Þjóðviljinn - 16.08.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. ágúst 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. r Abyrgð Sjálfstœðis- flokksins Að undanförnu hafa átt sér stað i blöð- um nokkrar umræður um stöðu höfuð- borgar landsins. Þessa umræðu má segja að Morgunblaðið hafi byrjað á liðnum vetri og fer vel á þvi að sá játi fyrstur skömmina sem óneitanlega hefur eignar- rétt á henni. Reykjavikurihaldið hefur stýrt þessari höfuðborg landsins um ára- tugaskeið og ber þess vegna meginábyrgð á þvi hve illa er komið málefnum borgar- innar. Meginvandamálið sem fjallað hefur verið um er atvinnuþróun borgarinnar. Hér verða þjónustugreinar sifellt um- svifameiri meðan framleiðslugreinar dragast saman, fylgja amk. ekki þróun á landsvisu. Ástæður þessara staðreynda eru margar og flóknar. Ein er sú að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur á undanförnum áratugum verið flokkur milliliðanna. Hann hefur lagt meigináherslu á verslun- arstarfsemi, en ekki á framleiðslu. Þvert á móti hefur Sjálfstæðisflokkurinn hamlað af öllum mætti gegn eflingu framleiðslu- greina i borginni, meðal annars hefur Bæjarútgerðin jafnan verið olnbogabarn borgarstjórnarihaldsins. Með þessari ein- hliða áherslu á þjónustugreinar hefur borgin glatað aðdráttarafli fyrir fólk á góðum aldri, og nú er svo komið að fólki fjölgar ekki eins i höfuðborginni og nemur fólksfjölgun á landsmælikvarða. Ein á- stæðan til þess að fólk flýr Reykjavik, með öðrum orðum borgarstjórnarihaldið, er sú að húseignaverð hefur verið óhóflega hátt i Reykjavik. Húsnæðismálastjórnarlánin duga rétt fyrir lóðarkostnaðinum. Með þessu óheyrilega lóðarverði og með lóða- úthlutunarstefnu sinni hefur borgar- stjórnarihaldið gert fólki örðugara fyrir um að setjast að i Reykjavik. Nú hljóta allir að vera sammála um nauðsyn þess að eiga myndarlega höfuð- borg i þessu landi og ennfremur er eðjilegt að borgin sé þjónustumiðstöð fyrir landið. Það hefur hún orðið i reynd, en einhliða á- hersla á þetta þjónustuhlutverk er hættu- leg, að ekki sé meira sagt. Vegna þessar- ar einhliða áherslu er Reykjavik að verða láglaunasvæði íslands, eins og Svava Jakobsdóttir, alþingismaður, hefur sýnt vel fram á. Þvi er ekki að neita að á undanförnum árum og áratugum hefur frá mörgum skammsýnum mönnum andað köldu til Reykjavikur og Reykvikinga. Hafa ýmsir stjórnmálamenn úti á landi talið það væn- legast til fylgisöflunar að fara sem hrak- legustum orðum um Reykjavik og allt er höfuðstaðnum viðkemur. En andstæður islenska þjóðfélagsins liggja ekki eftir landfræðilegum mörkum, heldur stéttar- legum. í Reykjavik er verkafólkið i yfir- gnæfandi meirihluta, þeir sem lifa á þvi að selja vinnuafl sitt. Þeir eiga samleið með verkafólki um allt land, og skammsýnum atkvæðaveiðurum má ekki takast að koma nokkru öðru að. Verkafólk úti á landi verður að gera sér ljóst að verka- fólkið i Reykjavik — einnig það sem vinn- ur i þjónustugreinunum — hefur orðið fórnarlamb þeirrar einkagróðastefnu sem borgarstjórnarihaldið og landsstjórnari- haldið ber ábyrgð á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völd i Reykjavik um ára- tugaskeið. Hann notar borgina og borgar- kerfið eins og útibú frá Sjálfstæðisflokkn- um. En auk þess hefur Sjálfstæðisflokkur- inn átti aðild að rikisstjórnum landsins frá stofnun lýðveldisins nær óslitið, að undan- skildum fimm til sex árum. Þannig er á- byrgðin þessa flokks, og þá ábyrgð verður hann að axla. Undan þvi getur hann ekki skotið sér með nokkru móti. Eftir 18 mánuði gefst kjósendum kostur á þvi að velja sér borgarstjórn Reykjavik- ur. í áratugi hefur ihaldið hirt meirihluta út úr þeim kosningum. En ætli að það séu ekki fleiri en embættismenn þeir sem sömdu atvinnumálaskýrslu borgarinnar sem eru þeirrar skoðunar að einhliða á- hersla á þjónustugreinarnar, þ.e. stefna Sjálfstæðisflokksins, sé að bregðast, — að það sé kominn timi til að breyta til?. —s. iBIAÐW Fjögurra flokka kerfí? Stjórnmáiailokkarnir hafa pegar byrjað undirbúning næstu alþingiskosninga. Stjórnarflokk- i arnir hafa farið rólegar af stað en rstjórnarandstöðuflokkarnir, sem rvilja vera við öllu búnir, ef ríkis- ystjórnin ákveður að flýta kosning- .unum. Dökkt framundan hjá stjórnarflokkum Þar sem nú styttist óðum bæöi til alþingiskosninga og sveitar- stjórnarkosninga er víða rætt um stöðu stjórnmálaflokkanna um þessar mundir. Fáir verða til þess að spá rikisstjórnar- flokkunum sigri á vori kom- anda, enda ekki að furöa. Þvert á móti mun það flestra mál, aö halla muni á bæði Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknarflokk- inn þegar að kosningum kemur. Til marks um þetta eru m.a. skrif i leiöurum Dagblaðsins að undanförnu, en þar heldur á penna flokksmaður i Sjálfstæð- isfjokknum, Jónas Kristjáns- son, ritstjóri Dagblaðsins. I forystugrein Dagblaðsins i gær segir Jónas m.a.: „Meiri hræringar eru nú á fylgi flokk- anna en verið hefur á undan- förnum áratugum.... Dagblaðið fjallaði um þessi mál i tveimur leiðurum i siöustu viku. I fyrri leiðaranum voru leidd rök að þvi, að framboð nýrra flokka mundu ekki ná árangri, allra sist framboö yst frá hægri og vinstri kanti stjórnmálanna. t hinum siðari var spáð fylgistapi stjórnarflokkanna. Af þessu leiöir, aö pólitisk von og bjartsýni rikir nú fyrst og fremst i herbúöum stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja... Alþýöubandalagið er öflugt um þessar mundir. Þar virðist flokksstarf vera blómlegt og fé- lagslif meira en i flestum öðrum flokkum. Flokkurinn og Þjóð- viljinn eru fullir sjálfstrausts (!) (upphrópunarmerkið er okkar). A þessu stigi er óhætt að spá þvi, að bandalagiö fari vel yfir 20% markið i kosningun- um.” Þetta er nú skoðun ritstjóra Dagblaðsins og kynnum við hana hér til fróðleiks. Um Alþýðuflokkinn spáir Jón- as Kristjánsson þvi i sömu for- ystugrein að til hans muni leita ýmsir „flóttamenn” (orðalag Jónasar) úr Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokkurinn fá yfir 10% greiddra atkvæða, þegar að kosningum kemur. Hins vegar telur Jónas „mjög á brattann að sækja” hjá Samtökum frjáls- lyndra. Framsóknar- menn skora á skransalann Svo sem menn muna var ann- ar tveggja borgarfulltrúa Framsóknarflokksins i Reykja- vik gerður aö opinberum skran- sala á siöast liðnum vetri. Það var Einar Agústsson, ut- anrikisráöherra, sem valdi Al- freð Þorsteinsson úr hópi tuga ungra og framgjarnra fjár- málamanna, sem vildu komast i skraniö frá hernum á Keflavik- urflugvelli, og gerði Einar borg- arfulltrúann, flokksbróður sinn, að forstjóra fyrir „Sölu varnar- liðseigna”. f þessu sambandi naut Alfreö reyndar þeirra sérstæðu for- réttinda að þurfa ekki aö sækja um „embættiö” opinberlega eins og hver annar miðlungs braskari, heldur dugði honum að hvislast á við Einar Ágústs- son i flokksherbergjum Fram- sóknarflokksins, til þess að hljóta hnossið. Þegar þessi fræga embættis- veiting átti sér staö voru uppi tvær meginskýringar á þvi, af hvaða hvötum forystumenn Framsóknarflokksins völdu Al- freð Þorsteinsson til að skipa sæti forstjóra „Sölu varnarliðs- eigna”. Fyrri skýringin var sú, að þarna hafi verið um herbragð að ræða til að losna viö Alfreð frá Timanum þar sem hann gegndi störfum sérlegs aðstoð- armanns Þórarins ritstjóra, — og til að losna við hann úr borg- arstjórn. Þetta var skýring þeirra Framsóknarmanna, sem töldu Alfreð heldur ólíklegan til að auka hróöur Framsóknar- flokksins með störfum sinum i borgarstjórn Reykjavíkur og við Timann. Síðari skýringin var hins veg- ar sú, aö skipun Alfreðs Þor- Alfreð Þorstelnsson steinssonar i stööu forstjóra „Sölu varnarliöseigna” hafi veriö til marks um alveg sér- stakt traust ráöherra Fram- sóknarflokksins á borgarfull- trúa sinum, þvi að i slikt trúnað- arstarf, sem umönnun skransöl- unnar er, setji þeir ólafur Jó- hannesson og Einar Agústsson aöeins þá sem þeir treysta allra manna best til að gæta hags- muna Framsóknarflokksins. Enda séu störf ritstjórnarfull- trúa við Timann og störf borg- arfulltrúa i Reykjavik heldur léttvæg á mælikvarða Fram- sóknarflokksins hjá þeirri veg- semd að skipa sæti opinbers skransölustjóra i skjóli sjálfs utanrikisráðherrans. Og nú virðist það lika vera að koma á daginn að slðari skýr- ingin sé einmitt sú rétta, og aldrei hafi verið ætlun Fram- sóknarforystunnar að stugga við skransölustjóranum á póli- tiskum vettvangi. Ýmsir hafa að visu haft á orði, aö nú hljóti skransalinn hans Einars að hætta i borgarstjórn Reykjavikur i vor þegar kosið verður á ný. Flest bendir hins vegar til að þetta sé aðeins mis- skilningur, og ætlunin sé fremur sú að færa Alfreð upp á lista Framsóknarflokksins, úr 2. sæti og i 1. sæti, enda varla hægt að telja neitt annað pláss sæmilega öruggt. Um þetta segir Alfreð Þor- steinsson sjálfur i viðtali við Dagblaöið á laugardaginn var: „Undanfarnar vikur hafa margir Framsóknarmenn kom- iö að máli viö mig og skorað á mig aö gefa kost á mér í fram- boöi Reykjavlk. Ég hlýt aö yfir- vega þaö, en er ekki búinn aö gera upp hug minn.” — Enn- fremur segir i Dagblaðinu að Alfreð hafi reyndar hugleitt aö draga sig út úr pólitik, — „en það getur breyst, eins og hvað annaö, og áskoranir flokks- manna hlýt ég aö hugleiða.”eru lokaorð Alfreðs i viðtalinu við Dagblaðið. Sem sagt, þeir Framsóknar- menn ganga nú með grasið i skónum á eftir skransalanum sinum, og biðja hann aö láta nú svo litið að sitja fyrir sig áfram i borgarstjórn Reykjavikur, þótt hann sé kominn á æöra plan i skraninu. Og hann Alfreð, þessi sómi Framsóknarflokksins, hann er að hugsa sig um. Ja, hvað gerir maður ekki fyrir sina góöu vini og flokksbræður, þá Ólaf, Einar og Þórarin?, — en fyrst er auð- vitað aö láta þá biðja nógu auð- mjúklega frammi fyrir háum tróni skransölustjórans. Og hvað nú, ef fhaldið tapar loks meirihlutanum? Geta sam- starfsflokkarnir i rikisstjórn þá ekki tekið höndum saman i borgarstjórn? Máske verður hægt að sam- eina i eitt embætti skransölu- stjórans og embætti borgar- stjórans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.