Þjóðviljinn - 02.11.1977, Side 10

Þjóðviljinn - 02.11.1977, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. nóvember 1977 Að selja dagblað eða gefa bíl Auglýstu eldhúsborð 05 ur<pu litsjónvarpstœly ^ y* > - X * Sv' v, AVVt ■ í^> ^vf; V-KSV ^*** ■ XyS'r 4* *fe% Stœrstu vinninqor í b getraunum hér ó landi WoR BÍLAff ^ffSSSSTJS Sföast liöiö föstudagskvöld var send út ein ódýrasta sjón- varpsauglýsing sem um getur. A ég þar viö „umræöur um samkeppni siödegisblaöanna”, sem Guöjón Einarsson stjórn- aöi. Sú samkeppni hefur vissulega tekiö á sig nýstárlega mynd, og sýnir aö nú er hart í búi hjá smáf uglunum. Þeir Olafur og Jónas voru þó ekki bangnir.ogfullyrti Jónas aö lögfræðingar hefðu kannað lög- mæti þeirra aðgerða sem blöð- in, eða i þessu tilviki Dagblaöið, hefur gripið til siðustu vikurnar Isamkeppninni um auglýsendur og áskrifendur. Þóer nú svo, að til eru lög nr. 84 frá 1933, og fjalla þau um ólögmæta verslunarhætti. Ólögmætir verslunarhættir Þessi lög voru sett að frum- kvæöi Vilmundar Jónssonar landlæknis, og I 14. grein þeirra segir: „Bannað er aö gefa með verslunarvörum kaupbætis- miða, happadrættismiöa, vörugjafir eða annað, sem dregið getur kaupendur til að kaupa þá vörutegund vegna verðmætisiþvi, erhennifylg- ir. Sömuleiðis eru bannaðar auglýsingar um þessháttar kaupbætir-Brot á þessu varða sektum”. 1 tiö Vilmundar landlæknis tiðkaðist það að kaupahéönar gáfu með vöru sinni ýmislegt smáddt, sem ætlað var til þess að auka söluna. Teskeið, merki, kampavin og bilar Má þar minna á kaffipakka, sem i voru kaupbætismiðar sem framvisa mátti I verslunum og fáfyrir teskeiðar með kaffibaun á endanum. Einnig voru strákar lengi með hring af málmmerkjum á húf- um sinum, á merkjunum voru mindir af Tarsan I trjánum og komu þær úr óætu komfleksi sem hét PEP. Eftir að lögin voru sett hefur nokkrum sinnum verið sakfellt i málum sem þessum. Má þar nefna vörugjafir eins og vatnsglös i haframjölspökk- um. Eitt nýlegasta málið sem sak- fellt hefur verið 1 var um gull- smiðabúð, sem auglýsti trúlof- unarhringi og gaf kaupendum kampavinsflösku I meögjöf. Var það dæmt ólöglegt. Lögin sem um er rættbeinast að þvi að hindra verslunarmáta, þar sem vara er keypt vegna annars en eigin verðleiká. Dóm- ar sem fallið hafa staðfesta þann skilning. ,,— án nokkurs aukakostnaðar” Visir hefur nú undanfarna 2 mánuði haft i gangi „smá- auglýsingahappadrætti”. Hver sá sem auglýsir i smáauglýs- ingadálki blaðsins er þar með orðinn happadrættismiðanum rikari, þvi dregiö er úr nöfnun- um einu sinni i mánuði og sá heppni verður skyndilega sjön- varpinu eða hljómflutnings- tækjunum rikari. Ekki greiða menn sérstaklega fyrir þennan smágreiöa sem þeim er gerður með happa- drættinu, enda er hámarks- auglýsingaverð dagblaða ákveðið af opinberum aðilum. Þetta uppátaki þverbrýtur greinilega áðurnefnda 14 gr. laga nr. 84 frá 1933, enda hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir happadrættinu hjá dómsmála- ráðuneytinu, að sögn Ólafs W. Stefánssonar. Dagblaðið tók sig til fyrir viku eða svo og bauð áskrifendum sinum til „leiks”. Leikurinn er fólginn i þvi að vera áskrifandi að Dagblaðinu. Ritstjórinn, Jónas Kristjáns- son, sagði uppátækið viðleitni til að halda i' þann gffurlega kaup- endafjölda sem myndast hefði i verkfalli BSRB, og vinningurinn er heil bifreið að verðmæti 3.3 miljónir króna. Hver er ritstjóri Dagblaðsins? í fyllingu timans dregur áskrifendatölvan út nafn hins heppna. Honum er gert að koma á skrifstofu Dagblaðsins og svaraþar spurningu, sem þegar hefur verið birt: „Hver er rit- stjóri Dagblaðsins?” Eftir það getur hann keyrt heim á bilnum. Lögfræöingar Jónasar Kristjánssonar hafa verið held- ur glámskyggnir, þegar þeir litu framhjá áðurnefndri lagagrein. Þar segir að óheimilt sé að gefa með vöru einhvem hlut, sem dregið getur kaupendur til þess að kaupa vöruna vegna verðmætis I þvi sem henni fylg- ir. Varan á að standa fyrir sér sjálf, og dagblað er vara, og er hámarksverð hennar 1500 krón- ur f áskrift, ákveöið af opinber- um aðilum. Enda greiða áskrifendur Dag- blaðsins ekki neitt aukalega fyrir happadrættið. Ekki er hægt að skýla sér á bak við getraun I þessu sam- bandi, þar sem engum manni dettur I hug að kalla þann leik getraun, þar sem spurningar og svör eru lögð fyrirfram upp I hendurnar á mönnum. Visir sá að við svo búið mátti ekki standa. Þegar Dagblaðið bauð einn bil, bauð Visir þrjá. Eins og ólafur Ragnarsson rit- stjóri sagði I auglýsingaþættin- um hjá fyrrverandi kollega sin- um: — Við urðum að yfirbjóða. Næst eiga menn von á þvi,að Dagblaðið bjóði eina ibúð eða svo, —og Visirbjóði heila blokk. Brennt barn forðast eldinn Að visu hafa þeir Visismenn liklega komist fyrir horn lag- anna, þvi þeir setja lausn áskrifenda á myndagetraun einu sinni i mánuði að skilyrði fyrir happadrættismiðunum, sem siðan er dregið úr. Visir hefur enda brennt sig á þessum lögum áður, þótt það hafi verið fyrir tið Ólafs Ragnarssonar. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi W. Stefánssyni i dóms- málaráðuneytinu,efndi Visir til áskrifendahappadrættis með sama sniði og Dagblaöið gerir ni^fyrir rúmum áratug. Þá var komið á framfæri athugasemd- um við ráðuneytið, og Visir varð að breyta áskrifendahappa- drættinu i einfalda getraun. Þjóðviljinn kemur hér með þeirri ósk á framfæri að sak- sóknari og/eða dómsmálaráðu- neytið hefji rannsókn á þvi hvort samkeppni siödegisblað- anna i þeirri mynd sem að ofan er lýst brýtur I bága við 14. gr. laga nr. 84 frá 1933. —AI. r Merkur Vestur-Islendingur látinn: Njáll Ófeigur Þann 19. september s.l. andað- ist vestur I Winnipeg I Kanada Vestur-lslendingurinn Njáll Ófeig- ur Bardal 72 ára að aldri. Hann var sonur Arinbjarnar Bardal, sem fluttist til Kanada I hópi is- lenskra landnema og var úr Bárðardal { Suður-Þingeyjar- sýslu, hann stofnaði siðar Bardals útfararstofnunina I Winnepeg og rak hana til dauðadags. Njáll Ófeigur gekk i kanadiska her- skólann og útskrifaðist þaðan sem verkfræðingur. Hann vann sem foringi I kanadiska fasta- hernum fyrir siðari heims- styrjöldina og fór með Winnepeg- herdeildinni til Bermudaeyja, Jamaica og svo þaðan i byrjun striðsins til Hong Kong, þar sem fimm þúsund manna kanadiskt herlið leysti af hólmi setulið breska heimsveldisins sem þar var. Japanir gerðu innrás I bresku nýlenduna Hong Kong meö þrjá- tiu þúsund manna liði og tók hana eftir frækilega vörn Kanada- manna I mannskæðum bardögum þar sem barist var dögum saman i návigi. Þeir Kanadamenn sem liföu af þennan blóðuga hildar- leik voru teknir til fanga og hafðir I fangabúðum Japana út styrjöld- ina. Einn þessara rnanna var Njáll Ófeigur Bardal. Þegar liða tók á styrjöldina þá varð mikill matarskortur og hungur I fangabúöunum i Hong Kong sem leiddi til dauða fjölda fanga. Þegar sulturinn varð hvað mestur undir lok styrjaldarinnar, þá braust hópur kanadiskra her- manna inn i matar forðabúr iap- anska hersins til aö seðja hungur sitt. Þessi hópur hermanna var tekinn og átti aö dæma hann til dauöa. En þegar hér var komið, Bardal þá tilkynnti Njáll Ófeigur að hann sem foringi i kanádiska hernum hefði gefið fyrirskipun um innbrotið og menn hans væru skyldugir aö hlýða foringja sin- um. Þetta skildu Japanir, þvi hvergi var heraginn strangari heldur en I þeirra eigin her. Þetta Ieiddi til þess að inn- brotsmennirnir voru látnir lausir og hætt við að dæma þá, en I þeirra stað var Njáll Ófeigur tek- inn fyrir herrétt og umsvifalaust dæmdur til dauða. En undir svona kringumstæðum máttu foringjar velja um dauðdaga. Þeir máttu velja um hvort þeir létu skjóta sig eða höggva. Þegar Njáll Ófeigur var spurður hvorn dauðdagann hann kysi heldur, þá svaraði hann á stundinni að hann vildi láta höggva sig. Við þetta óvænta svar er sagt að komiö hafi hik á japönsku herforingjana sem gengu afsiðis og töluðust viö. Japönsku herforingjarnir vissu ekki til þess að nokkur vestur- landamaður hefði áður kosiö aö láta höggva sig. Þann dauödaga töldu þeir einkarétt Japana. Njáll Ófeigur var þvi spurður um hver ástæðan væri fyrir þessu ein- kennilega vali. Hann svaraði þvi til að hann væri Islendingur og ef að þeir læsu íslendingasögur þá mundu þeir komast að raun um að fleiri þjóða menn heldur en Japanir einir þyrðu að láta höggva sig. Vegna þessa atviks var aftök- unni frestað, en þar sem um svip- að leyti urðu endalok styrjaldar- innar, þá var hún aldrei fram- kvæmd. Þegar við hjónin vorum stödd vestur i Kanada sumarið 1967, og bjuggu hjá bróður konu minnar, þá heyrði ég þessa sögu.og var hún höfð eftir einum þeirra herfanga sem lifðu af hel- vitisvist fangabúðanna i Hong Kong; það fylgdi frásögninni aö Njáli Ófeigi hefði hvergi brugðið þegar upp yfir honum var lesinn dauðadómurinn, en hann hafði rekið upp kuldahlátur. Máske hefur það lika veriö þessi hlátur sem setti japönsku herforingjana i vafa um hvaö ætti að gera; þvi verður aldrei svarað. Skömmu seinna kom Njáll Ófeig- ur i heimsókn I húsið þar sem ég bjó, þvi húsbóndinn og hann voru vinir. Þetta var hár maður og þrekinn með einbeittan svip, sem talaði þróttmikið Islenskt mál, þó hann Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.