Þjóðviljinn - 17.09.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.09.1977, Blaðsíða 1
DJOÐVILIINN Laugardagur 17. september 1977 —42. árg. —205. tbl. Viðskiptabankarnir 5,5% ofan útlánaþaksins: Verða að útlánin Krafa Reykjavikur borgar: 27 milj. króna fyrir 400 nema utan af landi Hafsteinn Stefánsson, á Fræðsluskrifstofu Revkjavíkur, skýrði Þjóðviljanumfrá þvi i gær að 178 nemendur utan af landi hefðu sótt um skóiavist i 1. bekk framhaldsdeilda i Reykjavik i vetur. Hafsteinn sagði að ekki væri enn ljóst hverjar heimtur hefðu orðið, en algengt er að ungl- ingarnir hætti við og mæti ekki þegar skólinn byrjar. Má þvi gera ráð fyrir að þessi tala lækki nokkuð, en þessir 178 nemendur eru skráðir til náms i Hagaskóla, Armúlaskóla, Laugalækjarskóla og Fjöl- brautaskólanum i Breiðholti. Eins og kunnugt er af fréttum krafði Reykjavikurborg sveitarfélög þessara nemenda um greiðslu á námsvistargjaldi, og er það mishátt eftir deildum. Ekki þarf að greiða náms- vistargjaldið nema fyrir þá sem byrja i 1. bekk i vetur, en sam- tals nemur upphæðin, sem sveitarfélög þessara 178 nem- enda eru krafin um. 11.464.000 króna. I Iðnskólanum i Reykjavik skráðu sig 223 nemendur utan af landi til náms i vetur. Þar er skólakostnaður hærri en i öðr- um skólum, enda dýr tæki notuð við kennsluna. Margir nemend- ur Iðnskólans eru þó aðeins hluta af námsári i skólanum, og þvi eru útreikningar á náms- vistargjaldi þessara 223 nem- enda allflóknir. óhætt mun þó að áætla að samtals nemi það ekki minna en 16 miljónum króna. Það eru þvi 27 miljónir króna, sem Reykjavikurborg hefur krafið sveitarfélög úti um land um fyrir 400 nemendur. —AI. Trausti Eirfksson vélaverkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins stendur hér hjá uppfinningu sinni, vél sem tekur slógið innan úr kolmunnanum án þess að taka hausinn af um ieið. Nigeriumenn vilja hausinn með á skreiðinni, og þessi ódýra og einfalda véi veidur þvf að fiskurinn nýtist 80% í stað 60% áður (Ljósm : GFr). segir Seðlabankinn Viðskiptabankarnir verða að minnka útián sin enn það sem eft- ir er ársins. t samkomulagi sem gertvar i upphafi þessa árs miiii Seðlabankans og viðskipta- bankanna var ráð fyrir þvi gert að útlán þeirra síðarnefndu mættu ekki aukast meira en 20% á þessu ári. Fyrstu átta mánuði ársins var útlánaaukningin 26.5%. Þess ber þóað gæta að útlánin eru sveiflu- kennd og dragast venjulega sam- an i lok árs og var það svo t.d. siðustu fjóra mánuði ársins 1976. Samt sem áður telur Seðlabank- inn þörf á frekara aðhaldi í útlán- um til þess að bæta lausafjár- stöðu bankanna. Seðlabankinn telur heldur ekki ástæðu til að hækka útlánaþakið, enda þótt verðhækkanir hafi orðið mun meirien reiknað varmeð við gerð lánsfjáráætlunar i byrjun árs. — ekh. Aflinn yfir miljón tonn Heiidaraflinn til ágústloka frá áramótum nemur rúmlega miljón lestum, 1.034.568. Þar af er ioðnuafiinn fyrstu átta mánuði ársins 638.000 lestir, eða 232 þúsund tonnum meiri en i fyrra. Heiidar-botnfiskaflinn var orðinn 364 þúsund tonn, en var á sama tima I fyrra 332 þúsund tonn. GARÐUR: Kolmunnavinnsla er í fullum gangi Ýmsar nýjungar í vinnslu sem Rann- sóknarstofnun fiskiönaöarins stjórnar Sjávarútvegsráðuneytið og Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins slanda nú i stórútgerð. Togarinn Runólfur hóf kolmunna- veiðar um sfðustu helgi vestur af iandinu og mokveiðir og er aflinn unninn I Fiskverkun Guðbergs Ingólfssonar I Gerðum. Tveir vélaverkfræðingar frá Rannsóknarstofnuninni stjórna fiskverkun Isamráði við eigendur fiskverkunarhússins og háir helst starfseminni aigjör skortur á verkafólki. Ýmsar nýjungar eru I véiaútbúnaði, en kolmunninn sem er nú talsvert stærri heldur en sá verið 24.4 miljónir i vinnsluna og er ætlunin að selja framleiðsluna til Nígeriu þar sem er markaður fyrir skreið, til Portúgals þar sem er markaður fyrir frystan kol- munna og sem hundafóður til Sviþjóðar. Runólfur kom með 80 tonn á þriðjudag sem veiddust á Dorn- banka milli Grænlands og Islands. Þar var mokafli, fengust 25 tonn i hali. í dag kemur Runólf- ur úr sinni annarri veiðiferð. Búið Framhald á 14. siðu Varð fyrir bíl á Spáni og beið bana sem veiddist i fyrra er ýmist verkaður I skreið eða frystur. Blaðamaður Þjóðviljans fór suður I Garð I gær til að kynna sér þessa nýjung og ræddi við Trausta Eiriksson verkfræðing frá Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins. Sagði hann að veittar hefðu Hafþór Pálmason, 23 ára gamall, tii heimilis að Holtsbúð 37, Garðabæ, lést af völdum bifreiðaslyss á sjúkrahúsi i Torremolinos á Spáni 10. þessa mánaðar. Ekið var á Hafþór að kvöldi til 30. ágúst sl. og lá hann meðvitundarlaús á sjúkrahúsi þar tii hann lést fyrir viku. Hafþór var léttklæddur og skil- rikjalaus er ekið var á hann, og tókst starfsfólki Ferðaskrifstof- unnar Útsýnar ekkiað hafa upp á honum fyrr en hann var látinn. Ekkert fréttist því hingað heim um slysið fyrren að Hafþdri látn- um. — ekh Skattlausum fyrirtækjum fjölgar ár frá ári Ragnar Arnalds, formaður Aiþýðubandaiagsins, greinir frá þvi I sunnudagsblaði Þjóðviljans ár, 483 í fyrra, 0 alþingi i haust með skattatiiiög- ^ -Æ- - _ __ _ _ _ um Alþýðubandalagsins. Srffl B Jtáf B gF'gí y Ragnar segir i grein sinni. að stórfyrirtækjum i þessum hópi hafi fjölgað meira en heildartalan segi til um, þvi að samanlögð velta þessara 493ja fyrirtækja virðist vera um 69 þúsund miljón- ir á þessu ári, en veltan i fyrra var talin um 39 milj. kr. hitteðfyrra að skattlausum fyrirtækjum i uðstaðarins. Reykjavik hafi enn fjöigað á Segir Ragnar aö listi yfir þessu ári miðaö við skattskrá höf- þessi fyrirtæki verði birtur á Maríukvœði Benedikts Gröndals kom í leitirnar 1 ágúst 1858 orti Benedikt skáld Gröndal óð til Mariu meyjar á latinu, sem lagður var i hornstein kirkju, sem reisa skyldi i Kevelaer í Þýskalandi. Þetta kvæði hef- ur nú komið i leitimar, þ.e .a.s. afrit af þvi, og er birt i blaðinu á morgun, sunnu- dag, með efnislegri þýðingu og frásögn af tildrögum þess að kvæðið varð til. Hér er um að ræða óð á klassiskri latinu, alls fjórtán erindi. Kvæðið barst til biskups kaþólsku kirkjunnar á tslandi, Hinriks Frehens, og hefur hann góðfúslega ljáð blaðinu það til birt- ingar. Benedikt Gröndal orti kvæðið þegar hann var á snærum Djunkovskis (Djúnka) hins kappsmikla og.drykkfellda trúboða sem hafði fulltingi páfa til að snúa nyrstu löndum heims frá Lútersvillu. Nánar i opnu sunnudagsblaðs. Skipa- yerkstöd Stjörnustál sœkir um lóð Stjörnustál h.f., sem er samvinnufyrirtæki 6 fyrir- tækja f málm- og skipasmiði hefur óskað eftir lóð undir stóra skipaverkstöð í Elliða- árvogi. Fyrirtækin eru: Stálver, Blikk og Stál, Garðasmiðjan, Blikksmiðjan Vogur, Vél- smiðjan Þrymur og Málm- tækni s.f., en þessi fyrirtæki hafa samtals um 285 manns i vinnu. Lóðaumsóknin barst borgaryfirvöldum nýlega og er hún nú til athugunar hjá borgar verkfræðingi og hafnarstjórn, en verður siðan send borgarráði og borgarstjórn til frekari um- fjöllunar. Þessar upplýsingar komu fram á fundi i borgarstjórn Reykjavikur s.l. fimmtudag, þegar Sigurjón Pétursson mælti fyrir tillögu Alþýðu- bandalagsins um byggingu stórrar skipaverkstöövar i Reykjavik Umræöur um tillögu Alþýöu- bandalagsins í borgarstjórn S]á síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.