Þjóðviljinn - 11.10.1977, Side 1

Þjóðviljinn - 11.10.1977, Side 1
UOÐVIUINN Þriðjudagur 11. október 1977 —42. árg. 225. tbl. FELLDU SAM- KOMULAGIÐ Siöustu fréttir í nótt: — Borgarstarfs- menn i Reykjavik felldu samkomu- lagið við launamálanefnd borgarinnar með 378 atkvæðum gegn 338. Verkfall BSRB er hafið Munum heyja þessa baráttu af fullum krafti, sagði Haraldur Steinþórsson Fyrsta verkfall opinberra starfsmanna á Islandi kom til framkvæmdar á miönætti sl. Siðasti sáttafundur deiluaðila, sem hófst kl. 5 i gær, var stuttur og tiðindalaus. Ekkert nýtt tilboð kom fram af hálfu rikisins og Húsverðir opna ekki Á fundi verkfallsnefndar BSRB I gærkvöld var sam- þykkt, að húsverðir i skólum og öðrum opinberum stofn- unum skyldu aöeins sinna eftirliti og eignavörslu, en . ekki vinna að daglegum störfum. Þeir mega þvi ekki stuðla að þvi að starfsfóik eða nemendur komist inn i húsin. — eös siitnaði þvi fljótlega upp úr við- ræðunum. Nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður. Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB sagði i viðtali við Þjóðviljann i gærkvöld, að ekkertnýtthefði komið fram á fundinum og enginn grundvöllur væri til frekari viðræðna i bíli.— ,,Við reyndum I alvöru að ná samkomulagi og teygðum okkur hvert skrefið á fætur öðru I þvi skyni,” sagði Haraldur. „Ég tel hörmulegt að rlkisstjóm íslands skuli hafa ákveðið aö ganga ekki lengra og þar með að stefna lit i fyrsta verkfall opinberra starfsmanna. Við munum heyja þessa baráttu af fullum krafti. Það eru ótal vandamál sem kalla að við framkvæmd þessa fyrsta verkfalls opinberra starfsmanna, en mér sýnist ákveðnin og viljinn hjá okkar félagsmönnum vera slikur að ég treysti þvi að þetta takist vel og að þessi barátta okk- ar eigi eftir að skila árangri. Þau tilboð sem okkur hafa verið gerð eru um svo sáralitlar breytingar frá sáttatillögunni, og ég vænti þess að þessi samstöðuhugur verði áfram fyrir hendi.” í gærkvöldi voru BSRB-menn að undirbúa og skipuleggja verk- fallsvörslu. Haraldur Steinþórs- Fjármálaráðherra falsar tölur i gærkvöldi sendi BSRB frá sér svohljóðandi athugasemd: Fjármáráðherra bar það á borð fyrir alþjóð I kvöldfréttum (mánudagskvöld) að kaup skv. tilboði hans i 12. flokki yrði 175 þús. kr. I desember. Rétta talan er 154.589. Fjármálaráðherra bætti rúmlega 20 þús. kr. á kauptilboðið, en þá upphæð fær fólk ekki i vasann, nema að dýr- tiðin vaxi a.m.k. um sömu upp- hæð. Slikt hefur ekki verið talið til kjarabóta hingaðtil. son sagði, að Kjaradeilunefnd hefði ekki skilað nafnalistum um starfsfólk sjúkrahúsa sem ætti að mæta til vinnu og BSRB ætlaði þvi að skora á starfsfólk sjúkra- húsa að mæta til starfa. —eös. Samið á Akranesi Samningar tókust i gær- kvöld milli samninganefndar Akraneskaupstaðar og samninganefndar bæjar- starfsmanna. Verkfalli var frestað um einn sólarhring á Akranesi, en samkomulagið verður borið undir atkvæði I t dag kl. 5. I gærkvöld stóð yfir samn- ingafundur Bæjarstarfs- mannafélags Akureyrar og fulltrúa bæjarstjórnar.- eös Fjölmennur fundur borgarstarfsmanna A fundi Starfsmannafélags Reykjavikurborgar og launa- málaráðs borgarinnar i gær náðist samkomulag um tillögur að nýjum aðalkjarasamningi. Samkomuiagið var undirritað með fyrirvara. I gærkvMd kl. 9 hófst fundur i félaginu á Hótei Sögu, þar sem samkomulagið var kynnt og borið undir at- kvæði. Fundurinn var haldinn i Súlnasalnum og var þar troð- fulltút úr dyrum. Mörg hundruö manns sóttu fundinn og margir tóku til máls. Umræðum lauk kl. rúmlegá 11 i gærkvöld og sfðan hófst atkvæðagreiðsla um sam- komulagið. Atkvæði voru talin i nótt. Myndina tók — eik af hluta fundarmanna á hinum fjöl- menna fundi i gærkvöld. Langir en árangurslausir samningafundir um helgina Um helgina voru nær stöðug fundarhöld með deiluaðilum i kjaradeiiu BSRB og rikisins. t há- tiöasai Háskólans stóð fundur frá kl. 10 á luagardagsmorgun og til kl. 6 á sunnudagsmorgun. Siðan hófst annar fundur kl. 2 á sunnu- dag og stóð til kl. að ganga 3 að- faranótt mánudags. Kl. 5 i gær hófst svo þriðji samningafundur- inn i þessari lotu og lauk ki. 7. Sem dæmi um þær örlitlu hækk- anir, sem fulltrúar rikisvaldsins buðu á þessum löngu og ströngu fundum, má taka launaflokk B5. KrafaBSRB varaðlaunin ihæsta þrepi þess launaflokks yrðu kr. 150.000.- Sáttatilboðið hljóðaði upp á kr. 118.560 og fyrra tilboð rikisins um hækkun var kr. 119.762. BSRB lækkaði siðan kröf- ur sinar niður i kr. 142.256,- og rikið bauð 120.443. BSRB lækkaöi kröfu sina enn og nú i kr. 136.181. Síöasta tilboð rikisins á fundun- um um helgina var um föst laun skv. launatöflu, og var þar um litlar breytingar að ræða frá fyrri tilboðum. í þessu tilboði rikisins fólst éinnig, að eftir 15 ára starfsaldur hækki starfsmenn um einn launa- flokk miðaö við röðun starfa þess, sem þeir gegna á hverjum tíma. Þá var boðin 3% launahækkun 1. april 1979 i stað 1. júli 1979. Aðsið- ustu bauð rikið upp á ákvæði um, að ef breytingar verði gerðar á vísitölureglum almennra kjara- samninga i landinu á gildistima þessa samningsmeð lögum, skuli samningsaðilar taka upp viðræð- ur i þvi skyni að tryggja þann til- gang ákvæða samningsins um verðbætur, að þau verði eigi lak- ari en hjá öðrum fjölmennum launþegasamtökum i landinu. Eins og sjá má er þetta tilboð langtfráþviað mæta kröfuBSRB um óskoraðan samnings- og verk- fallsrétt á samningstimanum, ef visitaian raskast. Samninganefnd BSRB svaraði þessu siðasta tilboði rikisins að- faranóttmánudags þannig með 49 samhljóöa atkvæðum: „Samninganefnd Bandalags starfsmanna rikis og bæja hefur móttekið gagntilboð fra samn- inganefnd rikisins, sem fjármála- ráðherra hefur tilkynnt samn- inganefnd BSRB að sé lokaboð um launastiga og kröfu banda- lagsins um endurskoðunarrétt á launaliö á samningstimabili, ef tilgreindar aðstæður skapast. Synjað er viðræðum um önnur atriði i kröfum BSRB. Samninganefnd BSRB beinir þvitilsáttasemjara,að hann beiti sér fyrir þvi, að fulltrúar rikisins taki upp viðræður i alvöru um kjarakröfur bandalagsins i heild.” —eös national hlaut verðlaun- in í ár ÓSLÓ 10/10 Reuter — Frið- arverðlaun Nóbels fyrir árin 1976 og 1977 voru veitt I ósló i dag, og fengu tvær konur, sem barist hafa fyrir þvi að binda enda á ofbeldi i Norð- ur-irlandi, verðlaunin fyrir, árið 1976, en alþjóöasamtök- unum Amnesty Internation- al, sem hafa aðalbækistöð sina I London, var veitt verð- iaunin fyrir árið 1977. Norður-irsku konurnar, sem heita Betty Williams og Mairead Corrigan, hafa hætt lifi sinu til aö reyna að koma á sáttum milli kaþólskra manna og mótmælenda á Norður-Irlandi. Þær stofn- uðu friðarhreyfingu sina 1976, þegar Betty Williams hafði orðið vitni að þvi að þrjú börn létu lifiö i Belfast. Mairead Corrigan var frænka þessara þriggja barna. Hreyfing þeirra vakti mikla athygii viða um heim, og voru þaö vestur-þýskir þingmenn sem stungu upp á þvi i fyrra að þeim yrðu veitt friðarverðlaun Nóbels. Sú uppástunga kom þó of seint, en úthiutunarnefndin ákvaö að veita engin verðlaun þá, og voru þau þvi veitt núna, ári siðar. Konumar tvær sögðu að verðlaunin myndu ganga til hreyfingar þeirra. Samtökin Amnesty Inter- national eru heimsþekkt og hafa 133 deildir viða um heim. Tilgangur þeirra er sá að fá þá menn, sem sitja i fangelsum vegna skoöana sinna, látna lausa og hafa þau oft orðiö fyrir barðinu á rikisstjórnum i austri og vestri. Þau'hafa mjög tekið málsstaö andófsmanna i Sovétrikjunum, en einnig reittu þau breta til reiði með ásökunum um að breski her- inn beitti pyndingum i Norð- ur-lrlandi. Bækistöövar samtakanna eru i London, og er formaöur þeirra sænskur biaðamaöur, Thomas Hammarberg. Þegar honum var tilkynnt um verðlauna- veitinguna sagði hann að samtökin myndu nota féð til að auka starfsemi sina i þriðja heiminum, þ.á.m. Asiu og Rómönsku Ameriku. Sagöi hann aö verölaunin væru viðurkenning frá opin- berum aðilum á mikilvægi starfs þess sem samtökin ynnu og hvatti jafnframt rik- isstjórnir til aö láta lausa alla, sem sætu i fangelsi vegna skoðana sinna, og til að afnema pyndingar og dauðarefsingu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.