Þjóðviljinn - 16.08.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 16 ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
/Wý saga i Morgunstund barnanna:
Komdu aftur
Jenný litla
1 dag klukkan 8.00 byrjar Sig-
rún Siguröardóttir að lesa þýð-
ingu sina á sögunni „Komdu
aftur, Jenný litla” eftir Marga-
retu Strömstedt.
Margareta Strömstedt er
sænsk, fædd árið 1931. Hún var
ritstjóri og gagnrýnandi við
Dagens Nyheter, með barna-
bækur sem sérsvið i sex ár, eða
frá 1962-68. En árið 1969 réðst
hún til sænska rikisútvarpsins
sem þáttastjórnandi
(producent) á barnaefni hjá
sjónvarpinu og hefur unnið þar
siðan. Margareta Strömstedt
stundaði kennaranám i skap-
andi leiklist hjá Elsu Olenius við
Barna- og unglingaleikhús
Stokkhólmsborgar og hefur
unnið mikið með börnum og
unglingum að leiklistarstörfum.
Arið 1969 hlaut hún Gulliver-
verðlaunin fyrir frábært starf
sem gagnrýnandi og greinahöf-
undur um bókmenntir barna og
unglinga. Fyrsta bók
Margaretu Strömstedt, „Fið-
rildi i skólastofunni”, kom út
árið 1961-og hlaut fádæma góöar
viðtökur bæði lesenda og gagn-
rýnenda, en saga sú sem nú
verður flutt er önnur bók henn-
ar og kom út ári seinna.
„Komdu aftur, Jenný litla”
hefur flesta kosti góðrar barna-
bókar. Hún er frumleg,
skemmtileg, spennandi og vel
skrifuð.
Margareta Strömstedt var
m.a. höfundur og stjórnandi
tvéggja stuttra mynda sem
sænska sjónvarpið lét gera árið
1976 og voru sýndar i isl. sjón-
varpinu siðast liðið vor, en
myndirnar hétu: „Jag blir sá
arg att jag spricker” og sú
seinni hét „Det ar val inget far-
ligt att bli arg, heller...”.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Sigrún Sigurðardóttir
byrjar lestur þýðingar sinn-
ar á sögunni „Komdu aftur,
Jenný litla” eftir Margaretu
Strömstedt (1). Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög milli at-
riða. Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Hermann Baumann og
hljómsveitin „Concerto
Amsterdam” leika undir
stjórn Jaap Schröder Hor-
konsert i d-moll eftir Franc-
esco Antonio Rosetti /
Pierre Fournier og FII-
harmoniusveitin i Vin leika
Sellókonsert i h-moll eftir
Antonin Dvorák: Rafael
Kubelik stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Föndr-
ararnir” eftir Leif Panduro
örn Ölafsson les þýðingu
si'na (7).
15.00 Miðdegistónleikar.
Bournemouth Sinfóniu-
hljómsveitin leikur hljóm-
sveitarverkiö „Fyrsti gauk-
ur vorsins” eftir Frederick
Delius: Sir Charles Groves
stjórnar. Nedda Casei syng-
ur „Shéhérazade”, flokk
ljóðasöngva eftir Maurice
Ravei. Kammersveitin I
Prag leikur meö: Martin
Turnovský stjórnar. Fil-
harmóniusveitin i Osló leik-
ur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr op. 4
eftir Johan Svendsen,
Miltiades Caridis stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Sagan „Ullabella” eftir
Mariku Stiernstedt. Þýð-
andinn Steinunn Bjarman,
les (16).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 fréttir. Fréttaauki. Tii-
kynningar.
19.35 Þegar steinarnir tala
Þórarinn Þórarinsson fyrr-
um skólastjóri flytur fyrra
erindi sitt um járngerð á
liðnum öldum.
20.00 Lög unga fólksins. Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
21.00 tþróttir. Hermann
Gunnarsson sér um þáttinn.
21.15 Aaron Rosand og
Sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins i Luxemborg leika
Fiðlukonsertlfis-mollop. 23
eftir Heinrich Wilhelm
Ernst og „Chant d’hiver”,
„Vetrarljóö” eftir Eugéne
Ysaye.
21.45 Reykjavikurleikar i
frjálsum Iþróttum Hermann
Gunnarsson lýsir.
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöldsag-
an: „Sagan af San Michele”
eftir Axel Munthe Haraldur
Sigurðsson og Karl Isfeld
þýddu. Þórarinn Guönason
les (29).
22.40 HarmonikulögJoe Basile
og félagar leika.
23.00 A hljóöbergi Berattelsen
om Sam — Sagan um Sám
og Hrafnkel Freysgoða eftir
Per Olof Sundman. Sigrún
H. Hallbeck les. Siöari hluti.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Ellery Queen. Banda-
riskur sakamálamynda-
flokkur. Slæöur Veróniku.
Þýðandi Ingi Karl Jóhann-
esson.
21.20 Leitin aö upptökum Nil-
ar. Leikin bresk heimilda-
mynd. 3. þáttur. Huldulind-
ir. Efni annars þáttar:
Burton og Speke leggja af
staö frá Zanzibar inn i
myrkviði Afriku. Þeir lenda
i hvers kyns mannraunum;
m.a. gera burðarmennirnir
uppreisn og strjúka. Burton
veikist, og Speke heldur
einn I norður og finnur
Viktoriuvatn. Þeir snúa aft-
ur, Burton dvelst i Aden um
stund, en Speke heldur til
Lundúna. Hann heldur þvi
fram að Nil renni úr Viktór-
iuvatni. Viö komuna til
Englands sér Burton að
hann hefur verið svikinn.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
22.15 Sjónhending. Erlendar
myndir og málefni.Umsjón-
armaður Sonja Diego.
22.35 Dagskrárlok.
Flugmálast jórn -
loftf erðaeftirlit -
óskar að ráða starfskraft hálfan daginn
frá 1. september n.k. Stúdentspróf eða
sambærileg menntun æskileg. Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknum skal skila til skrifstofu flug-
málastjóra Reykjavikurflugvelli fyrir 20.
ágúst n.k. Flugmálastjórinn
Agnar Kofoed-Hansen.
Flugvirkjar
Arnarflug h.f. óskar að ráða 2 til 3 flug-
virkja sem fyrst.
Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins,
Siðumúla 34, Reykjavik, simi 82122.
ARNARFLUG HF.
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
óskar að ráða:
Hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu i skól-
um (m.a. Breiðholt) og i heimahjúkrun.
Ljósmóður við mæðradeild
Upplýsingar gefur hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri.
Skipaverkfræðingur
og vélatæknifræðingur
Siglingamálastofnun rikisins vill ráða til
starfa sem fyrst skipaverkfræðing og
skipa- og vélatæknifræðing. Umsóknir
með upplýsingum um menntun og fyrri
störf óskast sendar siglingamálastjóra,
pósthólf 484, Reykjavik.
Garðabær
Starfskraftur óskast eftir hádegi á leik-
skóla.
Uppl. i sima 42747 kl. 10-12 og 40970.
Kópavogskaupstaitair fil
Kennarar
Kennara vantar að Vighólaskóla i Kópa-
vogi. Kennslugreinar enska og danska.
Einnig vantar kennara i hálft starf handa
6-7 ára börnum við Digranesskóla.
Upplýsingar hjá viðkomandi skólastjór-
um og i skólaskrifstofunni að Digranes-
vegi 10, simi 4 18 63.
Skólafulltrúinn.