstöðu israela er Palestinu- vandamálið i raun og veru alveg óleysanlegt, og er það skýringin á oröum Cyrusar Vance i Jerúsalem um „ósveigjanleika” israela. Eftir þetta er ekki nema eðli- legt að menn leiði hugann að þvi hvort hætta sé á nýrri styrjöld fyrir botni Miðjarðarhafs. En sem betur fer er óliklegt aö til svo válegra atburða komi að sinni, vegna þess hve gifurlegur munur er nú á hernaöarmætti deiluaðila: það er ekki aðeins öruggt að israelar myndu vinna styrjöld með miklumyfirburðum heldur myndi slik styrjöld hafa mjög al- varleg áhrif á innanlandsástand I öllum nágrannarikjunum: Sadat myndi áreiðanlega hrökklast frá völdum, Hússein Jórdaniukon- ungur missa hásætiö og sýrlend- ingar og sádi-arabar biða stór afhroð. Palestinuarabar vilja Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.