Þjóðviljinn - 11.10.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur II. október 1977.
Málgagn sósíalisma,
verkalýöshreyfingar
og þjóöfrelsis
Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni
Bergmann.
Auglýsingastjdri: Clfar Þormóösson
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Sfðumúla 6. Simi 81333.
Prentun: Blaöaprent hf.
Áætlunarbú-
skapur er ein
meginforsendan
I siðustu viku var i forustugrein minnt á
nokkur grundvallaratriði sem menn verða
að hafa i huga þegar þeir fjalla um
islenska atvinnustefnu Alþýðubandalags-
ins. Þessi atriði eru:
1. íslensk atvinnustefna er framhald og
útfærsla þeirrar stefnu sem sósialistar
hafa markað i nýsköpunarstjórninni og
tveimur vinstristjórnum með eflingu at-
vinnuveganna og með útfærslu landhelg-
innar.
2. íslensk atvinnustefna er andsvar við
áformum um útfærslu erlendrar stóriðju á
íslandi, svar við áætlun Integral, ásókn
Alusuisse og Norsk Hydro i islenskar
auðiindir.
3. Islensk atvinnustefna bendir á þá fjöl-
þættu möguleika sem islenska þjóðin hef-
ur til þess að vinna úr eigin auðlindum;
þær auðlindir, til dæmis hafsins, eru svo
gjöfular og bjóða upp á svo risavaxin
tækifæri að nægja myndu sem verkefni
fyrir mun stærri þjóð i þessu landi. A þessi
verkefni var meðal annars bent i sérritum
Þjóðviljans um islenska atvinnustefnu.
4. íslensk atvinnustefna gerir ráð fyrir
vaxandi hlutdeild fólksins sjálfs i stjórn
atvinnulifsins. íslensk atvinnustefna hef-
ur þannig félagslega hlið sem nauðsynlegt
er að hafa i huga, og einmitt þetta atriði
greinir islenska atvinnustefnu Alþýðu-
bandalagsins frá þeirri stefnu sem aðrir
flokkar hafa. íslensk atvinnustefna gerir
ráð fyrir breytingum á grundvallargerð
þjóðfélagsins sem einni meginforsend-
unni. Islensk atvinnustefna án þessa
félagslega inntaks ris ekki undir nafni.
Islensk atvinnustefna er sprottin upp af
starfi og stefnu islenskra sósialista um
áratuga skeið.
En hvernig yrði islenskri atvinnustefnu
komið i framkvæmd?
Svarið við þeirri spurningu er margþætt
og verður ekki tæmandi i stuttri forystu-
grein. Ljóst er að til þess að koma
islenskri atvinnustefnu i framkvæmd þarf
atbeina viðtækra félagshreyfinga. Þar
þarf verkalýðshreyfingin að leggja sitt af
mörkum, eins og hún gerði til dæmis 1.
mai i Reykjavik sl. vor. Þar þarf sam-
vinnuhreyfingin einnig að koma til
skjalanna; fátt væri i betra samræmi við
upphafsár samvinnuhreyfingarinnar og
baráttu hennar gegn kaupmönnunum
dönsku að samvinnuhreyfingin nú beitti
sér fyrir framkvæmd islenskrar atvinnu-
stefnu i samstarfi við aðra. Vissulega eru
forystumenn SIS orðnir óhugnanlega
tengdir auðstéttinni sem ræður Sjálf-
stæðisflokknum, en það breytir þó ekki
þeirri staðreynd að hreyfingin á að geta
beitt sér til þess að koma sinum stefnu-
málum á framfæri á félagslegum grund-
velli. Atbeini þessara hreyfinga er
nauðsynleg forsenda þess að takist að
glæða islenska atvinnustefnu lifi félags-
legra hugsjóna og lýðræðis.
Spurningin um framkvæmd islenskrar
atvinnustefnu snýst einnig um það hverjir
og hvernig best yrði staðið að framkvæmd
hennar. Eigi vel að takast til þarf að taka
upp virkan áætlunarbúskap. Með honum
þarf að tryggja að fjármagnið verði hag-
nýtt skipulega hvort sem það fjármagn
kemur úr fjárfestingarlánasjóðum eða
bankakerfinu almennt. Þetta þýðir með
öðrum orðum heildarstjórn fjárfestingar i
landinu.
Til þess að leggja grundvöll islenskrar
atvinnustefnu þarf verulegt nýtt f jármagn
að koma til. Þetta fjármagn verður að
skila sér með þvi að skerða verðbólgu-
gróða og verðbólgufjárfestingu milli-
liðanna sem reisa miljónatuga stein-
steypuhallir aðeins til þess að tryggja
einkafjármagninu gróða. Grundvöllur
islenskrar atvinnustefnu verður þannig að
vera það f jármagn sem til er i landinu, en
er nú sólundað i þágu einkagróðaaflanna.
Alþýðubandalagið mun leggja á það
verulega áherslu á næstu mánuðum að
efla fylgi landsmanna við islenska at-
vinnustefnu. Baráttan fyrir framkvæmd
hennar er eitt meginverkefni islenskra
sósialista á næstu mánuðum og árum. — s.
ar bókmenntalegu stælur eru
bókaþjóðinni æði oft til litils
sóma.
Nýlega mátti lesa i Þjóðvilj-
anum og Visi greinar sem bera
umræðu af þessu tagi glöggt
vitni. Sunnudaginn 2. okt. skrif-
ar Silja Aðalsteinsdóttir itarleg-
an ritdóm i Þjóðviljann um ný
verðlaunaða barnabók, Bjarta
daga eftir Þorvald Sæmunds-
son. Er skemmst frá þvi aö
segja að Silja er algerlega á
öndverðum meiði við þá er lir-
skurðuðu bókina verölauna-
verða. Færir hún fjölmörg rök
fyrir þessari skoöun sinni, öll aö
þvi er virðist reist á skiljanlegu
mati á þvi hvað séu vondar eöa
góðar bókmenntir. Hún tilfærir
dæmi úr bókinni skoðunum sin-
um til stuðnings og hún setur
fram hugmyndir sinar um það
hvaö góða barnabók eigi að
prýða og telur verðlaunaveit-
ingu ekki trúverðuga nema þvi
2. árgangur
Fimmtudagur 6. október 1977
34. tölublað
Hefðbundin
leiöaraskrif
Leiðaraskrif dagblaðanna eru
oft fjarska einhæf. Stundum eru
þaö aöeins örfá þemu sem eru
reifuð i forystugreinum svo vik-
um skiptir. Þeir sem hlusta á
leiðaralestur i morgunútvarpi
eða fá linuna i blaði sinu á
hverjum morgni hljóta að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að dæg-
urbaráttu stjórnmálaflokkanna
standi um örfáa málaflokka.
í Norðurlandi, málgagni sósi-
alista i Norðurlandskjördæmi
eystra, sem undir ritsjórn Vil-
borgar Haröardóttur hefur orð-
iö eitt besta vikublað landsins,
er oft bryddaö upp á hressileg-
um hlutum í forystugreinum.
Nú eru orðin ritsjóraskipti á
Norðurlandi og Þröstur Har-
aldsson tekinn við ritstjórn.l rit-
nefnd með honum eru sem i tið
Vilborgar ágætir pennar, og þar
á meðal Helgi Guðmundsson,
trésmiður. Hann ritar eina af
þessum sjaldgæfu undantekn-
ingum á leiöaraskrifum póli-
tiskra blaða, þar sem hann fer
út fyrir hefðbundin viðfangs-
efni, og leggur út af deilum um
barnabækur. Ritstjórnargreinin
heitir Menningarmafia og borg-
aralegt sakleysi:
Kátleg menning-
armálaumrœöa
„Umræður um menningar-
mál eru einatt næsta kátlegar i
blööum hér á landi. Ekki er
þetta vegna þess að þeir sem
leggja þar til mála séu að jafn-
aði meinfyndnari en aðrir höf-
undar efnis i blööum, heldur af
þvi hversu fjarri hver öðrum i
málflutningi þeir menn eru sem
fást við slik skrif. Þetta virðist
vera hvað mest áberandi i skrif-
um um bókmenntir, kannski af
þvi að þau eru fyrirferðarmest.
Nú er það ekki nema eölilegt að
þeir sem aðhyllast ólik viðhorf i
bókmenntum deili og skiptist á
rökum og vist myndi þá ekki
bara vera kátlegt að lesa um
bækur og bókmenntir heldur
beinlinis stór skemmtilegt.
Þessu er þvi miður ekki til að
dreifa og sé nánar hugað aö, þá
verður að viðurkennast, aö hin-
Indriöi
Helgi
aðeins að henni ráði bók-
menntaleg sjónarmið.
Hér skal enginn dómur lagöur
á hvort bókmenntalegt mat
greinarhöfundar er rétt eða
rangt. Það sem skiptir máli er
að gagnrýnandinn styður mat
sitt rökum sem lesandinn á að
geta tekið afstöðu til að lestri
umgetinnar bókar loknum.”
Borgaralegt
sakleysi —
eöa skynsemi
„Það hefur Svarthöfði Visis
hins vegar ekki gert er hann reit
grein þá, sem hann birtir i Visi
strax daginn eftir. Ekki hefur
skáldið Svarthöfði fyrir þvi aö
svara fram bornum rökum fyrir
þvi að hin umrædda bók sé
vond, nei ó nei. Þess i stað hefur
hann upp hefðbundinn söng um
þá menningarmafiu, sem
kommúnistar eru alls ráðandi i
aö hans mati. Ekki er greinar-
höfundur Þjóðviljans marktæk-
ur þvi hann er bara einhver út-
varpsskvisa, sem sér um út-
varpsþátt með Ólafi Jónssyni,
en sá hefur vist „púngapróf i
bókmenntum utan frá Sviþjóð”.
Að mati Svarthöfða „ræöst Silja
á bókina” vegna þess eins að
hún „fékk verðlaun Fræðsluráðs
Reykjavikur”, sem besta
barnabókin útgefin á árinu 1976.
Og vondir menningarmafiu-
kommar (sumir með púngapróf
frá Sviþjóð, sem sennilega er
það allra hættulegasta) hafa
sannarlega ekki setið auðum
höndum undanfarin ár. Þeim
hefur tekist að loka Norðurlönd-
unum að meira eöa minna leyti
fyrir islenskum höfundum með
þvi „að forða útlendingum frá
þvi að misstiga sig á gæða-
stimplum”.
Hér skulu ekki tiunduð fleiri
dæmi um fáránleikann i svona
andsvari við umfjöllun um bók.
En ástæða er samt til að spyrja
einnar spurningar: Hver er á-
stæðan fyrir syona skrifum
(sem sannarlega eru ekki eins-
dæmi)? Þvi er best að hver
svari fyrir sig. Kannski er skýr-
ingin svo einföld að rökin bara
vanti. Þau finnast ekki.
Kommúnistar njóta „þegj-
andi samþykkis þess ruglaða
hóps borgaralega sinnaðs fólks,
sem telur að kommúnistar einir
viti hvað sé menning, enda hafi
þeir átt á að skipa svo mörgum
framúrskarandi menningar-
mönnum að þeir hljóti að fara
með satt mál”, segir Svarthöfði
einnig.
Það skyldi þó aldrei vera að
hinn ruglaði borgaralegi hópur
viti sinu viti þegar allt kemur til
alls.”
e.k.h.
NORÐURIAND