Þjóðviljinn - 11.10.1977, Side 5
.Þriöjudagur XI. október X977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Tillögur öddu Báru Sigfúsdóttur
1. Borgarráö samþykkti 23. nóv.
1976 aö fara þess á leit viö Al-
þingi og rikisstjórn aö felldur
yröi niður söluskattur af raf-
magni. Borgarstjórn itrekar
þessa samþykkt og skorar á
þingmenn Reykjavikur aö
vinna aö framgangi málsins.
Borgarmál
2. Meö visun til 5 gr. laga um
Landsvirkjun og nánari
ákvæða I 10. gr. reglugerðar
um Landsvirkjun gerir
borgarstjórn þá kröfu til
fyrirtækisins, aö eignaraöil-
um veröi greiddur arður af
höfuðstólsframlögum þeirra.
3. Þar sem orkuver Landsvirkj-
unar selja nú þegar orku viðs
vegar um landiö og munu
gera það i vaxandi mæli á
næstu árum, telur borgar-
stjórn ekki rétt, að Reykja-
vikurborg ein allra sveitarfél-
aga standi undir stofnkostn-
aöi nýrra orkuvera ásamt
ri*kissjóöi.
Borgarstjórn beinir þvi þeim
tiimælum til iðnaðarráð-
herra, að hann beiti sér fyrir
þviaðfá önnursveitarfélög til
þess að gerast aðilar að
Landsvirkjun og láti vinna að
breytingum á lögum um
Landsvirkjun til þess að svo
megi verða.
Tillögur Alþýðubandalagsins í borgarstjórn:
Gegn ótímabærum verð-
hækkunum á raforku
Á fundi borgarstjórnar
sl. fimmtudag var sam-
þykkt tillaga öddu Báru
Sigf úsdóttur um að skora á
þingmenn Reykjavíkur að
gangast fyrir niðurfellingu
söluskatts af rafmagni.
Adda Bára skýrði m.a. frá þvi
að á undanförnum 3 árum hafi
stjórnvöld ekki staðið gegn hækk-
unum á raforkuverði af nægilegri
festu. Nú sé svo komið, að raforka
til heimilisnotkunar er langdýr-
ust á íslandi af Norðurlöndum.
Samanburður sem árlega er
gerður af norrænu rafveitusam-
böndunum sýnir, að raforka til
heimilisnotkunar i Reykjavik er
109% dýrari en raforka til sömu
nota i Noregi.
1 stað þess að velta auknum
rekstrarkostnaði Rafmagnsveitu
Reykjavikur beint yfir á neyt-
endur, lagði Alþýðubandalggið
þvi til að óhjákvæmilegum hækk-
unum á rekstrarkostnaði yrði
mætt með þvi að fella niður sölu-
skatt á rafmagni.
í þvi skyni að vinna gegn verð-
hækkunum á rafmagni i Reykja-
vik, lagði Adda Bára fram,ásamt
þeirri sem samþykkt var, tvær
aðrar tillögur.
Hjúkrunar-
fræðingar
mótmæla úr-
skurði kjara-
deilunefndar
Stjórn og trúnaöarráö Hjúkrun-
arfélags tslands hefur sent frá sér
eftirfarandi fréttatilkynningu:
Stjórn og trUnaðarráð Hjúkrun-
arfélags Islands bendir á að með
Urskurði kjaradeilunefndar frá
03.10.1977 er brotin 26. gr. laga nr.
29/1976 um kjarasamninga
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja, en þar segir m.a. „Kjara-
deilunefnd ákveður hvaða
einstakirmenn skuli vinna i verk-
falli”.
Stjórn og trúnaðarráð Hjúkr-
unarfélags íslands mótmælir þvi
harðlega úrskurði kjaradeilu-
nefndar þar sem hjúkrunarfræð-
ingum er meinuð þátttaka i
verkfallsaðgerðum Bandalags
starfsmanna rikis og bæja, og
hefur þar með virt að vettugi
mjög ábyrga verkfallsáætlun
Hjúkrunarfélags tslands.
Brunborgarstyrkur
Or Minningarsjóði Olavs
Brunborg verður veittur styrkur
að upphæð fimm þúsund norskar
krónur á. næsta ári. Tilgangur
sjóðsins er að styrkja islenska
stúdenta og kandidata til
háskólanáms i Noregi.
Umsóknir um styrkinn sendist
skrifstofu Háskóla tslands fyrir
31. október 1977.
Arður af Lands-
virkjun
önnur þessara tillagna miðar
við ákvæði i lögum um Lands-
virkjun, sem leyfir að eignaraðil-
um Landsvirkjunar sé greiddur
allt að 6% arður af höfuöstóls-
framlögum þeirra. Reykjavikur-
borg er helmingseignaraðili að
Landsvirkjun, og telst hlutur
borgarinnar samkvæmt efna-
hagsreikningi Rafmagnsveitu
Reykjavikur vera nær 4,4 mil-
jarðar króna. Þar eð hér yrði um
verulegar fjárhæðir að ræða,
lögðu fulltrúar Alþýðubandalags-
ins til að borgarstjórn gerði til-
kall til Utborgunar á arði frá
Landsvirkjun, sem siðan væri
notaður i uppbyggingarkostnað
Rafmagnsveitu Reykjavikur.
Borgarstjóri lagði til að þessari
tillögu yrði visað frá, á þeirri for-
sendu að með hliðsjón af upp-
byggingu Landsvirkjunar m.a. i
Hrauneyjarfossvirkjun væri rétt
að nota allan rekstrarafgang inn-
an fyrirtækisins. Frávisunartil-
laga borgarstjóra var samþykkt
með öllum atkvæðum Sjálfstæðis-
flokksins.
Eignaraðild
að Landsvirkjun
Adda Bára kvaðst i tillöguflutn-
ingi sinum túlka það sem nefna
mætti eiginhagsmunastefnu
Reykjavikur gagnvart öðrum
landshlutum. Þriðja tillaga Al-
þýðubandalagsins um ráðstafanir
gegn verðhækkunum raforku
stefnir að þvi að rétta hlut
Reykjavikur og er ekki krafa um
forréttindi höfuðborgarinnar.
Það getur vart talist réttmætt að
Reykjavikurborg ein allra
sveitarfélaga standi undir stofn-
kostnaði nýrra orkuvera ásamt
rikissjóði, þegar þess er gætt að
orkuver Landsvirkjunar selja
orku viðsvegar um landið og i si-
vaxandi mæli. Alþýðubandalagið
lagði þessvegna til, að borgar-
stjórn beindi þeim tilmælum til
iðnaðarráðherra, ,,að hann beiti
sér fyrir þvi að fá önnur sveitar-
félög til þess að gerast aðilar að
Landsvirkjun...”.
Borgarstjóri sagði að ætlast
væri til að gjaldskrá Rafmagns-
veitunnar standi undir rekstrar-
kostnaði og annarri eðlilegri út-
gjaldaaukningu. Hann sagði að
frumkvæði Reykjavikur i raf-
orkumálum hefði tryggt borginni
næga orku. önnur sveitarfélög
hefðu ekki tekið rétt á þessum
málum og treyst um of á rikis-
valdið og alþingi.
Borgarstjóri kvaðst andvigur
tillögu Alþýðubandalagsins um
fjölgun eignaraðila að Lands-
virkjun. Sagði hann áætlað að
Rafmagnsveitan þyrfti á helm-
ingi orkuframleiðslu Landsvirkj-
unar að halda á næstu árum.
1 frávisunartillögu sinni lagöi
borgarstjóri til að ef eignaraðild
Samtaka sveitarfélaga i Suður-
og Vesturlandskjördæmi yrði,
,,og borgin dregur úr eignarhluta
sinum, verður að sjálfsögðu að
krefjast fullra bóta svo og hlut-
fallslegrar ábyrgðar nýrra með-
eigenda á skuldum Landsvirkjun-
Ótimabœrar
jjárfestingar
Sigurjón Pétursson tók til máls
og gagnrýndi einkum að Raf-
magnsveitan hefði ótrauð haldið
áfram framkvæmdum eftir að
henni voru ekki heimilaðar um-
beðnar gjaldskrár hækkanir á ár-
unum 1970-74. Ráðist hefði verið i
of miklar fjárfestingar á röngum
tima, og afleiðingin væru illvið-
ráðanlegar erlendar skuldir i
dag.
Sigurjón kvað spurninguna um
eignarhlutföll i Landsvirkjun
snúast um það, hvort allir þeir
sem versla við Landsvirkjun eigi
að standa undir stækkun. Jafnvel
þótt Reykjavik komi til meö að
nota helming af raforkufram-
leiðslu Landsvirkjunar, þá þurfi
menn að rökstyðja það, hvers-
vegna borgin — ein allra sveitar-
félaga — eigi að standa undir
uppbyggingu Landsvirkjunar á
móti rikinu.
Tillögu öddu Báru Sigfúsdóttur
um breytt eignarhlutföll i Lands-
Adda Bára
virkjun, var visað frá með 9 at-
kvæðum Sjálfstæðisflokksins.
—jás.
4 bókasýningar
í Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4og9, standa nú yfir
4 bókasýningar með nýjum bókum frá Bretlandi, Sovétríkjun-
um, Danmörku og UNESCO í Paris.
Bresk bókasýning
— Hamlyn Books
Mjög f jölbreytt úrval af bókum um hin marg-
víslegustu efni m.a. matreiðslubækur, garð-
yrkjubækur, föndurbækur, náttúrufræðibæk-
ur, listaverkabækur, sagnfræði og landa-
fræðibækur, tómstundabækur.
Sovésk bókasýning
— Aurora Art Publishers ofl.
Nýkomnar frá Sovétríkjunum glæsilegar
listaverkabækur með litmyndum úr sovéskum
listasöfnum, svo og tæknibækur og orðabæk-
ur.
Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 9
Dönsk bókasýning
Nýjar danskar bækur í glæsilegu úrvali, m.a.
skáldsögur, matreiðslubækur, garðyrkjubæk-
ur, föndurbækur náttúruf ræðibækur, tóm-
stundabækur.
UNESCO bókasýning
Sýnum nokkrar nýjustu útgáfubækur
UNESCO (Menningar- og f ræðslustof nun
Sameinuðu þjóðanna) svo og tímarit stofnun-
arinnar: Bibliography, documentation,
terminology — Cultures — Educational docu-
mentation and information — Impact of sci-
ence on society — International social science
journal — Museum — Nature and resources —
Prospects — UNESCO bulletin for libraries —
UNESCO chronicle— UNESCO courier.
Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 4