Þjóðviljinn - 11.10.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. október 1977.
FH öruggt
í 2. umferð
✓
Ohugsandi að Finnarnir geti unnið
upp forskot FH í
Bikarmeistarar FH
hreinlega léku sér aö
finnsku meisturunum
Kiffen í fyrri leik liðanna í
Evrópumeistarakeppn-
inni/ eins og köttur að mús,
og sigruðu 29:13. Það
hvarflar sjálfsagt ekki að
neinum, sem sá þennan
leik, að Finnarnir geti unn-
ið þennan mun upp þegar
liðin mætast öðru sinni og
þá i Finnlandi. Það hefur
heyrst að Geir Hallsteins-
son geti ekki farið með FH
utan, en þrátt fyrir það
dettur manni ekki i hug að
Finnarnir vinni upp mun-
inn.
Það vantar mjög mikið á
að Finnar leiki handknatt-
leik af sama gæðaf lokki og
aðrar Noröurlandaþjóöir.
Þetta liö, Kiffen, er svipað
að styrkleika og miðlungs
2. deildarlið á íslandi.
I þessum leik náði FH-liðið með
Geir Hallsteinsson, sem yfir-
burðamann, að sýna allar sinar
bestu hliðar, og Geir fékk óáreitt-
ur að mestu að leika listir sinar og
það gerði hann svo sannarlega.
Það myndi ekkert islenskt lið
leyfa Geir að leika svo lausum
hala, sem hann fékk að gera i
leiknum við Finnana; fái hann
það, fær ekkert stöðvað hann. Og
heimaleiknum
árangurinn varð 8 mörk sem
hann skoraði sjálfur, auk fjöl-
margra marka sem aðrir skor-
uðu, eftir að Geir hafði tætt
finnsku vörnina i sundur og gefið
á óvaldaða félaga sina.
1 leikhléi var staðan 13:4 FH i
vil, og hefði getað verið meiri
munur, ef FH hefði ekki verið
nokkuð seint i gang. Það var jafnt
1:1 og 2:2,þá sáust tölurnar 3:2,
6:2, 10:3, og 13:4.
Mestur varð munurinn 17 mörk,
26:9 og hefði FH ekki slakað á
undir lokin, þá hefði munurinn
sjálfsagt orðið yfir 20 mörk.
Sem sagt yfirburða sigur FH,
uppá 16 mörk, sem óhugsandi er
að Finnarnir nái að vinna upp
ytra.
Geir bar af i FH-diðinu eins og
áður segir, var allt i öllu i sóknar*
leik liðsins. Þeir Janus Guðlaugs-
son og Þórarinn Hagnarsson áttu
einnig báðir góðan leik, svo og
Guðmundur Árni, sem sjaldan
hefur leikið betur. En þess ber
auðvitað að geta að litið var gert
til að stöðva þessa bestu menn
FH, enda vörn Finnanna ekki
uppá marga fiska.
Sá eini sem sýndi einhverja
getu á Norðurlandamælikvarða i
finnska liðinu var markvörðurinn
Bjarne Winberg, afar snjall
markvörður greinilega og á skilið
að hafa sterkari vörn fyrir fram-
an sig en hann hafði þarna.
Mörk FH: Geir 8, Þórarinn 6,
Janus 5, Guðmundur Arni 5, Guð-
mundur M. 3, örn og Valgarður 1
mark hvor.
—S.dór
Geir Hallsteinsson var alger yfirburöamaöur á vellinum I leik FH og Kiffen á laugardaginn. Hér svlfur
hann inn í teiginn og lætur vaöa aö finnska markinu.
Erlendu leikmennirnir í
körfuknattleiknum hér á
landi gera það svo sannar-
lega gott, hreinlega tröll-
ríða íþróttinni.
Á laugardaginn setti einn
þeirra Dirk Dunbar nýtt met á
stigaskorun, en Dunbar leikur
með ÍS. Hann gerði sér litið fyrir
og skoraði 58 stig og bætti þar
með gamla metið hans Þóris
Magnússonar en þaö var 57 stig.
Þórir lék á þeim tima með KFR
sem siðar var breytt i Val.
ÍS sigruðu Fram með 102 stig-
um gegn 86 i mjög hörðum og að
mörgu leyti góðum leik. Fram
hefur á að skipa mörgum mjög
góðum leikmönnum, en þar ris
hæst Simon Ólafsson sem sýndi
mjög skemmtileg tilþrif á laugar-
daginn.
Einn annar leikur var á laugar-
daginn. Armann vann ÍR örugg-
lega með 89stigum gegn 55. Þeiri
Armanni hafa yfir einni stiga-
maskinu að ráða, sá heitir Mike
Wood, og skoraði hann 36 stig.
Þarf vart að fara i grafgötur með
hversu þessir erlendu leikmenn
gerbreyta styrkleikahlutföllum
hinna einstöku liða hér á landi.
Getraunir
i 7. leikviku Getrauna
komu fram 4 raðir meö 11
réttum leikjum og var vinn-
ingurinn kr. 110.000.- Einn
þessara seðla var frá Seyöis-
firði, en hinir frá Reykja-
vfkursvæöinu.
Þá komu fram 20 raöir
með 10 rétta og var vinning-
urinn á hverja röö kr. 9.400.-
NM í borðtennis:
/
Island rak
lestina
islendingar uröu neöstir á
Noröurlandamótinu i borðtennis
sem haldiö var í Stokkhólmi um
siöustu helgi. Borötennissam-
band íslands sendi þátttakendur
aöeins I karlakeppnina og þar
áttum viö viö algera ofjarla aö
etja. Ergreinilegt aö mikilla úr-
bota er þörf í málefnum borö-
tennisiþróttarinnar; þar hlyti
besta lausnin aö felast i komu
erlends þjálfara hingaö til
lands. t næsta mánuði fer fram
afmælismót Borðtennissam-
bandsins og aö sögn Gunnars
Jóhannssonar, formanns þess,
fengust loforð fyrir þátttöku
borötennisieikara I þessu móti
frá öllum Norðurlöndunum. Svi-
ar voru eins og viö mátti búast i
algerum sérflokki á Norður-
landamótinu. AHir þeirra bestu
leikmenn, aö þeim Kjell Jo-
hansson og Mini Stellan Bengts-
son undanskildum, voru mættir
til leiks, enda fór svo, aö Sviar
hirtu öll efstu verðlaunin.
í flokkakeppni þjóöanna varö
rööin þessi:
1. Sviþjóð
2. Danmörk
3. Noregur
4. Finnland
5. tsland
1 kvennaflokki unnu Sviar
einnig sigur, en Danir uröu i 2.
sæti, siðan Norðmenn og þá
Finnar. Eins og áður sagöi
sendu tslendingar ekki konur
sinar til keppninnar.
i einliöaleik karla sigraöi U.
ThBrsell frá Sviþjóö og I
kvennaflokki Anne Lie Lilje-
gren.
tslendingar komust hvergi i
úrslitaleiki I þessari keppni og
raunar vannst enginn leikur.
Aðeins einn tslendingur, Stefán
Konráösson, vann lotu. Það var
I tvlliðaleik, en Stefán spilaöi þá
með Norömanninum Rune
Reb esen.
Víkingur og
Valur unnu
Tveir leikir fóru fram I 1. deild
tslandsmótsins i handknattleik á
laugardaginn. Þaö voru þau lið
sem flestir búast viö aö baráttan
um sigurinn standi um, Valur og
Víkingur sem léku gegn KR og
Ármanni.
Vikingur — Ármann
24:12
Það var aðeins á fyrstu minút-
um leiksins sem Armenningar
héldu eitthvað i Vikingana. En
smátt og smátt sigu Vikingar
fram úr, þannig að staðan i hálf-
leik var 10:6.
1 seinni hálfleik var við það
sama fyrstu minúturnar eða þar
til staðan var 17:12. Þá var sem
allt púður væri úr Ármenningum
og sjö siðustu mörkin voru Vik-
ings.
Mörk Víkings:
Viggó Sigurðsson 9(2 viti), Ölafur
Einarsson 6, Bjö-gvin Björgvins-
son 4, Þórbergur Aðalsteinsson 3,
Erlendur Hermannsson 2.
Mörk Ármanns: Jón Sigurðsson
4, Björn Jóhannsson 2, Jón Ást-
valdsson2,Þráinn Asmundsson 1,
Óskar Ásmundsson 1, Einar Þór-
hallsson 1, Vilberg Sigtryggsson
1.
Dómarar voru Gunnlaugur
Hjálmarsson og Valur Benedikts-
son.
Vaiur — KR 19:17
Leikur Vals og KR var hinsveg-
ar mun jafnari og alls ekki útséð
um úrslit fyrr en leikurinn var
flautaður af.
Valsmenn höfðu örugga forystu
eftir fyrri hálfleikinn, 10:7. 1
seinni hálfleik jafnaöist leikurinn
mikið. Valsmenn höfðu alltaf yf-
irhöndina en þó mjög nauma, t.d.
stóð 17:16 og 18:17 þegar skammt
vartilleiksloka. Jón Karlsson átti
hinsvegar siðasta orðið i leiknum
og tryggði sigur Vals.
Mörk Vals: Jón P. Jónsson 5, Jón
Karlsson 5 (4 viti), Þorbjöm Guð-
mundsson 3, Gisli Blöndal 2,
Björn Björnsson 2, Steindór
Gunnarsson 2.
Mörk KR: Björn Pétursson 5 (5
viti), Jóhannes Stefánsson 5, Sim-
on Unndórsson 4, Haukur Ottesen
3.
Leikinn dæmdu Sigurður Har-
aldsson og Haukur Þorvaldsson.
Staðan Staöan i 1. deild islands- mótsins I handknattleik er nú þessi: Vikingur ■ 2 2 0 0 43:30 4 FH 1 1 0 0 21:19 2 Valur 2 1 0 1 37:36 2 Haukar 2 0 2 0 39:39 2 ÍR 1010 18:18 1 Fram 2 0 1 1 40:42 1 KR 10 0 1 17:19 0 Ármann 1 0 0 1 12:24 0
í kvöld í kvöld fara fram tveir leikir i 1. deild islandsmóts- ins i handknattleik. Báöir leikirnir fara fram i Laugar- dalshöli. Fyrri leikurinn sem er á milli Ármanns og FH hefst kl. 20, en sá seinni sem er leikur KR og ÍR, hefst kl. 21,15 strax að fyrri leiknum loknum.